Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Síðasta kvikmyndasýning MÍR á þessu ári verður í bíósalnum Vatnsstíg. Þá verður sýnd kvikmyndin “Frosti”, litrík mynd fyrir börn og full- orðna, gerð í Moskvu á árinu 1964 og byggð á vinsælu rússnesku ævintýri. Leikstjóri Alexander Row. Enskur texti. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og allir velkomnir. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 KaSa hópurinn leikur sígild- ar perlur og spilar með Skólakór Kárs- nesskóla á sannkölluðum jólatónleik- um fyrir alla fjölskylduna í Salnum í Kópavogi.  17.00 Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna á aðventu verða haldnir í Seltjarnarneskirkju. Frumflutt- ur verður Búlgarskur dans, nýtt verk eftir Pavel Smid. Einnig leikur Peter Maté einleik í 1. píanókonsert Sjostakovich. Tónleikarnir enda á almennum söng við undirleik hljómsveitarinnar. Stjórnandi er Ingvar Jónasson.  17.00 Á aðventutónleikum Kórs Neskirkju koma fram einsöngvarnir Inga J. Bachman sópran, Kristín Krist- jánsdóttir sópran, Gísli Magnason tenór og Örlygur Benediktsson bassi. Einnig syngur nýstofnaður kór kirkjunnar “Pange lingua”. Orgelleikari verður Kári Þormar og einleikari á flautu Pamela De Sensi. Stjórnandi er Steingrímur Þór- hallsson. Hugvekju flytur sr. Örn Bárður Jónsson. Aðgangur er ókeypis  20.00 Karlakór Reykjavíkur heldur jólatónleika í Hallgríms- kirkju ásamt Gunnari Guð- björnssyni tenór og Drengja- kór Neskirkju. Stjórnandi er Friðrik S. Friðriksson. Hörður Áskelsson og Lenka Máteóvá leika á orgel. Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson leika á trompet.  20.00 KaSa hópurinn leikur sígild- ar perlur og spilar með Skólakór Kárs- nesskóla á sannkölluðum jólatónleik- um fyrir alla fjölskylduna í Salnum í Kópavogi.  20.00 Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur halda sameiginlega aðventutónleika í Grindavíkurkirkju.  21.30 Útgáfutón- leikar á Gauki á Stöng vegna útgáfu disksins Verndum hálendið. Fram koma Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Helgason, Eyvindur P. Eiríksson, JFM, XXX Rottweiler, Kristján Hreinsson, Sigvarður Ari og „The Highland Punktry Rangers” (Michael Pollock, Ester Ásgeirsdóttir og Þórdís Claessen). ■ ■ LEIKLIST  14.00 Leikhópurinn Á senunni flyt- ur Ævintýrið um Augastein, nýtt barna- leikrit eftir Felix Bergsson, í Tjarnarbíói.  14.00 Litli leikklúbburinn á Ísafirði sýnir Jóladraum – jólafjölskylduleik- sýningu á Sundhallar- loftinu á Ísafirði.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á Stóra sviði Borgarleikhússins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á Stóra sviði Þjóðleik- hússins.  15.00 Möguleikhúsið sýnir jóla- leikritið “Jólarósir Snuðru og Tuðru” eftir Iðunni Steinsdóttur í Kringlusafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.  20.00 Inclusive Dance Company frá Noregi verður með gestasýningu í Borgarleikhúsinu sem nefnist Sauna Under My Skin.  20.00 Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Sýning á verkum dönsku myndlistar- og uppfinningamennirnir Ebbe Dam Meinild og Palle Brage, sem kalla sig Parfyme, verður opnuð í dag í GUK+ á Selfossi og á Akureyri. Jafnframt verður sama sýning opnuð í Bremen í Þýskalandi. Fyrri hluti opnunarinnar var um síðustu helgi þegar hún var opnuð í Lejre í Danmörku. Sýningin stendur til 29. febrúar og er opin eftir samkomu- lagi. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Borgardætur leika nokkrar af sínum uppáhaldsperlum fyrir gesti Café Aroma. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Bragi Þórðarson, Gyrðir Elí- asson, Jón Kalman Stefánsson, Ævar Örn Jósepsson og Kristján Kristjáns- son lesa úr nýjum bókum í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Boðið verður upp á piparkökur og kaffi. ■ ■ SÝNINGAR  13.00 Jólasýning Árbæjarsafnsins er í dag milli 13-17. Gestum gefst tæki- færi til að fylgjast með undirbúningi jól- anna eins og hann var í gamla daga, hitta hrekkjótta jólasveina, föndra og syngja jólalög með börnunum. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningu Melkorku Þ. Huldudóttur í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23, lýk- ur í dag.  Sýningu Maríu Elisabethar Wechner í sýningarsal Íslenskrar Grafík- ur í Hafnarhúsinu lýkur í dag.  Sýningu á ljósmyndum Þórarins Óskars Þórarinssonar í Listasafni ASÍ lýkur í dag. Heiti sýningarinnar er “Þórarinn Óskar og hyski hans”. ■ ■ SÝNINGAR  Í Gerðarsafni í Kópavogi hefur verið opnuð sýningin Carnegie Art Award 2004, þar sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu listamönnum Norðurlanda. Sýn- ingin stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er opið 11-17 alla daga nema mánu- daga.  Opnuð hefur verið í Nýlistasafninu sýning í tilefni af 25 ára afmæli safns- ins. Á sýningunni eru verk eftir nokkra af félögum safnsins og ýmislegt sem end- urspeglar sögu starfseminnar.  Raunsæi og veruleiki – Íslensk myndlist 1960-1980 er heiti sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið um þetta róttæka tímabil í íslenskri listasögu. Safnið er opið alla daga frá 11-17 nema mánudaga. Sýn- ingin stendur til 9. janúar 2004  Auk verka úr safneigninni standa nú yfir þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi 37: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir sýning á ljósmyndum Ólafs Magnússonar, sem var hirðljósmyndari dönsku konungsfjöl- skyldunnar á Íslandi. Þar er einnig þemasýning úr verkum Errós í eigu safnsins. Henni lýkur 3. janúar.  Í Listasafninu á Akureyri standa yfir tvær sýningar. Blómrof nefnist sýning á málverkum Eggerts Péturssonar í aust- ur- og miðsal safnsins. Í vestursal sýnir Aaron Michel innsetningu á skúlptúrum og teikningum sem hann kallar Minn- ingar og heimildasöfn.  Egill Sæbjörnsson er með sýning- una „Í garðinum“ í Gallerí Hlemmi. Þar sýnir hann myndbands- og tónverk auk ljósmynda og teikninga sem ekki hafa verið sýnd áður.  Sjö listakonur verða með opið hús klukkan 13-18 í dag í Skruggusteini, Auðbrekku 4, Kópavogi, þar sem þær reka saman vinnustofu. Listakonurnar eru þær Halla Ásgeirsdóttir, Auðbjörg Berg- sveinsdóttir, Olga Dagmar Erlendsdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir (Kolsi), Hjördis Mörtudóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Halldóra Árnadóttir, saman vinnustofuna Skruggustein.  Rúna K. Tetzschner sýnir myndskreytingar við skrautskrifuð ljóð á Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningin er í minn- ingu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar (1955- 1998).  Benedikt Lafleur hefur opnað sýn- inguna Nýja landmótskenningin í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Þór Magnús Kapor er á sama stað með sýninguna Annað föðurland Ísland.  Guðbjörg Lind er með málverkasýn- ingu í gallerínu og skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  Fyrrum myndlistarmaðurinn Bjarni Massi er með sýning í Nonnabúð á Smiðjustíg.  Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja- safnsins hefur verið opnuð sýning í risi Þjóðmenningarhússins.  Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu- og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva- götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.  Ína Salóme sýnir textílverk í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin stendur til 30. desember og er opin á verslunartíma.  Handverk og hönnun er með jóla- sýninguna „Allir fá þá eitthvað fallegt“ í Aðalstræti 12. Þetta er sölusýning þar sem 33 aðilar sýna fjölbreytt íslenskt handverk og listiðnað. Þetta er í fimmta sinn sem Handverk og hönnun heldur jólasýningu af þessu tagi.  Birna Smith sýnir olíumálverk á striga í Gallerí Hnossi, Skólavörðustíg 3. Einnig sýnir hún olíumálverk eftir sig í sýningarsal Hans Petersen á Garðatorgi í Garðabæ.  Nú stendur yfir sýning Péturs Pét- urssonar á 11 málverkum hjá Val- myndum í Ármúla 8. Þetta er þriðja einkasýning Péturs og eru myndirnar all- ar málaðar með akríllitum á striga. Sýn- ingin er opin á opnunartíma Val-hús- gagna og stendur yfir út desembermán- uð.  Sigríður Pálsdóttir er með ljós- myndasýningu á Kaffi Nauthól í Naut- hólsvík. Sýningin heitir Mitt útsýni.  Jólasýning hefur verður opnuð í að- alsal Hafnarborgar, sýning á 30 jóla- skreytingum sem 300 fimm og sex ára börn úr skóladeildum leikskóla í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa útbúið og skreytt. Sýningin er opin 11-17 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 22. desember.  Sýning á málverkum eftir Braga Ás- geirsson stendur yfir í forkirkju Hall- grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbund- in olíuverk þar sem hann vinnur með ljósið og þau birtuskil sem framundan eru. Sýningin stendur til 25. febrúar 2004.  „Klippt og skorið“ nefnist myndlistar- sýning, sem Örn Karlsson hefur opnað í ReykjavíkurAkademíunni. Örn vinnur mest með teikningar og samklipps- myndir (collage) en einnig texta sem hann beitir „orðaskurði“.  Þetta vilja börnin sjá! nefnist sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum ís- lenskum barnabókum, sem nú er í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin er unnin í samvinnu við Fyrir- mynd, Félag íslenskra myndskreyta, og stendur til 11. janúar 2004.  Olga Lúsía Pálsdóttir hefur opnað sýningu á grafískum verkum sínum í Mokkakaffi að Skólavörðustíg 3a. Yfir- skrift sýningarinnar er: „Stjörnuspeki í augum Olgu Lúsíu“. Sýningin stendur til 10. janúar.  Ína Salóme er með sýningu á textíl- verkum í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg. Ína handmálar verk sín á bómullarklæði. Sýningin stendur til 30. desember og er opin á verslunartíma.  Á Café Borg í Kópavogi stendur yfir á vegum Ritlistarhóps Kópavogs sýning ljóða og ljóðmyndverka eftir Eyvind P. Eiríksson. Sýningin er sú fjórða í röð slíkra sýninga á vegum Ritlistarhópsins. Hún stendur út desembermánuð.  Ljósmyndasýning stendur yfir á Thorvaldsen í tilefni útgáfu ljósmynda- ljóðabókar K.U.K.L. Ljósmyndirnar á sýn- ingunni tók Jónatan Grétarsson. Signý Kristinsdóttir og Silja Þorbjörnsdóttir sömdu ljóðin. Sýningin stendur til 3 jan- úar 2004.  Á Jólasýningu Norræna hússins 2003 sýna og selja tugir íslenskra lista- manna, hönnuða og handverksmanna verk sín.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa nú yfir þrjár sýningar: Smekkleysusýningin Humar eða frægð, sýning um Land- nemann mikla, Stephan G. Stephans- son, og sýning um Óskar Ingimarsson, sagnfræðing, þýðanda og þul.  Samlagið Listhús á Akureyri er með jólasýningu á nýjum og nýlegum verkum eftir félagsmenn.  Sýningin Jólatré bernsku minnar stendur yfir í Punktinum, Listagilinu á Akureyri. Sýnd eru tré sem voru gerð á Íslandi fyrir tíma innfluttu jólatrjánna.  Ingvar Þorvaldsson sýnir vatnslita- myndir á Café Milano og stendur sýn- ingin til áramóta.  Á Café Prestó, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi, sýnir Helga Ottósdóttir vatnslitamyndir. Sýningin verður opin fram að áramótum á opnunartíma kaffi- hússins.  Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning- in Ásmundur Sveinsson – Nútíma- maðurinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í tilefni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns. Hún stendur til 20. maí. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 42 14. desember 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 DESEMBER Sunnudagur Þ etta fólk spilar eingöngu af því að það er svo gaman að spila, og það segja mér margir að það skíni svolítið í gegn á tón- leikum,“ segir Ingvar Jónasson, stjórnandi og stofnandi Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna, greinilega stoltur af sínu fólki. Í dag heldur hljómsveitin tón- leika í Seltjarnarneskirkju ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Á efnisskránni eru tvö verk, Píanókonsert númer eitt eftir Sjostakovitsj og Búlgarsk- ur dans eftir Pavel Smid. „Við köllum þetta jólatón- leika þótt reyndar sé ákaflega lítið jólalegt á þeim,“ segir Ingv- ar. Peter Maté leikur einleik á píanóið í Píanókonsertinum. Auk þess leikur David Noote- boom á trompet, sem er nánast einleikshlutverk líka í þessu verki því trompetið er eina blásturshljóðfærið. „Svo frumflytjum við verk eftir ungan mann, Pavel Smid, sem er Íslendingur en foreldr- arnir reyndar frá Búlgaríu og Tékklandi. Þau eru bæði org- anistar hér á landi.“ Pavel Smid er við nám í Boston í tónsmíðum og píanó- leik. Þetta er fyrsta verkið sem hann skrifar fyrir heila hljóm- sveit, og hefur hann notið til þess leiðsagnar frá kennurum sínum ytra. Tónleikarnir í Seltjarnarnes- kirkju eru þriðju tónleikar hljómsveitarinnar á þessu starfsári, en alls verða þeir sjö áður en vetri lýkur. „Við höfum reynt að hafa ein- leikara með okkur, ýmist viður- kennda stórsólóista eins og Pet- er Maté eða inni á milli ungt fólk sem er annað hvort nýútskrifað eða í þann veginn að útskrifast.“ Ingvar stofnaði Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna fyrir fjórtán árum og hefur hún vaxið jafnt og þétt allar götur síðan. „Ég var nýkominn heim eftir sautján ára búsetu í Svíþjóð og hafði orð á því við Jón Nordal að mér fyndist vanta áhugamanna- hjómsveit hér. Þá vissi ég ekki að aðrir áhugamenn höfðu nefnt þetta líka við Jón og hann leiddi okkur saman. Þetta var fámennt lið í upphafi, en hljómsveitin hefur þróast og þroskast í róleg- heitum.“ ■ Áhuginn skín í gegn STJÓRNANDINN OG EINLEIKARINN Ingvar Jónasson stjórnandi og Peter Maté píanóleikari í Seltjarnarneskirkju, þar sem tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna verða síðdegis í dag. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Ef ég færi í langan sunnudags-bíltúr myndi ég vilja keyra norður í Ólafsfjörð og athuga hvort þar sé að finna snjó og fara á skíði,“ segir leikarinn Guð- mundur Ólafsson. „En ef það er snjór í Bláfjölllum þá er það besti sunnudagsbíltúrinn.“ Rúnturinn ■ TÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.