Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 20
20 13. desember 2003 LAUGARDAG Leikkonan Sigourney Weaver af-hjúpaði á dögunum risastórt egg sem notað var í kvikmyndinni Alien, en eggið verður hér eftir einn af sýningarmunum á Smithsonian- safninu í Washington. Eggið, sem margir aðdáenda Alien-myndanna ættu að kannast við – en úr egginu komu ófreskjurnar – var afhent safninu ásamt kvikmyndahandrit- inu og upphaflegu auglýsinga- spjaldi fyrir myndina, sem er ein- mitt prýtt mynd af egginu. Eggið er þrjú fet á hæð og tvö á breidd og er gert mestmegnis úr plasti. Það Brent Glass safnstjóri sem tók egginu, en á safninu eru þegar m ir úr mörgum öðrum myndum, e og til að mynda hinn forláta leð jakki sem Harrison Ford klædd myndinni Indiana Jones, en jakk sá varð upphafið að mikilli tís bylgju þar sem ungir karlm klæddust svokölluðum Indi Jones-jökkum um talsvert skeið er einnig að finna á safninu ma muni úr Star Trek, svo fleiri my ir séu nefndar. ■ Åsne Seierstad, sem vakið hef-ur heimsathygli með bók sinni Bóksalinn í Kabúl, var stödd hér á landi í vikunni til að kynna bókina og ræða um fréttaflutning frá stríðshrjáðum svæðum. Þrátt fyr- ir ungan aldur er hún einn þekkt- asti stríðsfréttamaður Norður- landa og hefur starfað sem slíkur í Tsjetsjeníu, Kosovo, Afganistan og Írak. Nýlega kom út á Norðurlönd- um nýjasta bók hennar, 101 dagur í Bagdad, sem fjallar um upplifun hennar fyrir, eftir og á meðan inn- rásinni í Írak stóð. „Írak fyrir stríð var eins og að vera í miðri George Orwell-bók. Harðstjórnin var slík að fólk talaði bara í innan- tómum slagorðum sem höfðu ómað um samfélagið í áraraðir. Þegar stríðinu lauk var áhugavert að fylgjast með hvernig fólk upp- lifði það að vera frjálst til að segja það sem það vildi. Í staðinn fyrir harðstjórn kom óstjórn.“ 101 dag- ur í Bagdad er fyrsta bók hennar þar sem fjallað er um stríð. Áður hafði hún skrifað um Balkanstríð- ið og innrásina í Afganistan en hún var einmitt ein af fyrstu fréttamönnunum sem fylgdu Norðurbandalaginu inn í Kabúl við fall Talíbana. „Bóksalinn í Kabúl er ekki bók um stríðið í Afganistan,“ útskýrir hún. „Ég er að skrifa um fólkið sem stendur í lífsbaráttu í þessu stríðshrjáða landi, það lendir í miðjum átökum en verður að halda lífinu áfram. Það er mikil- vægt að segja frá þessu fólki því það er samfélagið sem skiptir máli en ekki stríðið sjálft.“ Hið raunverulega Afganist- an „Ég fór ekki til Afganistans með það í huga að skrifa bók,“ heldur Åsne áfram. „Ég fór til að skrifa fréttir frá stríðinu. En á fyrstu dögum mínum í Kabúl tók ég eftir skilti sem á stóð bókabúð. Það vakti athygli mína á þessum stað þar sem allir voru bara að reyna að lifa af að sjá einhvern sem var að reyna að viðhalda menningarlífi. Inni í þessari bóka- búð hitti ég bóksala sem hafði reynt að berjast gegn stjórnvöld- um með bókum sínum, hvort sem yfirvaldið var sovéskt eða talíban- ar. Eftir að ég hafði komið nokkrum sinnum bauð hann mér í kvöldverð heim til sín og þar sem ég sat þarna á gólfinu heima hjá honum með fjölskyldu hans fann ég að þetta var hið raunverulega Afganistan, þetta var efni í bók.“ Hún fékk því samþykki hjá bók- salanum til að búa með honum og fjölskyldu hans í fjóra mánuði og fylgjast með þeirra daglega lífi með það að markmiði að skrifa þessa bók. Hvíslandi raddir kvenna Åsne vill samt meina að þetta sé ekki dæmigerð afgönsk fjölskylda og að bókin sé ekki skrifuð í þeim tilgangi að fylgjast með slíkri fjöl- skyldu. Bóksalinn var menntaður maður og virtist frjálslyndur í kenningum sínum og skoðunum. Því hélt hún að viðhorf hans til fjölskyldunnar væri kannski ann- að en almennt viðgengst þar í landi. Hún komst þó fljótlega að raun um að heima hjá sér ríkti hann samkvæmt hugmyndum feðraveldisins. Bókin segir bæði frá sögum karlmannanna í fjöl- skyldunni sem og því sem hún kall- ar hvíslandi raddir afganskra kvenna. Hún var í þeirri óvenju- legu stöðu að geta nálgast bæði af- ganska karla og konur. „Sem vest- ræna konu tóku karlmennirnir mig alvarlega og töluðu við mig,“ út- skýrir Åsne. „En ég gat líka nálg- ast konurnar og rætt við þær, nokkuð sem vestrænum karlmönn- um hefði aldrei leyfst.“ Faðirinn ræður „Það er rétt, hann var ósáttur við bókina mína,“ segir Åsne um viðbrögð bóksalans, sem kom til Noregs til að mótmæla þeirri ímynd sem hún dregur upp af honum, hans fjölskyldu og Afganistan. „Ég er að lýsa þeirri mynd sem ég upplifi, ekki þeirri mynd sem hann vill hafa af sjálf- um sér. Ég lít ekki á það sem hlut- verk mitt að túlka atburði, hel er ég að lýsa því sem ég sé heyri. Hið hefðbundna skipula Afganistan er ómannúðlegt, e fjölskyldurnar eða einstakli arnir. En á meðan skipulagið eins og það er mun ástandi landinu ekki batna.“ Hún er e viss um að vilji sé fyrir hen landinu til að falla frá feðrave inu og skilyrðislausri stj þeirra sem eldri eru. „Ungar k ur gætu viljað mennta sig, eins breytt lög leyfa, en fyrst þu þær að eiga í baráttu við fö sinn. Ef hann vill ekki leyfa he að mennta sig, þrátt fyrir ný og nýja stjórn, þá ræður hann. svanborg@frettablad Smithsonian-safnið í Washington leggur sig eftir munum úr bíómyndum: Eggið úr Aliens orðið safngripur AFHENDING EGGSINS Hér afhjúpar sjálf Ripley úr Aliens, Sigourney Weaver, eggið ásamt safn- stjóranum Brent Glass. AP M YN D : E VA N V U C C I ÅSNE SEIERSTAD Stríðsfréttakona og rithöfundur. Hefur skrifað umdeilda bók um dvöl sína í Kabúl þegar afganskt samfélag átti í togstreitu um hvern ætti að takast á við fall Talíbana. Norski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Åsne Seierstad var hér á landi á dögunum. Nýlegar bækur hennar, sem slegið hafa í gegn á heimsvísu, fjalla um ástandið í Afganistan og Írak. Feðraveldið heldur aftur af framþróun Ég lít ekki á það sem hlutverk mitt að túlka atburði, heldur er ég að lýsa því sem ég sé og heyri. Hið hefðbundna skipulag í Afganistan er ómannúðlegt, ekki fjölskyldurnar eða ein- staklingarnir. En á meðan skipulagið er eins og það er mun ástandið í landinu ekki batna. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Til: Lesenda Frá: Fréttablaðinu Fréttablaðið er komið í jólaskap. Á hverjum degi fram að jólum verður fjallað um jólin og allt sem þeim fylgir: Jólaskraut og skemmtanir, jólabakstur, jólamat, jólagjafir, jólahefðir, jólaföndur og allt jólafjörið. Fylgist með í Fréttablaðinu, jólablaðinu í ár. Jólin koma Auglýsendum er bent á að hafa samband við auglýsingadeild í síma 515 7515 til að panta auglýsingar eða senda póst á netfangið auglysingar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.