Fréttablaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 44
NNUDAGUR 30. nóvember 2003 43
Myndlistarmaðurinn og leikkonan úr
myndinni Salt, Melkorka Þ. Huldu-
tir opnaði í gær sýninguna „Myrkra-
“ í Kling & Bang galleríi, Laugavegi
Sýningin stendur til 14.desember.
g & Bang gallerí er opið 14-18
mtudaga til sunnudaga.
Egill Sæbjörnsson opnaði í gær sýn-
na „Í garðinum“ í Gallerí Hlemmi.
mun hann sýna myndbands- og tón-
auk ljósmynda og teikninga sem
hafa verið sýnd áður.
Sigríður Pálsdóttir opnaði í gær ljós-
ndasýningu á Kaffi Nauthól í Naut-
vík. Sýningin heitir Mitt útsýni.
ólasýning hefur verður opnuð í að-
l Hafnarborgar, sýning á 30 jóla-
ytingum sem 300 fimm og sex ára
n úr skóladeildum leikskóla í Hafnar-
Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa
úið og skreytt. Sýningin er opin 11-17
daga nema þriðjudaga og henni lýk-
2. desember.
Sýning á málverkum eftir Braga Ás-
sson verður opnuð í forkirkju Hall-
mskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbundin
verk þar sem hann vinnur með ljósið
þau birtuskil sem framundan eru.
ngin stendur til 25. febrúar 2004.
Afmælissýningu Listasafns Sigurjóns
fssonar lýkur í dag.
Bergur Thorberg sýnir kaffimálverk í
asalnum í Vestmannaeyjum. Sýning-
i lýkur síðdegis í dag.
„Verðgildi, vor og vigt“ er yfirskrift
ngar Erlu B. Axelsdóttur í Húsi mál-
nna á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Í verk-
sínum notar Erla gamla vigt og lóð
grunnhugmynd. Lóðin taka á sig
ónulegar myndir, eru sem afl og
a saman við upplifanir úr náttúrunni.
kin eru unnin í olíu á striga, vatnsliti
blandaða tækni á pappír.
„Klippt og skorið“ nefnist myndlistar-
ng sem Örn Karlsson hefur opnað í
kjavíkurAkademíunni. Örn vinnur
t með teikningar og samklipps-
ndir (collage) en einnig texta sem
n beitir „orðaskurði“.
Auk verka úr safneigninni standa nú
þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi
Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence
ner, Litir eftir Adam Barker-Mill og
ning á verkum frá ferli listamannsins
ins Friðfinnssonar.
Sýning Leikminjasafns Íslands,
mherji og fjöllistamaður, Sigurður
ðmundsson málari, verður opin í
mla Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7,
fnarfirði (á bak við Þjóðkirkjuna) kl.
7 í dag. Aðgangur ókeypis.
Sýningin „Trompet úr járni og veltu-
kur“ með listamönnunum Tuma og
ri Magnússonum verður opin um
ina í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Ak-
yri. Þetta er næstsíðasta sýningar-
in.
Gunnar Örn sýnir myndröð sem
n kallar Sálir í Hallgrímskirkju.
Gerðarsafni í Kópavogi hefur verið
uð sýning á japanskri samtíma-
gingarlist 1985-1996. Sýndar eru
fjölmargar ljósmyndir af byggingum í
Japan frá umræddu tímabili. Sýningin
stendur til 7. desember. Gerðarsafn er
opið 11-17 alla daga nema mánudaga.
Þetta vilja börnin sjá! nefnist sýning
á myndskreytingum úr nýútkomnum ís-
lenskum barnabókum, sem nú er í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýn-
ingin er unnin í samvinnu við Fyrirmynd,
Félag íslenskra myndskreyta, og stendur
til 11. janúar 2004.
Olga Lúsía Pálsdóttir hefur opnað
sýningu á grafískum verkum sínum í
Mokkakaffi að Skólavörðustíg 3a. Yfir-
skrift sýningarinnar er: „Stjörnuspeki í
augum Olgu Lúsíu“. Sýningin stendur til
10. janúar.
Áskell Másson tónskáld heldur sýn-
ingu á tónverkum frá upphafi til enda í
galleríi Sævars Karls í tilefni af 30 ára
starfsafmæli sínu og 50 ára afmæli.
Ína Salóme er með sýningu á textíl-
verkum í Listhúsi Ófeigs við Skóla-
vörðustíg. Ína handmálar verk sín á
bómullarklæði. Sýningin stendur til 30.
desember og er opin á verslunartíma.
Birna Smith sýnir olíumálverk á striga í
sýningarsal Hans Petersen á Garðatorgi
í Garðabæ.
Ljósmyndasýning stendur yfir á Thor-
valdsen í tilefni útgáfu ljósmyndaljóða-
bókar K.U.K.L. Ljósmyndirnar á sýning-
unni tók Jónatan Grétarsson. Signý Krist-
insdóttir og Silja Þorbjörnsdóttir sömdu
ljóðin. Sýningin stendur til 3. janúar
2004.
Þögn er yfirskrift sýningar Elínborgar
Halldórsdóttur, Ellýar, sem opnuð hefur
verið í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra-
nesi. Sýningunni lýkur 7. desember.
Listasetrið er opið 15-18 alla daga nema
mánudaga.
Í Hafnarhúsinu stendur yfir sýning
á ljósmyndum Ólafs Magnússonar,
sem var hirðljósmyndari dönsku kon-
ungsfjölskyldunnar á Íslandi. Þar er
einnig þemasýning úr verkum Errós í
eigu safnsins. Henni lýkur 3. janúar.
Einkasýning Kristins Pálmasonar
stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæj-
ar. Henni lýkur 7. desember.
uðurlandssveitin unga Nilfisk
upplifði sinn stærsta skjálfta
þessa í ágúst þegar liðsmenn
o Fighters rötuðu óvart inn á
ngu til þeirra. Daginn eftir
sveitin, sem þá var aðeins
plega fimm mánaða gömul,
min upp á svið Laugardalshall-
fyrir framan sex þúsund
nns.
Sveitin heldur tónleika í kvöld
al sem rúmar um 100 manns,
það er þó alveg líklegt að tala
rra sem verður á staðnum
ði hærri þó allir sjáist ekki,
tónleikarnir fara fram á
Draugasafninu á Stokkseyri.
„Þetta er svo fínn staður.
Hann er kannski ekkert rosalega
stór en ágætur samt,“ segir Jó-
hann Vignir Vilbergsson, söngv-
ari og gítarleikari. „Ég trúi á
drauga upp að ákveðnu marki en
ég hef samt ekkert hugsað mikið
um það.“
Jói, eins og hann er kallaður,
segist þó ekki hafa orðið fyrir
neinni lífsreynslu sem bendi til
tilvistar þeirra. „Það er kannski
helst þegar maður var lítill að
labba heim í myrkrinu. Þá tók
maður upp að því að raula Bítla-
lög til þess að hafa einhverja
nærveru.“
Á nýjum DVD-diski Foo
Fighters er m.a. að finna alla tón-
leikana úr Laugardalshöllinni.
Þar eru því góðar minningar fyr-
ir 15 og 16 ára stráka frá Stokks-
eyri og Eyrarbakka.
Síðan á tónleikunum hefur
sveitin verið iðin við lagasmíðar
og segir Jói Nilfisk vera komna
með um 11 frumsamin lög. Þeir
eru svo eitthvað byrjaðir að
þreifa fyrir sér með upptökur og
útgáfu.
Þeir Nilfiskarar hafa ákveðið
að taka öllu með ró og kynna sér
málin áður í stað þess að hoppa á
næsta vagn.
Tónleikarnir hefjast kl. 20. Að-
gangseyrir er 500 kr.
biggi@frettabladid.is
Rokkað innan um draugana
Ég ferðast um heiminn til aðsyngja í óperuhúsum, en er
kominn með bækistöð á Seltjarn-
arnesi,“ segir breski bassasöngv-
arinn Alex Ashworth, sem syngur
í dag tónlist eftir Bach í Hall-
grímskirkju ásamt þremur efni-
legum íslenskum söngvurum,
systkinunum Hallveigu og Þor-
birni Rúnarsbörnum og Guðrúnu
Eddu Gunnarsdóttur.
„Ég á íslenska kærustu núna.
Hún heitir Ingibjörg Stefánsdótt-
ir,“ segir Ashworth. „Við eigum
von á fyrsta barninu okkar bráð-
um og þess vegna er ég í smá pásu
núna.“
Ashworth þykir afburðasöngv-
ari og hefur fengið frábæra dóma
í heimalandi sínu upp á síðkastið.
Hann hefur sungið í ýmsum óper-
um og tónleikum og unnið til
nokkurra verðlauna.
Fyrir fáeinum misserum söng
hann inn á plötu með fiðlupönkar-
anum Nigel Kennedy, nánar til-
tekið í fiðlukonsert sem Jaz
Coleman setti saman og byggði á
lögum eftir The Doors.
Þess má vænta að framvegis
gefist reglulega tækifæri til að
hlýða á hann syngja hér á landi.
„Nú síðast var ég að koma frá
því að syngja á óperuhátíðinni í
Wexford á Írlandi ásamt Gunnari
Guðbjörnssyni.“
Það er Kammerkórinn Schola
Cantorum sem flytur kantötur
Bachs ásamt einsöngvurum og
kammersveit undir stjórn Harðar
Áskelssonar, organista í Hall-
grímskirkju. Á tónleikunum flyt-
ur Björn Steinar Sólbergsson org-
anisti einnig þrjá orgelforleiki
eftir Bach.
Tónleikarnir í dag eru þeir
fyrstu á 22. starfsári Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju. Sem fyrr
eru það Mótettukór Hallgríms-
kirkju, kammerkórinn Schola
Cantorum og Klais-orgelið sem
mynda burðarás tónlistardag-
skrár Listvinafélagsins. ■
Með bækistöð á Seltjarnarnesi
ALEX ASHWORTH
Þessi breski bassi syngur með Schola Cantorum á tónleikum í Hallgrímskirkju ásamt
þremur íslenskum einsöngvurum. Þau flytja tvær aðventukantötur eftir Bach. Björn Stein-
ar Sólbergsson orgelleikari flytur einnig þrjá orgelforleiki eftir sama tónskáld.
NILFISK
Draugabanarnir í Nilfisk ætla að kveða niður drauganna á Stokkseyri með háværri gít-
arrokktónlist.
■ TÓNLEIKAR
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
LEIKKONA
Ég hugsa að ég myndi vilja faraá Humarhúsið ef ég væri að
fara fínt út að borða,“ segir
leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir
sem leikur um þessar mundir
Línu langsokk í Borgarleikhúsinu.
„Mér finnst humar mjög góður og
ég fæ aldrei nóg af honum.“
TÓNLEIKAR
Út aðborða
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA