Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 56
52 13. desember 2003 LAUGARDAG
SPENNA
Stuðningsmaður japanska U-20 landsliðs-
ins fylgist með leik þess gegn Brasilíu-
mönnum á heimsmeistaramótinu sem
fram fer í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum.
Stuðningur
Enska úrvalsdeildin:
Manchesterslagur
FÓTBOLTI Sextánda umferð ensku úr-
valsdeildarinnar fer fram um helg-
ina. Hæst ber 129. deildarleik
Manchesterfélaganna á Old Traf-
ford. Manchester City hafði betur í
viðureignum sínum við United í
fyrra, vann 3-1 á Maine Road og
gerði 1-1 jafntefli á Old Trafford.
City hefur hins vegar ekki unnið
United á útivelli frá árinu 1974,
þegar Denis Law skoraði með hæl-
spyrnu og sendi United úr efstu
deild. Roy Keane og Tim Howard
koma inn í byrjunarliðið að nýju hjá
United og góðar líkur eru á því að
David Seaman verði orðinn góður af
meiðslum og leiki í marki City í dag.
Bið Bolton Wanderers eftir sigri
á Stamford Bridge er litlu styttri en
bið Manchester City eftir sigri á
Old Trafford. Bolton vann Chelsea
síðast á útivelli í desember 1975 en
þá léku félögin í næstefstu deild.
Chelsea hefur unnið alla heimaleik-
ina níu síðan þá, síðast 1-0 í fyrra
með marki Carlton Cole.
Chelsea hefur 36 stig eftir 15 um-
ferðir og hefur aldrei áður haft jafn
mörg stig á þessu stigi mótsins.
Fyrra félagsmet var 28 stig. Hernan
Crespo leikur líklega með Chelsea að
nýju eftir meiðsli en hann missti af
leiknum gegn Besiktas í Meistara-
deildinni. ■
Real leikur
við Bayern
Tvö af sigursælustu félögum evrópskrar knat
spyrnu mætast í sextán liða úrslitum Meistar
deildarinnar.
FÓTBOLTI Leikur nífaldra Evrópu-
meistara Real Madrid og fjórfaldra
meistara Bayern München verður
stórleikur sextán liða úrslita Meist-
aradeildarinnar. Chelsea og Stutt-
gart, topplið ensku og þýsku deild-
anna, drógust saman, Arsenal leik-
ur gegn Celta Vigo og Manchester
United gegn Porto.
Bayern München og Real Ma-
drid hafa sjö sinnum mæst í keppni
meistaraliða og hefur Bayern fjór-
um sinnum haft betur en Real
þrisvar. Bæjarar hafa sigrað í öllum
sjö heimaleikjum sínum og tvisvar í
Madríd. Árangur Real í útileikjum
gegn þýskum félögum er heldur
ekki burðugur því Madrídíngar
hafa aðeins unnið einn leik af sext-
án og markatala þeirra er 15-42.
Bayern sigraði 3-1 samanlagt í
fyrstu viðureigninni vorið 1976 og
einnig í þeirri næstu vorið 1987. Fé-
lögin léku fjórum sinnum leiktíðina
1999 til 2000. Í riðlakeppninni vann
Bayern 4-2 í Madríd og 4-1 heima en
Real svaraði fyrir sig í undanúr
um og vann 3-2 samanlagt.
Chelsea mæti Stuttgart í an
sinn í sögu Evrópukeppnanna.
lögin léku til úrslita í Evrópukep
bikarhafa árið 1998 og sigr
Chelsea 1-0 með marki Gianfra
Zola. Enginn leikmanna meist
Chelsea leikur enn með félaginu
Zvonimir Zoldo er einn eftir
tapliði Stuttgart.
Arsenal sigraði í sínum riðli m
glæsilegum endaspretti og mæ
Celta Vigo í 16 liða úrslitum. Ára
ur Celta í Meistaradeildinni er í
gjörri mótsögn við gengi félags
heima fyrir því Celta er í fjó
neðsta sæti spænsku deildarinna
Manchester United he
tvisvar áður leikið gegn Porto.
lögin léku í átta liða úrslitum Me
aradeildarinnar veturinn 1996-97
vann United 4-0 á Old Trafford
leiknum í Porto lauk með mar
lausu jafntefli. David May, E
Cantona, Ryan Giggs og Andr
Cole skoruðu mörk United. Po
vann United 6-5 samanlagt í 16
úrslitum Evrópukeppni bikarh
árið 1977. Duda skoraði þrennu í
sigri Porto á heimavelli en 5-2 si
United á Old Trafford du
skammt. ■
LEIKIR DAGSINS
Chelsea - Bolton
Leicester - Birmingham
Liverpool - Southampton
Man. United - Man. City
Middlesbrough - Charlton
Newcastle - Tottenham
Portsmouth - Everton
Leikir sunnudagsins:
Arsenal - Blackburn
Aston Villa - Wolves
Leeds - Fulham
STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI
Chelsea 15 11 3 1 29:10 3
Arsenal 15 10 5 0 29:11 3
Man. United 15 11 1 3 29:9 3
Fulham 15 7 4 4 26:19 2
Liverpool 15 6 4 5 22:16 2
Charlton 15 6 4 5 22:20 2
Newcastle 15 5 6 4 21:20 2
Southampton 15 5 5 5 13:11 2
Birmingham 15 5 5 5 12:18 2
Man. City 15 5 4 6 22:19
Middlesbrough 15 5 4 6 12:15
Tottenham 15 5 3 7 18:20
Bolton 15 4 6 5 14:21
Blackburn 15 5 2 8 23:24
Leicester 15 4 4 7 23:23
Portsmouth 15 4 4 7 17:20
Everton 15 3 5 7 15:19
Aston Villa 15 3 5 7 11:21
Leeds 15 3 3 9 13:34
Wolves 15 2 5 8 11:32
NICOLAS ANELKA
Skoraði í 3-1 sigri City á United í fyrra.
BAYERN MÜNCHEN
Roy Makaay skoraði fimm af sex mörkum
Bayern München í riðlakeppninni
Meistaradeildarinnar. Bayern leikur við
nífalda Evrópumeistara Real Madrid í
sextán liða úrslitunum.
LEIKIR Í SEXTÁN LIÐA ÚRSLITUM
Stuttgart - Chelsea
Porto - Manchester United
Real Sociedad - Olympique Lyonnais
Celta de Vigo - Arsenal
Bayern München - Real Madrid
Sparta Praha - AC Milan
Deportivo La Coruña - Juventus
Lokomotiv Moskva - Monaco
Fyrri leikir sextán liða úrslitanna far
fram 24. og 25. febrúar og þeir sein
9. og 10. mars.
VIÐUREIGNIR BAYERN OG
REAL Í EVRÓPUKEPPNUM
Bayern - Real 7 7 0 0 19-7
Real - Bayern 7 4 1 2 10-6