Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 24
24 14. desember 2003 SUNNUDAGUR Jólin eru hátíð ljóss og friðar og ... spila. Aðventuspil Fréttablaðsins Fréttablaðið býður lesendum sínum upp á heimasmíðað spil. Þetta er dæmigert teningaspil, líkt og hið sígilda slönguspil. Það eina sem þarf er teningur og einhver smáhlutur sem gefur til kynna hvar hver og einn er staddur. Leikmenn eru í hlut- verki miðaldra karlmanns og lenda sem slíkir í ýmsum hremmingum sem árstíð- inni fylgja. Markmiðið er að lifa af það amstur sem fylgir jólum og áramótum. Þetta er eitt fárra spila sem menn geta einnig lesið sér til ánægju. 1. desember Þú drífur þig á 1. desemberhátíð í Háskólabíói. Klæðir þig upp en áttar þig á því þegar þangað er komið að þar er enginn maður með viti sem ekki fær beinlínis borgað fyrir að vera þar. Þér líður eins og eilífðarstúdent úr sagnfræðinni og situr hjá eina um- ferð. 2. desem Þið félagarnir í Lion stóru blokkinni í As þar perur í góðgerð stæðinu gangið þið Kiwanismönnum h um. Eftir háðsglósu mál og löggan skak lagarnir eruð áminn fyrir að sverta ímyn aftur á byrjunarreit 14. desember Þú ferð í bókabúð Máls og menningar að kaupa jólagjafirnar handa fjarskyld- um og hrúgar á þig gömlum reyfurum eftir MacLean og Bagley. Þá rekstu á skólasystur þína sem þú varst skotinn í og fór í bókmenntafræði, losar þig snöggt við reyfarana og kaupir ís- lenska stílfræði og Tvílýsi eftir Thor Vil- hjálmsson í staðinn. Hleypur síðan niður í Eymundsson, skiptir bókunum aftur í reyfara og tefst eina umferð. 13. desember Sonur þinn sex ára sýnir þér óskalist- ann sinn og þú stendur frammi fyrir tveimur kostum: Að eyðileggja jólin fyrir stráknum þannig að hann neiti að fara í skólann með ömurlegar fréttir af nánasarskap foreldra sinna. Eða halda hátíð að skapi barnanna og lýsa þig gjaldþrota strax eftir jól. Þú finnur enga málamiðlun og situr hjá eina umferð. 12. desember Þú vaknar timbraður og fullur sam- viskubits sestu við að skrifa langan tossalista um allt sem þarf að laga, bæta, kaupa og ákveða fyrir jólin. Um kvöldið skrifar þú jólakort og konan þín spilar jólaplötu með Ellý Vilhjálms þrisvar af einskærri ánægju með sinn góða mann. Farðu fram um þrjá reiti. 11. desember Þú hittir gamlan skólafélaga og þið farið á krá. Hann er nýorðinn doktor í stjarneðlisfræði og þið eigið ekkert sameiginlegt lengur nema gömlu skólasystkinin. Á fjórðu kollu sérðu að flestum hefur gengið vel, þú verður beiskur og heldur því fram að stjarneðlisfræði séu gervivísindi og doktorsnafnbótin hjóm sem enginn taki mark á. Aftur um tvo reiti. 10. desem Þið hjónin eruð boðin vinkonu eiginkonunna nýtekin saman við þur býður ekki upp á neitt óáfengt jólaglögg úr h Þér leiðist og situr hjá einn úti í horni. 15. desember Þú ferð á jólaskemmtun í skóla dóttur þinnar, hrósar öllu föndrinu, sofnar ekki undir söngnum né leikritinu og stendur þig í alla staði vel. Þar til þú lendir á kjaftatörn við einn pabbann upp við töflu, vilt leggja áherslu á orð þín og þurrkar óvart út jesúbarnið með erminni á jakkanum þínum. Farðu aftur um þrjá reiti. 16. desember Þú sérð mynd og viðtal við fyrrverandi konuna þína í jólablaði Moggans og kemst að því að hún er orðin græn- metisæta og ætlar að hafa ofnbakaða baunakássu í jólamatinn. Og hún mótar kássuna fyrir börnin þannig að hún líti út eins og gæs. Þú prísar þig sælan yfir því að hún skildi við þig og færð eitt aukakast. 17. desember Þér er boðið í árlegt jólapartí til Guð- mundar Árna í Hafnarfjörðinn. Húsið er orðið fullt og þú festist í fatahenginu því Ingvar Viktorsson heilsar þér með virktum, en réttir þér svo frakkann þinn og hinir gestirnir fylgja fordæmi hans. Þú kemst við illan leik inn í eldhús þar sem þú slærð í gegn meðal kvennanna með því að vera sá eini sem er búinn að lesa Lindu og Rutharbókina og fær- ist fram um þrjá reiti. 18. desember Til að skrúfa niður í jólamaníu sonar þíns ferð þú með hann í Þjóðminja- safnið að sjá íslenskan jólasvein í lopapeysu fara með íslenska fyndni. Þetta fer á annan veg en þú ætlaðir, hann bítur í sig að halda alíslensk jól með heimatilbúnu jólatré, kvöldvök- um, kertum og spilum. Þú sérð fram á hörkuvinnu við að láta hann sætta sig við rauðu jólasveinana og græn tré. Farðu aftur um tvo reiti. 30. desember Þú heyrir frétt um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og rýkur upp í Kaup- þing þar sem þér er sagt að öll bréf séu búin nema hlutdeildarskírteini í Íslenskri erfðagreiningu. Þú kaupir fyr- ir tvö hundruð þúsund en heyrir í fréttum á leiðinni heim að aukaverk- anir nýrrar parkinson-pillu frá fyrirtæk- inu séu með þeim hætti að konum vaxi skegg. Farðu aftur um þrjá reiti. 29. desember Þú kemur seint heim úr vinnu og stelst til að fljúga fjarstýrðu flugvélinni sem þú gafst syni þínum í jólagjöf. Þú missir stjórn og sérð á eftir vélinni út um gluggann. Þú leitar hennar lengi nætur og sérð loks grilla í hana á svölunum hjá formanni húsfélagsins sem fór með fjölskylduna til Kanarí og kemur ekki aftur fyrr en um miðj- an janúar. Bíddu í þrjár umferðir. 28. desember Blaðamaður frá DV hringir í þig og biður þig að minnast þess markverð- asta á árinu. Þú færist allur í aukana, talar eitthvað um frið fyrir botni Mið- jarðarhafs og vanmátt Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður spyr þig þá hvort þú sért ekki örugglega Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra? Viðvarandi misskilngur því þú ert Guðni Ágústsson, formaður félags eigenda íslenska fjárhundsins. Þú lýsir skoðunum þínum á DV og óvandvirkni blaðamanna. Bíddu eina umferð. 27. de Um morguni inn sem kon rekst á mann nákvæmlega grunsemdum loks hendirðu þeim orðum um að ganga mark um hál legur inni í st missir af einn 31. desember Undir miðnætti neitar sonur þinn að koma út og skjóta upp 20 þúsund króna fjölskyldupakkanum og kýs fremur að hlusta á ávarp Markúsar Arnar í sjónvarpinu. Þú setur þér það áramótaheit að láta barnið annað hvort skipta um skóla eða fara með hann til sálfræðings. Farðu fram um einn reit. 1. janúar Þið hjónin farið á áramótaball í Perlunni án þess að hafa efni á því. Enginn ræðir við ykkur nema Snorri Ásmundsson, sem greinilega er kom- inn í kosningaham. Þið finnið hvað þið eigið lítið undir ykkur. Þú rekst á forstjóra þinn sem horfir á þig eins og þú sért að kássast upp á hans kellu, þér væri nær að fagna áramót- unum með þínum líkum – jafnvel á Ölveri. Aftur um þrjá reiti. 2. janúar Þú ert að reykja inni á baðherbergi svo konan standi þig ekki að því að brjóta áramótaheitið. Þegar þú hendir stubbnum í klósettið og sturtar niður vill hann ekki sökkva. Filterinn flýtur enn. Þegar þú reynir í fimmta sinn kallar konan og spyr hvað gangi á? Þú ákveður að kaupa filterlausan Camel, heldur áfram að sturta og tefst um eina umferð. BYRJA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.