Fréttablaðið - 14.12.2003, Síða 2
2 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
„ESB er alltaf í hönk en menn
finna alltaf lausn.“
Eiríkur Bergmann Einarsson er í stjórn
Evrópusamtakanna. Þau hafa það að markmiði að
Ísland verði aðili að ESB. Viðræður um
stjórnarskrá ESB fóru út um þúfur um helgina.
Spurningdagsins
Eiríkur, er þetta ESB komið í ein-
hverja hönk?
Föst skot á Frjálslynda
og Samfylkinguna
Meirihluti allsherjarnefndar var sakaður um léleg vinnubrögð við eftirlaunafrumvarpið. Dapur-
legt að fylgjast með hegðun stjórnarandstöðunnar, segja stjórnarþingmenn. Guðmundur Árni
Stefánsson var eini þingmaður Samfylkingarinnar sem greiddi atkvæði með frumvarpinu.
ALÞINGI Frumvarpi um eftirlaun
æðstu embættismanna þjóðarinn-
ar var vísað til lokaumræðu sem
fram fer á mánudag, en Guðmund-
ur Árni Stefáns-
son, Samfylking-
unni, var eini
þ i n g m a ð u r
Samfylkingar-
innar sem ásamt
stjórnarflokkun-
um samþykktu að vísa málinu
áfram.
„Mál sem ég flyt styð ég til
enda,“ sagði Guðmundur Árni.
Rannveig Guðmundsdóttir,
flokksfélagi hans, gagnrýndi
stjórnarflokkana fyrir að skoða
ekki málið vandlega og sagði
meðferð þess innan allsherjar-
nefndar óviðunandi.
„Þar sem ekki náðist samstaða
um frumvarpið var því skyndilega
breytt úr sameiginlegu máli allra
þingflokka í meirihlutamál. Þar
með var brotið blað í sögu Alþing-
is,“ sagði Rannveig. Bjarni Bene-
diktsson, formaður allsherjar-
nefndar Alþingis, hafnaði því að
vinnan við frumvarpið væri með
meirihlutabrag. Málið hefði ekki
verið unnið með hraði, heldur ver-
ið vandlega yfirfarið.
Þuríður Backman, Vinstri
grænum, sem er einn af flutn-
ingsmönnum frumvarpsins, ætlar
að sitja hjá við afgreiðslu ýmissa
ákvæða þess og segir það fara
eftir endanlegri niðurstöðu hvort
hún styðji málið í heild.
Páll Magnússon, Framsóknar-
flokki, sagði gagnrýni Rannveig-
ar á meðferð málsins fyrst og
fremst vera gagnrýni á Össur
Skarphéðinsson, formann Sam-
fylkingarinnar, sem hefði látið af
stuðningi við frumvarpið vegna
þrýstings frá varaformanni sín-
um.
„Það lýsir vel ástandinu innan
Samfylkingarinnar að hingað í Al-
þingishúsið skyldi hafa komið
kona sem rasskellti þingmenn
fram eftir nóttu,“ sagði Páll þeg-
ar hann lýsti vinnubrögðum þing-
flokks Samfylkingarinnar vegna
málsins.
Sigurjón Þórðarson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sem var
meðal flutningsmanna frum-
varpsins en kaus síðan að falla
frá stuðningi við það, sagði að
reynsluleysi sitt á þingi hefði
valdið því að hann flutti það fyrst.
„Ég viðurkenni að hafa gert
mistök,“ sagði Sigurjón, sem vill
að ákvæði um álag til formanna
stórnarandstöðuflokka verði fellt
út.
Föstum skotum var skotið að
honum vegna ákvörðunar hans
um að draga stuðninginn til baka.
Formaður allsherjarnefndar vís-
aði á bug orðum Sigurjóns um
óbilgirni af hálfu meirihluta
nefndarinnar og sagði einnig:
„Ég skil ekki hvernig þingmað-
urinn getur verið efnislega ósam-
mála frumvarpi sem hann hann
flutti sjálfur.“
bryndis@frettabladid.is
Nýjar tölur um eftirlaunaskuldbindingar vegna frumvarps:
Gætu mest hækkað um 440 milljónir
ALÞINGI „Áhrif frumvarpsins eins
og það liggur fyrir eru þau að
áfallnar eftirlaunaskuldbinding-
ar ríkisins í heild á ári eru frá því
að vera engar, eða -0,1%, upp í að
vera 6,7%. Þetta eru mjög hófleg
áhrif miðað við þau stóru orð sem
hafa fallið í umræðunni um mál-
ið,“ segir Bjarni Benediktsson,
formaður allsherjarnefndar Al-
þingis. Niðurstaða á útreikning-
um Talnakönnunar um eftir-
launaskuldbindingar ríkisins
vegna frumvarpsins, sem Vigfús
Ásgeirsson, tryggingastærð-
fræðingur fyrirtækisins, tók
saman að ósk Bjarna, var kynnt á
Alþingi í gær.
Hækkun í tengslum við lífeyr-
isréttindi æðstu embætta gæti
mest numið 439 milljónum króna
og minnst -7 milljónum á ári. Hjá
þingmönnum og ráðherrum
hækkar ellilífeyrir almennt, en í
árslok 2002 námu áfallnar eftir-
launaskuldbindingar í heild rúm-
lega 6,6 milljörðum. Hækkun
vegna allra ráðherra gæti mest
orðið 211 milljónir á ári, en talið
er að hækkun vegna forsætisráð-
herra nemi í mesta lagi 110 millj-
ónum, sem er innan við helming-
ur af heildarupphæð ráðherra.
Við útreikninga Talnakönnun-
ar var gengið út frá bæði efri og
neðri mörkum á breytingu á eft-
irlaunaskuldbindingunni. Annars
vegar var kannað hvaða áhrif það
hefði ef allir hættu störfum við
fyrsta tækifæri miðað við að þeir
væru á þeim aldri að hafa upp-
fyllt lagaskilyrði þar að lútandi.
Hins vegar var reiknað með því
að menn hættu almennt 60 ára
gamlir. ■
Ingibjörg Sólrún:
Formenn fái
ekki álagið
STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varaformaður Samfylking-
arinnar, segir að
hún telji eðlilegra
að flokkarnir
borgi formönnum
fyrir störf sín en
að Alþingi veiti
flokksformönnum
á þingi sérstaka
uppbót.
Því hefur verið
haldið fram að
Ingibjörg Sólrún
hafi haft afgerandi áhrif á að
þingmenn Samfylkingar hafi fall-
ið frá stuðningi við eftirlauna-
frumvarp forsætisnefndar. „Ég
sat þingflokksfundinn eins og aðr-
ir og tók þátt í umræðum þar,“
segir hún en gefur ekki mikið út á
þá kenningu að hún hafi ráðið úr-
slitum í málinu. ■
Hagfræðingur um
útreikninga:
Færu í sex
milljónir
STJÓRNMÁL Jón Steinsson hagfræð-
ingur telur ólíklegt að hægt sé að
miða við 10% kaupmáttaraukn-
ingu á ári, líkt og ASÍ gerir, þeg-
ar spáð er fyrir um launaþróun
forsætisráðherra.
„Miðað við þá forsendu yrðu
mánaðarlaun forsætisráðherra
tæpar sex milljónir króna eftir
tuttugu ár á verðlagi dagsins í
dag,“ segir Jón. Hann telur þó
sennilegt að það feli í sér vanmat
að miða við 1,5% kaupmáttar-
aukningu á ári, eins og almennt
er gert þegar lífeyriskuldbind-
ingar eru reiknaðar út; en við þá
forsendu var stuðst í útreikningi
Talnakönnunar fyrir allsherjar-
nefnd. ■
Framkvæmdastjóri ASÍ:
Miðar við launa-
þróun ráðherra
STJÓRNMÁL Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri ASÍ, segir ekki
raunhæft miðað við reynslu síðustu
ára að gera ráð fyrir 1,5% kaup-
máttaraukningu forsætisráðherra á
ári. Þessi forsenda hafi orsakað
gríðarleg vanmat á eftirlaunaskuld-
bindingum ríkissjóðs á síðustu
árum. Hann telur forsenduna eiga
enn síður við í tilfelli forsætisráð-
herra.
Eftirlaun ráðherra og þing-
manna eru hlutfall af launum þeirra
á hverjum tíma. Af þessum sökum
telur ASÍ eðlilegt að skoða þróun á
launum forsætisráðherra á síðustu
árum fremur en þróun á almennum
markaði, þegar spáð er fyrir um
verðmæti eftirlaunaskilmálanna. Í
yfirlýsingu frá ASÍ
vegna athuga-
semda forsætisráð-
herra kemur fram
að kaupmáttar-
aukning forsætis-
ráðherra hafi verið
11% á ári síðan
1997.
„Ef forsætisráð-
herra væri tilbúinn
að falla frá þessari
ábyrgð [að eftir-
launin séu hlutfall af launum for-
sætisráðherra á hverjum tíma] og
hann fengi 712 þúsund í eftirlaun,
sem hækkaði að raungildi um 1,5%
á ári, þá hefði ég rangt fyrir mér,“
segir Gylfi. ■
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
Stjórnarandstaðan sakaði meirihluta alls-
herjarnefndar um léleg vinnubrögð við
meðferð eftirlaunamálsins.
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
Var harðlega gagnrýndur af stjórnarliðum fyrir að hætta stuðningi við frumvarpið.
„Ég viður-
kenni að hafa
gert mistök.
GYLFI ARN-
BJÖRNSSON
Miðar við launa-
þróun forsætis-
ráðherra frá 1997.
INGIBJÖRG
SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR
BJARNI BENEDIKTSSON
Formaður allsherjarnefndar Alþingis sagði
að hækkun lífeyrisskuldbindinga vegna eft-
irlaunafrumvarpsins væri mjög hófleg mið-
að við þau stóru orð sem hafa fallið í um-
ræðum.
Alls Mesta Minnsta
2002 hækkun hækkun
Alþingismenn 4.185 172 -130
Ráðherrar 883 211 66
Hæstaréttad. 1.135 57 57
Forseti Íslands 398 0 0
Alls 6.601 439 -7
6,7% -0.1%
Stal varningi fyrir
hundruð þúsunda:
Þýfi fannst
við húsleit
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Kefla-
víkurflugvelli handtók karlmann í
fyrradag eftir að þýfi fannst á
heimili mannsins. Lögreglu grun-
aði að maðurinn hefði á löngum
tíma stolið vörum frá lager í eigu
Flugleiða en hann var starfsmað-
ur hjá dótturfélagi þess, IGS.
Rannsókn málsins hófst eftir
að uppgötvaðist að vörur vantaði
á lagerinn. Fljótlega beindust
böndin að manninum og í kjölfar-
ið var gerð húsleit á heimili hans.
Varningur að andvirði fleiri
hundruð þúsund króna fannst;
áfengi, skartgripir, úr og mynda-
vélar sem seldar eru um borð í
flugvélum og í Leifsstöð.
Maðurinn, sem er búsettur á
Suðurnesjum, játaði sök við
yfirheyrslu og er málið upplýst. ■