Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 18
18 13. desember 2003 LAUGARDAG
Það er nú þannig að föðurafiminn hét Pálmi Árni Karvels-
son og við erum þrír, systkina-
börnin og Pálmarnir. Elsti Pálm-
inn er Pálmi Árni Karlvelsson
Pálmasonar, Pálmi Árni Guð-
mundsson og svo Pálmi Árni
Gestsson, sem er hann ég. Við
heitum allir eftir afa,“ segir leik-
arinn snjalli Pálmi Gestsson sem
státar sem sagt af Árnanafninu
auk Pálmans.
Pálmi segist ekkert vita um
það hvað nafnið þýði umfram
plöntuna pálma. „Utan þess að
þegar ég var á Spáni í gamla daga
þá voru einhverjir Spanjólar að
gantast með það að palmera þýddi
dauði. Ég er ekki nógu góður í
spænsku til að þræta fyrir það en
vitanlega finnst mér þetta út í hött
og valinn vitlaus maður í það. Ég
lít meira á mig sem fulltrúa lífs-
ins, gleðinnar og ljóssins.“
Ekki er þetta algengt nafn en
þeir eru náttúrlega þekktir Pálm-
arnir Jónsson, alþingismaður
fyrrverandi, Gunnarsson bassa-
leikari og Pálmi í Hagkaup.
Ýmis sérstæð atvik hafa komið
upp í tengslum við nafn Pálma en
einmitt þegar hann er að koma
fram á sjónarsviðið skein stjarna
nafna hans bassaleikarans sem
skærast. Líkt var að ekki væri
pláss fyrir nema einn Pálma á
sviðinu. „Jájá, ég held að það hafi
verið Gerður G. Bjarklind sjálf
sem afkynnti mig ein-
hverju sinni sem Pálma
Gunnarsson sem þarna
lauk við 6. lestur út-
varpssögunnar Galapa-
gos eftir Kurt Vonnegut.“
Pálmi var skírður yfir
kistu afa síns þegar hann
var jarðsettur og fer ekki í
grafgötur með að honum þyki
vænt um nafn sitt sem hann teng-
ir afa sínum. Og engan vafa tel-
ur hann á leika að nafn hvers
manns sé ríkur þáttur í sjálfs-
myndinni. „Ég má sennilega
heita heppinn því þau geta ver-
ið skrautleg þessi vestfirsku
nöfn. Pabbi heitir til dæmis
Gestur Oddleifs Kolbeins...
tvö nafna hans eru í
eignarfalli. Karvel
Steindór Ingimar er
til, langamma mín
hét Evlalía og ég held
að Jón Grísagónus sé
til, svei mér þá. Ég
væri líklega allt annar
en ég er héti ég Dósi
Tím, eða Dósóteus
Tímóteusson.“ ■
Þarna var einhver konflikt millimín og yfirstjórnarinnar. Ekki
var staðið við gerða samninga að
mínu viti og ég lít á það sem upp-
sögn,“ segir Hjálmar Hjálmars-
son, umsjónarmaður Ekkifrétta á
Rás 2 þar sem Haukur Hauksson
fréttahaukurinn ákafi lætur allt
vaða. Þetta þýðir að Haukurinn er
hættur á Rás 2 en þar hefur hann
starfað með hléum í 12 ár. Skarð
fyrir skildi því þessi persóna hef-
ur sett sitt mark á ímynd útvarps-
stöðvarinnar.
Trúnaðarbrestur
„Ég er svekktur að missa þetta
efni. Ég leit á þetta sem krydd í dag-
skrá og skrautfjöður fyrir okkar út-
varp. Mér þykir þetta miður,“ segir
Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri
Rásar 2. Hann segir jafnframt að
það hafi verið að sínu frumkvæði á
sínum tíma að ákveðið var að Hauk-
urinn yrði á vetrardagskrá í fyrra
þegar hann var nýbyrjaður sem dag-
skrárstjóri.
„Það var eitt af mínum fyrstu
verkum og þá fór vel á með okkur.
En það slitnaði upp úr með RÚV og
Hjálmari og má skrifa það á sam-
starfsörðugleika og kjaramál.“
Jóhann segir jafnframt að líta
megi svo á að um ákveðin samnings-
brot hafi verið að ræða af hálfu
Hjálmars. Um það hafi verið samið
að hann hæfi störf í byrjun október,
með vetrardagskránni og hafi hann
verið á launum út þann mánuð. Hins
vegar hóf Hjálmar ekki störf fyrr en
20. október og í staðinn fyrir 40
fréttatíma Hauksins, líkt og til stóð
að yrði, komi ekki til nema 23 Hauk-
a. „Ég vil taka skýrt fram að aldrei
hefur staðið til af minni hálfu að
hlunnfara eða hýrudraga Hjálmar
og þarna var ekki verið að tekist á
um upphæð heldur launafyrirkomu-
lag.“
Stjórnunarkrísa
Hjálmar segir þetta mál ákaf-
lega snúið og það eigi sér langan að-
draganda. „Ég veit svo sem ekki
hvað hægt er að segja í þeim efn-
um. Til dæmis hvort Dóra Ingvars-
dóttir, framkvæmdastjóri útvarps,
þoli ekki Haukinn eða mig persónu-
lega? Það hlýtur alltaf að vera á
huglægum nótum og ég hef ekkert
fyrir mér í slíku.“
Hjálmar hættir sér heldur ekki
út í neinar samsæriskenningar þó
þær séu nærtækar. Haukurinn hef-
ur náttúrlega troðið á ýmsum lík-
þornum og mjög hugsanlega hafi
það farið í taugarnar á einhverjum.
„Það hafa náttúrlega ekkert allir
þarna innanhúss gaman að þessu.
En það sem gerði útsslagið var að
ég vildi fá fram launasamning til
undirritunar. Með það var enda-
laust hringlað og Jóhann vísaði
alltaf til yfirboðara sinna líkt og
hann gæti ekki tekið ákvörðun.
Þetta er náttúrlega stjórnunarkrísa
sem litar allt ástand á RÚV. En um
það var samið að Haukurinn yrði til
átta mánaða og samingurinn væri í
gildi frá 1. október. En svo var mér
kippt út af launaskrá án samráðs
við mig og lít ég á það sem skýlaust
brot á þeim munnlega samningi
sem ég gerði við Jóhann Hauksson
sem sjálfur stakk upp á því að sam-
ingurinn væri í gildi frá og með
þeim tíma,“ segir Hjálmar.
Launasamningur
eða verktaki
Jóhann segir ekkert leyndar-
mál að hann hafi yfir sér tvo
menn, Dóru og Markús Örn
Antonsson útvarpsstjóra, og verði
að bera slík mál undir þau. „Ég
gerði við hann samning sem átti að
standa við en það varð töf á að frá
honum væri gengið vegna þess að
hann var afbrigðilegur. Álitamál
er hvort hægt er að tala um hans
dagskrárgerð sem dæmigerða
launavinnu. Hann vildi hins vegar
fá launasamning. Bæði hér í út-
varpinu og á sjónvarpinu er fjöldi
fólks sem er að vinna vinnu sem
má heita full vinna en það fólk
starfar sem verktakar. Það er við-
tekið fremur en hitt. Hins vegar
ætlaði ég að gera við hann launa-
samning en á því varð töf sem
hann ekki sætti sig við og því fór
sem fór,“ segir Jóhann.
Hjálmar segir sig vilja vita
hvað hann er að fara að gera
næstu átta mánuðina auk þess sem
verktakar njóti engra réttinda,
svo sem orlofsgreiðslna og starfs-
aldursréttinda, eru utan starfs-
mannafélags og þannig má lengi
telja.
„Jújú, mér þykir vænt um
Haukinn. Hann er orðinn partur af
mér. Ég lít ekki svo á að hann sé
dauður úr öllum æðum. Hann er
náttúrlega dauður meðan hann er
ekki í loftinu. En hann getur vel
lifnað við og getur svo sem skotið
upp kollinum hvar sem er,“ segir
Hjálmar.
jakob@frettabladid.is
■ Nafnið mitt
PÁLMI GESTSSON
Telur nöfn manna rík-
an þátt í sjálfsmynd-
inni og telur ljóst að
hann hefði annan mann
að geyma héti hann
Dósi Tím.
Fulltrúi lífsins og gleðinnar
HAUKUR HAUKSSON
Fréttahaukurinn knái hefur velgt mönnum undir uggum með snaggaralegum fréttaflutningi í 12 ár. Nú er hann hættur.
JÓHANN HAUKSSON
Segir Haukinn skrautfjöður og sér eftir
honum sem slíkum, en slitnað hafi upp úr
samstarfinu vegna samstarfsörðugleika og
kjaramála.
Einhver umdeildasti en jafnframt vinsælasti fréttamaður landsins, Haukur Hauksson, er hættur á Rás 2. Hjálmar Hjálmarsson, umsjóna
maður Ekkifrétta, skýtur ekki loku fyrir að hann láti í sér heyra á öðrum vettvangi. Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir ástæð-
una samstarfsörðugleika.
Haukurinn hættur á RÚV
Það hafa náttúr-
lega ekkert allir
þarna innanhúss gaman af
þessu. En það sem gerði
útslagið var að ég vildi fá
fram launasamning til
undirritunar.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HJÁLMAR HJÁLMARSSON
Haukurinn er náttúrlega dauður með
hann er ekki í loftinu en Hjálmar seg
hann geta skotið upp kollinum hvenæ
hvar sem er.