Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 2
2 13. desember 2003 LAUGARDAG „Við höldum okkur bara fast við hugsjónirnar.“ Atli Rafn Björnsson er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagið sendi frá sér ályktun í gær þar sem þingfrumvarpi um starfskjör þingmanna og ráðherra er mótmælt. Heimdallur mótmælti einnig frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um línuívilnun. Spurningdagsins Atli Rafn, eruð þið svona óleiðitöm? ■ Lögreglufréttir Fóru í fússi af fundi sjávarútvegsnefndar Uppnám vegna línuívilnunar. Forystumenn LÍÚ og sjómanna neituðu að ræða við sjávarútvegsnefnd. Smábátaeigendur segja þá hunsa nefndina. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir fundinn skrípaleikrit sitjandi formanns. STJÓRNMÁL „Ég hef aldrei upplifað svona viðbrögð á mínum ferli. Þessir menn hunsuðu sjávar- útvegsnefnd,“ segir Örn Páls- son, fram- kvæmdastjóri Landssambands s m á b á t a e i g - enda, um full- trúa Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, Sjómannasam- bands Íslands og Vélstjórafélags Íslands sem neituðu að sitja fund með sjáv- arútvegsnefnd Alþingis vegna nærveru fulltrúa Landssambands smábátaeigenda. Nefndin boðaði fulltrúa um- ræddra samtaka til fundar til að heyra sjónarmið þeirra varðandi línuívilnun. Skömmu eftir að fundurinn hófst gaf Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, yfir- lýsingu um að þar sem samtök hans fengju ekki ein að útskýra sín sjónarmið fyrir nefndinni mundu þeir yfirgefa fundinn. Í kjölfar þeirra yfirgáfu fulltrúar sjómannasamtakanna fundinn líka en eftir sátu nefndarmenn ásamt smábátaeigendum. „Það er auðvitað merkilegt að línuívilnunin skuli sameina þessi öfl. Við ræddum við nefndina enda höfum við ekkert að fela. En það má ætla að útgöngumenn hafi eitthvað að fela. Það er eins- dæmi að mönnum sem boðið er að segja álit sitt gangi út,“ segir Örn. „Þeir báru því við að þarna inni væru menn sem gerðu það að verkum að þeir gætu ekki átt trúnaðarsamtöl við nefndina og gengu á dyr og strollan á eftir þeim,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson, formaður sjávarútvegs- nefndar. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að hann hafi ekki haft nokkurn áhuga á að taka þátt í því sem var að gerast á fundi sjávarútvegs- nefndar. „Vilji sitjandi formaður sjáv- arúvegsnefndar fara í leikhús þá á hann að fara í Þjóðleikhúsið eða eitthvert annað. Ég neita að taka þátt í einhverju skrípaleikriti Kristins H. Gunnarssonar. Við ætluðum að ræða í trúnaði við sjávarútvegsnefnd og reifa okkar sjónarmið. Það er ekki hægt að gera það með Arthur Bogason og Örn Pálsson á fundi,“ segir Frið- rik. rt@frettabladid.is Frumvarp um línuívilnun áfram rætt í dag: Litlar breytingar í nefndinni ALÞINGI Frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um línuívilnun var til annarrar umræðu á Alþingi í gær og verður framhald þeirrar um- ræðu í dag. Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur afgreitt frumvarp- ið og leggur meirihluti hennar til að það verði samþykkt með lítils- háttar breytingum, en nái það fram að ganga kemur línuívilnun á ýsu og steinbít til framkvæmda í febrúar 2004 og á þorski í sept- ember sama ár. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður sjávarútvegsnefndar, sagði verulegan ávinning hljótast af þessu fyrir útgerðarmenn, byggðarlög og smábátasjómenn. Málið ætti sér langan aðdraganda og að sú niðurstaða sem nú lægi fyrir væri viðunandi. Minnihluti sjávarútvegsnefnd- ar átaldi hins vegar harðlega vinnubrögðin við málið og lagðist gegn samþykkt þess og sagði að þrýstingur frá formanni nefndar- innar hefði valdið því að sjávar- útvegsráðherra kastaði vanbúnu málinu til umfjöllunar á Alþingi. Minnihlutinn taldi málið stórgall- að og sagði að afnám byggðakvóta og skerðingar krókaaflaheimilda á ýmsum stöðum gætu með frum- varpinu orðið meiri en hugsanleg línuívilnun, miðað við veiðar á síð- ustu árum. ■ Landspítalinn: Hnefaleikari útskrifaður HEILBRIGÐISMÁL Maðurinn sem slasaðist í hnefaleikakeppni í Vestmannaeyjum á dögunum hefur nú verið útskrifaður af Landspítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Tæpur hálfur mánuður er síð- an maðurinn slasaðist og var hann þegar fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Í ljós kom að blætt hafði inn á heila hans. Talið var að hann hefði fengið þungt högg með þessum afleiðingum. Miklar um- ræður hafa spunnist í kjölfar slyssins, sem leiddu meðal annars til þess að hnefaleikanefnd Íþróttasambands Íslands ákvað að herða reglur um keppni í ólympískum hnefaleikum. ■ UNNIÐ AÐ SLÖKKVISTARFI Reykskynjari vakti heimilisfólk sem sv þegar eldurinn kom upp. Eldur í íbúð: Forðuðu sér fáklædd út BRUNI Tvær ungar konur og börn voru flutt á slysadeild La spítalans vegna reykeitrunar e að eldur kviknaði út frá eldav íbúðarhúsi við Granaskjól í g morgun. „Þau voru öll sofandi þegar urinn kom upp og vöknuðu reykskynjarann. Þau rétt náðu forða sér út, illa klædd, og in íbúðina í kjallaranum,“ segir Þ valdur Geirsson hjá slökkviliði h uðborgarsvæðisins. Hann se fólkinu hafa verið mjög brugðið Eldur logaði í eldhúsinnr ingunni og teygði reykurinn um íbúðina. Þorvaldur se skemmdir vera miklar sök elds og reyks og telur ósennil að þarna verði búið um jólin. ■ Öryrkjadómur: Greitt út fyrir jól ÖRYRKJADÓMUR Stefnt er að því Tryggingastofnun ríkisins gr öryrkjum út rétt fyrir jól, sa kvæmt öryrkja- dómnum sem féll 16. október. „Við stefnum að því að greiða út þann 19. des- ember,“ sagði Karl Steinar Guðnason, for- stjóri TR. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hver- su há upphæðin væri fyrr en búið væri að „loka dæminu veg“. Samkvæmt dómi Hæstarét var skerðing á tekjutryggingu yrkja fyrir árin 1999 og 2000, s ákvörðuð var með lögum í jan 2001, brot gegn réttarákvæð stjórnarskrár. Því bæri að end greiða öryrkjum skerðingu ásamt vöxtum. ■ VIÐSKIPTI Stjórn Eimskipafélagsins hefur falið Landsbanka Íslands að kanna möguleika á sölu Brims, sjávarútvegsstoðar félagsins. Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins og dótt- urfélaga þess, segir þessa ákvörð- un afrakstur vinnu stjórnarinnar að undanförnu. Stjórnin hefur þegar markað þá stefnu að skipta Eimskipafélaginu í tvennt; skipa- félagið og fjárfestingarfélagið Burðarás. Brim tilheyrir fjárfest- ingarhlutanum. Legið hefur fyrir að Brim yrði selt, en málið er nú komið í formlegan farveg. „Þeir sem hafa áhuga á að kaupa félag- ið geta sett sig í samband við okk- ur eða Landsbankann.“ Magnús segir þó nokkra aðila hafa sett sig í samband við stjórn félagsins og lýst áhuga á einstök- um félögum innan Brims. Hann segir engan enn sem komið er hafa lýst áhuga á félaginu í heilu lagi. „Stjórnin er opin fyrir hvoru tveggja; að selja félagið í heilu lagi eða í hlutum. Það fer bara eft- ir áhuga kaupenda.“ ■ Flugvallarskattar: Ólögleg mismunun DÓMUR Mismunandi upphæðir f vallarskatts eftir því hvort flogið innanlands eða til útlanda eru ó legir. Þetta var niðurstaða EF dómstólsins í máli sem Eftirl stofnun EFTA höfðaði á hendur lenska ríkinu. Flugvallarskattar í innanlan flugi eru rúmur tíundi hluti f vallarskatta í millilandaflugi. Þ stangast á við reglur EES-samnin ins um að ekki megi mismuna flu lögum eftir því hvort þau flytji þega milli staða í einstökum aðild ríkjum eða á milli aðildarríkja. Ekki náðist í Sturlu Böðvars samgönguráðherra vegna málsins MAGNÚS GUNNARSSON Stjórnarformaður Eimskipafélagsins segir þó nokkra hafa sett sig í samband við stjórnina og lýst áhuga á kaupum á ein- stökum fyrirtækjum innan Brims. Sjávarútvegshluti Eimskipafélagsins verður seldur: Brim til sölu „Vilji sitj- andi formað- ur sjávar- útvegsnefnd- ar fara í leik- hús þá á hann að fara í Þjóðleikhús- ið eða eitt- hvert annað. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Segir fund sjávarútvegsnefndar vera skrípaleik. KRISTINN H. GUNNARSSON Boðaði hagsmunasamtök til fundar. ÖRN PÁLSSON Segir stórútgerðarmenn og sjómenn hundsa sjávarútvegsnefnd. KARL STEINA GUÐNASON Greiðslur til öry á næsta leiti Stjórnendur Atlantsolíu: Funduðu með borgar- stjóra NEYTENDAMÁL Forsvarsmenn Atl- antsolíu áttu í gær fund með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra þar sem ræddir voru möguleik- ar félagsins á að fá úthlutað lóðaplássi í Reykjavík til rekstr- ar á bensínstöðvum. Hugi Hreiðarsson, umsjónar- maður markaðs- og kynningar- mála hjá Atlantsolíu, segir að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Borgarstjóri lýsti yfir góðum skilningi og vilja til að koma til móts við okkur,“ segir Hugi. Fulltrúar Atlantsolíu lögðu fram hugmyndir sínar en engar hald- bærar niðurstöður, aðrar en þær að málið verði tekið til alvar- legrar skoðunar, liggja fyrir eft- ir fundinn. ■ SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi hans um línuívilnun. FUNDU FÍKNIEFNI Á HÖFN Tve menn voru teknir með fíkniefn Höfn í fyrrakvöld. Fíkniefnalö reglumaður á Austurlandi var fenginn til aðstoðar og fram- kvæmd var leit á tveimur stöð um. Töluvert af tækjum og tól til neyslu fannst ásamt lítilræð af hassi og amfetamíni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.