Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 38

Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 38
34 13. desember 2003 LAUGARDAG BÓK VIKUNNAR Ævintýri Artúrs Gordons Pym eftir Edgar Allan Poe Meistari hryllingsins, Edgar Allan Poe, skrifaði þessa sögu á sínum tíma sem framhaldssögu. Þetta er feikna skemmtileg ævintýra- saga og ótrúlega viðburðarík. Sagan gerist árið 1827 þegar Artúr Gordon Pym gerist laumu- farþegi um borð í hvalveiðiskipi. Það er upphafið að svaðilförum hans og hann á eftir að lenda í baráttu við villimenn og þarf að leggja fyrir sig mannát til að lifa af - og er þá fátt eitt talið af raun- um hans. Þeir sem vilja gleyma sér í vel gerðri hasarsögu hljóta að kjósa þessa bók. ■ Bækur METSÖLU- LISTI MÁLS OG MENNINGAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Stormur. Einar Kárason 3. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 4. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 5. Jón Sigurðsson II. Guðjón Friðriksson 6. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 7. Ambáttin. Mende Nazer 8. Don Kíkóti II. Cervantes 9. Ósköpin öll. Flosi Ólafsson 10. Mýrin. Arnaldur Indriðason SKÁLDVERK 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Stormur. Einar Kárason 3. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 4. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 5. Don Kíkóti II. Cervantes 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Röddin. Arnaldur Indriðason 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 10. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir METSÖLULISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 3. - 9. DESEMBER METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 3. Jón Sigurðsson II. Guðjón Friðriksson 4. Ambáttin. Mende Nazer 5. Stormur. Einar Kárason 6. Vín. Þorri Hringsson 7. Herra Alheimur. Hallgrímur Helgason 8. Hundabókin. Joan Palmer 9. Halldór. Hannes H. Gissurarson 10. Da Vinci lykillinn. Dan Brown SKÁLDVERK 1. Bettý. Arnaldur Indriðason 2. Stormur. Einar Kárason 3. Herra Alheimur. Hallgrímur Helgason 4. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 5. Öxin og jörðin. Ólafur Gunnarsson 6. Don Kíkóti II. Cervantes 7. Mýrin. Arnaldur Indriðason 8. Röddin. Arnaldur Indriðason 9. Náðarkraftur. Guðmundur Andri Thorsson 10. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfs- son METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 3. -9.. DESEMBER Það eru sjö ár síðan GuðmundurAndri sendi frá sér Íslands- förina, skáldsögu sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Eftir þessa löngu bið kemur skáldsagan Náðarkraftur, snilldar- lega stíluð fjölskyldusaga. En af hverju sendi Guðmundur Andri ekki frá sér bók fyrr? „Mér datt ekkert í hug og árin bara liðu,“ segir Guðmundur Andri. „Það komu engir karakterar, eng- inn tónn og engin rödd, bara óljósar myndir sem svifu í hausnum á mér. Svo ég beið bara þolinmóður og ein- beitti mér að öðru. Bókin datt svo allt í einu ofan í mig einn daginn þegar ég var að ráfa einn um London, fyrsta setningin, fólkið, lyktin, öll stemningin. En svo tók það mig langan tíma að særa fram söguna úr hausnum og ég er ekki einu sinni viss um að mér hafi alveg tekist það eða sé alveg búinn að því.“ Heyri textann Þetta er frábærlega vel skrifuð bók. Endurskrifarðu mikið eða kem- ur þessi stíll fyrirhafnarlaust? „Takk fyrir það. Já, ég skrifaði flesta kaflana upp aftur og aftur, og þá kafla sem ég skrifaði ekki upp aftur og aftur hefði ég kanns- ki betur endurskrifað. Mér finnst of mikið talað um stíl sem einangrað fyrirbæri - skáldsagan er smíðuð úr orðum og það skiptir máli hvernig þeim er raðað sam- an, þetta er málfarslegt umhverfi sögunnar, röddin sem talar við þig, persónuleiki bókarinnar, hita- stig hennar, rakastigið og allt.“ Hvernig viðheldur maður stíl- gáfu? Er það með því að lesa mik- ið? „Það er erfitt fyrir mig að svara þessu vegna þess að þá væri ég að gangast inn á þá forsendu að ég hefði til að bera stílgáfu svona eins og sumir eru með grískt nef. En ég hef alltaf átt auðvelt með að skrifa og ég hef alltaf heyrt fyrir mér text- ann. Það er rödd í hausnum á mér sem ég fylgi og leitar fram í putt- ana, ég get eiginlega ekki lýst þessu öðruvísi. Hefurðu heyrt Glenn Gould spila? - þessi rödd sem ég heyri er svolítið eins og raulið í hon- um á bak við píanóleikinn...“ Hversdagsleg en óvenjuleg vandamál Mér finnst ég finna í þessari bók ákveðna væntumþykju til persóna. Það þykir kannski ekki mjög nú- tímalegt. „Ég er náttúrlega ekki að draga fólk inn í bók til að gera gys að því eða ganga í skrokk á því. Mig lang- aði heldur ekki að skrifa sögu sem væri byggð í kringum melódrama. Mér fannst það vera of auðveld lausn að byggja söguna upp í kring- um morð eða blóðskömm eða ein- hverja óvænta afhjúpun, ég hef heldur aldrei verið mikill plottari. Ég vildi frekar reyna að byggja söguna upp í kringum hversdags- leg en um leið óvenjuleg vandamál sem venjulegt fólk stendur frammi fyrir og eru í rauninni miklu stær- ri og mikilsverðari en ímyndaðir glæpir. Mig langaði til að búa til óvenjulega sögu um trúverðugt fólk, neitaði að láta hana renna í sjálfgefinn farveg og ég geri mér alveg grein fyrir því að þar með er ég að neita einhverjum lesendum um það sem þeir búast við.“ Hart uppgjör ef að er gáð Nokkrar af aðalpersónum bók- arinnar eru sósíalistar. Af hve fórstu ekki í grimmilegt uppg við sósíalismann í þessari bók? „Þetta er hart uppgjör, þarf bara að lesa bókina rétt ti sjá það. Þegar vel er að gáð er í rauninni mjög grimmur við þe fólk mitt.“ Bókin var ekki tilnefnd til lensku bókmenntaverðlaunann „Nei og hún fær heldur e Nóbelsverðlaun.“ Eru það vonbrigði fyrir þig vera ekki tilnefndur til Íslen bókmenntaverðlaunanna? „Ég get ekki verið að einblín heiður sem ég fæ ekki. Ég sa gleðst bara þeim sem fengu þe ar tilnefningar. Mér finnst að h undar eigi ekki að standa í þr við dómnefndir.“ kolla@frettablad Sjö ár eru síðan Guðmundur Andri Thorsson sendi frá sér skáldsögu. Nú er komin ný bók, Náðarkraftur, sem fjallar um síðustu sósíalistana á Íslandi. Ég fylgi rödd Þetta er hart upp- gjör, það þarf bara að lesa bókina rétt til að sjá það. Þegar vel er að gáð er ég í rauninni mjög grimmur við þetta fólk mitt. ,, ■ Sagt og skrifað GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON „En ég hef alltaf átt auðvelt með að skrifa og ég hef alltaf heyrt fyrir mér textann. Það er rödd í hausnum á mér sem ég fylgi og leit fram í puttana, ég get eiginlega ekki lýst þessu öðruvísi. Hefurðu heyrt Glenn Gould spila? - þessi rödd sem ég heyri er svolítið eins raulið í honum á bak við píanóleikinn...“ DORIS LESSING Í GÓÐUM GÍR Rithöfundurinn Doris Lessing er orðin 84 ára en það er engan bil- bug á henni að finna. Nýlega kom út eftir hana smásagnasafn, The Grandmothers, sem hefur fengið góða dóma. Sögurnar, sem eru fjórar, þykja kraftmiklar, ögrandi og fyndnar. Lessing hefur alla tíð verið vinstrisinnuð og bók hennar The Golden Notebook, er viðurkennd sem ein merkasta femínistaskáld- saga bókmennta- sögunnar. Þar er gefið í skyn að innganga í Verkamannaflokkinn gæti verið lausn á ýmsum vanda- málum. Í dag er langt í frá að Less- ing telji slíka inngöngu farsæla lausn því á bókamessu í Edinborg réðst hún harkalega á Tony Blair, sagði hann vera barn frá sjöunda áratugnum sem tryði á töfra og sennilega væri hann ekki sérlega greindur. Í nýlegu viðtali bætti hún um betur og spurði: „Hvað les Tony Blair? Bæði Major og Thatcher lásu bækur.“ DORIS LESSING 84 ára en skrifar enn kraftmiklar bækur og skammar Tony Blair. Ein af fallegustu barnabókun-um sem kemur út í ár er hin ríkulega myndskreytta Mána- steinar í vasanum eftir Brian Pilk- ington en þar segir frá lítilli stúlku, Öldu, og leynivini hennar, drekanum Dínusi. Það kemur ekki á óvart að Brian hafi á dögunum fengið Dimmalimm - íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir bók- ina. Í umsögn dómnefndar segir: „ M á n a - steinar í vas- anum ber ýmis þau ein- kenni sem gert hafa Bri- an Pilkington að einum ást- sælasta höf- undi mynda í í s l e n s k u m barnabókum frá upphafi. Má þar helst nefna frábærlega vandaðan og auðþekkjanlegan frásagnarstíl hans, grundvall- aðan á ítarlegri heimildar- vinnu, þar sem fara saman næmt auga fyrir hinu skoplega og ævintýralega í hversdags- legri tilveru, ríkulegt skyn- bragð á dramatíska framvindu í hverjum bókartexta sem hann er með undir og síðast en ekki síst mannúðlegur boðskapur.“ Í ræðu sinni benti formaður dómnefndar, Aðalsteinn Ing- ólfsson, á fjórar aðrar bækur sem væru sérlega glæsilega myndskreyttar en þær eru Eggið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Blóð- regn eftir Ingólf Örn Björgvins- son og Emblu Ýr Bárudóttur, Leyndarmálið hennar ömmu eftir Björk Bjarkadóttur og Ég vildi að ég væri ... eftir Önnu Cynthiu Leplar. Allar bækurnar koma hjá Máli og menningu og kom Aðalsteinn Ingólfsson þannig orði að Dimmalimm-verðlaunin ár væru stór rós í hnappagat þe forlags. Ritstjóri barnabóka Má og menningar er Sigþrúður Gun arsdóttir. ■ Brian fékk Dimmalimm MÁNASTEINAR Í VASANUM Einstaklega fallega og skemmtilega myndskreytt verðlaunasaga fyrir börn frá eins til fimm ára. BRIAN PILKINGTON Nýkrýndur handhafi íslensku myndskreyti- verðlaunanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.