Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 27
Ævisagnamarkaðurinn verðurseint fullmettur eins og sést best á því að þessi gamalgróna bókmenntategund tröllríður nú, sem fyrr, sölulistum bókaversl- ana. Þannig eru til dæmis 5 ævi- sögur á meðal 10 söluhæstu bók- anna á aðallista íslenskra bóka hjá Pennanum-Eymundssyni. Þar trónir Linda Pétursdóttir á toppn- um í bók Reynis Traustasonar Ljós og skuggar á meðan glæpa- kóngurinn Arnaldur Indriðason verður að láta sér lynda 3. sætið. Sverrir Hermannsson er númer 4 með Skuldaskilin sín, Þráinn Bertelsson er númer 6 með Ein- hvers konar ég og á hæla hans kemur fyrrum barnastjarnan Ruth Reginalds í samnefndri bók skráðri af Þórunni Hrefnu Sigur- jónsdóttur. Flosi Ólafsson vermir svo 10. sætið með sambúðarsögu sína Ósköpin öll. Það er svo sem lítið nýtt í þessu en það sem vekur öllu meiri athygli er hversu margar ævisagnanna í ár tengjast alkó- hólisma, heimilisofbeldi og upp- risu fólks sem var búið að skrapa botninn. Linda Pétursdóttir og Ruth Reginalds segja báðar frá baráttu sinni við fíknina. Hlín Agnars- dóttir segir sögu sambúðar sinnar með alkóhólista, sem nú er látinn, með tilheyrandi meðvirkni og sjálfsblekkingum, Linda Vil- hjálmsdóttir segir frá botnlausu sukki í skáldævisögu sinni Lyga- sögu og Kristín Snæfells fjallar um alkóhólisma og kynferð- islega misnotkun sem hún varð fyrir sem barn. Meðferðartæki höfundar Þessi bylgja s v o n e f n d r a „alkabóka“ er athyglis- verð og sú kenning er kom- in á kreik að reynslusögur af þessu tagi hafi ákveðið meðferðargildi og geti hjálpað fólki sem er í sömu sporum og þeir sem rekja batasögur sín- ar voru áður en þeir sneru blaðinu við. „Ég held að þessar bækur hafi ekki meðferðargildi fyrir aðra en höfundinn sjálfan eða þann sem segir frá,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. „Þegar manneskja sem hefur átt við fíkniefnaerfið- leika að stríða ákveður að taka á sínum málum þá kemur margt til og hún hefur farið í gegnum langt ferli og þar á meðal er ekki það að hafa lesið svona bók. Það hef- ur mikið gengið á hjá fólki sem ákveður að fara í meðferð eða gera eitthvað í sínum málum. Fé- lagsleg staða þess er orðin veik og það hefur fundið fyrir þrýst- ingi fjölskyldu, vina og jafnvel vinnuveitenda. Það hefur gengið í gegnum langt afneitunarferli og síðan tekur við smá innsæi og þetta verður til þess að fólk tekur sér tak. Hvatinn til að gera eitt- hvað í sínum málum af alvöru hlýtur að koma innan frá en það gæti svo verið einhvers konar punktur yfir i-ið á seinni stigum meðferðar að lesa einhverja svona bók og finna samsvörun þar.“ Kolbrún segist hins vegar telja að það að skrifa reynslusögu af þessu tagi hafi gríðarlegt með- ferðargildi fyrir þann sem segir söguna. „Þú ert að koma út úr ein- hverjum miklum feluleik og setur allt upp á borðið og bara það að tala um þetta allt við þann sem skráir söguna held ég að hafi meðferðargildi fyrir manneskj- una og að þessi vinna sé því stórt skref í átt til bata.“ Bækurnar bjarga engum Kolbrún dregur hins vegar forvarnagildi þessarar bók- menntategundar í efa: „Mér finnst þessar bækur alls ekki vera forvörn og held að þær gætu jafnvel frekar virkað öfugt. Ungt fólk sem er að byrja í neyslu gæti litið á þetta þannig að það hljóti að geta gert þetta og komist í gegnum það alveg eins og fræga fólkið í bókunum. Ég held að það að heyra um aðra sem hafa farið í gegnum þetta sé ekki nóg til þess að bjarga einum eða neinum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þetta virki ekki.“ Kolbrún segir að frásagnir kvenna af heimilisofbeldi séu lík- legri til að hreyfa við konum í sömu sporum en að batasögur a l k ó h ó l i s t a hjálpi langt leiddum fíklum að stíga fyrstu skrefin í átt til betra lífs. „Sögur af konum sem brjótast undan beldi maka gætu vakið fórn lömb til umhugsunar en hald samt að það þurfi e hvað meira að koma til þær eiga að breyta lífi sí Ég held að enginn lifi það e angruðu lífi að lestur bó opni augu þess fyrir því eitthvað sé að.“ Uppgjör kvenna Það er ekkert nýtt að Ísle ingar reki raunir sínar og g upp líf sitt á bók. Séra Jón Ma ússon varði hendur sínar ef sögufrægt galdramál í Píslarsö sinni árið 1660 og þykir sú b hvorki meira né minna en e magnaðasta rit sem skráð he verið á íslenska tungu. Þá er æ saga eldklerksins séra Jóns Ste grímssonar, frá árinu 1783, e lesin þannig að það er ekki hæ að segja annað en að ævisag hvíli á traustum grunni á Íslan Ævisögur kvenna sem synd móti straumnum og ná langt h verið traust söluvara á síðu áratugum en segja má að Ingól Margeirsson hafi brotið ísinn á 1980 þegar hann skráði ævisö Guðmundu Elíasdóttur söng konu. Bókin rokseldist en Ingólfur segist að vissu leyti hafa 26 30. nóvember 2003 SUNNUDAG P P F O R L A G www.ppforlag.isSími: 5687054 Fjörugar og Leiðbeinandi verð: 1.990 kr. Bumbuklúbburinn VEISLUÞJÓNUSTA - HLAÐBORÐ Í HÁDEGINU - SÉRRÉTTIR Laugavegi 28b Sími 517 3131 • Fax 517 3130 sjanghae@sjanghae.is www.sjanghae.is Opið alla daga frá kl. 11.30 Dagskrá: 1. Unnur Guðjónsdóttir sýnir myndir frá Kína og kynnir næstu ferð, 23. maí-13. júní, en þá verður m.a. farið um gljúfrin þrjú í Jangtze. 2. Gómsætt kínverskt jólahlaðborð snætt, verð kr. 2.400,- pr. mann. 3. Skyndihappdrætti með kínverskum vinning- um. 4. Sala á kínverskum munum, tilvöldum til jóla- gjafa. Sætapantanir hjá Sjanghæ KÍNAKLÚBBUR UNNAR Sími: 551 2596, netfang: kinaklubbur@simnet.is, veffang: www.simnet.is/kinaklubbur verður með Kínakvöld þriðjudaginn 2. desember kl. 19.00 KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR Segist aðspurð ekki telja AA-bókina sambærilega við ævisögur alkóhólista í bata þó bók byggi á reynslu alkóhólista og sé haldreipi ótrúlegs fjölda fólks sem hefur náð tök á fíkn sinni. „AA-bókin byggir á 12 spora kerfinu sem hefur virkað rosalega vel. Þeir s nota hana eru því að vinna kerfisbundið samkvæmt ákveðinni uppskrift sem hefur ge vel en það að lesa ævisögu alkóhólista, eina og sér, hefur enga slíka vinnu í för með s Áhugi Íslendinga á náunganum er landlægur. Það er ekkert nýtt við það að þekktir Íslendingar geri upp við fortíð sína, menn og málefni í bókum. Stjórnmálamenn hafa notað þetta bókmenntaform í þessum tilgangi, en nú kveður hins vegar mest að alkóhólistum og fíklum í bata. Þjóðin sem opnar sig ÆVISÖGUR Njóta stöðugra vinsælda hjá Íslendingum enda hafa nafntogaðir einstaklingar verið að rekja raunir sínar á bókfelli árhundruðum sam- an. Hinn almenni lesandi nýtur þess að spegla sig í ljósi fræga fólksins auk þess sem bækurnar full- nægja slúðurþörf og geta jafnvel virkað græðandi á öfundarsár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.