Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Ég, ráðherra Opið til 22:00 til jóla Nýtt kortatímabil Ég hef verið að hugsa hvernig bestverði að samræma ellilífeyri og höfundarlaun. Stöðug heilabrot hafa leitt mig að þeirri niðurstöðu að eina leiðin sé sú að verða forsætisráð- herra. ÉG ÆTLA á valdaferli mínum að stela örlítið frá höfundi stafrófsins og rita smásagnabækur til að undirbúa jarðveginn fyrir hömlulítil skrif á óskertum bótum. Þegar er kominn tit- ill á fyrstu smásögubókina sem ég ætla að lesa upp úr á Gráa kettinum. Hún mun heita Margir súrir dagar á sjómannaafslætti og vísar til ferils míns sem sjómanns þegar ég hafði milljónir af ríkinu. Ég verð í senn góð- ur og virðulegur forsætisráðherra og ætla að láta mér vaxa krullur að því marki sem kalblettir á höfði leyfa. Svo ætla ég að vera óspar á að berja ör- yrkja til hlýðni. Þeir hafa verið ofaldir í allsnægtaþjóðfélaginu líkt og at- vinnuleysingjar sem hafa fengið allt of marga daga greidda. Og bankastjór- ana ætla ég að tukta til eftir and- vökunætur í stjórnarráðinu. JARÐVEGURINN fyrir valdatöku mína hefur þegar verið undirbúinn. Fráfarandi forsætisráðherra hefur unnið gott starf á því sviði með aðstoð vina sinna á Alþingi. Þannig hefur hann tryggt að ég geti farið á eftirlaun 55 ára með 555 þúsund krónur á mán- uði. Þetta er fjármagnað með því að afnema sjómannaafslátt sem hefur verið misnotaður af mönnum sem fátt gera annað en að veiða fisk. Þá hefur fráfarandi forsætisráðherra fengið fé- laga sína til að skjóta inn í lög bráð- nauðsynlegu ákvæði um að ritstörf mín skerði ekki lífeyrisréttindin. Reyndar hefði mér fundist að þetta ákvæði hefði átt að vera bundið við þá ráðherra eina sem eru uppaldir á Vest- fjörðum eða fæddir á Selfossi í skjóli skammlífra afa. FRAMBOÐ mitt til forsætisráðherra verður að eiga sér stað hið bráðasta svo ég geti sest í helgan stein 55 ára. Þangað til eru aðeins fimm ár. Sem fé- lagi í Sjálfstæðisfélagi Árbæjarsóknar hef ég hugsað mér að hefja hina póli- tísku för mína á efsta tind. Ég ætla að byrja á því að bjóða mig fram til vara- formanns þar sem skýrt mun koma fram að ég verði formaður á þarnæsta tímabili. Á meðan ég bíð eftir því ætla ég að móta stefnu flokksins og sækja nokkur góð námskeið á Grænlandi. Eftir þrjú ár mun ég stökkva fullskap- aður á formannsstólinn. Þegar ég loka augunum sé ég fyrir mér þúsundir sjálfstæðismanna sem falla með and- köfum að fótum mér. Svo verð ég for- sætisráðherra í tvö ár. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.