Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 10
10 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR ZULU-DANS Börn af Zulu-ættbálknum í Afríku dansa hér fyrir Carol Bellamy, yfirmann Barna- hjálpar SÞ, þegar hún kom í heimsókn til Suður-Afríku fyrr í vikunni. Alnæmisstríðið að tapast? Í skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segir að aldrei hafi eins margir greinst HIV- smitaðir á einu ári. Óréttlátt að halda því fram að alnæmi sé aðeins viðráðanlegt í ríkari löndum en dauðadómur í öðrum. Of óframfærnir og feimnir til að tala um smokkinn. ALNÆMISVANDINN Kofi Annan, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í viðtali við BBC-sjónvarpsstöðina á föstu- daginn, eftir að Alþjóða heilbrigð- isstofnunin, WHO, hafði kynnt nýja skýrslu um alnæmisvand- ann, að heimsbyggðin væri að tapa stríðinu gegn alnæmi. Annan gagnrýndi þjóðarleiðtoga heims, jafnt þróaðra sem vanþróaðra ríkja, fyrir að sofa á verðinum og hvatti íbúa þróunarlandanna til þess að þrýsta á eigin stjórnvöld og krefjast þess að þau standi við skyldur sínar um aðstoð. Í skýrslu WHO segir að HIV- smitaðir í öllum heiminum séu nú um 40 milljónir og aldrei hafi eins margir greinst smitaðir á einu ári, um fimm milljónir, auk þess sem um þrjár milljónir manna hafi lát- ist af völdum alnæmis á árinu. Fjármagnið fyrir hendi Þegar Annan var spurður að því hvort hann væri sjálfur, sem yfirmaður Sameinuðu þjóðanna, að vinna sigur í stríðinu gegn al- næmi, sagði hann að svo væri ekki. „Ég er ekki að vinna stríðið vegna þess að þjóðarleiðtogar heimsins eru ekki nógu virkir í baráttunni,“ sagði Annan. Hann sagði einnig að það væri óréttlátt að halda því fram að alnæmi væri aðeins viðráðanlegt í ríkari lönd- um en dauðadómur í öðrum. „Þró- uðum ríkjum og þá sérstaklega Bandaríkjunum og Evrópusam- bandslöndunum hefur mistekist að útvega það fjármagn sem þarf til þess að greiða fyrir lyf, setja upp forvarnaráætlanir og grein- ingarstöðvar og þjálfa lækna og hjúkrunarlið til starfa,“ sagði Annan og bætti við að hann fyllt- ist bæði reiði og sorg þegar hann hugsaði til þess að heimsbyggðin hefði alla burði til þess að takast á við vandann. „Fjármagnið er fyrir hendi en það sem vantar er póli- tískur vilji.“ Kaldhæðnislegt Annan sagði að margar ríkis- stjórnir skilgreindu alnæmis- vandann sem öryggisvandamál en hefðu þó ekki gefið honum sama gaum og ógninni sem til dæmis stafaði af hryðjuverkum og gjör- eyðingarvopnum. „Í sumum þess- ara landa sem við erum að tala um er ógnin af alnæmi ekkert minni en ógnin sem stafar af gjöreyð- ingarvopnum og hvernig er svo brugðist við því? Það er ótrúlegt og hreint út sagt kaldhæðnislegt að þetta skuli vera að gerast á 21. öldinni,“ sagði Annan. Hann gagnrýndi einnig leið- toga Afríkuríkja og sagði þá allt of óframfærna og feimna til að tala um smokkinn. „Á meðan deyr fólkið og sífellt fleiri smitast. Einn þeirra sagði mér einu sinni að hann gæti ekki sem faðir þjóð- arinnar hvatt unga fólkið til þess að nota smokkinn því það væri það sama og að boða lauslæti. Hann gerði sér ekki grein fyrir því að með því að hvetja unga fólkið til þess að nota smokkinn væri hann um leið að bjarga mannslífum,“ sagði Annan. Galli í Volvo: 56 bílar inn- kallaðir BÍLAR Volvo-bílar af gerðunum S40 og V40 hafa verið innkallaðir vegna möguleika á bensínleka. 71.000 bíl- ar hafa verið innkallaðar á heims- vísu, þar af 56 hér á landi. Í tilkynningu frá Brimborg kem- ur fram að lagfæring sem þurfi að fara fram felist í því að setja klemmu við svokallaðan þjónustu- nippil til að tryggja þéttleika og koma í veg fyrir bensínleka, en á honum er ákveðin hætta eins og bíl- arnir eru í dag. Viðgerðin er lítil og geta eigendur bílanna beðið meðan hún fer fram. Engin óhöpp hafa átt sér stað, samkvæmt upplýsingum frá Brimborg. ■ fo r l ag með sá l „Það má vart á milli sjá hvor er meira fórnarlamb, gerandinn eða þolandinn.“ (Páll Óskar Hjálmtýsson) „Þetta var eins og að mæta daglega í stríð“ (Óskar Hallgrímsson) Hún segir að stelpur séu stelpum verstar: „Það var hamrað á því að ég væri ljót, leiðinleg, asnaleg og að ég kynni ekki neitt“. (Manuela Ósk Harðardóttir) HIÐ ÞÖGLA STRÍÐ - EINELTI Á ÍSLANDI Sláandi og einlægar lýsingar frá þolendum eineltis, gerendum og aðstandendum. FLESTIR SUNNAN SAHARA Í Afríku, þar sem flestir eru smitaðir, hefur svæðið sunnan Sahara orðið harðast úti í stríðinu við HIV-veiruna. Faraldurinn átti upptök sín í Vestur- Afríku í lok áttunda áratugar síðustu aldar og byrjun þess níunda og breiddist þaðan út allt austur til Ind- landshafs áður en hann tók stefnuna til suðurs þar sem ástandið er nú verst. Fleiri eru smitaðir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum, um 5,3 milljónir manna, en hæst er hlutfallið í Botswana og Swazílandi, tæp 40%. Fréttaskýring ERLINGUR KRISTENSSON ■ fjallar um alnæmisvandann. SMIT ÞREFALDAST HIV-veiran breiðist nú hraðast út í Mið-Asíu og Austur-Evrópu og hafði fjöldi smitaðra þrefaldast þar á árun- um 1999 til 2002. Þessi svæði voru að mestu laus við HIV-veiruna þar til seint á tíunda ára- tug síðustu aldar og er aukinni fíkni- efnanotkun og óvarlegu kynlífi aðal- lega kennt um. Á árinu 2002 létust þar um 25 þúsund manns úr alnæmi og er varað við faraldri ef ekkert verður að gert. Um 65% HIV-smitaðra í Austur-Evrópu eru undir 30 ára aldri en fjöldi smitaðra á svæðinu er þó lít- ill miðað við Afríku. MINNT Á ALNÆMISVANDANN Í KÍNA Talið er að um ein milljón manna sé smituð af HIV-veirunni í Kína og óttast að þeim eigi eftir að fjölga mikið á næstu árum verði ekkert að gert. FLESTIR SMITAÐIR Í SUÐUR-AFRÍKU Alnæmisvandinn er hvergi í heiminum eins alvarlegur og í Suður-Afríku og talið að þar séu um um 5,3 milljónir manna smitaðar af HIV-veirunni. Barnabarn Mussolinis: Yfirgefur flokkinn ÍTALÍA, AP Ítalska þingkonan Al- essandra Mussolini, sonardóttir fasistans Benitos Mussolinis, fyrrum einræðisherra Ítalíu, hef- ur sagt skilið við Þjóðarbandalag- ið, flokk öfgasinnaðra hægri- manna á Ítalíu. Hún tók þessa ákvörðun vegna nýlegra ummæla Gianfrancos Finis, leiðtoga flokksins, sem jafnframt gegnir embætti aðstoðarforsætisráð- herra í hægri samsteypustjórn Berlusconis. Fini fordæmdi stjórnarhætti ítalskra fasista á árum áður í heimsókn sinni til Ísraels í byrjun vikunnar og lýsti þeim sem illmennum. Sonardóttir fasistaforingjans heitins hefur einnig lýst óánægju sinni með að Fini vill færa flokkinn nær miðju stjórnmálanna. ■ ÍRAK Jalal Talabani, leiðtogi íraska framkvæmdaráðsins, segist sjá fram á að gera þurfi breytingar á áætlunum Bandaríkjamanna um valdaframsalið í Írak. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hald- inn var eftir fund Talabanis með Ayatollah Ali Husseini al-Sistani, helsta trúarleiðtoga sjía-múslima, á fimmtudaginn en al-Sistani hefur gert kröfu um að íslam fái opinbera viðurkenningu í nýrri stjórnarskrá landsins og að almenningur kjósi bráðabirgðastjórn sem ætlað verði það hlutverk að semja stjórnar- skrá, velja leiðtoga og undirbúa kosningar. Áætlanir Bandaríkja- manna gera aftur á móti ráð fyrir því að héraðs- og sveitarstjórnir skipi í bráðabirgðastjórnina frekar en að hún verði kosin í almennum kosningum. Talabani, sem er kúrdískur súnní-múslími og leiðir fram- kvæmdaráðið þennan mánuðinn, sagði að kröfur al-Sistanis væru bæði rökréttar og skynsamlegar og að hann styddi þær. „Al-Sistani trú- ir með réttu að þetta sé hið eina sanna lýðræði,“ sagði Talabani og bætti við að hann myndi ræða mál- ið við fulltrúa bandarískra stjórn- valda og íraska framkvæmdaráðs- ins á næstu dögum. ■ JALAL TALABANI Talabani segir kröfur al-Sistanis bæði rök- réttar og skynsamlegar. Breytinga krafist í Írak: Þjóðin kjósi stjórn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.