Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 18
tfall innlendra hlutabréfa lágt fni sjóðsins, um 5-7%. Við höf- það markmið að innlend hluta- f séu um 10% af heildarsafn- , þannig að við höfum verið að upa töluvert af innlendum tabréfum frá þessum tíma og kannski verið áberandi, auk s sem sjóðurinn hefur stækkað kið á sama tíma.“ Tímasetningin hefur reynst pileg því innlendur markaður ur hækkað mikið undanfarin seri og ávöxtun sjóðfélaga góð þessum fjárfestingum. Sam- ða hafa orðið miklar breytingar markaði og umhverfi íslensks skiptalífs. „Það hafa orðið mikl- breytingar síðustu tíu til fimmt- ár og það má eiginlega segja að ytingarnar síðustu þrjú ár séu iri en breytingarnar síðustu tíu á undan.“ Stærstu breyting- ar eru sókn útrásarfyrirtækja einkavæðing bankanna, breyt- ar sem munu að mati Alberts a jákvæð áhrif til framtíðar. ð er gríðarlega mikið að gerast samfélagið að þróast úr bænda- mfélagi yfir í þróað alþjóðlegt mfélag.“ mkeppnisforskot Íslendingar eru ekki frægir ir forsjálni í fjármálum, en líf- issjóðakerfið er undantekning því. „Þetta er eitt af þremur tu lífeyrissjóðakerfum í heim- m og veitir okkur samkeppnis- skot,“ segir Albert. Stærð líf- issjóðanna er 100% af lands- mleiðslu, sem er mun hærra tfall en hjá öðrum þjóðum. Þar ir utan eru margar þjóðir með gnumstreymiskerfi í stað fullr- sjóðsöfnunar, sem þýðir að nandi fólk á hverjum tíma ndur undir lífeyrisgreiðslum ðar sinnar. Það getur reynst ngur baggi. Íslendingar eru þar ir utan 10 til 15 árum yngri að ðaltali. „Það stefnir í að lífeyr- óðirnir tvöfaldist á næstu 6 til rum og verði þá komnir í 150% landsframleiðslu. Það er með því besta sem gerist í heiminum. Það mun leiða til þess að lífeyris- sjóðirnir verða ein stærsta auð- lind Íslands.“ Albert segir þessa staðreynd gríðarlega mikilvæga fyrir samfélagið. „Lífeyriskerfið getur stutt við bakið á framþróun og alþjóðavæðingu viðskiptalífs- ins og stuðlað að bættum lífskjör- um til lengri tíma. Lífeyriskerfið er ein stærsta auðlind okkar.“ Stærð lífeyrissjóðanna er því mikill stuðningur við uppbygg- ingu atvinnulífsins. Albert leggur áherslu á að hvergi megi slaka á kröfunni um arðsemi fjárfesting- anna. Hann segir visst áhyggju- efni að fimm fyrirtæki séu 55% af heildarmarkaðsverði félaga skráðra í Kauphöll Íslands. Þessi fyrirtæki séu smá eða meðalstór á alþjóðlegan mælikvarða. „Það er því mikilvægt að fyrirtækjum fjölgi og að erlendir aðilar komi inn á markaðinn.“ Hann segir út- rásarfyrirtæki eins og Pharmaco, Bakkavör og Össur, auk útrásar- verkefna bankanna, vera mjög spennandi og gefa mikla mögu- leika. „Þessi fyrirtæki endur- spegla gríðarlegar breytingar í at- vinnulífi okkar. Þarna eru stjórn- endur með skýra framtíðarsýn, vilja og þor til þess að takast á við slík verkefni. Að mörgu leyti hef- ur tekist mjög vel til, en það er mikilvægt að menn hafi úthald til þess að þroska fyrirtækin með þessum gríðarlega vexti.“ Hann bendir á að í gegnum þessi verk- efni hafi orðið til gríðarleg reynsla sem muni nýtast atvinnu- lífi framtíðarinnar. „Menn fara út og takast á við mun harðari sam- keppni en hér heima og það á eft- ir að gera þá sterkari.“ Upplýsingar mikilvægar Í ljósi þessarar útrásar segir Al- bert það mikilvægt að upplýsinga- gjöf fyrirtækjanna sé góð. „Þróun- in er sú að stjórnendur eru sífellt að verða meðvitaðri um góð tengsl við fjárfesta og að gefa upplýsing- ar um forsendur í rekstrinum. Þetta er gríðarlega mikilvægt með fyrirtæki sem eru í örum vexti á erlendum mörkuðum.“ Hann segir að það sem muni stuðla öðru frem- ur að þroska markaðarins séu út- rásarverkefni og innkoma er- lendra fjárfesta á markaðinn. „Kaup erlendra fjárfesta á íslensk- um skuldabréfum sýna traust á innviðum efnahagskerfisins. Þó að markaðurinn sé lítill erum við með sams konar innviði og menntunar- stig og stærri þróuð iðnríki.“ Al- bert er bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. „Ef við horfum á þá fimm þætti sem munu skapa hag- sæld okkar, þá eru það lífeyris- kerfið, náttúruauðlindir, menntun- arstig sem er hátt og auk þess sækjum við okkur menntun um all- an heim. Ferðamannaiðnaðurinn á líka eftir að vaxa mikið. Þróunin er í þá átt að við verðum alþjóðlegri í allri hugsun. Við eigum að geta komist mjög langt í alþjóðlegu samhengi.“ Albert segir erlend hlutabréf eiga eftir að verða stærri hluta ís- lenskra lífeyrissjóða á næstu árum. Það sé skynsamlegt út frá áhættudreifingu. Lífeyrissjóðir byrjuðu erlend hlutabréfakaup þegar markaðir voru í hámarki, flestir í litlum mæli. „Við fórum aðeins seinna af stað en margir aðrir og fórum okkur hægt. Við höfum verið að kaupa jafnt og þétt allan lækkunarferilinn og höldum því áfram nú þegar markaðir virð- ast vera að taka við sér.“ Hann segir lífeyrissjóðina þurfa að skoða fjárfestingarkosti á heims- vísu vegna mikils vaxtar lífeyris- kerfisins til að ná áhættudreifingu auk þess sem minna framboð verði af frambærilegum fjárfest- ingarkostum innanlands til lengri tíma. Mikilvægt sé líka að fylgja fjárfestingarstefnu sinni þrátt fyrir sveiflur á mörkuðum. „Það er að mörgu leyti það erfiðasta sem sjóðstjóri gerir; að fylgja stefnunni þegar hún fer ekki sam- an við það hvernig vindurinn blæs hverju sinni,“ segir Albert. Á skrifstofunni hangir heimskort. Verkefnin eru næg og heimurinn er undir. Hvergi glittir í alla millj- arðana á skrifstofunni. Þeir eru annars staðar, í skipulegri dreif- ingu, þar sem þeir vaxa til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. haflidi@frettabladid.is 17NNUDAGUR 30. nóvember 2003 Veitir stjórnendum betri yfirsýn • Nákvæm kostnaðargreining • Fjölbreyttir skýrslumöguleikar Öflugt og sveigjanlegt launakerfi • Microsoft samhæft vinnuumhverfi • Tengist helstu fjárhags- og viðverukerfum Auðveldar störf launadeilda • Stutt vinnuferli við skráningu starfsmanna, framkvæmd launakeyrslu og gerð skilagreina • Vinnur náið með Axapta HRM – mannauðskerfinu Ske i funni 8 • 108 Reyk jav ík • S ími 545 1000 • www.ax . i s • ax@ax. i s ALLUR HEIMURINN UNDIR Íslenskir lífeyrissjóðir munu í auknum mæli fjárfesta erlendis. Þeir vaxa hratt og möguleik- ar til innlendrar langtímafjáfestingar eru takmarkaðir, auk þess sem erlend verðbréf auka áhættudreifingu sjóðanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.