Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 12
Má vera að forystu stjórnarand-stæðinga þyki svo mikils virði
að losna við Davíð Oddsson að þeir
hafi verið reiðubúnir að forna
flestu, ef ekki öllu, til að losna við
hann úr stjórnmálunum? Frum-
varpið umdeilda um rífleg laun til
Davíðs eftir að hann lætur af emb-
ætti er á skjön við umræðu síðustu
daga.
Davíð fór fremst vegna samn-
inga stjórnenda Búnaðarbankans,
varð alþýðuhetja dagspart. Banka-
menn bökkuðu og þjóðinni létti.
Rykið var ekki sest þegar frum-
varpið skall á. Einn flutningsmann-
anna, Sigurjón Þórðarson, upplýsti
strax að hann vissi ekki svo mikið
um frumvarpið sem hann er flutn-
ingsmaður að. Sagðist varla hafa
séð það þegar hann skrifað upp á.
Sigurjón er nýliði og það má vel
vera ástæða þess að hann skrifaði
upp á frumvarpið án þess að vita
svo mikið um innihaldið eða hvað
það myndi kosta almannasjóði.
Reyndar er nýliðinn Sigurjón ekki
einn um það. Halldór Blöndal, sá
þingvani maður, er fyrsti flutnings-
maður. Hann veit ekki hvaða út-
gjöld frumvarpið kallar á. Flutti
það samt. Davíð Oddsson vissi það
ekki heldur og ekki Pétur Blöndal.
Samt styðja þeir frumvarpið að
sjálfsögðu. Davíð segir það ekki til
siðs að kostnaðarreikna þing-
mannafrumvörp og hana nú. Pétur
Blöndal, sem hefur reiknað hvað
hver öryrki kostar hvern vinnandi
mann, hefur ekki reiknað kostnað
af frumvarpinu. Hann styður það
samt. Pétur gerir meira. Hann er
ekki lengur þeirrar skoðunar að
ekki sé rétt að borga fólki fyrir að
hætta að vinna. Það eigi að borga
fólki fyrir að vinna. Hann var, þar
til frumvarpið var lagt fram, á
móti starfsloksamningum. Hann er
með núna. Pétur segist ekki vita
hvað frumvarpið muni kosta al-
mannasjóði, en getur trúað að sjóð-
irnir græði á öllu saman.
Össur Skarphéðinsson, Stein-
grímur J. Sigfússon og Guðjón
Arnar Kristjánsson samþykktu
starfslokasamninginn. Þeim var
boðið að hækka verulega í launum.
Hvorutveggja færi saman fyrir
þingið, eftirlaunin fyrir Davíð og
Tómas Inga Olrich og launahækk-
unin til þremenninganna. F
mennirnir þrír samþykktu. Þ
gerðu ekki einu sinni athugase
við að laun sem fást „af ritstörf
eða annarri listrænni starfse
dragist ekki frá ríflegum eftirla
um.
Svör verða að fást við því hv
vegna formennirnir þrír sa
þykktu frumvarpið, frumvarp s
nú er upplýst að Davíð Odds
kynnti, allavega fyrir einum
mannanna. Var það vegna þess
frumvarpinu er gert ráð fyrir
legri hækkun til handa þeim þre
ur, eða hefðu þeir skrifað up
hvað sem var til að losna við Da
Jafnvel hækka starfslokasamn
hans í himinhæðir. ■
Eitt stærsta verkefnið sem aðstjórnvöldum snýr á næstu
árum er að bæta þjónustu við íbúa
og atvinnulíf án þess að auka
kostnað. Sinna vaxandi kröfum um
málshraða, stuðning og þjónustu
án þess að hækka skatta. Lykillinn
að þessu er að nýta kosti nýrrar
tækni við upplýsingamiðlun og
málsmeðferð, læra af umbóta-
verkefnum í opinberri þjónustu
hvar sem fyrirmyndarverkefni er
að finna og síðast
en ekki síst að forð-
ast kreddur og hjól-
för gamla tímans.
Í nýrri þjón-
ustukönnun sem
unnin var fyrir
Reykjavíkurborg
kemur fram að níu
af hverjum tíu
R e y k v í k i n g u m
telja mikilvægt að geta fyllt út um-
sóknareyðublöð borgarinnar á
Netinu, níu af hverjum tíu segja
það skipta máli að hægt sé að
hringja í eitt símanúmer og fá upp-
lýsingar um þá þjónustu sem í boði
er. Hvoru tveggja hefur verið í
undirbúningi á vettvangi Reykja-
víkurborgar undanfarin misseri.
Hvoru tveggja á að geta leitt til
betri þjónustu fyrir minna fé.
Allt á einum stað
Þriðja atriðið sem skiptir ekki
minnstu máli er að opna Reykvík-
ingum aðgang að þjónustu borgar-
innar eins nærri þeirra heimavelli
og kostur er. Ekki á lengur að
þurfa að rekast á milli staða og
stofnana heldur á að vera hægt að
nálgast allt á einum stað. Og helst
í einni heimsókn. Tillögur um að
stofna þjónustumiðstöðvar í
hverfum til að mæta þessu eru í
undirbúningi.
Á þjónustumiðstöð ættu íbúar
að geta leitað með öll erindi, feng-
ið upplýsingar og leiðbeiningar
auk þess að sækja þjónustu og
ráðgjöf sem lýtur að daglegu lífi.
Ákvarðana um þjónstumiðstöðvar
er að vænta eftir áramótin. Þegar
liggur þó fyrir að stofnun þeirra
nýtur stuðnings níu af hverjum
tíu Reykvíkinga.
Með slíkri endurskipulagningu
vilja borgaryfirvöld einnig verða
betri samstarfsaðili lögreglu og
ýmissa þjónustustofnana ríkisins
sem ættu raunar einnig að geta
veitt þjónustu sína í gegnum
hverfamiðstöðvar borgarinnar.
Reynslan af tilraunaverkefnum í
þeim efnum, eins og Miðgarður í
Grafarvogi er dæmi um, hafa
ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi
er viðbragðstími styttri. Hvergi
finnst íbúum þeir öruggari.
Síðast en ekki síst getur endur-
skipulagning þjónustu í hverfum
eflt samstarf við fjölskyldur og
frjáls félagasamtök. Þetta er gríð-
arlega mikilvægt því sá félags-
auður sem í samtökum íbúa felst
hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif
á árangur velferðarþjónustu en
flest annað. Skipulag þjónustunn-
ar verður því að styðja við hverf-
in. Í því er framtíðin falin. Nýja
Reykjavík á að tryggja greiðan
aðgang að upplýsingum og íbúa-
lýðræði, netlausnir og nær-
þjónustu. ■
Mál manna
SIGURJÓN M. EGILSS
■ skrifar um eftirlaunam
12 13. desember 2003 LAUGARDAG
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Nú fór sem mig grunaði ígrein fyrir rúmum tveimur
árum í DV, að í súlnahöllum
hlyti að fara þannig að hórurnar
hefðu ekkert upp úr krafsinu.
Fyrir þær sakir sæju þær sér
leik á borði, færu úr basli við
karlmenn í Kvennaathvarfið,
kölluðu á alþingiskonur eins og
guð sér til hjálpar, fengju fram-
færslu frá ríkinu og enduðu í
heiðurslaunaflokki listamanna
sem fulltrúar listdans á Íslandi.
Það þarf enga Jónu góðu til
að sjá að ef karlmaður kemur
fram vilja sínum við veikasta
blettinn á konu í kjöltudansi
þarf hún áfallahjálp og losnar
frá súlu Jóa sterka.
Útsjónarsöm manneskja veit
upp á sína tíu fingur að fái hún
áfallahjálp, verður stutt í lækn-
ishjálp, heimilishjálp og aðrar
bætur sem samfélagið veitir af
samúð með bágstöddum. Það
þarf tæknikunnáttu til að kom-
ast inn á gafl í kerfinu.
Ríkið skylt að skaffa
Þótt ríkið sé hvorugkyns,
málfræðilega séð, er það með
vissum hætti karlkyns í hlut-
verki eiginmanns sem er skylt
að skaffa. Margir vita þetta og
bíða aðgerðarlausir fram eftir
öllum aldri vol-
andi eins og
hlandblautt barn í
vöggu eftir að rík-
ið bjargi þeim úr
bosinu.
Einu gildir þótt
hingað komi frá
útlöndum fjör-
miklar stúlkur
með búkinn í lagi,
einkum lærin,
sem þær krækja
um súlur og
sveigja bakið aftur en bringuna
móti himni við að sprauta mjólk
úr geir-vörtum í munninn á al-
mættinu, fyrr eða síðar bíður
þeirra sama basl og hjá bakveik-
um landsmönnum.
Baslið liggur á okkur eins og
mara. Halda mætti að það væri
einkenni sálarlífsins eða þjóðar-
íþrótt. Einu gildir þótt mok
sé hjá bátunum, Kaninn h
verið hér gjöfull í heimsstyrj
og á friðartímum, íslen
lambakjöt fylli sérverslani
New York og álver rísi á hve
skagatá, ekkert lát er á baslin
Þrálátt basl
Þótt stór hluti þjóðarinnar
orðinn svo menntaður að ha
geti unnið með glans úr síðu
skoðanakönnun Gallups,
minnihluti þjóðarinnar v
hvernig eigi að koma upp tæ
um til að vara okkur við ja
skjálftum og afleiðingum go
þá heldur baslið áfram. Og þ
flestar konur séu komnar ú
vinnumarkaðinn, lætur bas
ekki buga sig þegar heim
komið. Sjómennska er e
starfsgreinin sem er aðe
stunduð af Íslendingum og al
lagi með það. Hitt er verra
enginn ærlegur maður fæst
að vinna við fisk í landi nema
lendingar og því heldur ba
áfram hjá innfæddum.
Eina góða í þessu er það
fyrst ræsting á sjúkrahúsum
opinberum stöðum hefur len
höndum útlendra kvenna,
aftur nota orðið skúringako
sem var bannað meðan innle
stórmenni þvoðu gólf s
ræstitæknar. En baslið held
engu að síður áfram.
Sannið til, þótt reist verði
ver á hverju landshorni, held
baslið áfram bæði í Reykja
og á landsbyggðinni.
Einu staðirnir sem hafa lo
að við rótgróna baslið eru ba
arnir. Áður voru þeir ríkise
og áttu í stöðugu basli. Nú h
þeir verið einkavæddir og ka
í gróða.
Baslið einkavætt
Hvaða hagfræðilegu nið
stöðu er hægt að draga af þe
ari gæfuríku þróun frá basli
svo bjargálna banka að þeir b
sig undir landvinninga í Ír
þrátt fyrir ótryggt ástand þar
óstöðugleika krónunnar hér?
Svarið er þetta: Við þurf
að fá sérfræðinga frá Lond
sem finna hagkvæm ráð til
losa þjóðina við þráláta bas
einkavæða það og láta íslen
hugvit koma því á Evró
bandalagið með Össur s
burðardýr. En keyrið á g
kálfinn verður auðvitað að v
í höndum Sólrúnar. ■
Atvinnu-
leysisbætur
Kristbjörn Árnason skrifar:
Mikil umræða um að núver-andi félagsmálaráðherra
Árni Magnússon hafi ætlað að
fella niður fyrstu þrjá dagana á
atvinnuleysisbótum hefur farið
fram á síðum blaðsins. Ég skil
ekki grundvöllinn fyrir slíkri um-
ræðu og engan veginn viðbrögð
verkalýðshreyfingarinnar.
Á sjötta áratugnum barðist
verkamannafélagið Dagsbrún
fyrir því að stofnaður yrði at-
vinnuleysistryggingasjóður. Árið
1955 náði félagið, ef mig misminn-
ir ekki, þeim einstæða árangri að
félagar Dagsbrúnar greiddu sem
samsvarar 1% af öllum launum
sínum í þennan sjóð. Atvinnurek-
endur tóku að sér að reikna þetta
út og stóðu skil á greiðslum í sjóð-
inn. Eitt allra mikilvægasta í sam-
bandi við þennan samning var að
fjárhæðin var hluti af umsömdum
launum verkamannanna en ekki
framlag atvinnurekenda. Þetta
var auðvitað grundvallaratriði.
Síðan fylgdu a.m.k. öll almennu
stéttarfélögin á eftir og gerðust
aðilar að sjóðnum.
Þessi samningur Dagsbrúnar
er ein fegursta rósin í allri sögu
íslenskrar verkalýðshreyfingar.
Þess vegna skil ég ekki hvernig
einn lítill ráðherra getur tekið
laun fólks sem það á í þessum
sjóði og ráðstafað með öðrum
hætti en samtök launafólks ákveð-
ur. Eða er e.t.v. búið að afnema
þennan samning? Hafa launþegar
einhvern tíma hætt að greiða í
þennan sjóð og fengið launahækk-
un í staðinn?
Þessar spurningar brenna á
mér einföldum manninum. Mér
finnst einhver skulda mér svör.
Ég hef ófá sporin farið fyrir
verkalýðshreyfinguna og finnst
einhver skulda mér svör við þess-
um ofureinföldum spurningum.
Þá vona ég að blaðið leiti svara. ■
Einkavæðið
baslið
■ Bréf til blaðsins
Allt til vinnandi
R A F T Æ K J A V E R S L U N
HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090
Matvinnsluvél
m/blandara
Verð 13.900,-kr
Um daginnog veginn
GUÐBERGUR
BERGSSON
■
skrifar um basl og
einkavæðingu
Skoðundagsins
DAGUR B.
EGGERTSSON
■
skrifar um bætta
þjónustu við
Reykvíkinga.
REYKJAVÍK
„Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnir
og nærþjónstu.“
Netlausnir og
nærþjónusta
■
Hugmynd Pét-
urs er því hug-
mynd um eins-
konar al-ríki.
Eini eðlilegi far-
vegur allra
mála er innan
ríkiskerfsins.
■
Við þurfum að
fá sérfræðinga
frá London sem
finna hagkvæm
ráð til að losa
þjóðina við þrá-
láta baslið,
einkavæða það
og láta íslenskt
hugvit koma
því á Evrópu-
bandalagið...