Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 21
20 30. nóvember 2003 SUNNUDAG Snyrtifræðingar: Fyrir snyrtistofur, nánast allar rekstrarvörur á lager, þar á meða tattoo vélar og litir. Orenna augnbrúnalitur í 20 ml. túpum sem er til í 7 lit- um, gel festir 6% og vökva- festir 3%, eingöngu stofu- vara. Einnig Tana og Berrywell augnbrúnalitir. S. Gunnbjörnsson ehf. Iðnbúð 8. 210 Garðabæ. S: 565 6317. FYRIR SNYRTISTOFUR - SNYRTIFRÆÐINGA Naglafræðingar: Millenium nails, gel margar gerðir, efni fyrir acrylic neglur, mikið af nagla- skrauti, nagla vinnuborð, nagla ofnar, airbrush sprautur, töskur og allt sem þarf. Fótaaðgerðafræðingar: Til á lager vinnu- stólar, úðaborar margar gerðir, silicon, Sixtus fótavörur og ýmislegt annað. Nuddfræðingar: Nuddbekkir til á lager. Einnig ferðanuddbekkir. Nuddolíur frá Sixtus í 5 lítra brúsum ásamt öðrum olíum frá I.DE.MA. í 1/2 lítra og nuddkremum 1/2 kg., einnig grenningarleir í 5 kg. umb. Vinnuljós með stækkunargleri, einnig lampar I.R perur. Tilboðsverð: 10 metra slönguljós, grænt og blátt kr. 1.700 Sein blóðþrýsimælar kr. 6.000 Gullsmiðja Hansínu Jens Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448 Íslenskt handverk Stærsta verkið er handteiknaðvídeó sem er eiginlega eins og einhvers konar draumur, það koma upp alls konar teikn í verk- inu,“ segir Egill Sæbjörnsson myndlistar- og tónlistarmaður og jafnframt borgarlistamaður Reykjavíkur fyrir árið 2004, en hann opnaði sýningu í gær í Gall- erí Hlemmi. Hún ber heitið Í garð- inum. „Þetta eru táknrænar myndir, svona eins og í draumi. Allt í einu kemur ljón inn um dyrnar. Maður vill það kannski ekki, eins og gengur og gerist, en maður verður bara að feisa það.“ Tónlist/myndlist Egill hefur sent frá sér nokkra geisladiska, og er diskurinn Tonk of the Lawn vafalítið þeirra frægastur. Í verkum Egils hefur alltaf verið óljóst hvorum megin grensunnar hann er: Er hann tón- listarmaður eða er hann myndlist- armaður? Hvað er að gerast? Á þessari sýningu halda spurningar af þessu tagi áfram að vakna, því verkin eru í raun eins konar tón- listarmyndbönd. Í stærra verkinu er notað lag eftir Egil og minna verkið, sem ber heitið Aldan, byggir á skissum sem hann gerði fyrir tónlistarmyndband á sínum tíma. „Það varð aldrei tónlistar- myndband, en ég prentaði út skissurnar og það varð síðan verkið.“ Sjálfur gefur Egill lítið út á það, að hann sé meðvitað að gera þennan mun, á tónlist og myndlist, óljósan. Þar með væri hann ein- hvers konar póstmódernisti. Hann vísar öllu slíku á bug. „Það eru bara einfaldlega nýir tímar. Það er ástæðulaust að vera að flækja sig í einhverjum skilgrein- ingum. Ég blanda þessu bara ein- faldega saman.“ Borgarlistamaður í Berlín? Egill hefur verið búsettur í Berlín undanfarið, en upp á síðkastið hefur hann þó verið með annan fótinn á Íslandi. Það skýtur kannski skökku við að vera borg- arlistamaður í Reykjavík en bú- settur í Berlín, en Egill segir svo ekki vera. „Með þessum styrk sem Reykjavíkurborg veitir er meðal annars verið að hvetja til útrásar. Það var ein ástæða þess að ég var valinn, að ég fékk ný- verið vinnuaðstöðu í Berlín.“ Aðspurður fellst hann á það að titillinn „borgarlistamaður“ sé nokkuð stór og mikill. „Já, þetta er dálítið svakalegur titill. Ég hafði ekki áttað mig á þessu. Manni finnst maður þurfa að ganga um með hvítan trefil og hvíta hanska.“ Næst á dagskrá hjá Agli er þátttaka í stórri samsýningu í Hamburger Bahnhof, nútímalista- safninu í Berlín, þar sem þemað er tengsl Norður-Evrópu og Berlínar. Hann neitar því ekki að það gæti orðið gaman að verða einhvern daginn borgarlistamað- ur í Berlín. Hver veit. gs@frettabladid.is Egill Sæbjörnsson myndlistar- og tónlistarmaður opnaði sýningu í gær í Gallerí Hlemmi. Hann er borgarlistamaður Reykjavíkur fyrir árið 2004. Ljón inn um dyrnar ÞEKKTI EKKI SJÁLFA SIG Um síð- ustu helgi var spurt um hina knáu Margréti Sverrisdóttur í fastadálknum „Hver er maður- inn?“ í Fréttablað- inu. Heyrst hefur að Margrét sjálf hafi setið yfir sínu morgunkaffi og skoðað Fréttablað- ið líkt og alltaf um helgar. Hún hafi þó ekki þekkt sjálfa sig betur en svo að hún gat sér til um að þarna væri verið að lýsa Ingibjörgu Sólrún Gísladótt- ur. Það kom henni því nokkuð á óvart að þarna var hún sjálf til umfjöll- unar. Hvað svo sem má ráða í þetta út frá pólitískum línum er látið liggja á milli hluta. ÞRJÁR MYNDIR UM MÁL- VERKAFALS Eins og fram kom í Fréttablaði síðustu helgar, í við- tali við Pétur Þór Gunnarsson, er kvikmyndagerðar- maðurinn Sólveig Anspach að gera heimildarmynd um stóra málverkaföls- unarmálið. Hún er ekki ein um það. Hvorki meira né minna en þrír eru að gera heimild- armynd um þetta sama efni. Lengi var í tvísýnu hvort mynd sem Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp framleiða og Hjálmar Blöndal skrifar handrit að yrði sett í framleiðslu, en nú mun svo vera. Þriðja myndin er svo Þorsteins J. Vilhjálmssonar, sem ætlar að fylgj- ast grannt með rétt- arhöldunum þegar málið verður tekið fyrir í Hæstarétti og hyggst hann frumsýna mynd- ina fljótlega eftir að dómur fell- ur. Mynd Þorsteins heitir „Án titils“. ÓLÍKT HLUTSKIPTI Ólíkt hafast mennirn- ir að. Mæðgurnar Ruth Reginalds og Ríkey Ingimundar- dóttir deila hart vegna ásakana sem Ruth setur fram í nýrri bók sinni á hendur móður sinni – tilhæfulaus- ar að sögn Ríkeyjar. Á meðan þessu fer fram er rólegra í kringum bók sem má heita keppinaut- ur Ruthar á markaði, bók Reynis Traustasonar um viðskiptajöfur- inn og fegurðardrottninguna Lindu Pétursdóttur. Móðir Lindu sendi Reyni stóra blómakörfu fyrir vel unnin störf meðan móð- ir Ruthar sendir Þór- unni Hrefnu Sig- urjónsdóttur, höfundi Ruthar Reginalds, tón- inn og sakar hana um hraksmánarleg vinnubrögð. ALTEREGÓ ÁRMANNS Á kist- unni.is setur Hermann Stefáns- son fram afar frumlega og sér- stæða kenningu. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að ein- hver villimaður hafi lagt undir sig vefsvæði Ár- manns Jakobsson- ar, haltukjafti.- blogspot.com eftir að Ármann yfir- gaf það. Sá kallar sig Steina og læt- ur ýmislegt flakka sem ætti að vera langt fyrir neðan virðingu hins snjalla íslenskufræðings. Hermann heldur því hins vegar fram að þarna sé alteregó Ár- manns á ferð, það vantar staf- setningarvillurnar hjá Steina, og heldur vart vatni yfir snilld Ár- manns – lítur á þetta sem eins konar upphafningu póstmódern- ískra bókmennta með dekon- strúksjónísku ívafi... eða ein- hvern veginn þannig. 600 SÍÐUR Í KNÖPPUM STÍL Fyrsta bindi umdeildrar ævi- sögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólm- stein Gissurar- son er komið út. Bókin er engin smásmíði og telur 620 blaðsíður með nafnaskrám og eftirmála höfundar. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að rit- höfundurinn Halldór Laxness er í miklum metum hjá Hannesi þó himinn og haf skilji þá að í póli- tík. Hannes birtir lista yfir 10 vel skrifuð ritverk, að sínu mati, þó hann „geti alls ekki tekið undir allt í þeim“, á heimasíðu sinni og þar á Laxness þrjár bækur en Salka Valka, Sjálfstætt fólk og Ís- landsklukkan komast á blað ásamt Njálu og Heimskringlu. Hannes upplýsir einnig að nú til dags reyni hann að skrifa einfald- an stíl ólíkt „íburðarmiklum menntamannastíl“ sem hann hreifst af á sínum yngri árum. „En ég hef komist á þá skoðun, í honum sé meiri vindur en and Stílbrögð koma þar í stað efnis raka.“ Það má því ætla að hann komi ógrynni upplýsinga um Nóbelsskáldið til skila á 600 síð um skrifuðum í knöppum stíl. ER SILJA VON TMM? Menn- ingarvitinn og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson hef- ur eins og fleiri þungar áhyggj- ur af framtíð Tímarits Máls og menningar, sem hann segir að ósekju hafa orðið „fórnarlam nýjungagirni og þrælslundar v óljósa eða misskilda kröfu um lögun að nútímanum.“ Hann vi ar áhyggjur sínar í pistli á men ingarvefritinu kistunni.is og ke ur einnig með tillögu að lífsbjö TMM en hann sér nýja von í Si Aðalsteinsdóttur sem hafði um sjón með menn- ingarmálaum- fjöllun DV um árabil og bendir á að ritstjórnartíð hennar hjá TMM á 9. ára- tugnum hafi verið „gósentíð bók- menntaáhuga- manna“. Hann heldur svo áfram og segir: „Nú hæfir að leita aftur í fortíðina. hvet Bókmenntafélagið Mál og menningu til að bjóða Silju Aða steinsdóttur að ritstýra Tímari Máls og menningar í hálfu star Hún á samleið með einlægu bó menntaáhugafólki sem myndi a ur láta skrá sig á áskrifendalis Tímarits Máls og menningar, e af þessu yrði.“ ER SKÁLDIÐ AÐ HEFNA SÍN? E ar Kárason rithöfundur lenti í rimmu við Þórarinn Óskar Þór arinsson ljósmyndara fyrir nokkrum árum þegar sá síðar- nefni sakaði rit- höfundinn um a hafa vélað af sé söguþráð hinnar vinsælu skáldsö „Þar sem Djöfla eyjan rís“ en Þó arinn bjó á sínum tíma í bragg hverfi og var Einari innan han ar við gerð bókarinnar. Glöggi lesendur „Storms“, nýjustu skáldsögu Einars, telja höfund inn styðjast við persónu Þórar ins í bókinni en titilpersónan, hinn skrautlegi athafnamaður Stormur, þykir um margt minn á ljósmyndarann úr bragga- hverfinu. EGILL SÆBJÖRNSSON Er borgarlistamaður Reykjavíkur, en búsettur í Berlín. Kemur þó mikið til Íslands. Á döf er þátttaka í stórri samsýningu í Hamburger Bahnhof í Berlín. Slúðrað ásunnudegi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.