Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 8
RANNSÓKN „Það sárasta í þessu máli er hvernig stjórnvöld okkar hafa mætt þessu fólki. Það er mér óskiljanlegt,“ segir Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, vegna baráttu fjölskyldu Hjálmars heit- ins Björnssonar, sem lést voveif- lega í Rotterdam í Hollandi í júní árið 2002. Fjöl- skyldan hefur krafist þess að málið verði rann- sakað með það fyrir augum að upplýsa hvort drengurinn hafi dáið af mannavöldum. Engin haldbær skýring hefur fengist á því hvernig dauða piltsins bar að en lík hans bar mikla áverka. Hollenska lögreglan hefur látið í veðri vaka að annað hvort hafi verið um slys að ræða eða hann fyrirfarið sér. Rannsóknin í Hollandi stendur enn, 17 mánuðum eftir dauðsfallið, en fjölskylda Hjálmars telur að ekkert sé að ger- ast í rannsókninni og hefur beðið um aðstoð íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur í þrígang neitað að hitta fólk- ið og vísað til þess að málið væri í góðum höndum hjá dómsmálaráðu- neyti og utanríkisráðuneyti. Biskup Íslands hefur tvisvar fundað með fjölskyldunni. Seinni fundurinn var fyrr í vikunni. Þar hét biskup allri þeirri aðstoð sem væri á valdi kirkjunnar að veita. Hann segir sárt að horfa upp á að stjórnvöld bregðist fólkinu. „Fjölskyldan á að baki mikla þrautagöngu í kerfinu vegna þessa máls. Það er sérkennilegt að þau skuli koma að lokuðum dyrum þeg- ar þau eru að leita hjálpar til þess að krefja hollensk yfirvöld skýr- inga á þessum hræðilega atburði,“ segir Karl. Björn Hjálmarsson hefur beðið íslensk yfirvöld að krefja þau hol- lensku formlega um þau gögn sem snúa að rannsókn á dauða Hjálm- ars. Á það hafa stjórnvöld ekki fall- ist en dómsmálaráðherra Íslands hefur tekið málið óformlega upp við hollenskan starfsbróður sinn en án árangurs. Fjölskylda Hjálmars hefur bent á viðbrögð hollenskra yfirvalda þegar árás var gerð á leikhúsið í Moskvu í október 2002 og 171 fórust; þeirra á meðal hol- lensk stúlka. Þá hafi Hollendingar krafist þess að rússnesk yfirvöld afhentu öll gögn varðandi dauða stúlkunnar. Karl segir stjórnvöld bregðast fjölskyldunni og það sé lágmarkið að hlusta. „Við hvetjum stjórnvöld hér til þess að taka á þessu máli strax og krefjast rannsóknargagna. Málið þolir enga bið og það verður að taka formlega á því,“ segir Karl. rt@frettabladid.is 8 30. nóvember 2003 SUNNUDAGUR „Málið þolir enga bið og það verður að taka form- lega á því. Hvílík gleði „Hver sem er getur sett sig í spor þeirra og ímyndað sér að sitja þarna í leðurstól og hlusta á tuðið í freku kynslóðinni.“ Mikael Torfason um hlutskipti ungra þing- manna. DV, 29. nóvember. Þó það „Oft hafa mikil auðæfi safnast að einstökum ættum og fjöl- skyldum en þeir fjármunir hafa hins vegar ekki reynst endingar- góðir. Það veldi sem peningar eða eignir skapa þessu fólki duga í hundrað ár eða svo.“ Óskar Guðmundsson. DV, 29. nóvember. Jæja já „Er það trúlegt að Helgi Hjörvar sé þeirrar skoðunar að í af- greiðslu þingsins á auknum stuðningi við öryrkja felist æru- missir fyrir ráðherra?“ Haraldur Johannessen, Morgunblaðið 29. nóvember. Orðrétt Formaður Stúdentaráðs harðorður í garð ráðamanna: Háskólanum stillt upp við vegg FJÁRLÖG Of lágar fjárveitingar til Háskóla Íslands undanfarin ár, sem duga ekki til að greiða fyrir kennslu, gefa ekki til kynna að vilji ráðamanna standi til þess að allir þeir sem vilja stunda háskólanám geti það, án þess að þurfa að sleppa í gegnum síur eða greiða skóla- gjöld. Þetta segir Davíð Gunnars- son, formaður Stúdentaráðs. „Við teljum stöðuna eins og hún er orðin í dag mjög slæma,“ segir Davíð og segir að ef stjórnvöld leggi ekki fram fé til Háskólans í samræmi við áætllaðan nemenda- fjölda liggi fyrir að grípa þurfi til víðtækra fjöldatakmarkana eða leggja á skólagjöld. Háskóli Ís- lands eigi nú þegar inni hjá ríkis- sjóði greiðslur fyrir rúmlega 600 nemendur síðustu ár sem ekki hafi verið greitt fyrir. Það jafngildi 300 til 400 milljónum króna. „Í raun og veru er verið að stilla Háskólanum upp við vegg og koma honum í þá stöðu að innheimta þurfi skólagjöld eða koma á allt of víðtækum fjöldatakmörkunum,“ segir Davíð og leggur áherslu á að það sé nokkuð sem Stúdentaráð hafni alfarið. ■ Biskupinn segir að stjórnvöld bregðist Karl Sigurbjörnsson biskup hefur fundað tvisvar með fjölskyldu Hjálm- ars heitins Björnssonar sem fannst látinn fyrir 17 mánuðum. Hann skor- ar á stjórnvöld að krefja Hollendinga formlega um rannsóknargögn. Jólapakkar til útlanda: Fresturinn styttist PÓSTUR Þeir sem ætla að senda jóla- pakka til landa utan Evrópu ættu að hafa hraðan á því síðasti frestur til að senda þá rennur út á miðvikudag. Þeir sem ætla að senda pakka úr landi en innan Evrópu hafa frest til 12. desember. Tekið er á móti jóla- pökkum í öllum pósthúsum og af- greiðslustöðum Póstsins. Í desem- ber verða helstu pósthús opin lengur og afgreiðsla í öllum Nóatúnsversl- unum á höfuðborgarsvæðinu opin alla daga frá morgni til kvölds. Þá verða sérstök jólapósthús sett upp í Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni, Firði í Hafnarfirði og Glerártorgi á Akureyri í desember. ■ Dauði Díönu prinsessu: Sýknaðir PARÍS, AP Dómstólar í París sýkn- uðu þrjá ljósmyndara sem tóku myndir af Díönu prinsessu og unnusta hennar Dodi Fayed í dauðateygjunum. Ljósmyndar- arnir voru ákærðir fyrir brot á lögum um friðhelgi einkalífsins og áttu yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi yrðu þeir fundnir sekir. Myndirnar, sem voru tekn- ar þegar Díana og Dodi Fayed fórust í bílslysi í París árið 1997, eru í vörslu lögreglunnar og hafa aldrei verið gefnar út. Ljósmyndararnir játuðu að hafa tekið myndir á slysstað en neituðu að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífsins þar sem þeir hefðu ekki opnað dyrnar á bílnum. Það var Mohammed Al Fayed, faðir Dodis, sem kærði ljósmyndarana. ■ Skráning nýnema: Fá inni með fyrirvara ATVINNUMÁL Svæðisráð svæðis- vinnumiðlun Suðurnesja skorar á Menntamálaráðuneytið, fjárveit- ingavaldið og Alþingi að tryggja að framlög til Fjölbrautaskóla Suðurnesja séu í samræmi við að- sókn. Í ályktun svæðisráðsins segir að í ljósi alvarlegs ástands at- vinnumála á Suðurnesjum og fækkunar starfa hjá varnarliðinu, þurfi vart að taka það fram hvaða afleiðingar það hefði á atvinnu- leysi ef þar bættust við 150-200 ungmennum af Suðurnesjum yrði vísað frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja vegna skorts á fjárveiting- um til kennslu, nýnemum er sagt að inntaka þeirra sé háð fjárveit- ingum. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Stórt skref í átt til aukinnar sáttar um sjávarútveg fælist í því að takmarka verulega eða jafnvel banna framsal afla- heimilda innan ársins, nema þeg- ar um tegundaskipti er að ræða,“ sagði Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, í setningarræðu á þingi sam- bandsins. Árni sagði að öll umræða og allt púður eftir kosningarnar í vor hefði farið í að ræða línuívilnun og byggðakvóta en vart hefði ver- ið minnst einu orði á framsal afla- heimilda. Það væri sannarlega stórmál sem löngu væri tímabært að taka á. „Ég skora hér með á alla þá að- ila sem saman stóðu að tillögunum fyrir tveimur árum að dusta af þeim rykið, skerpa á þeim og knýja á um að stjórnvöld taki til greina sameiginlegar óskir og til- lögur aðila sjávarútvegsins,“ sagði Árni Bjarnason. ■ Forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins: Vill takmarka framsalið FRÁ 41. ÞINGI FFSÍ Framsalið hefur fallið í skuggann af umræðu um línuívilnun og byggðakvóta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KARL SIGURBJÖRNSSON Óskiljanlegt að fjölskyldan skuli koma að lokuðum dyrum. BJÖRN HJÁLMARSSON Hefur barist þrotlaust fyrir því að rann- sókn fari fram á dauða sonar síns. DAVÍÐ GUNNARSSON Formaður Stúdentaráðs vill að einka- leyfagjald Happdrættis Háskóla Ís- lands verði afnumið og það notað til að efla húsakost skólans. Nýstárleg og aðgengileg bók um drauma Íslendinga fyrr og nú. Draumalandið komið í verslanir Draumasetrið Skuggsjá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.