Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 30. nóvember 2003 HÁTT Í 500 STÖÐVAÐIR Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á milli 400 og 500 ökutæki í fyrr- inótt. Sex ökumenn reyndust vera með útrunnin ökuskírteini. Þá voru lyklarnir teknir af tveim- ur ökumönnum vegna áfengis- neyslu, þeir voru undir mörkum en urðu að leggja bílum sínum. DATT ÚR INNKAUPAKÖRFU Þriggja ára barn meiddist þegar það datt úr innkaupakerru í Holtagörðum rétt fyrir klukkan tvö í gær. Barnið lenti með höfuð- ið á járnlista á gólfinu og hlaut áverka á hnakka og andlit. Það var flutt með sjúkrabíl á slysa- deild. ■ Lögreglufréttir RÍKISSTJÓRN Stefnt er að því að ný stofnun, Evrópska landamæra- stofnunin, taki til starfa árið 2005. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra greindi frá þessu á síð- asta ríkisstjórnarfundi. Stofnun hinnar nýju landamærastofnunar var rædd á fundi ráðherra um málefni Schengen á fimmtudag- inn, þar sem Björn var í forsæti. Bæði Ísland og Noregur munu eiga aðild að stofnuninni vegna þess að hún byggir á Schengen- samkomulaginu. Hin nýja stofn- un mun hvorki fara með lagasetn- ingarvald né bera ábyrgð á landamæravörslu. Hún mun aftur á móti vinna að því að samhæfa samvinnu landamæravarða, að- stoða ríki við þjálfun landamæra- vörslu og framkvæma áhættu- greiningu fyrir hvert ríki. Stofn- unin mun enn fremur hafa það hlutverk að aðstoða ríki þegar upp koma sérstakar aðstæður vegna álags á einstaka hluta ytri landamæra og við að framkvæma brottvísanir sameiginlega. Á fundi ráðherra um málefni Schengen náðist samkomulag um aðgerðir til að berjast gegn ólög- legum innflutningi fólks yfir landamæri sem liggja að sjó. ■ BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra hefur greint ríkisstjórn- inni frá áætlunum um stofnun Evrópsku landamærastofnunarinnar. Evrópska landamærastofnunin tekur til starfa 2005: Ísland þátttakandi Georg Lárusson: Fólk, ekki vinnuafl LEIÐRÉTTING „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum að flytja inn fólk en ekki vinnuafl og þurfum að gera það eftir ákveðnu skipulagi til samræmis við íslensk lög,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um fólksflutninga hingað til lands. Í blaðinu í gær snerist orðalagið við þannig að það varð að verið væri að flytja inn vinnuafl en ekki fólk. Þá er rétt að árétta að fólk sem fær dvalarleyfi hérlendis fær það oftast framlengt að ári liðnu, en ekki hæli eins og mis- ritaðist í myndatexta með frétt- inni. ■ Hætta á faraldri Í skýrslu WHO er einnig varað við því að vandinn gæti vaxið skjótt á næstu árum þar sem mik- il hætta sé á faraldri í Austur-Evr- ópu og Mið-Asíu. Talið er að um 14.000 manns smitist daglega í heiminum og segja starfsmenn WHO að með aukinni tækni við upplýsingaöflun séu tölurnar í ár mun áreiðanlegri en á undanförn- um árum. „Fólk sem býr á svæðinu sunn- an Sahara í Afríku er enn í mestri smithættu, en um 30% smitaðra í heiminum búa á því svæði. Í Suður- Afríku eru um 5,3 milljónir manna HIV-smitaðar, fleiri en í nokkru öðru landi í heiminum, og í Botswana og Swazílandi eru 39% íbúanna smituð. Af öllum nýjum smitum í heiminum greinast tvö af hverjum þremur á umræddu svæði sunnan Sahara og þrír af hverjum fjórum sem látast úr al- næmi eru þaðan,“ segir meðal ann- ars í skýrslunni, sem einnig sýnir að lönd í Asíu og Austur-Evrópu standa nú frammi fyrir hættunni á meiriháttar alnæmisfaraldri. Þar er um að ræða lönd eins og Kína, Indland, Indónesíu og Rússland en þar hefur HIV-smituðum fjölgað ískyggilega á síðasta ári og er auk- inni misnotkun vímuefna og ógæti- legu kynlífi aðallega kennt um. Í skýrslunni segir að grípa verði til róttækra aðgerða í umræddum löndum svo hægt verði að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu HIV- veirunnar og jafnframt tryggja meðferðarúrræði til bjargar millj- ónum smitaðra. ■ SMITAÐIR Í HEIMINUM ÁRIÐ 2002: Ástralía og Nýja-Sjáland 15.000. Karíbahafseyjar 440.000 Mið-Austurlönd og N-Afríka 550.000 Vestur-Evrópa 570.000 Norður-Ameríka 980.000 Austur-Evrópa og Mið-Asía 1.200.000 Austur-Asía og Kyrrahafseyjar 1.200.000 Mið- og Suður-Ameríka 1.500.000 Suður- og Suðaustur-Asía 7.200.000 Afríka sunnan Sahara 29.400.000 AUKNING HIV-SMITA Á ÁRUNUM 1999-2002: Austur-Evrópa og Mið-Asía 196,0% Austur-Asía og Kyrrahafseyjar 75,5% Mið-Austurlönd og Norður-Afríka 74,0% Karíbahafseyjar 53,0% Afríka sunnan Sahara 52,0% Mið- og Suður-Ameríka 35,0% Ástralía og Nýja-Sjáland 7,0% Vestur-Evrópa 15,0% Norður-Ameríka 16,0% Suður- og Suðaustur-Asía (engar tölur) 40 MILLJÓNIR SMITAÐAR Talið er að um 40 milljónir manna séu HIV-smitaðar í heiminum í dag, sem er meira en heildaríbúatala Póllands. Þar af búa nærri tveir þriðju á svæðinu í Afríku sunnan Sahara og í tveimur löndum á því svæði eru nærri 40% íbúanna smituð. Meira en 3 milljónir manna hafa látist úr alnæmi í heimin- um á árinu 2003 og aldrei hafa fleiri greinst HIV-smitaðir á einu ári, um 5 milljónir. Varað er við hættu á faraldri í Kína, Indónesíu, Papúa, Víetnam, nokkrum löndum Mið-Asíu, Eystrasalts- löndunum og Norður-Afríku, verði ekk- ert að gert. Daglega smitast um 14.000 manns af HIV-veirunni í öllum heiminum, þar af 95% í þróunarlönd- unum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.