Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 27
27SUNNUDAGUR 14. desember 2003 Hver er maðurinn? Hann er mikill gleðigjafi á góð-um stundum. Þægilegur í sam- starfi. Hefur lítið fyrir því að gera góða hluti og bjarga sér út úr vanda- sömum aðstæðum. Góður og traust- ur vinur, borðar mikið, elskar það líkt og sjá má á hans glæsilega út- liti,“ segir sjálfur Hemmi Gunn um manninn sem um er spurt. Þeir hafa haft ýmislegt saman að sælda í gegnum tíðina líkt og reyndar á við um margan manninn sem Hemmi þekkir. „Hann er mjög áræðinn og kald- ur. Nánast til í hvað sem er. Kemur oft með góðar hugmyndir og hefur fullan vilja til að framkvæma þær þó hugmyndirnar séu að mati flestra annarra gersamlega ófram- kvæmanlegar. Síkátur og skemmti- legur og liggur ekki á skoðunum sínum líki honum ekki hvernig að málum er staðið. Stendur þá fátt eitt í vegi,“ segir Ingvar Viktorsson, fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem hefur haft sitthvað af mannin- um að segja. Það á einnig við um Hjört Howser tónlistarmann sem dregur síðustu pensildrættina í þá mynd sem hér er teiknuð: „Hann segir öðrum mönnum betur frá, frá- bær sögumaður, kannski fyrst og fremst vegna þess hversu óhrædd- ur hann er við að ýkja. Mjög traust- ur vinur og á til að vera þrjóskari en andskotinn ef hann bítur eitthvað í sig. Þó hann sé mikill diplómat dags daglega er ómögulegt að þoka hon- um þegar hann hefur tekið ákvörð- un.“ Og nú er spurt: Hver er maður- inn? Svar á blaðsíðu 30. ÞRJÓSKUR Hugmyndaríkur matgæðingur sem liggur ekki á skoðunum sínum. Síkátur sögumaður STEFÁN JÓNSSON Sló í gegn með Kvetch og er núna kominn í það sem hann kallar gargandi klassík. Leikfélag Reykjavíkur – Sporvagninn Girnd Kjöt á bein- unum Þetta er þungavigt. Frábærtleikrit og gargandi klassík,“ segir Stefán Jónsson, sem leik- stýrir jólasýningu Borgarleik- hússins sem er Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams. Stefán, sem sló í gegn sem leik- stjóri með sýningunni Kvetch, hefur fengið ársleyfi frá Þjóðleik- húsinu til að stýra Nýja sviði Borgarleikhússins og er þetta fyrsta verkefni hans af fjórum þar. Þar verður Sporvagninn frumsýndur 27. desember. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Blanche en aðrir leikarar eru Björn Ingi Hilmarsson Stanley, Harpa Arn- ardóttir, Pétur Einarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þór Tuliníius. „Þegar maður er að vinna við uppsetningu Sporvagnsins upp- götvar maður af hverju leikrit verður sígilt. Þarna er kjöt á bein- unum sem má kjammsa á. Þetta er gríðarleg dramatík og Blanche, aðalpersónan, er á hverfanda hveli. Manneskja sem er að berj- ast fyrir tilveru sinni og að halda lífi í sálinni.“ Margir kannast við kvikmynd- ina sem byggir á leikritinu en þar eru Marlon Brando og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Stefán segir leikhóp sinn fara allt aðra leið. „Það verður engin New Or- leans svitalykt af leikurunum. Þetta er er ekki períódusýning heldur tökum við þetta nær okkur í tíma. Enda er það einkenni sígildra verka að hefja sig yfir rit- unartíma sinn. Þetta gæti allt eins verið að gerast á Íslandi.“ ■ SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR Fer með eina af draumarullum hverrar leikkonu, Blanche í Sporvagninum Girnd, og fylgir þar í fótspor Vivien Leigh. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.