Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 15
14 30. nóvember 2003 SUNNUDAG Winston Leonard SpencerChurchill, fyrrum forsæt- isráðherra Bretlands, fæddist í Blenheim-höll í Oxfordskíri þennan dag árið 1874. Churchill var af afar virtri fjölskyldu sem átti sér langa sögu þjónustu við herinn. Sjálf- ur gekk hann til liðs við herinn árið 1895. Hann eyddi drjúgum tíma í að stúdera hernaðartækni en hætti í hernum árið 1899 til að einbeita sér að pólitískum frama. Hann var kosinn á þing fyrir Íhaldsflokkinn árið eftir. Árið 1904 gekk Churchill til liðs við frjálslynda og gegndi mikilvægum stöðum fyrir flokk- inn áður en hann var skipaður yfirmaður sjóhersins árið 1911. Hann undirbjó því herinn fyrir stíðið sem hann spáði fyrir um. Margt gekk á hjá Churchill í fyrri heimsstyrjöldinni og var hann meðal annars settur af vegna hræðilegra hernaðarleið- angra til Dardanelles og Gallipoli. Churchill snéri aftur í pólitík og á árunum 1919 til 1921 gegndi hann stöðu hernaðarmálaráðherra. Eftir að seinni heimsstyrjöld- in braust út var Churchill kallað- ur aftur til starfa sem yfirmaður sjóhersins og átta mánuðum síð- ar tók hann við forsætisráð- herraembættinu af Neville Chamberlain. Fyrstu árin stóð Bretland eitt gegn nasistum en að lokum gerði hann samkomu- lag við Franklin D. Roosevelt og Jósef Stalín. Saman unnu þeir sigur á Þjóðverjum. ■ Freyr Eyjólfsson, Geirfugl ogútvarpsmaður, hélt upp á þann stóra áfanga í lífinu í gær að verða þrítugur. Mikil veisla var á Grand rokk og þar var rokkað Frey til heiðurs langt fram eftir nóttu. Afmælisdagurinn er svo í dag og þrátt fyrir glaum og gleði ætlar Freyr að vakna hress og kátur og njóta dagsins. „Ég ætla að fá mér afmælis- morgunverð og lesa blöðin. Eft- ir hádegi verð ég mættur fyrir þrjú í Borgarleikhúsið til að leika og syngja í Línu Langsokki með félögum mínum í Geirfuglunum.“ Freyr segir að síðan sé ekki annað en að slaka á og bíða eftir óvæntum uppákomum. „Þá kasta ég bara ábyrgðinni yfir á aðra og ég ætla bara rétt að vona að dagurinn verði skemmtilegur,“ segir Freyr, sem er létt stressaður yfir aldr- inum. „Ég tók eftir því í morgun að hár eru farin að vaxa í eyrun- um á mér og eitt grátt hár fann ég í hárinu um daginn. Verst af öllu er að ég er farinn að vera hræddur við unglinga; tek á mig krók þegar ég mæti hópi á götu,“ segir Freyr og hlær dátt. Freyr segist vera ofsalega glaður en líka ögn kvíðinn að vera loks orðinn fullorðin. „Það örlar á þeirri tilfinningu að nú sé allt gamanið búið og skólaárin liðin. Nú sprelli maður ekki leng- ur en horfi aftur til þessara ára sem hafa verið eins og hallæris- leg Disney-kvikmynd; svona fjölskyldumynd þar sem allt leikur í lyndi. En nú hlýtur eitt- hvað að fara að bresta á. Ég trúi ekki að þetta verði ekki gaman áfram,“ segir Freyr og hlær enn meira, ákveðinn í að kasta fagnandi út í óvissuna. Freyr er í sambúð og vinnu tónlistardeild útvarpsins, a þess að spila með fleiri en ei hljómsveit. „Ég hef nóg að g en þegar ég er ekki að stússa músíkinni finnst mér ógurle gaman að halla mér einvers st ar í rólegheitum með góða b Ég er bæði grúskari og bókaor ur, hef alltaf gaman af að grú í bókum, kvikmyndum og t list,“ segir Freyr, tilbúinn takast á við alvöru lífsins á þe um merku tímamótum í hans. ■ Afmæli ■ Þrítugur er útvarpsmaðurinn og Ge fuglinn Freyr Eyjólfsson á Rás 2. Ha rokkaði fram eftir öllu í gær á Grand rok BILLY IDOL Söngvarinn knái er fæddur þennan dag árið 1955. 30. nóvember ■ Þetta gerðist 1016 Enski konungurinn Edmund II deyr. 1897 Myndvarpi Thomas Edison er notaður í fyrsta sinn á sýningu 1939 Sovéskar hersveitir gera innrás Finnland og í kjölfarið hefst stríð á milli þjóðanna. 1940 Lucille Ball og kúbverski tónlist armaðurinn Desi Arnaz giftast. 1966 Barbados fær sjálfstæði. Eyjan hafði áður verið nýlenda undir stjórn Breta. 1982 Heimsfrumsýning á kvikmynd- inni Gandhi í Nýju-Delhí. 1995 Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, heimsækir Norður-Írland Hann varð þar með fyrstur af æðstu mönnum stjórnsýslu Bandaríkjanna til að heimsækj landið. WINSTON CHURCHILL Churchill missti meirihluta á þingi en árið 1951 var hann aftur kjörinn forsætisráðherra. Hann hætti sem forsætisráðherra 1955 og afskiptum af pólitík árið 1964, ári áður en hann lést. WINSTON CHURCHILL ■ Fyrrum forsætisráðherra Bretlands fæddist þennan dag árið 1874. Hann var einn merkilegasti stjórnmálamaður Bret- lands. 30. nóvember 1874 Loðin eyru og grátt hár Níðsterkir og liprir KULDAGALLAR stærðir 4-12 Alvöru gallar FREYR EYJÓLFSSON ÚTVARPSMAÐUR Það setur að honum beyg þessa dagana. Hann er alls óviss um hvað taki við en vill alls ekki trúa að æskan sé horfin svona allt í ein Afmælisdagur Churchill FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Bára Friðbertsdóttir lést fimmtudaginn 27. nóvember. Bergljót Gerður Jónsdóttir, Grenimel 31, Reykjavík, lést miðvikudaginn 19. nóvember. Útförin hefur farið fram. Eiríkur Bragason, Úthaga 17, Selfossi, lést miðvikudaginn 26. nóvember. Útför- in fer fram í kyrrþey. Hjörtur Guðjónsson frá Höfn, Horna- firði, lést fimmtudaginn 27. nóvember. Högni Hjörtur Högnason, Danmörku, lést þriðjudaginn 18. nóvember. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey. Ingimar Rósar Sigurtryggvason lést fimmtudaginn 27. nóvember. Jóakim Pétursson, Hrafnistu í Hafnar- firði, lést fimmtudaginn 27. nóvember. Jóel Kr. Sigurðsson, Hrafnistu, Hafnar- firði, lést föstudaginn 28. nóvember. Ólafur Már Matthíasson kennari er lát- inn. Ólafur Steingrímur Stefánsson, Brim- nesi 10, Ólafsfirði, lést föstudaginn 28. nóvember. ■ Afmæli Jón Ásbjörnsson útvegsmaður, 65 ára. Þráinn Bertelsson rithöfundur, 59 ára. Alma Thorarensen læknir, 77 ára. Ólafur Logi Jónasson loftskeytamaður, 55 ára. ■ Andlát MARK TWAIN Bandaríski rithöfundurinn Samuel Lon horn Clemens, sem jafnan kallaði sig M Twain, fæddist í Flórída árið 1835.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.