Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 47
Rúmið mitt 46 30. nóvember 2003 SUNNUDAG Iðnaðarmenn eru að vinna allansólarhringinn,“ segir Starri Hauksson. Starri, ásamt bróður sín- um Vopna og Ragnari Halldórssyni, er að undirbúa umbreytingu á hús- næðinu að Aðalstræti 10, sem hefur að undanförnu gengið undir nafninu Vídalín. „Við erum að opna á mánu- daginn undir heitinu Hús Silla og Valda, en þarna verður alhliða menningarhúsnæði.“ Með menningarhúsnæði er átt við að þarna verður opnað leikhús, gallerí, kvikmyndahús, kaffihús og bar, allt undir einu þaki. „Vínmenn- ing er menning líka,“ segir Starri brosandi. „Þetta er að stórum hluta hugar- fóstur Ragnars,“ bætir Starri við. „En okkar Vopna líka.“ Þar sem þetta er elsta hús Reykjavíkur, við elstu götu borgarinnar, finnst þeim mikilvægt að lyfta húsinu á þann sess sem því hæfir. „Það er nauð- synlegt að hafa húsið opið, að ferða- menn og allir geti gengið inn í húsið og skoðað það.“ Það verður ekki slakað á eftir opnunina á mánudag, því dagskrá opnunarvikunnar er þétt. Á mánu- dag verður opnuð myndlistarsýn- ing, á þriðjudaginn verður bók- menntadagskrá og á miðvikudag- inn mun leikhópurinn Fimbulvetur sýna verkið „Ójólaleikrit“. Í síðari hluta vikunnar verða svo ýmis tón- listaratriði í boði á hverju kvöldi. „Ætli við verðum ekki að fylgj glaðir með viðburðum vikunnar það er nóg að gera og engin hví bráð.“ ■ Vikan sem verður STARRI HAUKSSON ■ vill gera Aðalstræti 10 að menn- ingarhúsi. Rúmið mitt er alveg frábært,“segir Sigurður Kári Kristjáns- son alþingismaður. „Það er ein- staklega þægilegt amerískt eðal- rúm, King-Size Spring-Air-Never- Turn frá Betra baki. Ég hvílist al- veg óskaplega vel í þessu rúmi og um leið og leggst upp í kvíði ég því að fara fram úr aftur.“ Opnar nýtt menningarhús ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Pólar. 100 milljónum króna. Við 14 ára aldur. Öfundaðist út í steikarlyktina Þegar ég var barn voru miklumeiri hefðir í kringum sunnu- dagana heldur en núna,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir þegar hún er spurð út í sunnu- dagsmatinn. „Ég er alin upp af einstæðum föður sem var orðinn 63 ára þegar hann átti mig. Hann var meðhjálpari í Fríkirkjunni í Reykjavík og á sunnudögum fór- um við bróðir minn alltaf með pabba í messu. Nú 50 árum síðar er ég að leika í Fríkirkjunni og það er alveg sérstök tilfinning að vera á gamla sunnudagsstaðnum mínum,“ segir Guðrún. Faðir Guðrúnar bar ekki fram lambalæri á sunnudögum. „Við systkinin vorum alltaf að reyna að segja pabba að í öðrum húsum tíðkaðist að steikja matinn en hann lét ekki segjast og sauð alltaf allt sem ofan í okkur fór. Á sunnudögum fengum við því soðið kjöt í kjötsúpu og vorum voðalega öfundsjúk þegar við fundum steikarlyktina leggja frá heimil- um vina okkar.“ Af þessum sökum nýtur Guð- rún þess nú að geta sjálf eldað sunnudagssteikina: „Ég hét því að borða aldrei hafragraut eða lýsi eftir að ég flutti að heiman og flýtti mér að læra að steikja. Ég hafði enn ekki fylgst með konum elda mat þegar ég gifti mig og vissi ekki einu sinni að maður ætti að lækka undir kart- öflunum þegar suðan var komin upp,“ segir Guðrún. „Það er aðal- dýrðin í lífinu þegar maður eign- ast fyrsta litla heimilið sitt og þar prófaði ég mig áfram við eldamennskuna. Það brann voða mikið hjá mér í fyrstu en í dag finnst mér ekkert eins gaman og að setja hrygg eða læri í ofninn, kveikja á kertum og eiga skemmtilega stund með fjöl- skyldu eða vinum á sunnudags- kvöldum.“ ■ STARRI OG VOPNI HAUKSSYNIR Vilja lyfta Aðalstræti 10 á þann sess sem hæfir elsta húsi Reykjavíkur Sunnudagssteikin GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR ■ Ólst upp með einstæðum föður sínum og naut þess í æsku að fara í messu í Frí- kirkjuna á sunnudögum. Pabbinn bauð svo upp á soðna kjötsúpu og Guðrún öf- undaðist út í vinina þegar steikarlyktina lagði frá heimilum þeirra. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Hét því að borða aldrei hafragraut eða lýsi eftir að hún flutti að heiman og flýtti sér að læra að elda sunnudagssteikina. Ung ráð ■ Unga fólkið býr oft yfir opnum og skemmtilegum skoðunum um ýmis málefn Bækur? Agnar Burgess 20 ára, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Ég myndi vilja fáDón Kíkóta 2 til að hafa ennþá betri afsökun til að klára bók númer 1 sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Mig langar annað hvort í þá bók eða áskrift að Séð og heyrt.“ Diljá Mist Einarsdótti 16 ára, nemi í Verzlun arskóla Íslands Bækur eru efst á óskalist-anum hjá mér og ég er meira að segja búin að fá nokkrar fyrir fram. Er búin að lesa bók Arnaldar Ind- riða og hún kom skemmtilega á óvart, er að byrja á Lindu Pé og líst vel á hana. Svo langar mig að lesa Dætur Kína – bældar raddir og bókina hans Þráins Bertelssonar.“ Helgi Egilsson 17 ára, nemi í Mennta skólanum í Reykjavík Mig langar íStorm eftir Einar Kárason. Hann er stór- skemmtilegur rit- höfundur.“ Mist Hálfdanardóttir 15 ára, nemi í Hagaskóla. Mig langar mest ínýjustu Harry Potter-bókina, Harry Potter og Fönixregl- an. Ég er búin að lesa allar Harry Potter-bækurnar nokkrum sinnum og er mjög spennt fyrir því að lesa þá nýjustu.“ Tannlæknir Ég hef hafið störf á: Tannlæknastofu Sigurðar Bjarnasonar, Faxafeni 11, 108 Reykjavík. Tekið er við tímapöntunum í síma 588 8866. Bjarni Sigurðsson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MÍNUS Allt virðist vera á uppleið fyrir Mínus en Muse valdi sveitina til að hita upp fyrir sig. Muse valdi Mínus TÓNLIST Það verða Íslandsmeistar- arnir í rokki, Mínus, sem sjá um að hita upp Laugardalshöllina fyr- ir bresku rokksveitina Muse. Það ætti svo að bæta enn betur við sjálfstraust Mínusmanna að Muse kynnti sér fjölda íslenskra sveita og valdi þá. Plata Mínus, Halldór Laxness, verður endurútgefin í Bretlandi eftir áramót á vegum Virgin-út- gáfunnar. Útgáfufyrirtæki sveit- arinnar á Íslandi, Smekkleysa, hefur nýlega náð samningum við Virgin um útgáfu og dreifingu á titlum Mínuss víðs vegar. Tónleikar Muse fara fram mið- vikudaginn 10. desember og er þegar orðið uppselt. ■ HRAÐA SÉR YFIR TJÖRNINA Sumir leika sér á ísi lagðri Tjörninni í miðborg Reykjavíkur. Aðrir nota ísinn til að stytta sér leið og fara hratt yfir, en skemmta sér greinilega hið besta í leiðinni. Gauti Þeyr Másson, öðru naMC Guti, var valinn efnile asti rapparinn á Rímnaflæði á föstudagskvöldið. Í fyrsta sæt lenti Gunnar Marís Straumlan Annað sætið hreppti Arnar Fr Frostason og Axel Ingi Magnú son varð í þriðja sæti. Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.