Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 6
6 14. desember 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið?
1Hvað heitir aðstoðarvarnar-málaráðherra Bandaríkjanna sem
kom hingað til lands til viðræðu um
varnarsamstarf Íslands og
Bandaríkjanna?
2Hvað voru Vítisenglarnir margir semvar vísað úr landi í gærmorgun?
3Hvaða heimsfrægi bandaríski leikarivill láta kvikmynda fjölskyldusöguna
sína?
Svörin eru á bls. 46
VÍTISENGLAR Enginn þeirra Vítis-
engla sem vísað hefur verið úr
landi hefur kært þá ákvörðun, í það
minnsta ekki enn sem komið er.
Innan lögreglunnar hefur mönnum
þótt það bera vott um að fyrirætl-
anir mannanna hér á landi falli ekki
innan ramma laga.
Níu Norðmenn sem tengjast vél-
hjólasamtökum Vítisengla og
stöðvaðir voru í Leifsstöð á föstu-
dag fóru úr landi í gærmorgun.
Norðmennirnir flugu til Oslóar
klukkan hálf átta en Útlendinga-
stofnun ákvað í fyrrakvöld að vísa
þeim úr landi þar sem talið var að
ógn stafaði af þeim. Mennirnir
dvöldu í Leifsstöð undir eftirliti
lögreglu þar til þeir fóru. Jóhann R.
Benediktsson, sýslumaður á Kefla-
víkurflugvelli, segir mennina hafa
farið þegjandi og hljóðlaust.
Jóhann segir að búist sé við að
Vítisenglar haldi tilraunum sínum
áfram að komast inn í landið. „Við
munum áfram mæta þeim af
festu.“
Íslendingarnir tveir, liðsmenn
Fáfnis í Grindavík, sem komu til
landsins ásamt Norðmönnunum eru
þekktir innan lögreglunnar fyrir að
vilja tengjast samtökum Vítisengla.
Annar þeirra var handtekinn í
Leifsstöð eftir að hafa lent í áflog-
um við lögreglu. Honum var sleppt
í fyrrakvöld eftir yfirheyrslu. ■
Útboð á deildum á geðsviði
Útboð á rekstri deilda á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss er eitt af því sem nú er rætt til að
ná fram þeim sparnaði sem nauðsynlegur er. Þá er næturlokun á bráðamóttökum uppi á borð-
inu. Niðurskurðurinn kemur við öll svið spítalans, ef svo fer sem nú horfir.
HEILBRIGÐISMÁL Landspítali-
háskólasjúkrahús þarf að ná
rekstrarkostnaði niður sem nemur
allt að einum milljarði króna á
næsta ári til að halda honum innan
þess ramma sem honum er sniðinn
með fjárlögum. Stjórnarnefnd spít-
alans hefur sett saman tillögur að
niðurskurði í þessum tilgangi.
Sparnaðaraðgerðir þær sem
stjórnarnefnd hefur sett saman
eiga að skila um 700 milljónum
króna á næsta ári. Því er gert ráð
fyrir flötum niðurskurði á öll svið
spítalans sem nemi allt að einu
prósenti. Gert er ráð fyrir að
fækka þurfi starfsmönnum um
allt að 180 og fari uppsagnir fram
um áramót. Spornað verður við
vaxandi lyfjakostnaði meðal ann-
ars með því að fækka starfsmönn-
um sem koma að innkaupum og
gerð lyfjalista á spítalanum.
Af einstökum tillögum sem eru
á borði stjórnarnefndar má nefna
lokun bráðamóttöku geðsviðs og
barnasviðs á Hringbraut um
nætur. Sjúklingum verði beint inn í
Fossvog. Þá verður samdráttur í
rannsóknum á spítalanum með
fækkun ársverka um allt að sjö,
fækkun vakta og minni efnis-
kostnaði.
Rætt er um styttingu legutíma
vegna brjóstholsskurðlækninga,
taugalækninga, lungnalækninga og
barnalækninga. Stoðþjónusta
verður skert með fækkun um allt
að 75 stöðugildi. Við hana starfa
meðal annars iðjuþjálfar, sálfræð-
ingar og sjúkraþjálfarar. Þá verður
endurhæfingu í Kópavogi hætt í
sparnaðarskyni, dregið úr endur-
hæfingu á Hringbraut, en miðstöð
þeirrar starfsemi verður á Grens-
ási. Starfsfólki í rekstri og umsýslu
á spítalanum verður fækkað um 35.
Aldraðir vistmenn í Arnarholti
og á Kleppi verða fluttir á legudeild
á Landakoti, yngri sjúklingar í Arn-
arholti verða færðir á Klepp og
starfsemi í Arnarholti af hálfu
Landspítala hætt. Neyðarmóttaka
vegna nauðgana í Fossvogi verður
flutt á kvennadeildina við Hring-
braut og vakt kvensjúkdómalæknis
felld niður.
Aðgerðirnar ná einnig til
kennslu á spítalanum. Þar hafa
verið 600-700 nemendur á hverj-
um tíma. Gert er ráð fyrir að árs-
verkum þeirra sem vinna við
kennslu og rannsóknir verði
fækkað um allt að 20.
Eins og áður sagði er ætlunin að
reyna að lækka rekstrarkostnað
spítalans um 700 milljónir með
þessum aðgerðum og fleirum. Ljóst
er að þær sparnaðaraðgerðir sem
grípa verður til munu þýða skerta
þjónustu við sjúklinga hvað varðar
lengri bið eftir aðgerðum, minnkað
aðgengi að spítalanum, hraðari út-
skriftir og minni stoðþjónustu.
jss@frettabladid.is
Sprengjuárás stöðvuð:
Sendiráðið
skotmarkið
JEMEN Stjórnvöld í Jemen segjast
hafa komið upp um ráðgerðir liðs-
manna al-Kaída um sprengjuárás á
breska sendiráðið skömmu fyrir
árásirnar í Istanbul í nóvember.
Að sögn lögreglunnar hafa tutt-
ugu handteknir liðsmenn al-Kaída-
samtakanna viðurkennt að ætlunin
hafi verið að aka bifreið hlaðinni
sprengiefni að sendiráðinu.
„Handtökurnar fóru fram fyrir
tæpum þremur mánuðum eftir að
okkur bárust leynilegar upplýsing-
ar. Myndbandsupptökur fundust í
fórum mannanna og sýndu þær að
breska sendiráðið var skotmarkið,“
sagði talsmaðurinn.
NOKKRAR SPARNAÐARLEIÐIR
Næturlokun bráðamóttaka 40 milljónir
Fækkun rannsókna 25 milljónir
Stytting legutíma 80 milljónir
Niðurskurður stoðþjónustu 250 milljónir
Fækkun í rekstri og umsýslu 100 milljónir
Tilfærslur milli deilda 100 milljónir
Fækkun útibúa 25 milljónir
Flutningur neyðarmóttöku v. nauðgana
10 milljónir
Niðurskurður á kennslu 20 milljónir
Niðurskurður á rannsóknum 30 milljónir
Heilbrigðisbókasafn 25 milljónir
NIÐURSKURÐUR
Umfangsmikill niðurskurður er fyrirhugaður á starfsemi Landspítala Háskólajsúkrahúss til
að halda rekstrinum innan marka fjárlaga.
Vítisenglunum níu var vísað úr landi í gærmorgun:
Enginn kært frávísun
VÍTISENGLAR Á LEIFSSTÖÐ
Liðsmenn vélhjólasamtaka Vítisengla, sem
reynt hafa inngöngu í landið, hafa aldrei
kært ákvörðun Útlendingastofnunar um
frávísun úr landi.
Ellefu ára gísl:
Frelsaður
eftir þrjú ár
DAGESTAN Ellefu ára gamall dreng-
ur frá rússneska lýðveldinu
Dagestan var í gær frelsaður úr
gíslingu eftir að hafa verið í haldi
mannræningja í meira en þrjú ár.
Drengurinn, sem heitir
Dzhamal Gamidov, var aðeins
fimmtán kíló þegar lögreglan
fann hann fyrir hreina tilviljun í
borginni Khasavyurt. Gamidov er
sonur fyrrum fjármálaráðherra
Dagestans, sem fórst í sprengju-
árás árið 1997.
Mannrán eru tíð í Dagestan en
meðal þeirra sem handteknir voru
fyrir ránið á Gamidov var yfir-
maður mannránadeildar lögregl-
unnar. Farið hafði verið fram á
milljón dollara lausnargjald. Að
sögn ömmu Gamidovs hafði
drengurinn varla fengið vott nú
þurrt allan tímann sem hann var í
gíslingu. „Það var skelfilegt að sjá
barnið,“ sagði amman. ■
DZHAMAL GAMIDOV
Gamidov var aðeins fimmtán kíló þegar
hann fannst.