Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 8
8 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Gerum lífið skemmtilegt
„Menn í viðskiptum eiga að hafa
skilning á því að blanda sér
ekki inn í hluti sem geta orðið
þeim og öðrum til leiðinda.“
Björgólfur Guðmundsson. DV, 13. desember.
Kemst þetta á fjárlög?
„Það er hægt að trúa mörgu upp
á núverandi ríkisstjórn en ég
held að hún ráðist seint í geim-
varnir.“
Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri grænna,
berst gegn vígvæðingu í geimnum.
DV, 13. desember.
Samsærið mikla
„Hann reiknaði þetta út og mál-
pípur tiltekins auðhrings hafa
flennt það upp í blöðum sínum
að stórar upphæðir væru að
falla í skaut forsætisráðherra.“
Davíð Oddsson um útreikninga á lífeyrisréttind-
um sínum. Morgunblaðið, 13. desember.
Orðrétt
Bandaríski herinn ofrukkaður fyrir bensín:
Bush vill endurgreiðslu
BANDARÍKIN George W. Bush
Bandaríkjaforseti segir að
bandarískt olíufyrirtæki eigi
skilyrðislaust að endurgreiða
verðmismun ef rétt reynist að
það hafi rukkað bandaríska her-
inn um tvöfalt hærri upphæð
fyrir eldsneyti sem það seldi
hernum en eðlilegt væri.
Bandaríska olíusölufyrirtæk-
ið Kellogg, Brown & Root, dótt-
urfyrirtæki Halliburton, er talið
hafa ofrukkað bandaríska her-
inn um 61 milljón dollara. Dick
Cheney, varaforseti Bandaríkj-
anna, stjórnaði fyrirtækinu á ár-
unum 1995 til 2000, þar til hann
ákvað að bjóða sig fram til vara-
forseta. Talsmaður varnarmál-
ráðuneytisins í Pentagon sagði
að líklega hafi fyrirtækið ekki
hagnast á þessu sjálft heldur
hafi það greitt undirverktökum
of hátt verð fyrir eldsneyti frá
Kúvæt.
Henry Waxman, þingmaður
demókrata, sem lagði fram fyr-
irspurn í þinginu, sagði að opin-
ber skjöl sýndu að herinn hefði
greitt KBR helmingi hærra verð
fyrir bensínið en aðrir hefðu
greitt fyrir það í Kúvæt. Halli-
burton hafi einnig ætlað að
ofrukka herinn um 67 milljónir
dollara fyrir mötuneytaþjón-
ustu.
Guðjón A. Kristjánsson vill gerbreytt launakerfi:
Ákveði laun sín
á hverju hausti
Þetta mál kom þannig að mér aðDavíð (Oddsson forsætisráð-
herra) hafði samband við mig dag-
inn áður en ég fór í frí og sagði mér
að það lægi fyrir samkomulag við
formenn annarra flokka að leggja
þetta mál fram,“ segir Guðjón A.
Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, um eftirlauna- og þing-
fararkaupsfrumvarpið. Hann segist
ekki hafa séð plaggið en sagt Davíð
að hann fyndi mann til að fara í
þetta með fulltrúum hinna flokk-
anna.
„Reyndar er ég almennt á þeirri
skoðun að þingmenn eigi að taka
ákvörðun á hverju hausti um hver
eigi að vera laun þeirra næsta ár.
Þeir eigi sjálfir að þora að sækja sín
réttindi,“ segir Guðjón og bætir við
að þingmenn eigi að tala opinskátt
um laun sín og hlusta á þjóðina.
Hann vill líka breyta launakerfi
þingmanna svo það taki mið af
reynslu manna og ábyrgð. Aðspurð-
ur hvort þetta þýði að hann sé fylgj-
andi því að formenn stjórnarflokka
fái sérstakar álagsgreiðslur segir
Guðjón: „Ég er ekki að segja að
álagið eigi að vera 50% eða 25%.“ ■
MBEKI GAGNRÝNIR
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr-
íku, einn nánasti bandamaður
Mugabes, forseta Simbabve, seg-
ir að afstaða Breska samveldisins
til Simbabve-vandans bæti ekki
stöðuna varðandi eignaupptökuna
á landi hvítra í landinu. Hann
segir eignaupptökuna aðalástæðu
fyrir refsiaðgerðunum en ekki
ásakanir um kosningasvik.
TIL HÖFUÐS TAYLOR
Breskt fyrirtæki sem verslar með
vopn segist leita að fjárfesti til
þess að kosta leiðangur til höfuðs
Charles Taylor, fyrrum forseta Lí-
beríu. Taylor er eftirlýstur af
stríðsglæpadómstóli SÞ og segist
talsmaður breska fyrirtækisins
vera tilbúinn með vana menn til
þess að leita Taylor uppi og krefj-
ast tveggja milljóna dollara lausn-
argjalds, sem bandarísk stjórnvöld
eru sögð hafa boðið.
FLUTNINGABÍLL VALT Ökumaður
flutningabíls slapp ómeiddur þeg-
ar bíllinn valt þar sem hann var að
koma niður af Steingrímsfjarðar-
heiði við Norðurdal klukkan þrjú í
gærdag. Að sögn lögreglunnar á
Hólmavík var mildi að bíllinn valt
upp fyrir veg en mikill halli er
öðru megin við veginn.
BÁTUR NÆSTUM SOKKINN Plast-
bátur sem notaður er við hand-
færaveiðar var næstum sokkinn
við höfnina á Skagaströnd í gær-
dag. Sjór gekk yfir bátinn og við
það fylltist lestin og vélarrúmið.
Lögreglan á Blönduósi kallaði út
björgunar- og slökkviliðið, sem
dældi sjónum úr bátnum.
STÁLU BENSÍNI Fjórir piltar voru
teknir í fyrrinótt á Eskifirði fyrir
bensínþjófnað úr þremur bílum.
Sjónvarvottur tilkynnti lögreglu
um athæfi piltanna, sem voru á
aldrinum 15 til 17 ára. Lögreglan
handtók þá og lét foreldra vita.
ÓK AF VETTVANGI Ekið var á
kyrrstæðan bíl sem lagt hafði ver-
ið utan við veginn milli Borgar-
ness og Geldingaár við Hafnar-
fjall. Bíllinn er töluvert skemmd-
ur. Sá sem ók á bílinn fór af vett-
vangi án þess að tilkynna um at-
burðinn, sem varð eftir klukkan
átta í fyrrakvöld. Lögreglan í
Borgarfirði biður þá sem geta
gefið upplýsingar að gefa sig
fram.
BJARGAÐ OFAN AF KLETTHÁLSI
Lögregla kom ferðalöngum til
aðstoðar eftir að bílar þeirra
festust í snjó. Lögreglunni á
Patreksfirði var tilkynnt um að
fólk á tveimur bílum hefði ekki
skilað sér á tilskildum tíma.
Slæmt veður var á þessum tíma
og skafrenningur. Lögreglan
kallaði til björgunarsveitar-
menn frá Bíldudal og Barða-
strönd sem fundu fólkið á
Klettshálsi. Mikill skafrenning-
ur var og höfðu bílarnir festst.
Að sögn lögreglu var fólkið afar
fegið þegar hjálp barst.
Húsaleigubætur:
888 milljónir
greiddar út
HÚSNÆÐISMÁL Sveitarfélög greiddu
888 milljónir króna í húsaleigu-
bætur fyrstu níu mánuði ársins,
samkvæmt Fréttabréfi um húsa-
leigubætur sem Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga gefur út.
Greiddar bætur hafa aukist
eftir því sem liðið hefur á árið. Á
fyrsta ársfjórðungi voru greiddar
út 285 milljónir króna og 298
milljónir króna næsta ársfjórð-
ung, nam aukningin þá 4,6%. Á
þriðja ársfjórðungi fóru húsa-
leigubætur í 306 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að upphæðin
verði álíka há á þeim ársfjórðungi
sem er nú að líða. ■
...núna á þremur stöðum
Símaband og hólkur
1.490 kr.
...vertu í bandi
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
www.utilif.is
jólagjöf
Hugmynd aðÍ
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
28
82
11
/2
00
3
DÝRT BENSÍN TIL ÍRAKS
Herinn greiddi KBR helmingi hærra verð
fyrir bensínið en aðrir greiddu fyrir það í
Kúvæt.
Samgönguráðherra:
Dómurinn
ósanngjarn
SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra gagnrýnir þá
niðurstöðu EFTA-dómstólsins að
ólöglegt sé að innheimta lægri
flugvallarskatta í innanlandsflugi
en í millilandaflugi.
„Samgönguráðuneytið telur
niðurstöðu ESA á miklum mis-
skilningi byggða enda fráleitt að
halda því fram að innanlandsflug
á Íslandi sé í samkeppni við milli-
landaflug í Evrópu,“ segir Sturla á
heimasíðu sinni. Hann segir að í
Skotlandi sé sama fyrirkomulag
og það sé látið athugasemdalaust.
Ráðuneytið kannar nú hvernig
brugðist verði við dómnum. ■
■ Afríka
HÚSALEIGUBÆTUR EFTIR ÁRS-
FJÓRÐUNGUM
Fyrsti 284,8 milljónir
Annar 297,9 milljónir
Þriðji 305,8 milljónir
TVEIR TIL ÍRAKS Tveir íslenskir
sprengjusérfræðingar úr
sprengjudeild Landhelgisgæsl-
urnnar eru farnir til Íraks þar
sem þeim er ætlað að eyða og
gera óvirkar sprengjur sem ógna
öryggi almennings og hamla upp-
byggingarstarfi í landinu.
Sprengjusérfræðingarnir fara á
vegum utanríkisráðuneytisins
samkvæmt samkomulagi sem var
gert við dönsk stjórnvöld.
■ Sprengjusérfræðingar
■ Lögreglufréttir
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
Vissi að Sigurjón Þórðarson hefði athugasemdir við frumvarpið og treystir honum fullkomlega.