Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 28
28 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Það eru skiptar skoðanir áheimsvísu um það hvort
þetta ofbeldi er að aukast eða
hvort það sem verið hefur til
staðar er einfaldlega að koma
upp á yfirborðið,“ segir Hall-
dóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá
Stígamótum, aðspurð um það
hvort hún telji að kynferðisleg
misnotkun á börnum sé að fær-
ast í vöxt. Hvað eftir annað
koma upp mál tengd slíkri mis-
notkun, nú síðast bárust fregnir
af meintum kynferðisbrotum á
Patreksfirði. „Við getum náttúr-
lega bara svarað til um þau til-
felli sem berast til okkar og til
þess skráum við alltaf árs-
skýrslu og höldum saman tölum
um það hverjir koma hingað en
það segir ekki alla söguna,“ seg-
ir Halldóra. „Barnahúsið og
Barnaverndarnefndir eru síðan
með sínar upplýsingar um þá
sem leita þangað, þannig að það
eru kannski ekki til neinar
heildstæðar tölur um þetta.“
Stígamót eru 13 ára en þang-
að hafa 3.505 einstaklingar leit-
að aðstoðar frá stofnun til árs-
loka 2002. Þess má einnig geta
að alls 5.141 ofbeldismaður
hefur beitt þessa einstaklinga
kynferðisofbeldi.
Skuggahliðar tækninnar
„Ég hef starfað hér síðan
1996. Umræðan hefur breyst
mikið og í upphafi heyrðust þær
raddir að þetta væri Stígamót-
um að kenna. Við höfum farið að
tala um þessa hluti og þá hafi
þeir eiginlega orðið til. Það var
algengt hér fyrr á árum að það
væri litið á þetta sem tilbúið
vandamál sem við værum að
finna upp. Það hefur auðvitað
breyst og við höfum fundið
miklar breytingar á þessum 13
árum, það er engin spurning. Al-
menningur hefur ekki alltaf vit-
að það að kynferðisleg misnotk-
un á börnum væri staðreynd á
Íslandi. Það er tiltölulega ný
uppgötvun. Svona 15 til 20 ára
kannski.“
Halldóra segir að Netið hafi
haft sitt að segja í þróuninni.
„Skuggahliðar tækninnar hafa
þarna komið í ljós því að ef við
gefum okkur það að það blundi í
fólki einhvers konar kynferðis-
löngun til barna þá er náttúrlega
töluvert minni áhætta að sitja
heima hjá sér við tölvuna til að
nálgast klámefni og skoða
heimasíður sem innihalda kyn-
ferðisofbeldi á börnum heldur
en að fara út á götu. Í Bretlandi
og víðar eru hópar barnaníðinga
sem vilja að kynferðisleg ást til
barna verði viðurkennd af sam-
félaginu. Það er kannski stóri
vandinn að þeir líta oftast ekki á
sig sem glæpamenn. Finnst þeir
ekki vera að gera neitt rangt því
þetta eru þeirra kenndir og
hvernig er hægt að segja að
kenndir manns séu glæpur?
Þetta er mjög erfitt í meðför-
um.“
Ógnvekjandi tölur
Í Ársskýrslu Stígamóta 2002
er bent á að það er sérstakt
áhyggjuefni hversu miklu fleiri
ofbeldismennirnir eru en
þolendurnir. Alls leituðu 440
einstaklingar til Stígamóta í
fyrra og af þeim voru 255 að
leita sér aðstoðar í fyrsta skipti.
Þetta er um 13,3% aukning frá
árinu á undan. Ofbeldismönnum
fjölgaði á sama tíma um 31,13%.
Þetta sýnir að sami einstakling-
urinn er stundum beittur kyn-
ferðisofbeldi af fleiri en einum
ofbeldismanni á lífsleiðinni.
Einnig hefur þó komið fram að
sami ofbeldismaðurinn beitir
oft fleiri en einn einstakling
kynferðisofbeldi.
Stígamót virðast ná mun
betur til kvenna en karla en þó
fjölgaði körlum sem leita til
Stígamóta um tæp 2% á síðasta
ári. „Vandaðar erlendar
rannsóknir á tíðni sifjaspella
benda til þess að um 10-20%
stúlkna hafi orðið fyrir
sifjaspellum fyrir 18 ára aldur
og að einn drengur á móti
hverjum fjórum stúlkum verði
fyrir sifjaspellum,“ segir Hall-
dóra. „Samkvæmt þessum tölum
ættu þeir því að vera um 25%
þeirra sem til okkar leita vegna
sifjaspella.“ Raunin er hins veg-
ar sú að drengir eru ekki nema
12,9%, 19 af þeim 147 sem leit-
uðu til Stígamóta vegna sifja-
spella.
Fjöldi þeirra sem leitað hafa
til Stígamóta árlega minnkaði
frá árinu 1994 og fram til 1998.
Það hefur þótt eðlilegt í ljósi
þess að fram til þess að Stíga-
mót urðu til fundust fá úrræði
fyrir þolendur kynferðisofbeld-
is þannig að þörfin fyrir stuðn-
ing hefur væntanlega verið
uppsöfnuð. Í ársskýrslunni
kemur fram að 1999 hafi í
fyrsta skipti orðið fjölgun, úr
178 nýjum málum í 213. „Þessi
aukna aðsókn hefur haldið
áfram og fjölgun nýrra einstak-
linga á sl. ári var um 13,3%.“
Klám kyndir undir hegðunar-
vanda
Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð-
ingur og forstöðumaður Barna-
húss, segir Barnahús halda sam-
an öllum málum sem vísað er
þangað. „En það eru ekki öll mál
á landinu og við getum ekki full-
yrt að við fáum allt sem gerist
inn á borð til okkar. Þeim málum
sem berast okkur hefur þó fjölg-
að núna á seinni árum. Á árunum
1998-2000 var málum 110-125
barna vísað í Barnahús á ári en
síðan hefur þeim fjölgað og eru
orðin á þriðja hundrað á þessu
ári.“ Vigdís segir að fjölgunin
geti verið til komin af fleiri
ástæðum en opnari umræðu.
„Það getur líka verið að barna-
verndarnefndir og dómstólar
velji í auknum mæli að nýta sér
þjónustu okkar.“
Vigdís segir að tilkoma Nets-
ins hafi vissulega haft áhrif á
þróun mála. „Aðgengi barna og
unglinga að klámefni er orðið
miklu meira en það var. Rann-
sóknir hafa leitt í ljós að klám-
efni geti verið fólki hvatning til
að gera í verki það sem þar er
sýnt og gefi fólki hugmyndir.
Barnaníð, í þeim hefðbundna
skilningi, held ég hins vegar að
hafi ævinlega verið til. Aukið að-
gengi barna og unglinga að klám-
efni gæti hugsanlega átt þátt í
þeirri tegund hegðunarvanda
barna og unglinga sem lýsir sér í
kynferðislegu ofbeldi. Það er
hugsanlegt að aðgengi að klámi
hafi haft þar áhrif og þar með
gert kynferðislegt ofbeldi meðal
VEIÐIHORNIÐ - vinsæla veiðibúðin
Veiðihornið, Hafnarstræti 5 - sími 551 6760
Veiðihornið, Síðumúla 8 - sími 568 8410
www.veidihornid.is
Sendum samdægurs í póstkröfu
Fyrir flugu-
hnýtarann
- Danvise
Tvímælalaust
vinsælasti
væsinn á
markaðnum.
Jólatilboðs-
verð kr. 6.595
Fyrir skotveiðimanninn:
Amerískar, harðar byssutöskur fyrir
riffla og haglabyssur. Gott úrval,
verð frá kr. 3.995
Fyrir stanga-
veiðimann-
inn:
Ron Thompson
Classic vöðlur
aðeins kr.
10.995 Mikið
úrval af neon-
pren og öndun-
arvöðlum frá Ron
Thompson, Sci-
erra og Simms.
Lærðu að kasta flugu og veiða
lax.
Nýtt frábært kennslumyndband frá Sci-
erra. Að mestu tekið upp á Íslandi. Góð
kennsla og skemmtilegar veiðimyndir. Kr.
2.995
Lærðu að hnýta flugur.
Ný íslensk kennslumyndböng í fluguhnýt-
ingum. Sigurjón Ólafsson leiðbeinir hér
byrjendum og lengra komnum í listinni
að hnýta flugu.
Aðeins í Veiðihorninu.
Silungaflugur og straumflugur kr. 2.995
Laxaflugur og túpur kr. 2.995
Fyrir skotveiðimanninn:
Gott úrval af gæsaflautum og
andaflautum á bæjarins besta
verði. Frá kr. 1.495
Fyrir stangaveiði-
manninn:
Mikið úrval af veiðitösk-
um. Verð frá kr. 1.995.
Taska á mynd kr. 3.995
Fyrir veiðimanninn,
ferðamanninn og
alla fjölskylduna.
Piknik sett í bakpoka frá
Ron Thompson. Vandað
sett á frábæru verði.
Nauðsynlegt í veiðitúrinn.
Aðeins kr. 4.995
Harðir pakkar, mjúkir pakkar, litlir pakkar, langir pakkar
Fyrir skotveiðimanninn, stangaveiðimanninn og fluguhnýtarann.
Fyrir skotveiðimanninn:
Mjög gott úrval af felulitagöllum frá Mad Dog.
Fóðraðir PVC gallar kr. 8.990 Jakki og smekkbux-
ur, vatnshelt með öndun aðeins frá kr. 19.995
fyrir settið. Einnig mikið úrval af töskum, skota-
beltum, bakpokum og fleiri nytsömum jólagjöf-
um fyrir skotveiðimanninn. Sjón er sögu ríkari.
Fyrir stanga-
veiðimanninn:
Frábært úrval af
fluguhjólum og
spinnhjólum frá
Okuma, Ron
Thompson, Scierra,
Hardy og fl. Spinn-
hjól frá kr. 2.995.
Fluguhjól frá kr.
6.995
HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR
„Almenningur hefur ekki alltaf vitað það að kynferðisleg misnotkun á börnum væri staðreynd á Íslandi.,“ segir hún. „Það er tiltölulega ný
uppgötvun. Svona 15 til 20 ára kannski.“
Í Bretlandi og víðar
eru hópar barna-
níðinga sem vilja að kyn-
ferðisleg ást til barna verði
viðurkennd af samfélaginu.
Það er kannski stóri vandinn
að þeir líta oftast ekki á sig
sem glæpamenn. Finnst þeir
ekki vera að gera neitt rangt
því þetta eru þeirra kenndir
og hvernig er hægt að segja
að kenndir manns séu glæp-
ur? Þetta er mjög erfitt í
meðförum.“
,,
Hvað eftir annað koma upp mál sem varða kynferðisbrot á börnum, nú síðast á Patreksfirði. Sérfræðingar í meðferð mála sem tengjast
slíkum brotum telja þetta mein hafa fylgt mannkyninu lengi. Þeir útiloka ekki að tilkoma Netsins kyndi undir þessari afbrigðilegu hegðun.
Í öllu falli virðast kynferðisafbrot gagnvart börnum vera eilífðarvandi sem fer vaxandi.
Fleiri leita aðstoðar vegna
kynferðisbrota á börnum