Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 23
staklingum með skítkasti: „Þá hefur þú fyrst tapað málflutn- ingi þegar þú ræðst á andstæð- ing þinn. Reyndu að stilla þig og reiðast ekki. Ef andstæðingur þinn reiðist og segir ósæmileg orð þá hefur hann tapað slagn- um“. Og sannarlega leið mér ekki illa undir orðum Garðars Sverrissonar. Ég vissi að hann gekk of langt. Ég vissi að þessi orð sæmdu honum ekki við þess- ar aðstæður. Garðar Sverrisson er öflugur baráttumaður en hann þarf að gæta meira hófs.“ Trúin hjálpar Það viðurkenna allir að þú sért skemmtilegur. En stundum er talað meira um þig sem skemmtikraft en þungavigtar- stjórnmálamann. „Pólitíkin hefur á sér svo margar hliðar. Ég hef engar áhyggjur af þessari umræðu. Menn bjuggust ekki við miklu af mér þegar ég varð ráðherra og höfðu um mig alls kyns ummæli, að ég væri gamaldags, jafnvel fornaldarmaður, og þess vegna leiðinlegur. Svo vegnaði mér þokkalega, reyndar það vel að ári síðar hlaut ég yfirburða- kosningu sem varaformaður Framsóknarflokksins, ekki síst vegna þess að ég kom með margt nýtt í umræðu um land- búnaðarmál sem hefur breytt ásýnd sveitanna. Svo var farið að halda því fram að ég væri skemmtilegur og vinsæll ráð- herra, en ég dæmi ekki um það. Þá brást Samfylkingin við með því að halda því fram að ég eyddi mestum tíma á þorrablót- um og hestamannamótum og væri skemmtikraftur en ekki al- vöru stjórnmálamaður. Ég skal viðurkenna að ég hef gaman af að vera meðal fólksins í landinu og á skemmtilegum samkomum. Ég tek störf mín mjög alvarlega en leyfi mér líka að gera að gamni mínu. Sá maður sem leyf- ir sér að vera frjáls og lætur húmorinn leika um störf sín á yfirleitt góð samskipti við þá menn sem hann hittir.“ Þú talar mjög formfagra ís- lensku og þaðan er ekki löng leið yfir í ljóðformið. Yrkirðu? „Ég er sem betur fer ekki hagyrðingur því ég hefði ábyggilega misnotað þann hæfi- leika hefði mér verið gefinn hann. Það er mikilvægt að fara vel með gáfur sínar. En því er ekki að leyna að stundum sest ég niður og raða saman orðum fyrir mig og fjölskyldu mína. Það eru bæði ljóð og sögur.“ Guðni hefur ekki áhuga á að birta skáldskap sinn opinber- lega, segir hann eingöngu vera fyrir sig og sína. „Ég vil ekki hafa þetta með öðrum hætti sem stendur,“ segir hann. Hann hyg- gst lesa þó nokkuð af jólabókun- um og er núna að lesa Bettý eft- ir Arnald Indriðason og segist vera mikill aðdáandi höfundar- ins. Meðal annarra bóka á lestr- arlistanum er ævisaga Hannes- ar Hólmsteins um Halldór Lax- ness. „Ég hlakka til að lesa hana og mér sýnist af því sem ég hef heyrt í fjölmiðlum að Hannes hafi vandað mjög til þess verks. Ég ætla einnig að lesa seinna bindi ævisögu Jóns Sigurðsson- ar eftir Guðjón Friðriksson. Guðjón hefur í ævisögum sínum tekið fyrir hina sterku einstak- linga þessa þjóðfélags og opnar viðkomandi persónur fyrir manni. Ég hef gaman af því.“ Jólin minna mann ekki bara á bækur heldur líka á Guð og trúna. Ertu trúaður maður ? „Já, og trúin hefur hjálpað mér. Maður var vaninn við það sem barn að signa sig og fara með bænir fyrir svefninn. Mað- ur býr að þessari gömlu barna- trú. Trúin hjálpar, friðar sam- viskuna og gerir okkur hógvær- ari og gefur okkur von í lífinu.“ kolla@frettabladid.is SUNNUDAGUR 14. desember 2003 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 24.940 kr.Ver› frá* Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante. Ver›- lækkun á sumar og sól Sala hefst á Netinu í dag á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. A›eins 200 sæti í bo›i. Flugdagar eru: 2., 15. og 25. apríl, 19. maí og sí›an alla mi›vikudaga í sumar. Flogi› er í beinu leiguflugi me› Icelandair í morgunflugi. Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a 5.000 kr. me› Atlasávísunum og VR ávísunum a› eigin vild og lækka fer›akostna›inn. www.plusferdir.is N E T á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn ferðist saman. Gildir í ferðir frá 15. apríl til 15. október. Ef einn ferðast, 25.330 kr. 22.730 kr. *Verð miðast við að bókað sé á Netinu, sé bókað með öðrum leiðum bætast við þjónustugjöld á hverja bókun. á mann m. v. að tveir ferðist saman. 25. apríl - 50 sæti í boði. NetPlús er eingöngu bókanlegur á Netinu. Al ic an te GUÐNI ÁGÚSTSSON „Það eru ósanngjarnar ásakanir stjórnarandstöðu að við séum undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum. Við erum frjálsir í þessu samstarfi, við höfum valið okkur það og höfum aldrei viljað sleppa þeim ráðherraembættum sem hafa skapað mest í samstarfinu. Við reyndum það ekki 1999 og við reyndum það ekki nú í vor. Við framsóknarmenn erum tilbúnir til að taka á okkur mikla erfiðleika til að halda áfram þessu sóknarstarfi fyrir íslenska þjóð.“ Mér fannst að Sam- fylkingunni væri að takast að ljúga því að þjóð- inni að hér ríkti eintómur djöfulsskapur í garð öryrkja, ekkert nema eilífar skerð- ingar og svik. Mér ofbauð þegar ég sá hinn öfluga bar- áttumann Garðar Sverrisson halda því einnig fram að fjárlögin væru fjárlög skerð- inga og svika. Þá gekk ég fram með sterkum hætti og greip til setningar sem var stundum notuð á mig þegar ég var unglingur og fór mik- inn. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.