Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Svolítið at- hyglissjúkur tvíburi H Ú S G A G N A H Ö L L I N • S K E I F A N • H R I N G B R A U T V I ‹ J L • M O S F E L L S B Æ R • D A L S H R A U N H F J • H V A L E Y R A R B R A U T H F J • S E L F O S S • V E S T M A N N A E Y J A R • H Ö F N OPI‹ Í DAG Bakhliðin Á LINDU VILHJÁLMSDÓTTUR Hvernig ertu núna? Soldið athyglis- sjúk. Hæð: 169 og 1/2 cm. Augnlitur: Brúnn. Starf: Rithöfundur. Stjörnumerki: Tvíburar. Hjúskaparstaða: Gift. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík. Helsta afrek: Að hætta að drekka. Helstu veikleikar: Öfgar af ýmsu tagi. Ertu í bókinni Íslenskir samtíma- menn? Nei. Helstu kostir: Að hafa lært að hlusta á aðra. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ædol í augnablikinu. Uppáhalds útvarpsþátturinn: Þætt- irnir hans Ævars Kjartanssonar. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt. Mestu vonbrigði lífsins: Ég var svo lengi spæld að ég man það bara ekki. Hobbý: Að lesa og horfa á bíómynd- ir. Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Handbolti eða fótbolti: Fótbolti. Bingó eða gömlu dansana: Gömlu dansana. Hljómar eða Trúbrot? Trúbrot. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rithöfundur. Skelfilegasta lífsreynslan: Að velta bíl. Hver er fyndnastur? Guðmundur Steingrímsson fær mig oft til að brosa. Hver er kynþokkafyllstur? George Clooney. Trúir þú á drauga? Eitthvað svoleiðis. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Köttur. Hvort vildirðu heldur vera Sylvia Plath eða Jane Austen? Jane. Áttu gæludýr? Nei. Hvar líður þér best? Heima. Einhver vindur sér að þér þétt- kenndur á kaffihúsi og heldur því fram að hann sé ein persóna í Lyga- sögu þinni. Manninum er mikið niðri fyrir enda ósáttur við meðferð þína á sér í verkinu og segist einfaldlega ekki sætta sig við þetta? Hverju svarar þú? Að ég sé til í ræða málið þegar það er runnið af honum. Besta bók í heimi: The Cornish Trilogy eftir Robertson Davies. Næst á dagskrá: Stutt kvikmynda- handrit og svo er það næsta saga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.