Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 8
LÖGREGLUMÁL Fleiri kærur hafa,
samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins, verið lagðar fram á hendur
manni, sem grunaður er um gróf
kynferðisbrot gegn grunnskóla-
drengjum á Patreksfirði. Ítarleg
húsleit lögreglumanna þriggja
embætta var gerð vegna rannsókn-
ar málsins í vikunni.
Átta lögreglumenn leituðu á
heimili mannsins á Patreksfirði,
og í grunnskólanum og félagsmið-
stöð bæjarins, þar sem hinn kærði
hafði aðstöðu. Fjórir lögreglu-
menn frá embætti ríkislögreglu-
stjóra, tveir frá Ísafirði og tveir
frá Stykkishólmi tóku þátt í að-
gerðinni. Hald var lagt á gögn við
húsleitina en blaðinu er ekki
kunnugt um hvort þau hafa eitt-
hvað saknæmt að geyma.
Maðurinn var handtekinn á Pat-
reksfirði fyrir rúmri viku en þá
höfðu forráðamenn fjögurra drengja
lagt fram kærur á hendur honum
vegna meintra kynferðisbrota.
Maðurinn var úrskurðaðu
gæsluvarðhald til 19. desemb
Hann kærði þann úrskurð
stytti Hæstiréttur gæsluvarðha
ið um fjóra daga. Í dómi Hæ
réttar segir að rökstuddur gru
sé talinn vera um brot manns
meðal annars um kynferðism
eða kynferðisáreitni gegn börn
yngri en 14 ára og vörslu og dr
ingu barnakláms. ■
8 13. desember 2003 LAUGARDAG
Vinsældalisti styrjalda
„Það er einn vandræðalegur
minnihlutahópur á Íslandi sem
pirrar mig óneitanlega. Þessi
minnihlutahópur er fyrir
óheppni eða misskilning í ríkis-
stjórn og hefur gert Ísland að
aðila í óvinsælasta stríði heims
síðan Víetnam.“
Erpur Eyvindarson. Kjallaragrein DV 12. september.
Fleiri og stærri gjafir?
„Við hvetjum fólk til að gefa sér
tíma fyrir jólin til að setjast nið-
ur og hugleiða um hvað jóla-
haldið snýst.“
Hulda Gunnarsdóttir og Olga B. Jónsdóttir.
Morgunblaðið, 12. september.
Sniðug flóttaleið
„Ég á eftir að skamma strákana
fyrir að vera á eigin bíl. Það var
það vitlausasta sem þeir gátu
gert, fyrir utan að ræna búðina.“
Óskar Harðarson, vinur Bónusræningjanna.
DV, 11. desember.
Orðrétt
ÞÝSKALAND Þýski verkfræðingur-
inn Bernd-Jürgen Brandes var á
lífi þegar Armin Meiwes hófst
handa við að búta hann í sundur
og leggja sér líkama hans til
munns. Meiwes og Brandes byrj-
uðu í sameiningu að éta fótlegg
hins síðarnefnda. Þetta er mat
sérfræðings í réttarlæknisfræði
sem bar vitni fyrir dómi í Kassel.
Meiwes er ákærður fyrir að
hafa myrt Brandes og vanvirt lík-
ið. Hann á yfir höfði sér lífstíðar-
fangelsi. Meiwes hefur játað að
hafa drepið Brandes og étið hann
en heldur því fram að verknaður-
inn hafi verið framinn með sam-
þykki fórnarlambsins. Verjandi
Meiwes fullyrðir að myndbands-
upptaka af atburðinum, sem sýnd
var fyrir luktum dyrum í réttar-
salnum, hreinsi skjólstæðing hans
af morðákæru þar sem hún sýni
að Brandes hafi verið þátttakandi
í verknaðinum.
Danska ríkisútvarpið, DR, hef-
ur það eftir lögfræðingi Armin
Meiwes að hann eigi í viðræðum
við nokkur kvikmyndafyrirtæki
sem hafi sýnt því áhuga að kvik-
mynda ævisögu hans. ■
Gagnrýndur fyrir
óábyrga afgreiðslu
Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjárveitingu til Landspítalans í utandag-
skrárumræðu. Heilbrigðisráðherra sagði ekki verið að skera niður.
ALÞINGI Stjórnarandstaðan gagn-
rýndi heilbrigðisráðherra á Alþingi
í gær fyrir lága fjárveitingu til
Landspítalans. Stjórn spítalans
kynnti ráðherranum í fyrradag til-
lögur að niðurskurði sem miða með-
al annars að því að um 150 til 200
starfsmönnum hans verði sagt upp.
Einar Már Sigurðarson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
það kæmi engum á óvart að boðað-
ur hefði verið niðurskurður á spít-
alanum. Honum væri aldrei veitt
nægilegt fjármagn á fjárlögum og
heilbrigðisráðherra hefði undir-
strikað það á þingi fyrr í haust þeg-
ar hann sagði að það væri nánast
orðin regla að spítalinn fengi veru-
lega fjármuni í fjáraukalögum.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna, sagðist sjálfur
hafa lagt á það ríka áherslu í fjár-
laganefnd að fjárveitingar til
handa spítalanum yrðu auknar. Það
hefði ekki verið gert þrátt fyrir að
það lægi fyrir að spítalann skorti á
annan milljarð til að ná endum
saman á næsta ári. Í ljósi þessa
sagðist hann telja afgreiðslu fjár-
laganna fullkomlega óábyrga.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagðist vilja leiðrétta þann
misskilning að það væri verið að
skera niður til spítalans. Stjórnvöld
hefðu bætt 1.100 milljónum króna
inn í grunn spítalans á þessu ári og
500 á því næsta. Þá hefði spítalinn
fengið 2.300 milljóna króna auka-
fjárveitingu árið 2002 og 1.900
milljónir á þessu ári. Spítalinn
hefði því fengið 5,8 milljarða auka-
lega á tveimur ári.
„Ef þetta er niðurskurður þá
veit ég ekki hvað niðurskurður er,“
sagði Jón. „Hitt er svo annað mál
að það er við vandamál að glíma.
Ég og fjármálaráðherra höfum
sagt stjórn spítalans að hún verði
að laga sig að þessum fjárveiting-
um á tveimur árum.“
Jón sagði að sameining spítal-
anna væri langt kominn og hann
væri viss um að hún myndi skila
sér í auknum sparnaði innan
skamms. Spítalinn fengi tvö ár til
að laga sig að þeim fjárveitingum
sem hann fengi.
Jón sagðist telja að meginástæð-
an fyrir fjárhagsvanda spítalanna
væri mikil aukning launakostnaðar
þar sem laun lækna og hjúkrunar-
fræðinga hefðu hækkað mikið síð-
ustu ár. Þá sagðist hann einnig telja
það vega þungt hversu mikið lyfja-
kostnaður hefði aukist undanfarið.
trausti@frettabladid.is
ÍSLENSKUR VARAFORSETI Séra
Baldur Kristjánsson hefur ver-
ið kjörinn annar af varaforset-
um nefndar Evrópuráðsins sem
fjallar um aðgerðir gegn kyn-
þáttafordómum. Nefndin er
sjálfstæð undirnefnd Evrópu-
ráðsins og hefur látið mjög til
sín taka málefni hælisleitenda
og flóttafólks í Evrópu.
ÓRÓI Á FÍLABEINSSTRÖNDINN
Þrátt fyrir vopnahléssamkomulag ha
skærur haldið áfram á Fílabeinsströndi
Ráðist á herlögreglu:
Tíu árásar-
menn féllu
FÍLABEINSSTRÖNDIN Hópur vopna
manna, sem klæddir voru sv
um bolum með „Ninja“-áprent
réðist í gær á herlögreglum
sem voru við gæslustörf við by
ingu ríkissjónvarpsins í borgi
Abidjan á Fílabeinsströndin
Einn herlögreglumaður lét líf
árásinni en að minnsta kosti tíu
liði árásarmannanna í sk
bardaga sem fylgdi í kjölfarið.
Fyrir tveimur vikum her
hópur vopnaðra fylgisman
Gbagbo forseta sömu byggingu
krafðist þess að stríðinu
skæruliða í norðurhluta lands
yrði haldið áfram, þrátt fy
vopnahléssamning, og he
stöðug gæsla verið við byggi
una síðan. ■
Tilboð á nýjum íslenskum bókum
Fram til jóla bjóðum við nýjar íslenskar bækur á sérstöku tilboðsverði.
Líttu við á heimasíðu okkar eða í versluninni og kynntu þér hið margrómaða
Bóksöluverð sem oftar en ekki er hagstæðasta bókaverðið í boði.
Opið í dag frá kl. 12-16
Bóksala stúdenta, v/Hringbrautwww.boksala.is s: 5 700 777
FLUTNINGABÍL EKIÐ Á GRUNN-
SKÓLA Danska lögreglan girti
stórt svæði í miðborg Kaup-
mannahafnar eftir að olíuflutn
ingabíl var ekið á grunnskóla.
Óttast var að olía og bensín tæ
að leka úr bílnum. Talið er að
ökumaðurinn hafi misst stjórn
flutningabílnum í hálku.
FJÖLDASLAGSMÁL Í JÓLAVEISL
Sextán smiðir voru handteknir
þegar fjöldaslagsmál brutust ú
jólaveislu í Kaupmannahöfn.
Áður en lögreglan kom á staðin
höfðu smiðirnir lagt veitingast
í rúst. Tveir þeirra hræktu í an
lit lögreglumannanna. Smiðirn
voru látnir sofa úr sér á lögreg
stöðinni í Bellahøj en þeirra bí
ur fjöldi ákæra.
MANNÆTA
Hinn 42 ára gamli Armin Meiwes er ákærð-
ur fyrir að hafa myrt og étið annan mann.
Hann fullyrðir að verknaðurinn hafi verið
framinn með samþykki fórnarlambsins.
Réttað yfir þýskri mannætu:
Át fórnarlambið lifandi
■ Evrópuráðið
■ Norðurlönd
440kr.
Eitt verð fyrir
alla jólapakka!
Hámarksþyngd 20 kg,
hámarksstærð 0,06 m3
(t.d. 30x40x50 sm)
03
-5
11
Jólin koma
Auglýsingadeild
DV og Fréttablaðsins
opin í dag,
laugardag frá kl. 10 - 16
Síminn er 515 7515
27% AUKNING Gistinætur á hó
um í október voru 74.000 saman
borið við 58.000 í október árið
2002 samkvæmt Hagstofu Íslan
Þetta jafngildir 27% aukningu.
Mest fjölgaði gistinóttum á Nor
urlandi, úr 3.000 í 6.000 milli ár
Á höfuðborgarsvæðinu voru
gistinæturnar 55.000 nú saman
borið við 44.000 í október í fyrr
■ Ferðaþjónusta
Meintur barnaníðingur á Patreksfirði:
Fleiri kærur lagðar fram
PATREKSFJÖRÐUR
Hæstiréttur segir rannsókn á máli meints barnaníðings á Patreksfirði vel á veg komn
Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldsvist yfir manninum um fjóra daga og losnar hann a
óbreyttu úr varðhaldi á mánudag.
JÓN KRISTJÁNSSON
Heilbrigðisráðherra sagði að sameining spítalanna væri langt komin og hann væri viss um
að hún myndi skila sér í auknum sparnaði innan skamms.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
IG
U
RÐ
U
R
JÖ
KU
LL