Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.11.2003, Qupperneq 12
Áhættusækni er eitt af þeim orð-um sem komust í tísku þegar all- ir ætluðu að græða á hlutabréfa- kaupum. Þeir áhættusæknustu á markaði eru töffararnir sem taka stærstu sénsana, leggja allt undir og græða stundum helling en eiga það líka til að tapa öllu. Áhættusæknin er ekki síður almenn í kynlífinu en verðbréfabraskinu ef eitthvað má marka seinni hluta alþjóðlegrar kynlífskönnunnar smokkaframleið- andans Durex sem fyrirtækið kynnti á dögunum. Könnunin er að vísu gerð á Net- inu og er því síður en svo hávísinda- leg en niðurstöðurnar ættu engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvort það sé að fara of geyst í kynlífinu. Græðgin keyrir oft áhættusæknu verðbréfaguttana áfram og greddan er drifkraftur áhættusækninnar í kynlífinu. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um að báðar þessar tilfinningar geta flutt fjöll og geta báðar verið bráðdrep- andi þó þær láti oft gott af sér leiða. Það hlýtur að vekja nokkurn óhug að á sama tíma og alþjóða heil- brigðisyfirvöld upplýsi að AIDS sé í sókn skuli nafntogaðasti smokka- framleiðandi heims og það fyrir- tæki sem oftast skilur milli feigs og ófeigs við rúmgaflinn vekja athygli á því að 45% jarðarbúa sjái ekki ástæðu til að láta elskhuga sinn vita af því að þeir séu smitaðir af kyn- sjúkdómi og að 41% hafi stundað óvarið kynlíf með nýjum bólfélaga á síðasta ári. Þá setja 36% það ekki fyrir sig að stunda kynlíf með nýj- um bólfélaga þrátt fyrir að viðkom- andi myndi neita að nota smokk. Standist þessar tölur eru þær vá- leg tíðindi, bæði fyrir mannkynið og ekki síður smokkaframleiðandann sem hlýtur að tapa umtalsverðum viðskiptum á greddunni og kæru- leysinu í kynlífinu. En þessir þættir ættu einmitt að vera helsta gróða- lind Durex sem þrífst á því að fólk geri það sem oftast. Íslendingar tóku þátt í þessari könnun Durex í fyrsta skipti í ár og því vekur nokkra athygli að aðeins 15% þeirra sem svöruðu sögðust til- búnir til að sofa hjá nýjum bólfélaga á fyrsta stefnumóti en Íslendingum hefur oft verið eignað heimsmetið í skyndikynnum. 29% svarenda telja kynfræðslu vera mikilvægasta þátt- inn í forvarnarstörfum í sínu landi og það gæti ef til vill skýrt það að samkvæmt könnuninni eru Kínverj- ar líklegastir til að samþykkja óvar- ið kynlíf með nýjum rekkjunaut en kynfræðsla var nánast óþekkt fyrir- bæri í landinu þar til fyrir tveimur árum. Þá er ekki síður eftirtektar- vert að hin meintu kyntröll í Frakk- landi eru varkárust í þessum efnum og aðeins 9% þeirra eru tilbúin til að stökkva smokklaus upp í rúm með nýjum félaga. Íslendingar eru ein- hvers staðar þarna á milli þannig að þetta er kannski bara allt að koma hjá okkur. ■ Mér finnst sorglegt hversu litlaaðstoð þeir fá sem verst eru settir. Það er hneisa fyrir íslensku þjóðina hvernig hún kemur fram við þá sem hafa orðið undir í lífs- baráttunni. Það vantar stórátak til að má þennan blett af samfélaginu. Það er ekki nóg að kjör almennings batni að meðaltali heldur verðum við að skoða lífskjör þeirra sem hafa úr minnstu að moða. Það er ekki velsæld að búa við þokkalegar aðstæður í samfélagi þar sem ná- unginn mætir hverjum degi með kvíða. Líklega myndi sú afstaða sem finna má í málsgreininni hér að ofan teljast siðleg í okkar samfé- lagi. Hún virðist lýsa samkennd með þeim sem minna mega sín og vera full af kærleik í þeirra garð. Gallinn er hins vegar sá að hún beinist ekki gegn þeim sem set- ur þessa afstöðu fram heldur beinast kröfurnar annað – líklega eitthvert í átt að ríkisvaldinu. Og það er spurning hvort hægt sé að leggja fram siðferðilega afstöðu án þess jafn- framt að beina broddi hennar að sjálfum sér. Minnkum aðra Við þekkjum sambærilegan vanda af öðrum sviðum mannfé- lagsins. Það er til dæmis frægt að í grunninn eru til tvær aðferðir til að vaxa í samanburði við aðra. Sú fyrri – og algengari – er að gera lítið úr öðrum. Hin síðari – og torsóttari – er að reyna að auka sjálfan sig. Þar sem mannskepnan á erfitt með að skilja hvernig hún hefur það nema í samanburði við aðra lita þessar tvær meginaðferðir allt líf hennar – og reyndar samfélagið allt. Þær má finna í tiltölulega saklausri mynd hjá áhangendum íþróttafélaga, sem oft verja meiri tíma í að tala and- stæðingana niður en í að styðja sitt lið. Sama má segja um aðra áhan- gendur; hvort sem þeir hneigjast til að elta menn eða flokka í stjórnmál- um, listum eða annarri tísku. Skað- legust verða áhrifin þegar saman- burðurinn verður neikvæður í þröngum hópum; í fjölskyldum eða milli samstarfsfélaga eða vina. Að standa þokkalega undir mennsku sinni virðist saklaus og eðlileg krafa – og hún er það þegar hún beinist að sjálfum okkur. En um leið og við beinum henni að öðrum getur hún orðið eitruð og skaðleg. Ég er ekki frá því að þessi íþrótt – að leggja mennskupróf fyrir aðra – hafi notið meiri vinsælda á undan- förnum áratugum en nokkru sinni síðan á tímum ægivalds kirkjunnar fyrir þann tíma sem við viljum kalla nútíma. Þá voru menn og konur látin viðurkenna breyskleika sinn í heyr- anda hljóði fyrir nágrönnum sínum. Nú eru gefnar út bækur og blöð til að sanna sama breyskleika upp á fallnar stórstjörnur mannkynssög- unnar – Sókrates var ráðríkur hommi, Katrín mikla kynóð og Hem- ingway sífrandi vælikjói – eða þá stjörnur samtímans; einkum þær sem við viljum gera kröfur um að séu fyrirmyndir okkar hinna – að ekki sé talað um fyrirmyndir barna og unglinga. Þetta er náttúrlega óvinnandi staða fyrir hvern sem í lendir. Hvert um sig stæðumst við ekki mennskuprófið – hvað þá óharðnað- ir rapparar, fótboltastrákar eða söngkonur. Og líklega er það ekki þetta fólk sem fellur á prófinu held- ur við – sem getum ekki unað börn- um okkar að dást að öðrum en okk- ur sjálfum. Á leið til Jeríkó Sagan af miskunnsama Samverj- anum er líklega kunnasta dæmisag- an af samábyrgð okkar og mennsku. Það voru stólpar samfélagsins sem gengu framhjá manninum í veg- kantinum án þess að rétta honum hjálparhönd en hins vegar utan- veltunáungi sem hjúkraði honum og sinnti. Þessar andstæður – þeir sem sóttu öryggi sitt í ytri umbúnað samfélagsgerðarinnar og hinir sem höfðu af henni ekkert skjól - eru gegnumgangandi í sögum Jesú. Það hafa fáir gengið um jörðina með minni trú á stofnunum samfélags- ins en Jesús – það má jafnvel halda því fram að eitt meginstefið í boð- skap hans sé að tilraunir okkar til að flytja mennsku okkar yfir á þessar stofnanir séu einmitt örugg leið til að tapa henni – það er mennskunni. Þegar hann sagði ríki sitt ekki vera af þessum heimi átti hann við þann heim sem kennivald kirkjunnar og valdboð ríkisvaldsins drottnuðu yfir. Hann var ekki að tala um neinn handanheim – aðeins heim sem var handan við örugga vissu klerka og valdsmanna um réttmæti þeirra stofnana sem þeir veittu forstöðu. Ef við settum eitt okkar á veginn til Jeríkó fyrir tvö þúsund árum myndi það líklega litlu breyta fyrir særða manninn við vegkantinn. Í mesta lagi hefði hann getað huggað sig við harðort lesendabréf eða inn- hringingu okkar á útvarp Sögu þar sem við hefðum skammast yfir of- beldisöldunni í samfélaginu og lé- legri löggæslu. Síðan myndu frétta- menn elta uppi dómsmálaráðherr- ann og fá hann til að vitna um að hann hefði þungar áhyggjur af ástandinu og að hann myndi skoða málið – jafnvel skipa nefnd. Og á meðan lægi maðurinn enn við veg- kantinn. Og það er spurning hvort við berum í raun nokkra ábyrgð á þess- um manni – eða öðrum mönnum við aðra vegkanta. Tilhugsunin ein veldur okkur óhugnaði. Við sjáum fyrir okkur kaos-ástand þar sem yfir okkur hvolfast allar fyllibyttur landsins, allt ólukkufólk, allir þjáðir og umkomulausir, allir sjúkir og farlama; og krefja okkur um aðstoð og huggun – jafnvel pening! Er þá okkar ágæta kerfi ekki betri kostur þar sem við borgum pening í skatt- inn og kjósum stjórnmálamenn til að útdeila þeim meðal þurfandi? Leggjum svo af stað til Jeríkó vit- andi að við höfum þegar leyst hverja siðferðislega þraut í eitt skipti fyrir öll? Lazyboy-siðferði En er það hugsanlegt að einmitt þessi ágæta lausn sé okkur vond? Það má færa að því ágæt rök að hjálp frá hinu opinbera sé annars eðlis en hjálp frá meðbróður – og gildir þá einu hversu ágætu starfs- fólki hið opinbera skartar. Það er ákveðin skuldbinding fólgin í hjálp einstaklings við annan; eins konar sáttmáli um gagnkvæma aðstoð. Ég lána þér pening vitandi að þú munt lána mér ef þú verður aflögufær þegar mig skortir. Þessa gagn- kvæmu skuldbindingu vantar í að- stoð hins opinbera. Það styrkir þig en krefst einskis á móti annars en sönnunar þess að þú sért verðugur styrksins; sért sannarlega ósjálf- bjarga. Þessi skuldbinding er því nær algjörlega öfug við stuðning einstaklingsins. Hjá honum er stuðningurinn háður jafnstöðu – vitneskjunni um að þótt okkur gangi allt í haginn í dag sé lífið fall- valt og við gætum þurft á aðstoð að halda á morgun. Hjá hinu opinbera er ekkert jafnræði – þeir sem þurfa aðstoð eru sífellt minntir á yfir- burði hins opinbera; allt frá biðstof- unni að gjaldkerastúkunni og í gegnum hvert eyðublað. Þetta er svona enn í dag þótt við viljum kenna þeim sem þurfa á aðstoð að halda að hún sé réttur þeirra frekar en ölmusa. En með því að aðstoðin sé réttur einstaklingsins tapast síðan skuld- bindingin um að finna leið út úr vandanum. Ef við myndum aðeins aðstoða þá sem hafa varanlega skerta starfsgetu og litlar bjargir í lífinu væri þetta ekki vandamál. En eftir því sem krafan um góðsemi hins opinbera vex, því fleirum vill það hjálpa, og nú eru líklega flestir skjólstæðingar þess í aðstæðum sem eðlilegt væri að leysa með tímabundinni hjálp. En hjálp hins opinbera hefur tilhneigingu til að verða varanleg – jafnvel ættgeng – og þá ekki síst vegna þess að hún er réttur án endurkröfu. Þetta kerfi skaðar einnig okkur hin, sem höfum ekki þegið hjálpina. Við borgum vissulega skattana okk- ar og þar með alla hjálp hins opin- bera. En sú hjálp auðgar ekki líf okkar – heldur þvert á móti. Hún hefur byggt með okkur undarlegt siðferði sem beinist að öðrum – ekki okkur sjálfum. Eins konar lazyboy- siðferði; réttinn til að fá að lifa í friði gegn heimsins vanda gegn hóf- legum skattgreiðslum. ■ Smáa letrið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ spáir í kynlíf Íslendinga og annarra þjóða. 12 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Faglegt sjálfstæði RÚV verði tryggt Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins skrifa: Hollvinasamtök Ríkisútvarps-ins hafa sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Ríkisútvarpið er þjóðarútvarp og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Stjórn Hollvinasamtaka Ríkisút- varpsins hvetur stjórnvöld til að gera átak til að skjóta fjárhags- legum stoðum undir rekstur Rík- isútvarpsins svo það megni að bjóða landsmönnum fjölbreytta og vandaða dagskrá í samræmi við sérstakt menningar- og lýð- ræðishlutverk sitt. Mikilvægasta hlutverk Ríkis- útvarpsins er í þágu lýðræðisins, sem endurspeglast í því að Ríkis- útvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjöl- breyttum skoðunum. Að gefnu tilefni vilja Hollvinir Ríkisútvarpsins vara við aðgerð- um sem auka miðstýringu innan stofnunarinnar og ítreka mikil- vægi þess að stofnunin og starfs- menn hennar haldi faglegu sjálf- stæði og breidd í innra starfi.“ ■ ■ Bréf til blaðsins Siðferðishugvekja úr lazyboy-stólnum Áhættusækni í kynlífi ■ Hjálp hins opin- bera hefur til- hneigingu til að verða varanleg – jafnvel ætt- geng – og þá ekki síst vegna þess að hún er réttur án end- urkröfu. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stofnanavæðingu siðferðisins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.