Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 13. desember 2003 Flóðgáttin í búðum Korn-mannahefur víkkað og komin er ný plata. Sem fyrr er fyrirheitið að nýja platan sé „sú þyngsta“ hingað til, hvað sem það nú þýðir. Ef fyrirheitið um aukin þyngsli átti að þýða að platan innihaldi meiri hávaða eða kraft en áður, þá er það ekki tilfellið. Korn virðist hafa fullmótað sinn hljóm og eru byrjaðir að staðna. Slæmt í ljósi þess að nú-metal-tónninn er að verða mjög lúinn. Korn hefði átt að leyfa sér að leita á ný mið og kæra sig kollótta um álit flösuþeytar- anna. Ef fyrirheitið um aukin þyngsli átti að þýða að lögin séu minna gríp- andi, þá stenst það vel. Við fyrstu hlustun átti ég mjög erfitt með mig. Frekar undarlegt miðað við að ég hef verið mjög hrifinn af fyrri verkum. Svo reyndar vinnur platan á við hverja hlustun. Það er að segja fyrri hlutinn, því bestu lögunum er skellt fremst og afgangslögin látin fylla upp í tímarammann. Ekki slæmt, en bara ekki nógu gott heldur. Kannski hefðu Korn- menn átt að bíða aðeins lengur og opna sig fyrir nýjum áhrifum. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist KORN Take a Look in the Mirror. Enn eitt kornið Fimm ungmenni, þrír strákarog tvær föngulegar gellur, fara út í skóg til að fagna skóla- lokum og koma sér fyrir í kofa þar sem þau ætla að sukka í viku. Sælan verður þó skammvinn þar sem eitt þeirra veikist heiftar- lega, byrjar að hósta blóði og missa húðina með tilheyrandi subbuskap. Þetta hljómar svo sem ekkert merkilegra en meðalunglinga- hrollur en Cabin Fever stendur slíkum myndum miklu framar enda óvenjuvel skrifuð, sneisafull af fyndnum samtölum. mátulega sjúkum húmor og góðum slatta af viðbjóði. Þetta er sem sagt ekta hryllingsmynd af gamla skólan- um enda sækir leikstjórinn Eli Roth innblástur til Evil Dead, Texas Chainsaw Massacre, The Thing og húðsjúkdóms sem hann fékk á Selfossi fyrir áratug, eins og frægt er orðið. Eli hefur dásamlega tilfinn- ingu fyrir byggingu hryllings- mynda og það er langt síðan að það hefur tekist jafnvel að blanda saman gríni og viðbjóði í mynd af þessu tagi. Þá er Eli mjög meðvit- aður um mikilvægi nektar og kyn- lífs í unglingahrollvekjum og not- ar þau góðu meðul vel. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir CABIN FEVER Leikstjóri: Eli Roth. Aðalhlutverk: Rider Strong, Jordan Ladd, Joey Kern. Drepfyndinn hrollur 8 (44)unga fólkið 12.12.2003 18:46 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.