Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 18
18 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
■ Viðskipti
SJÁVARÚTVEGUR Ákvörðun stjórnar
Eimskipafélagsins að fela
Landsbankanum að hefja sölu á
útgerðarstoðinni Brimi kom
ekki á óvart. Eftir að stjórnin
hafði kynnt fyrirhugaða skipt-
ingu félagsins í skipafélagið
Eimskip og fjárfestingarfélagið
Burðarás mátti vera ljóst hvert
stefndi. Brim fylgdi fjárfesting-
arhlutanum. Það benti eindregið
í þá átt að litið væri á sjávar-
útvegsstoðina sem söluvöru.
Stefnt er að því að Burðarás
verði fjárfestingarfélag með
Landsbankann sem kjölfestueig-
anda.
Magnús Gunnarsson, stjórn-
arformaður Eimskipafélagsins,
segir töluverðan áhuga á einstök-
um eignum Brims. Félagið var
samsett úr sjávarútvegsfyrir-
tækjunum Skagstrendingi á
Skagaströnd, Haraldi Böðvars-
syni á Akranesi og Útgerðarfé-
lagi Akureyringa. Stærð Brims
takmarkar möguleika eigenda til
að selja það í heilu lagi. Fáir
kaupendur eru með bolmagn til
að ráðast í slíkt verkefni. Þeir
sem það eru myndu lenda í vand-
ræðum vegna kvótaþaksins.
Magnús segir engan hafa sett sig
í samband varðandi kaup á öllu
félaginu.
Fyrir stjórn Eimskipafélags-
ins vakir að fá sem best verð
fyrir Brim. Þá er einnig horft til
þess að sjávarútvegurinn er við-
kvæm grein vegna áhrifa henn-
ar á byggðirnar. Sala á kvóta og
eignum frá Brimi til Seyðfirð-
inga bendir til þess að sjónar-
miðið um heimabyggðirnar
verði haft til hliðsjónar við sölu
Brims eða fyrirtækjanna í eign
þess.
Tvennt kemur til greina við
sölu Brims. Hægt er að selja
hvert fyrirtæki sér úr stokkn-
um. Með því þyrfti Landsbank-
inn að leggja í tölverða vinnu
við að skýra mörk á ný milli fyr-
irtækjanna. Rekstrareiningarn-
ar eru tiltölulega skýrar, en ein-
hverjar tilfærslur hafa orðið.
Hin leiðin er að safna saman
hópi þeirra sem hafa áhuga á
einstökum fyrirtækjum og selja
þeim Brim sem hópi. Síðan
myndu eigendurnir skipta upp
félaginu. Sú leið er talin hugnast
Landsbankanum og eigendum
hans. Burðarás gæti þá áfram
verið meðal eigenda, en um leið
losað verulega fjármuni.
Vestmannaeyingar vilja
norður
Útgerðarfélag Akureyringa
er stærsta eignin innan Brims.
Kvóti félagsins er 20 þúsund
þorskígildistonn. Talið er að
tveir aðilar séu einkum áhuga-
samir um kaup á félaginu. Ísfé-
lag Vestmannaeyja mun hafa
áhuga á að kaupa. Stjórnarfor-
maður Ísfélagsins, Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson, situr í
stjórn Eimskipafélagsins. Eig-
endur Ísfélagsins eiga einnig
stóran hlut í Tryggingamiðstöð-
inni. Ekki er ólíklegt að
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbank-
ans, og bankinn sjálfur hefðu
áhuga á að kaupa þann hlut.
Þannig myndi Ísfélagið fá ÚA og
Burðarás myndi eignast hlutinn
í Tryggingamiðstöðinni.
Annar hugsanlegur kaupandi
að ÚA er Þorsteinn Vilhelmsson,
ásamt KEA. Þorsteinn var einn
stofnenda og aðaleigenda Sam-
herja. Hann hefur að undan-
förnu verið að selja eignir úr
sjávarútvegsfyrirtækjum. Þor-
steinn hefur því bæði fjárhags-
legt bolmagn og þekkingu á
greininni til þess að takast á við
slíkt verkefni. KEA hefur einnig
sýnt ÚA áhuga og hefur Andri
Teitsson, forstjóri félagsins,
lýst opinberlega áhuga Kaupfé-
lags Eyfirðinga á félaginu. Þess-
ir aðilar myndu tryggja sjónar-
mið heimamanna á Akureyri.
Þau rök vega töluvert í huga
stjórnar Eimskipafélagsins, því
umræða um byggðaröskun er
eitthvað sem menn vilja forðast,
verði hjá henni komist. Hugsan-
legt er einnig að fjárfestingar-
félagið Kaldbakur kæmi að slík-
um kaupum. Samherji á um
fjórðung í Kaldbaki og Kaldbak-
ur aftur um 15% í Samherja.
Hámark kvóta myndi takmarka
aðkomu félagsins að kaupum og
nær útilokað að það yrði leið-
andi fjárfestir í Útgerðarfélag-
inu að kvótareglum óbreyttum.
Grandi sækir á Skagann
Heimamenn á Akranesi hafa
verið uggandi um örlög Harald-
ar Böðvarssonar. Fyrirtækið
ræður yfir 15 þúsund
þorskígildistonna kvóta. Grandi
keppti við Eimskipafélagið um
kaup á félaginu á sínum tíma.
Heimamönnum þótti tryggara
að hluturinn færi til Eimskipa-
félagsins. Talið er víst að áhugi
Granda hafi ekki dofnað. Hugs-
anleg lausn er talin sú að Grandi
flytji meginhluta starfseminnar
til Akraness. Með því yrði at-
vinna tryggð á Akranesi, en það
er talin forsenda þess að friður
ríki um ráðstöfun Haraldar
Böðvarssonar. Hin leiðin væri
að fjölskyldan sem átti fyrir-
tækið kaupi það til baka með
fjárfestum og heimamönnum.
Skagstrendingur er minnsta
fyrirtækið í hópnum. Félagið er
með ríflega sex þúsund tonna
kvóta. Heimamenn hafa lýst því
yfir að þeir vilji komast að borð-
inu verði Brim hlutað í sundur.
Adolf H. Berndsen, oddviti
Höfðahrepps, hefur lýst þeirri
skoðun að full trú sé á rekstri
Brims eins og það er, en að
heimamenn muni ekki sitja auð-
um höndum verði félaginu skipt
upp. Fiskiðjan Skagfirðingur
hefur einnig rennt hýru auga til
Skagstrendings. Fiskiðjan er í
eigu Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki. Samgöngubætur á
svæðinu gera sameiningu þess-
ara félaga að góðum kosti. Skag-
strendingar eru þó tortryggnir í
garð Kaupfélagsins. Samkvæmt
heimildum er ánægja með sam-
vinnu við framkvæmdastjóra
Fiskiðjunnar, en Þórólfur Gísla-
son kaupfélagsstjóri nýtur ekki
trausts forystumanna á Skaga-
strönd.
Miðað við hversu þægilegra
það væri fyrir Burðarás að
selja Brim í heilu lagi má telja
líklegt að þeir sem sækjast eft-
ir eignum Brims ræðist við og
kanni möguleika á að mynda
hóp til að bjóða í félagið í heilu
lagi. Stjórn Eimskipafélagsins
hefur enga ákvörðun tekið um
hvaða leið verði farin. Þar telja
menn skynsamlegt að halda öll-
um dyrum opnum. Það sé besta
leiðin til þess að tryggja félag-
inu sem best verð fyrir Brim.
Hvort sem einstakir hlutir þess
verða seldir eða félagið í heilu
lagi verður að telja líklegt að
fyrr eða síðar verði félaginu
skipt upp.
haflidi@frettabladid.is
Baráttan hafin um Brim
Ólíklegt verður að telja að útgerðarrisinn Brim verði rekinn til langframa í óbreyttri mynd. Sölu-
ferli félagsins er hafið og margir áhugasamir um fyrirtækin sem mynduðu félagið. Enginn hefur
enn sem komið er lýst áhuga á félaginu í heilu lagi.
BOLTINN RÚLLAR
Boðaðar voru nýjar áherslur í rekstri Eimskipafélagsins þegar ný stjórn tók við í félaginu í haust. Þegar hefur verið boðuð skipting félagsins í skipafélag og fjárfestingarfélag. Nú hefur
Landsbankanum verið falin sala á útgerðarrisanum Brimi.
Fyrir stjórn Eim-
skipafélagsins vakir að fá
sem best verð fyrir Brim. Þá
er einnig horft til þess að
sjávarútvegurinn er viðkvæm
grein vegna áhrifa hennar á
byggðirnar. Sala á kvóta og
eignum frá Brimi til Seyð-
firðinga bendir til þess að
sjónarmiðið um heima-
byggðirnar verði haft til hlið-
sjónar við sölu Brims eða
fyrirtækjanna í eign þess.
,,
KOMMÚNISTI ÁVARPAR KAPÍTALISTA
Wen Jiabao, forseti Kína, hefur verið á
ferðalagi um Vesturheim undanfarna daga.
Leiðtogi ríkisins sem lengi afneitaði mark-
aðshagkerfinu flutti fyrirlestur við viðskipta-
háskóla Harvard á dögunum og hefur
ávarpað samkomur framámanna í viðskipt-
um þar sem hann hefur komið.