Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 43
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Þrjár sovéskar heimildar- kvikmyndir frá árunum 1980-1990 sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Elísabet Waage hörpuleikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleik- ari flytja verk eftir Antonio Vivaldi, Atla Heimi Sveinsson, B. Romberg og Jo- hann Sebastian Bach á jarðhæð Lista- safns Einars Jónssonar.  17.00 Tvær aðventukantötur og þrír orgelforleikir eftir Johann Sebastian Bach í Hallgrímskirkju. Flytjendur eru Schola cantorum, fjórir ungir einsöngv- arar og kammersveit undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. Björn Steinar Sólbergs- son leikur einleik á Klais-orgel Hall- grímskirkju. Kantöturnar verða einnig fluttar í guðsþjónustu klukkan 11.  17.00 Kári Þormar, organisti Ás- kirkju, heldur orgeltónleika í tilefni 20 ára víglsuafmælis Áskirkju og 40 ára af- mælis Ásprestakalls. Á efniskránni eru verk eftir Bach, Buxtehude og annara tónskálda baraokktímans.  20.00 Kór Háteigskirkju fagnar 50 ára starfsafmæli með flutningi á Te Deum eftir Mozart og Indtoduzione e Gloria eftir Vivaldi á tónleikum í Há- teigskirkju. Kammerhljómsveit með Grétu Guðnadóttur konsertmeistara leikur með kórnum. Gyða Björgvins- dóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja einsöng. Organisti og kórstjóri Háteigskirkju er Dr. Douglas A. Brotchie. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóð- leikhússins.  15.00 Hjá Val-myndum í Ármúla 8 verður opnuð sýning Péturs Pétursson- ar á 11 málverkum. Þetta er þriðja einkasýning Péturs og eru myndirnar all- ar málaðar með akríllitum á striga. Sýn- ingin stendur út desember.  20.00 Kvetch e. Steven Berkoff á nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við leikhópinn Á senunni.  20.00 Ríkarður þriðji eftir Shake- speare á stóra sviði Þjóðleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Áslaug Arna Stefánsdóttir opnar sýninguna Kynsl í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningin er í formi þrí- víðrar innsetningar. Sýningin stendur til 21. desember og er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ SKEMMTANIR  Megasukk á Gauknum. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Þingeyingakórinn, Georg sparibaukur Íslandsbanka, Jólasveinn, Leikfélag Hafnarfjarðar, Solla stirða og Halla hrekkjusvín eru meðal þeirra sem láta sjá sig í Jólaþorpinu á Thorsplani í Hafnarfirði.  15.00 Guðrún Hannesdóttir myndlistarmaður og rithöfundur les upp úr bókum sínum á barnadegi í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. ■ ■ SÝNINGAR  María Elisabeth Wechner sýnir blý- þrykk í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu (hafnarmegin), Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 14. desember.  Í Listasafni ASÍ hefur verið opnuð sýning á verkum Þórarins Óskars Þór- arinssonar, ljósmyndara. Heiti sýningar- innar er „Þórarinn Óskar og hyski hans“. Sýningin stendur til 14. desember. Lista- safn ASÍ er opið 13-17 alla daga nem mánudaga og aðgangur er ókeypis.  Rúna K. Tetzschner opnaði í gær s ingu á Horninu, Hafnarstræti 15, í mi ingu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955-1998). Á sýningunni er úrval myndskreytinga Rúnu við skrautskrifu ljóð hans og hennar. Sýningaropnun jafnframt útgáfuteiti til að fagna útko ljóðakorta og ljóðabóka Þorgeirs og Rúnu.  Handverk og hönnun opnaði í g jólasýninguna „Allir fá þá eitthvað fal- legt“ í Aðalstræti 12. Þetta er sölusýn þar sem 33 aðilar sýna fjölbreytt íslen handverk og listiðnað. Þetta er í fimm sinn sem Handverk og hönnun heldu jólasýningu af þessu tagi.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa nú y þrjár sýningar: Smekkleysusýningin Humar eða frægð, sýning um Land- nemann mikla, Stephan G. Stephan son, og sýning um Óskar Ingimarsso sagnfræðing, þýðanda og þul. 42 30. nóvember 2003 SUNNUDAG hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 1 2 3 NÓVEMBER Sunnudagur Ég er að sýna kjallara uppi áannarri hæð,“ segir Melkorka Þ. Huldudóttir myndlistarmaður. Sýning hennar í galleríinu Kling og Bang, sem er á annarri hæð í húsi við Laugaveg 23, var opnuð í gær og nefnist hún „Myrkra- verk“. „Ég sýni þarna vídeóverk og hundrað glerkrukkur sem hanga í böndum og ég lýsi það upp með grænu ljósi. Í krukkunum eru litl- ar flugur sem ég bjó til, eiginlega litlar brúður.“ Sannkölluð kjallarastemning ríkir þarna uppi á annarri hæð, drungaleg og dularfull. „Það er einhver falin áráttu- hneigð í þessum kjallara. Ég er þarna að draga upp á yfirborðið eitthvað sem venjulega er undir yfirborðinu.“ Melkorka er tiltölulega ný- skriðin út úr listaskóla, útskrifað- ist síðasta vor sem fullgildur lista- maður. „Ég var svo heppin að fá vinnu hjá Listasafni Árnesinga í sumar og fá að setja þar upp sýningu í sumar, sem er frábært tækifæri fyrir manneskju sem er nýút- skrifuð. Ég fékk þá að lafa í list- inni.“ Það er hreint ekkert sjálfgefið að útskrifaðir myndlistarmenn hafi tækifæri til að sinna list sinni svo nokkru nemi. „Flestir sem ég þekki eru alltaf að spá í að hætta þessari vitleysu. Ekki er maður að græða pening á því. En á meðan manni finnst þetta gaman heldur maður hik- laust áfram í þessu.“ Melkorku má einnig sjá á hvíta tjaldinu um þessar mundir, því hún er einn leikenda í myndinni Salt, sem fengið hefur glimrandi dóma. Hún segir hálfgerða tilvilj- un að hún komst í það að leika hjá Bradley Rust Grey. „Brad hafði séð mig úti á götu og fékk einhvers staðar símann hjá mér og bað mig að koma í prufu. Ég var í skóla þá og fan þetta frábær sumarvinna. Það v stórgaman að vinna með þeim ég lærði heilmikið á þessu.“ Eitthvað hefur hún kom meira nálægt kvikmyndum, he verið að leika í stuttmyndum f ir vini sína og í myndbandi fy kærasta sinn. ■ ■ SÝNING Kjallara lyft upp á aðra hæð MELKORKA Í KJALLARANUM „Myrkraverk“ nefnist sýning Melkorku Þ. Huldudóttur í Kling og Bang galleríi við Lauga veginn. fim, 4 des kl. 19.00 örfá sæti Lau, 6 des kl. 21.00 örfá sæti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.