Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 6
6 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR ■ Stjórnvöld Veistusvarið? 1Öllum starfsmönnum rækjuverk-smiðju á Siglufirði var sagt upp fyrir helgi. Hvað heitir verksmiðjan? 2Félagsmálaráðherra hefur kynntfrumvarp um að skera niður styrki til fiskvinnslustöðva vegna hráefnisskorts. Hversu miklu nemur niðurskurðurinn? 3Við hvaða aldur ráða börn trúfélaga-skráningu sinni ef tillögur Ragnheiðar Thorlacius lögfræðings ná fram að ganga? Svörin eru á bls. 46 Áhugasamir brettamenn: Æfum okkur á handriðum SNJÓBRETTI „Við höfum safnað snjó í Skautahöllinni og verið að æfa okkur með því að renna okkur á handriðum innanbæjar,“ sögðu Tómas Karl Bernhardsson og Ólafur Jónasson, sem voru mættir með þeim fyrstu í Bláfjöllin í gær. Þeir eru búnir að stunda bretta- íþróttina í nokkur ár og eru greini- lega brettamenn af lífi og sál, halda meira að segja úti heimasíðu um sportið, www.go-riding.com. Þeir gripu fegins hendi tækifærið að komast í alvöru brekkur. „Það er fullt af grjóti í leiðinni en það er að koma meira af snjó núna.“ Þeir voru þó ekki vissir um að komast á bretti aftur í dag. „Það eru að koma próf.“ ■ Brettafólkið sýnir mestan áhuga Nokkur fjöldi var í Bláfjöllum fyrsta dag vetrarins sem skíðalyfturnar voru opnar. Um það bil þrír af hverjum fjórum sem renndu sér í gær voru ekki á skíðum heldur snjóbrettum. ÚTIVIST Þó nokkur fjöldi fólks var í Bláfjöllum í gær en skíðalyfturnar voru opnaðar á hádegi. Það telst til tíðinda að íbúar höfuðborgarsvæð- isins komist í brekkurnar svona snemma vetrar. Fólk brást skjótt við og var þó nokkur fjöldi mættur upp úr hádegi. Skíða- og bretta- áhugamenn létu smá snjókomu ekkert á sig fá og reyndu að nýta daginn til hins ítrasta. Ekki tókst þó að opna stólalyftuna eins og til stóð, til þess var of hvasst. „Við erum eina opna skíðasvæð- ið á landinu,“ sagði Grétar Hallur Þórisson, for- s t ö ð u m a ð u r skíðasvæðanna í Bláfjöllum og S k á l a f e l l i , kampakátur og bjartsýnn á f r a m h a l d i ð . Hann segir það vissulega sjald- gæft að hægt sé að opna í Blá- fjöllum svo snemma. „Síðast gerðist það árið 1994, þá opnuð- um við 7. nóvem- ber en það stóð aðeins í fáa daga. „Mætingin í dag er frekar góð miðað við veður og endurspeglar mikinn áhuga, ekki síst hjá brettakrökkunum,“ sagði Grétar. „Ég hugsa að 70 til 80 prósent þeirra sem mættir eru séu bretta- fólk. Harðasti kjarninn var að mæta hingað á meðan við vorum að undirbúa brekkurnar og jafnvel renna sér á kvöldin í bílljósunum. Skíðafélögin hafa líka verið með æfingar hér í nokkra daga, krakk- arnir draga fram grjótskíðin sín gömlu sem mega þola ýmislegt.“ Rekstur skíðasvæðanna er erf- iður og undanfarin tvö ár hefur snjóleysi sett stórt strik í reikning- inn. „Það er lítið við því að gera,“ segir Grétar. „Þetta er mikill áhætturekstur og skíðasvæði á Ís- landi hafa aldrei skilað hagnaði að neinu marki.“ Hann er fullviss um að ástæðan fyrir því að hægt var að opna svo snemma í ár sé vinnan undanfarin sumur við að slétta og græða upp brekkur og setja upp snjógirðingar. „Þessi vinna er lyk- ilatriði og við munum ganga lengra í þessum efnum. Við stefnum á að herða sóknina. Þótt það komi nokk- ur mögur ár þá munu koma nokkur feit líka.“ audur@frettabladid.is SKÍÐI Ingólfur Aðalsteinsson var að fara á skíði í fyrsta skipti í fjórtán ár þegar hann mætti upp í Bláfjöll í gær. „Ég er að prufa þetta aftur og þetta er ennþá gaman,“ segir Ingólfur, sem læt- ur smá snjókomu lítið á sig fá. „Veðrið er fínt. Brekkurnar eru harðar, það er vont að detta, og svolítið grjót í þeim. En ég ætla að fara nokkrar ferðir í við- bót.“ ■ MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR Kann að fara í plóg. Ung en þaulvön: Skíðaskóli í Austurríki SKÍÐI Margrét Andrésdóttir er ekki há í loftinu en hefur farið oft á skíði og er greinilega þaulvön. Hún hefur meðal annars farið í skíðaskóla í Austurríki þar sem hún segist hafa lært að fara í plóg. Margrét fer þó ekki ein í lyftuna heldur hefur mömmu eða pabba með, sér til halds og trausts. ■ ÚTHLUTAÐ ÚR KRISTNIHÁTÍÐAR- SJÓÐI Styrkjum verður úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði á morgun. Alls verður úthlutað styrkjum að fjárhæð 94 milljónir króna og skiptast þeir á milli 66 verkefna sem tengjast fornleifarannsókn- um og menningar- og trúararfi þjóðarinnar. EIÐUR Í ÁSTRALÍU Eiður Guðna- son hefur afhent Michael Jeffery, landstjóra Ástralíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Ástralíu. Hann verður með aðset- ur í Peking þar sem hann er sendiherra Íslands í Kína. ÞÓRDÍS, ANÍTA BJÖRK OG MARGRÉT HELGA Byrjuðu á brettunum í fyrra. Brettastelpur: Hraðinn skemmtilegur SNJÓBRETTI Brettastelpurnar Þór- dís Pétursdóttir, Aníta Björk Sig- urðardóttir og Margrét Helga Stefánsdóttir fengu áhugann á sportinu í fyrra. Þær segja að hraðinn geri íþróttina spennandi. Þessar galvösku stelpur voru mættar um leið og lyfturnar opn- uðu á hádegi. „Það er svolítið af grjóti í brekkunum, en maður kemst framhjá því.“ Eins og hjá fleirum setja yfir- vofandi próf strik í reikninginn og voru þær ekki vissar um að kom- ast aftur í dag fyrir próflestri. „En við ætlum að reyna.“ ■ TÓMAS KARL OG ÓLAFUR Safna snjó og æfa sig innanbæjar. Rifjar upp skíðakunnáttuna: Í fyrsta skipti í fjórtán ár INGÓLFUR AÐALSTEINSSON Vont að detta í brekkunum. Tryggingafélögin: Lækka iðgjöld TRYGGINGAR Öll stóru tryggingafé- lögin, Tryggingamiðstöðin, Sjóvá- Almennar og VÍS hafa tilkynnt um lækkun á iðgjöldum. Að sögn Einars Sveinssonar, for- stjóra Sjóvár-Almennra, eru ið- gjöldin í stöðugri endurskoðun og þessi lækkun til komin vegna bættr- ar afkomu í þessum tryggingaþætti hjá félaginu. „Í ljósi þess afkomu- bata sem orðið hefur teljum við að það sé kominn tími til þess að skila til baka til okkar viðskiptavina lækkun iðgjalda,“ segir Einar Sveinsson. ■ „Harðasti kjarninn var að mæta hingað á meðan við vorum að undirbúa brekkurnar og jafnvel renna sér á kvöldin í bíl- ljósunum. BÚIÐ AÐ OPNA Í BLÁFJÖLLUM Töluvert af fólki í brekkunum í gær í nokkurri snjókomu en brettafólkið var mest áberandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.