Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 40

Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 40
Það er rangt að Lax-á sé valdurað verðsprengingum á veiði- leyfum hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, eins og formaður félagsins sagði á aðalfundinum og eins sagt var frá í veiðiþættinum hér í blaðinu,“ sagði Árni Baldurs- son hjá Lax-á í viðtali við Frétta- blaðið. En Árni Baldursson og Lax-á var oftast nefnt á nafn á að- alfundi Stangveiðifélags, sem haldin var fyrir skömmu. „Þvert á móti er Lax-á að vinna með mörg- um stangveiðifélögum sem ávallt leiðir til verðlækkunar til félags- manna og það að við höfum verið með einhverjar sprengjur, sem hækka veiðileyfin, er alls ekki rétt.“ Geturðu komið með einhverjar staðreynir sem styðja þetta Árni, að þið séuð ekki valdir að hækk- unum hjá SVFR, eins og haldið hefur verið fram? „Já eftirfarandi stað- reyndir tala alveg sínu máli og meira en það. SVFR fékk Svartá í frjál- su útboði og hækkar þar veiðileyfi um 40% frá síðasta samningstímabili. Það er útilokað að kenna okkur um þessa hækkun. SVFR hækkar Skógá um 100% en Lax-á hefur aldrei boðið í eða verið með ána á leigu. Útilokað er að tengja þessa hækk- un við Lax-á. SVFR hækk- ar veiðileyfi í Stóru Laxá í Hreppum. Þegar Lax-á bauð í hana, þá var SVFR ekki með ána á leigu heldur seldi í umboðssölu fyrir landeigendur, og öllum því frjálst að sýna áhuga á því að taka ána á leigu. SVFR hækkar veiði- leyfi í Hítará, Lax-á gerði ekki til- boð í ána fyrir sumarið 2004 en sendi inn tilboð fyrir sumarið 2005 - enda átti áin þá að vera laus. SVFR kom þá í veg fyrir að áin færi í útboð með því að sprengja upp leiguverðið og þjófstartar nú með fyrirfram hækkunum fyrir sumarið 2004.“ Rekið eins og einkafyrirtæki Eru þið ekki bara í fýlu, SVFR þarf ekki að borga skatta en eru að fara inn á ykkar markað meira til að selja erlendum veiðimönn- um veiðileyfi? „Stjórn SVFR hefur undanfarið leyft sér að reka félagið eins og einkafyrirtæki og boðið í vatnasvæði hærra en öll félög og fyrirtæki í landinu sem eru í veiði- leyfasölu. SVFR eru fé- lagasamtök og hafa notið þeirra forréttinda að þurfa ekki að greiða skatta af starfseminni. Það er ótrúlegt að stjórn- in skuli leyfa sér að mis- nota þessa aðstöðu svo og félagsgjöldin til að sprengja upp verð í út- boðum sem félagsmenn þurfa svo að borga fyrir.“ Þið eruð að koma með ykkar verðskrá og er lækkun á veiði- leyfum eitthvað þar í kortunum? „Við gefum út verðskrá í janú- ar nk. og í mörgum tilfellum lækka veiðileyfin frá síðasta ári. Til að mynda með kjölfestuárnar, þá hefur Blanda lækkað í verði en Miðfjarðará, Laxá á Ásum og fleiri ár hafa staðið í stað frá síð- asta ári. Sumar ár hafa einnig hækkað verulega í verði, til dæm- is Langadalsá. Sú hækkun stafar m.a. af mikilli veiði sl. ár og þar af leiðandi aukinni samkeppni í leigutöku, t.d. hrinti SVFR af stað ferli sem leiddi síðan til 50% hækkunar á leiguverði. Lax-á hef- ur líka tekið mörg ný svæði á leigu sem kynnt verða í verðskrá sem kemur út í janúar, á mjög sanngjörnum verðum.“ 1500 erlendir veiðimenn á vegum Lax-á Eru þið ekki bara að lækka veiðileyfin vegna slapprar veiði? „Nei, alls ekki, veiðin í Blöndu var ekki léleg en við verðlögðum hana aðeins of hátt á síðasta ári. Í Miðfjarðará hættum við maðka- veiðinni 15. júlí og slepptum þar með alveg maðkaopnun sem yfir- leitt hefur gefið 1-200 fiska í við- bót, ef veiðimenn hefðu fengið að beita maðki eins og áður þá hefði Miðfjörðurinn staðið undir vænt- ingum. Það myndast ávallt biðlisti í Ásana og aðrar ár hafa allar ver- ið upp á við hjá okkur sl. ár.“ Hvað koma margir veiðimenn á ári á ykkar vegum? „Lax-á er ferðaskrifstofa með 10 starfsmenn allt árið um kring sem sérhæfir sig í skipulagningu veiðiferða innanlands og utan. Á vegum Lax-á komu yfir 1.500 er- lendir veiðimenn til Íslands sl. ár. Tekjurnar af þeim skila óteljandi störfum víða um allt land og gerir okkur kleift að fara í alls konar framkvæmdir til verndar og upp- byggingar á laxastofninum.“ ■ 36 13. desember 2003 LAUGARDAG Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. ■ Maður að mínu skapi Sú fyrsta sem kemur upp í hug-ann þegar ég er spurður þess- arar spurningar þá er það hversu látlaus og yndisleg hún Björk Guðmundsdóttir er,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistar- inn mikli á Þremur Frökkum, um þann mann sem er honum að skapi. Nú er tími Úlfars, aðventan, og hann segir menn byrjaða í sköt- unni alveg á fullu. Fjöldi frægra gesta hafa komið til Úlfars í gegnum tíðina en fáir hafa heillað hann líkt og Björk. „Hún stendur sannarlega undir væntingum. Svo er hún svo mikill Íslendingur í sér að það hálfa væri nóg. Og það er til eftir- breytni,“ segir Úlfar. Matreiðslumeistarinn hefur ekkert lagt sig sérstaklega eftir verkum Bjarkar, hefur notið þeir- ra líkt og aðrir í gegnum fjölmiðla en það er einkum hlédrægnin sem hann virðir við Björk. „Ef a sem eru nú þekktir og sæmil loðnir um lófana gætu látið þ nig að vera ekki með nefið up loftið þá væri þetta betri heim Nei, ég hef ekki kafað neitt s staklega ofan í verk hennar hún heillaði mig algerlega upp skónum þegar hún var með græ lenska kórinn sinn. Hún stöðugt að brjóta blað og þa kemur hún, Íslendingurinn, al einu Grænlandi á kortið eins ekkert sé.“ Úlfar skýtur sannarlega e loku fyrir að Björk hafi á einn annan hátt breytt lífi sínu. „J raun og veru. Ég hef breytt m þá átt, í það minnsta reynt það líta ekki niður á annað fólk. Ég á fólk, sem ég er að lifa me þessari jörðu, sem mína jafning Ekkert finnst mér óþægilegra fólk sem stillir sér á stall hreykir sér.“ ■ Veiðifélagið Lax-á svarar óréttmætri gagnrýni frá formanni Stangveiðifélags Reykjavíkur: Lax-á svarar fyrir sig ÁRNI BALDURSSON Hafnar því að veiði- félagið Lax-á hafi sprengt upp verðið á veiðileyfum. Björk heillar Úlfar matreiðslumeistara upp úr skónum Björk til eftirbreytni BJÖRK Það rignir nú ekki upp í nefið á henni Björk að mati Úlfars - og það er eiginleiki sem hann metur umfram aðra. ÚLFAR EYSTEINSSON Meðal annars vegna Bjarkar leggur Ú sig í framkróka um að líta á samferða menn sína sem jafningja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.