Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 32
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma Jólabókafló ðið er í Office 1 ! SKEIFUNNI SMÁRALIND AKUREYRI EKKI BARA SUMAR 10ÞÞriðji sunnudagur í aðventu. Daginn ídag er gott að nota til að íhuga jólaboð-skapinn, rækta sína nánustu og hugsa tilvina og ættingja með því að skrifa þeimjólakveðju. Fjölskyldusamvera yfir aðventuljósun-um og kakóbolla og smákökum er tilvalin einhverntíma dagsins, meðan veðrið hamast úti fyrir. Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Bragi Skaftason Þinglok. Hvað kemur þér í jólaskap? Mörkinni 3 • s: 588 0640 Opið mán.- föst. kl. 11 til 18 laugard. kl. 11 - 15 www.casa.is Frábærar jólagjafir Desember hjá sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur: Leitum öll að ljósinu Boðskapur jólanna styrkir okk-ur í trúnni á það góða í líf- inu,“ segir sr. Guðný Hallgríms- dóttir, prestur fatlaðra. Hún tek- ur þó fram að undirbúningur jól- anna sé mörgum erfiður, einkum þeim sem hafi nýlega upplifað sorg vegna ástvinamissis, heilsu- tjóns eða skilnaðar. „Aðventan kemur óhjákvæmilega róti á til- finningar okkar. Myrkrið úti, jólaljósin og hugsunin um þá há- tíð sem í hönd fer gerir okkur meyrari en ella. Það er ofur eðli- legur hlutur. En við eigum að leyfa okkur að gráta ef við höfum þörf fyrir því tárin lauga sárin og eftir grátinn á gleðin greiðari að- gang að hjörtum okkar,“ segir hún sannfærandi. Starf Guðnýjar hefur frá 1990 að miklu leyti snúist um þjónustu meðal fólks með þroskahömlun. Hún kveðst hafa undirbúið sig með sérhæfðu námi á sínum tíma, bæði í guðfræðideild Há- skólans og erlendis. Þó hafi hún mest lært af reynslunni. „Besti skólinn er lífið sjálft og þar er grundvallaratriði að reyna að mæta náunganum þar sem hann er. Ef ég er í vanda stödd og veit ekki hvað ég á að gera þá spyr ég mig oft: Hvað hefði Kristur gert í þessum aðstæðum?“ Nú á aðventunni hefur Guðný haldið aðventustundir með fötl- uðum, farið á verndaða vinnu- staði og heimsótt sambýli og eins og hjá öðrum prestum snýst líf hennar mikið um sálgæslu á þessum árstíma. „Þeir sem eru sjúkir eða einmana finna oft meira fyrir því á aðventunni en í annan tíma. Það eiga ekki allir fjölskyldu og það finna ekki allir þann frið og þá gleði sem jólun- um á að fylgja. En það er starf okkar prestanna að leiða fólk í gegnum dimma dali hugans og leita með því að ljósinu. Þetta gerir líka hver maður á sinn hátt sem tekur á móti þeim gleðiboð- skap sem jólin eru.“ ■ FALLEG STUND Í KIRKJUNNI Sr. Guðný uppfræðir börn fyrir fermingu og fer vikulega í skólana en einu sinni í mánuði í kirkju og hér er hún í Langholtskirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.