Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 20
Bókin fjallar um formóðurmína, Sigríði Jóhannesdóttur
Hansen, sem var uppi á 19. öld,“
segir Oddný Sen rithöfundur, sem
nú hefur sent frá sér nýja skáld-
sögu, Vængjuð spor. Bókin kom í
búðir undir lok þessarar viku.
„Þetta er ástar- og örlagasaga og í
henni blandast saman fátækt og
ríkidæmi,“ segir Oddný, en Sig-
ríður var alin upp á efnaheimili í
Hafnarfirði á árunum 1844-1860,
giftist ríkum manni á Akranesi,
eignaðist fjögur börn með honum
og missti tvö þeirra. Síðar gerðist
hún saumakona í Reykjavík í
kringum 1868 og bjó við mikla fá-
tækt og skort þar til hún fékk
starf sem saumakona á heimili
fyrsta kaupmannsins á Akranesi,
Þorsteins Guðmundssonar. Ekki
vænkaðist hagur Sigríðar við það.
Hún eignaðist barn með Þorsteini
sem var rangfeðrað og var annar
vinnumaður látinn gangast við
barninu. Hún lést svo úr sulti 39
ára gömul eftir að hafa alið tví-
bura á Akranesi eftir vinnumann í
grenndinni. Hálfbræður hennar
úr Hafnarfirði lögðu af stað með
mat til hennar en náðu ekki í tæka
tíð.
Svipuð vandamál kvenna
„Þetta er í raun tveggja heima
tal,“ segir Oddný. „Það er nútíma-
kona sem segir söguna, og hún
heitir jafnframt Sigríður. Hún er
svona dökk artí týpa. Kona sem er
komin í andlegt gjaldþrot og er að
vinna að lokaritgerð í kvenna-
fræðum í Kaupmannahöfn. Hún
fer til Íslands til þess að kynna
sér líf kvenna á Reykjanesskaga á
19. öld. Þessi Sigríður nútímans er
í raun haldin vanmætti. Hjartað
er kalt og nútíminn hefur ekki
staðið undir væntingum hennar.
Það eru fyrst og fremst persónur
í kvikmyndum og ævintýrum sem
standa undir hennar væntingum,
og ég flétta inn í frásögnina ýms-
um atriðum og vísunum í kvik-
myndir samtímans. Sigríður nú-
tímans hefur sterkar pólitískar
skoðanir, en hún hefur gleymt að
spyrja sig á þessari leið hvað hún
sjálf vill.“
Sigríður lendir í ástarsam-
bandi við mann í Hafnarfirði, en
svo tengist líf Sigríðar fortíðar-
innar og Sigríðar nútíðarinnar
smátt og smátt meira saman, eftir
því sem Sigríður nútímans sekkur
meira inn í sögu þeirrar eldri. Sig-
ríður nútímans er 39 ára þegar
hún vinnur að þessari heimildar-
öflun, en Sigríður 19. aldar var 39
ára þegar hún dó úr sulti eftir að
hafa alið tvíburana.
Sigríður nútímans kemst að því
í gagnaöflun sinni að vandamál
kvenna eru svipuð nú og þá, og
mörg þeirra standa ennþá óleyst,
eins og erfiðleikar við barneignir
og erfiðleikarnir sem felast í því
að reyna að njóta lífsins samfara
því að vinna hörðum höndum.
Þetta leiðir sögumann í spurning-
ar um tilgang lífsins. „Það eru dá-
lítið guðfræðilegar hugleiðingar,“
segir Oddný. „Ég flétti inn í sög-
una svipmyndum úr bókinni Ör-
lagabrúin eftir Thornton Wilder,
en hann setti fram þá kenningu að
tilgang lífsins mæti lesa í mynstri
veggteppis. Ef maður horfði réttu
megin á veggteppið sæi maður
bara mynstur, en ef það er horft
röngu megin þá sést hvernig al-
heimsverkið er gert, úr þráðum
sem eru ýmist langir eða stuttir,
hlykkjóttir eða breiðir. Eins og
mismunandi æviskeið manna. Öll
þurfum við að leggja okkar af
mörkum til þess að halda uppi
þessu veggteppi.“
Tími sem ekki má gleymast
„Ég hef verið að vinna að þess-
ari bók í 2 ár,“ segir Oddný. „En
ég er í 100% vinnu annars staðar.
Bókin hefur verið að vinnast í ró-
legheitum.“ Oddný hefur áður
skrifað um formæður sínar, en
bók hennar Kínverskir skuggar,
sem kom út 1997, fjallar um
ömmu hennar, Oddnýju Erlends-
dóttur Sen. Sigríður Jóhannes-
dóttir Hansen var amma hennar,
en móðirin var María, dóttir Sig-
ríðar. Hún ólst upp hjá föður sín-
um eftir skilnað þeirra Sigríðar.
„María var mikil ævintýrakona,“
segir Oddný.
Það virðist því vera einhver
hvöt að baki sem ræður því að
Oddný Sen ákveður að skrifa um
formæður sínar, síendurtekið.
„Mér finnst alltaf gaman að skrá-
setja og safna heimildum um fólk
úr fortíðinni, til þess að það fólk
gleymist ekki. Þá liggur beint við
að leita til formæðranna. Þetta
eru allt konur sem varpa ljósi á
ákveðinn tíma sem ég vil ekki að
gleymist.“
gs@frettabladid.is
20 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Mér finnst alltaf
gaman að skrásetja
og safna heimildum um fólk
úr fortíðinni, til þess að það
fólk gleymist ekki. Þá liggur
beint við að leita til for-
mæðranna. Þetta eru allt
konur sem varpa ljósi á
ákveðinn tíma sem ég vil
ekki að gleymist.
,,
Gull-úrið
Axel Eiríksson
úrsmíðameistari
Álfabakka 16
Sími 587 4100
MJÓDDINNI
1902 – 2002
Falleg og björt kvennúr
Sirkon, steinar og eðalstál
Verð kr. 17.600 – 17.900
Poppdrottningin í nýju
hlutverki:
Madonna
les og les
Poppdrottningin Madonna hefurfundið sig ágætlega í hinu nýja
hlutverki barnabókahöfundar og
gerir nú víðreist og les fyrir börn
úr bókum sínum. Í liðinni viku var
hún í Los Angeles og las fyrir
börn í bókaverslununum. Bæk-
urnar eru núna orðnar tvær á
skömmum tíma, fyrst komu
Ensku rósirnar og síðan Eplin
hans Peabodys. Báðar eru komnar
út í íslenskri þýðingu Silju Aðal-
steinsdóttur og seljast ágætlega
um heim allan, en Madonna hefur
boðað að bækurnar verði fleiri. ■
MADONNA
Las fyrir börn í Los Angeles í liðinni viku.
Oddný Sen hefur sent frá sér nýja skáldsögu, ástar- og örlagasöguna Vængjuð spor. Bókin er seint á ferðinni, en hún kom í búðir í lok
þessarar viku. Oddný er á svipuðum slóðum og í bók sinni Kínverskir skuggar, sem kom út 1997.
Skrifar um formæður sínar
ODDNÝ SEN
Heldur uppteknum hætti og skrifar um formæður sínar. Áður hefur hún skrifað um ömmu sína, Oddnýju Erlendsdóttur Sen, í Kínversk-
um skuggum. Nú beinir hún sjónum sínum að ömmu hennar og langalangömmu sinni, Sigríði Jóhannesdóttir Hansen.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Ný rannsókn :
Kaffi veldur
ekki gigt
Ný viðamikil rannsókn í Banda-ríkjunum hefur leitt í ljós að
mikil kaffidrykkja virðist ekki
auka líkurnar á því að konur fái
liðagigt. Þessi niðurstaða er í and-
stöðu við aðrar niðurstöður sem
hafa þótt benda til samhengis milli
kaffidrykkju og liðagigtar kvenna.
Rannsökuð var kaffidrykkja yfir
80 þúsund kvenna í yfir 20 ár. Nið-
urstaðan var sú að jafnvel óhófleg
kaffidrykkja virðist ekki leiða til
gigtar. ■