Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 22

Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 22
22 13. desember 2003 LAUGARDAG Árlega koma upp vangaveltur um það hver sé „rétta útgáfan“ af Jólasveinar ganga um gólf. Eru þeir með gildan staf eða gylltan staf? Er kanna uppi á stól eða standa þeir uppi á hól og kanna? Hér að neðan gefur að líta grein eftir Gísla Sigurðsson, vísindamann á Árnastofnun þar sem hann rekur sögu þessa umdeilda kvæðis. Ein lítil jólasveinavísa Hin síðari ár hefur á hverjum jól-um orðið nokkur titringur í samfélaginu vegna lítillar jóla- sveinavísu sem sungin er með börn- um, nú síðast í grein Guðmundar Andra í Fréttablaðinu mánudaginn 8. desember. Sá titringur stafar af því að leiðrétt gerð vísunnar hefur komist í umferð og í leiðréttingar- anda íslenskrar málstefnu hafa mörg þeirra sem syngja með börn- um ekki kunnað við annað en að kyngja leiðréttingunni. Hin leið- rétta gerð hljóðar svo: Jólasveinar ganga um gátt með gildan lurk/staf í hendi. Móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi. Árni Björnsson vitnar til þessar- ar gerðar í Sögu daganna (bls. 343) og segir þar að hún þekkist enn á Norðurlandi. Ekki hefur tekist að staðfesta útbreiðslu hennar í munn- legri geymd (nema á allra síðustu árum) og því er líklegra að hér sé um að ræða leiðréttingu eins manns sem hefur komið vísunni í umferð með almennri og óljósri tilvísun um uppruna hennar. Ástæða þessarar leiðréttingar er væntanlega sú að þeim sem svo orti hefur þótt sem hin gamla þjóðvísa félli ekki að til- teknum reglum um bragfræði – auk þess sem efasemdir hafa verið um að íslenskir jólasveinar gætu hafa átt þann gyllta staf sem margir kannast við úr sumum eldri gerðum vísunnar. Árni tekur undir þetta al- menna sjónarmið því hann segir um þessa leiðréttingu að hún sé „mun sannferðugri bæði að efni og kveð- andi“. Nokkur atriði úr varðveislu- sögu vísunnar Almennt gildir sú regla að þjóð- vísur í munnlegri geymd eru breyti- legar en í fræðunum var hins vegar um skeið uppi sú hugmynd að hægt væri að leiðrétta varðveittar gerðir þjóðvísna og komast þannig að ein- hverju sem kalla mætti rétta frum- gerð þeirra. Það viðhorf að hægt sé að leiðrétta hefðina er nú mjög á undanhaldi og áhugi manna beinist fremur að því hvernig vísurnar hafi verið í raun og veru, það er á manna vörum, en ekki hvernig einhverjir fræðimenn gætu hugsað sér að vís- urnar ættu að vera. Almenningi, sem á þessa vísu og hefur fullan rétt til að halda áfram að fara með hana eins og hver og einn lærði hana í æsku við móður- og föðurkné, skal því bent hér á nokkur atriði úr varðveislusögu vís- unnar. Fyrst er vitað um að séra Jón Eyjólfsson (1814-1869) á Stað í Aðal- vík hafi skráð vísuna eftir konu sinni Sigríði Oddsdóttur (1818-1894) þegar hún var 32 ára: Jólasveinar ganga um gólf og hafa staf í hendi. Móðir þeirra sópar gólf og strýkir þá með vendi. Skarpan hafa þeir skólann undir hendi. Í Safni til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju frá árinu 1891 vitnar síra Helgi Sigurðsson til þessarar vísu sem gamallar vísu og hefur hana svona: Jólasveinar ganga um gólf, hafa staf í hendi; móðir þeirra sópar gólf og hýðir þá með vendi. Vísuna hefur hann sem dæmi um þann brag sem hann kallar: „Fer- skeytt, ljóðstafavant (nema í 1. vísuorði)“. Helgi hefur jafnframt orð á því að sá rímgalli sé á vísunni að gólf sé „ekki að eins samyrt, heldur og sömu merkingar í sam- rímuninni. Og er slíkt ekki rétt, þótt það finnist stöku sinnum í betri ljóðum en þessum.“ (71-72) Hvernig stafurinn varð „gylltur“ Í Íslenzkum þulum og þjóð- kvæðum sem Ólafur Davíðsson gaf út 1898-1903 sem 4. bindi af Ís- lenzkum gátum, skemtunum, viki- vökum og þulum, vitnar hann til þessarar vísu og styðst þar við uppskrift séra Jóns í Aðalvík og út- gáfu Helga en „lagar“ vísuna ögn til, umfram þessar heimildir, án nánari skýringa en lesandi getur ímyndað sér að hann sé að bæta inn höfuðstaf í 2. vísuorði (jafnvel þótt Helgi hafi einmitt haft vísuna til marks um það sem hann kallar „ljóðstafavant“): Jólasveinar gánga um gólf með gyltan staf í hendi. Móðir þeirra sópar gólf og strýkir þá með vendi. Skarpan hafa þeir skólann undir hendi. Sá hluti umræðunnar sem snýst um það hvort stafur jólasveinanna geti verið „gylltur“ snýst því um þessa leið- réttingu Ólafs Davíðssonar. Engin dæmi um „gildan“ staf Í segulbandasafni Árnastofn ar eru tæplega 20 dæmi um þe vísu víða að af landinu, frá körl og konum sem fædd eru allt aftu miðja 19. öld og voru tekin upp og 8. áratug 20. aldar. Flestir he ildarmenn og -konur hafa vís með örlitlum blæbrigðum sem s ast um það hvort mamman „flen „hýði“, „siði“ eða „strýki“ strák sína og hvort jólasveinarnir h „gylltan“ staf eða ekki (8 h „gylltan“ staf, hin segja ým „hafa“ eða „bera staf í hendi“). E um dettur í hug að jólasveinar hafi haft „gildan“ staf og kveðsk urinn sem Árni Björnsson vitna frá Norðurlandi hefur hvergi hey meðal þeirra mörgu heimild manna sem hafa deilt þekkin sinni með söfnurum Árnastofnu Engin rök eru þannig fyrir því telja vísuna „Jólasveinar ganga gátt ...“ á nokkurn hátt „sannfe ugri“, „upprunalegri“ eða „rétta en hinar varðveittu gerðir. Kannan hefur alltaf verið á stólnum Á síðustu árum hefur svo tíðk í almennum söng, eins og Á Björnsson bendir á, að bæta ö erindi við þessa vísu: Uppá stól stendur mín kanna; níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. Eins og í hinni vísunni eru fjölmörg afbrigði af vísu um þe könnu og rekja þau sig til Fære og Noregs eins og lesa má um Jóni Samsonarsyni í bókinni Kv og dansleikir frá 1964. Af því er er önnur saga og löng sem g ekki annað en að staðfesta að ka an og stóllinn eiga samleið hver svo sem sú samleið verður ský Tilraun manna til að leiðrétta vísu með því að príla upp á hól kanna (“Uppá hól stend ég kanna“) byggist ekki á varðveitt gerðum og afbrigðum þessa vísu. Menn geta svo átt það við s fa sig og sína samvisku hvort þ finnist við hæfi að betrumbæta forn og alþýðleg kvæði án þess hafa nokkuð annað fyrir sér en tíma reglufestu og skynsem sem á sér enga stoð í þ gömlu og góðu gerð þessa kveðskapar s kynslóðirnar h skilað til okkar. ■ BetweenSheets for men JÓLASVEINN MEÐ NIKKU Ef fólkið syngur „með gildan staf í hendi“ undir tónum jólasveinsins, þá verður það að eiga það við sjálft sig. Engin söguleg rök eru fyrir því að það sé rétt- ara. GÍSLI SIGURÐSSON Gísli, höfundur greinarinnar, leitaði fanga í segulbandasafni Árnastofnunar. Hann bendir á að tilburðir manna til þess að „leiðrétta“ hina gömlu vísu um jólasvein- ana séu ástæðulausir. Að stafurinn sé gild- ur og að jólasveinarnir standi uppi á hól eigi sér enga stoð í sögu vísunnar. Hvernig á að syngja Jólasveinar ganga um gólf? HÖFUNDUR, GÍSLI SIGURÐ VILL ÞAKKA AÐAL GUÐMUNDSDÓTTUR OG ÞORSTEINSDÓTTUR AÐTSOÐ VIÐ AÐFÖN ÞESSARAR GR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.