Fréttablaðið - 30.11.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 30.11.2003, Síða 2
2 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR „Ég er talinn mjög skapgóður maður.“ Einar Sveinsson er forstjóri Sjóvár-Almennra en fyrirtækið hefur tilkynnt um lækkun á lögbundn- um bifreiðatryggingum frá áramótum. Spurningdagsins Einar, ertu kominn í jólaskap? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Æran að veði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa ekki við gefin loforð um hækkun örorkubóta. Hann segir æru stjórnvalda að veði vegna málsins. ÖRYRKJAR Ég vil ekki trúa öðru en að fjármálaráðherra og ríkis- stjórnin láti af þessari ábyrgð- arlausu tilraun til samnings- sbrota,“ segir Garðar Sverris- son, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, vegna ummæla ráðamanna um fyrirhugaða áfangaskiptingu samningsins um hækkun örorkubóta. Heilbrigðis- ráðherra og Garðar undir- rituðu sam- komulag síðast- liðið vor, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og ÖBÍ, en samningurinn kostar 1.500 milljónir, 500 m i l l j ó n u m meira en gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi. Garðar segir að munurinn á þeim 1.200 milljón- um sem talað var um þegar samningurinn var gerður og 1.500 milljónum sé ekki nema 300 milljónir. Þar af komi í mesta lagi 200 milljónir til út- borgunar, sem skýrist af þeirri þróun skattleysismarka sem ríkisstjórnin hafi staðið fyrir og komi hvað harðast niður á ör- yrkjum. „Það getur ekki verið 200 millj- óna króna virði að ganga gegn gerðum samningum. Ef ríkis- stjórnin í einu ríkasta landi heims ætlar að selja æru sína fyrir þessa upphæð þá er illa komið fyrir ís- lenskri þjóð. Forystumaður stjórnarinnar hefur gefið sjálfum sér þá einkunn að hann sé maður sem standi við gerða samninga en bregðist hann nú þá neyðist ég til að segja eins og séra Hallgrímur: „Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ríkis- stjórnin vanáætlar kostnað. Við skiljum mæta vel að slíkt geti gerst en við skiljum ekki að það sé ekki hægt að bjarga þessu mikil- væga máli sem varðar um 9.000 manns,“ segir formaður ÖBÍ. Hann segir greinilegt að það sé ekki sama hvaða málefni eigi í hlut. „Ef sama afstaða hefði ráðið ríkjum varðandi framúrkeyrslu í tengslum við Þjóðmenningar- húsið þá hefði samningurinn við heilbrigðisráðherra ekki verið undirritaður á annarri hæð hússins síðastliðið vor, heldur í anddyri hússins eða úti á tröpp- um.“ Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hefur sagt að ekki sé verið að svíkja samkomulagið við öryrkja, heldur sé verið að fara yfir málið og leita leiða til að fullnusta samkomulagið. bryndis@frettabladid.is Þriðja ránstilraunin gerð í söluturninum Biðskýlinu: Hrakti ræningjann á flótta RÁNSTILRAUN „Hann kom inn með kuta í hendinni og öskraði: Pen- inga. Ég spurði hvort hann væri ekki að grínast,“ segir Jökull Kristjánsson, annar eiganda Biðskýlisins í Kópavogi, um ránstilraun sem gerð var í sölu- turninum á föstudagskvöld. Tvö vopnuð rán voru framin í Bið- skýlinu í sumar og eru bæði óupplýst. Jökull sagði manninn hafa verið í splunkunýjum bláum samfestingi og með einhvers konar klút fyrir andlitinu, bleika húfu og með innkaupapoka í hendinni. Eftir að Jökull spurði ræningjann hvort um grín væri að ræða stóð hann hálffrosinn með hnífinn upp í loft. „Ég tók upp pakkningu af kók og ógnaði honum með henni en vildi ekki kasta henni í hann og slasa hann. Ég spurði hann öðru sinni hvort hann væri að grínast og hann svaraði því játandi og hljóp út.“ Jökull elti ræningjann, sem hvarf inn í garð í nágrenninu. Bíll sem Jökull telur hafa verið flóttabíl lötraði áfram eins og ökumaðurinn vissi ekki hvað hann ætti að gera, skilja vin sinn eftir eða taka hann upp í. Vinur Jökuls var staddur í söluturnin- um og hringdi á lögregluna, sem kom mjög fljótt á staðinn. ■ Friðarsamkomulag í uppnámi: Reynt að bjarga málum NORÐUR-ÍRLAND Bresk stjórnvöld reyna nú allt hvað þau geta til að bjarga friðarsamkomulaginu, sem gert var á Norður-Írlandi fyrir fimm árum. Stórsigur flokks mót- mælenda, sem andvígur er friðar- samkomulaginu, í kosningum þar í vikunni gæti þó gert þær fyrir- ætlanir að engu. Paul Murphy, Norður-Írlands- málaráðherra bresku ríkisstjórn- arinnar, var staddur á Norður-Ír- landi í gær þar sem hann ræddi við leiðtoga helstu fylkinga. Hann fullyrti að flestir íbúar Norður-Ír- lands vildu halda í friðarsam- komulagið, þrátt fyrir niðurstöð- ur kosninganna. ■ FUNDU FÍKNIEFNI Á FARÞEGA Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreið í reglubundnu eftirlit í gærmorgun. Við leit á einum far- þeganum fannst hvítt duft og er talið að um amfetamín sé að ræða. STAKK AF FRÁ REIKNINGNUM Maður sem skráði sig á hótelher- bergi á föstudag stakk af frá 60.000 króna reikningi. Auk hót- elherbergisins keypti hann drykki sem hann greiddi ekki. GREINDI Á UM VERÐ Leigubíl- stjóri notaði neyðarrofa sem tengdur er til leigubílastöðvar- innar vegna farþega sem ekki vildi borga fyrir ökuferðina. Lög- reglan leysti úr málunum en ágreiningur var um ökugjaldið. TVEIR ÚT AF Á HELLISHEIÐI Tveir bílar lentu utan vegar á Hellis- heiði í hálku. Enginn slasaðist en annar bíllinn er nokkuð skemmdur. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Blaðamaður Guardian ferðaðist þar um í sumar og hreifst af náttúrufegurðinni. Guardian: Efast um Kárahnjúka VIRKJANIR Mikil áhersla er á þá náttúruperlu sem glatast vegna Kárahnjúkavirkjunar í ítarlegri umfjöllun í breska blaðinu Guardian í gær. Einnig er fjallað um efasemdir Þorsteins Sig- laugssonar um hagkvæmni framkvæmdanna, þar sem ríkis- styrktur óarðbær iðnaður skaði hagkerfið til langframa. Í greininni segir að íslensk stjórnvöld virðist staðráðin í að hvika ekki frá fyrirhuguðum framkvæmdum, hvað sem það kosti. Greinarhöfundur spyr sig hversu vel íslenskur almenning- ur sé upplýstur um verkefnið og talar meðal annars um fjölmiðla sem sé stjórnað beint og óbeint af stjórnvöldum. ■ „Meistaratök“ „Meistaratök ... kemur skemmtilega á óvart.“ – Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðinu „Skondin skáldævisaga - skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 Bjarni Bjarnason BÍLVELTA Í HVERADALABREKKU Bílvelta varð í Hveradalabrekku um miðjan dag í gær. Farþegi í bílnum, ófrísk kona, var fluttur á slysadeild til öryggis. Óhappið má rekja til hálku. Bíllinn er tals- vert skemmdur. EINN FLUTTUR Á SLYSADEILD Bíll með ökumanni og þremur farþegum valt á Landvegi í Rang- árvallasýslu um klukkan þrjú í gær. Einn farþeganna slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeildina í Fossvogi. Bíllinn er talinn ónýtur. Framkvæmdastjórn ESB verður stækkuð: Enn deilt hart um breytta stjórnskipan EVRÓPUSAMBANDIÐ Aðildarríki Evrópusambandsins hafa kom- ist að samkomulagi um að þegar aðildarríkjunum fjölgi í 25 verði framkvæmdastjórnin jafnframt stækkuð þannig að hvert ríki fái einn fulltrúa. Frá þessu var skýrt í gær að loknum tveggja daga leiðtoga- fundi Evrópusambandsins á Ítalíu. Stefnt er að því að aðild- arríkjunum fjölgi úr 15 í 25 í maí næstkomandi. Enn er þó deilt hart um fyrir- hugaðar breytingar á stjórn- skipulagi Evrópusambandsins, ekki síst um hvernig ákvarðana- töku í hinu stækkaða Evrópu- sambandi verði háttað. Leiðtog- ar sambandsins hafa aðeins tveggja vikna frest til þess að ganga endanlega frá þeim mál- um. Í drögum að stjórnarskrá Evrópusambandsins er gert ráð fyrir því að ákvarðanir verði bindandi fyrir öll ríkin ef helm- ingur ríkjanna, með samtals 60 prósent íbúa sambandsins, veit- ir samþykki sitt. ■ JOSCHKA FISCHER Utanríkisráðherra Þýskalands sagðist í gær ekki bjartsýnn á lausn í deilum um fram- tíðarskipan ESB. SAMNINGUR HANDSALAÐUR Heilbrigðisráðherra og formaður ÖBÍ undirrita samkomulag um hækkun bóta öryrkja í Þjóðmenningarhúsinu í mars síðastliðnum. „Það getur ekki verið 200 milljóna króna virði að ganga gegn gerðum samningum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÖKULL KRISTJÁNSSON Jökull ógnaði ræningjanum með kókpakkningu og spurði ræningjann hvort hann væri að grínast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.