Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 4
4 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR Ertu sammála vali á íþróttamanni ársins 2003? Spurning dagsins í dag: Hvernig fannst þér áramótaskaupið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17% 73% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Flugmál ■ Ameríka Þingmaður í mótmælaaðgerðum: Látinn laus úr haldi JERÚSALEM, AP Yfirvöld í Ísrael hafa látið lausan úr haldi sænskan þing- mann sem var handtekinn þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn byggingu ísraelsks varnar- múrs á Vesturbakkanum. Gustav Fridolin, sem er þingmaður Græn- ingja, snýr sjálfviljugur aftur til Svíþjóðar á sunnudag. Fridolin, sem er tvítugur, var einn fjögurra útlendinga sem voru handteknir á gamlársdag þegar ísraelskir hermenn leystu upp mót- mælafund við þorpið Budrus á Vesturbakkanum. Á fundinum var verið að mótmæla byggingu 750 kílómetra varnarmúrs í kringum byggðir Ísraela á Vesturbakkan- um. Fridolin heldur því fram að Ísraelar hafi beitt hann harðræði þegar hann var handtekinn. ■ Líst ekki vel á breytingarnar Jóhanna Sigurðardóttir segir hugmyndir um breytingar á húsnæðislána- kerfinu vera lið í að færa kerfið úr höndum ríkis til einkaaðila. Þá myndu bankarnir „mala gull“ en kjör til almennings ekki batna, segir hún. HÚSNÆÐISLÁN Jóhanna Sigurðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi félagsmálaráðherra, er ekki hrifin af þeim breytingum sem kynntar hafa verið á húsnæðislána- kerfinu. Hún telur að hugmyndirn- ar séu skref í þá átt að færa hús- næðislánakerfið frá ríkinu og yfir til einkaaðila. „Mér finnst þessi kerfisbreyting líkjast óþægilega mikið því biðraða- kerfi sem var hér frá 1986. Það kerfi hrundi og húsbréfakerfið leysti það af hólmi,“ segir Jó- hanna. Hún segir að aðstæðurnar séu að einhverju leyti aðrar nú þar sem meiri peningar séu í umferð en telur engu að síð- ur að í þessum breytingum felist möguleiki á því að verið sé að taka upp „biðraðakerfi.“ „Mér finnst að þessi leið stað- festi að það er einungis tímaspurs- mál þar til opinbera húsnæðislána- kerfið fari alveg inn í bankakerfið. Bankarnir munu mala gull á þeirri breytingu,“ segir Jóhanna. Hún tel- ur að bankarnir muni bæta sér upp lægri vaxtatekjur með auknu vaxta- og áhættuálagi. „ Það er því alls óvíst að þetta muni bæta hag íbúð- areigenda,“ segir hún. Sérstaklega varar hún við því að ríkisábyrgð á húsnæðislánum verði aflétt. Jóhanna telur að í þessum hug- myndum felist uppgjöf gagnvart því markmiði að hækka húsbréfa- lánin upp í 90%. „Mér finnst þetta svolítið endurspegla að félagsmála- ráðherra hafi gefist upp og að fram- sóknarmenn hafi eina ferðina enn beygt sig fyrir Sjálfstæðisflokknum sem vill sjá almenna húnsæðiskerf- ið fara inn í bankanna og afnema ríkisábyrgðina,“ segir hún. Jóhönnu finnst „furðulegt að það skuli verið að leggja af húsbréfa- kerfi sem hefur gengið fullkom- lega“ og segist ekki eiga von á því að haft hafi verið samráð við verka- lýðshreyfinguna eða aðra um þessa breytingu. thkjart@frettabladid.is Uppgjör við fortíðina: Allir náðaðir BERN, AP Nú þegar tæp sextíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar hafa yfirvöld í Sviss náðað alla þá sem dæmdir voru fyrir að hjálpa gyðingum sem lagt höfðu á flótta frá öðrum Evrópuríkjum. Með lögum sem gengu í gildi 1. janúar hafa allir dómar sem kveðnir voru upp yfir þeim sem aðstoðuðu gyðinga á meðan á stríðinu stóð verið felldir úr gildi. Fólkið, sem ýmist sat í fangelsi eða var gert að greiða sektir, á þó ekki rétt á bótum frá svissneska ríkinu. Sviss var hlutlaust í síðari heims- styrjöldinni. Árið 1942 lokuðu Sviss- lendingar landamærum sínum fyrir fólki sem sætti ofsóknum í öðrum Evrópuríkjum vegna kynþáttar. ■ OLÍUHÖFN LOKAÐ Í ALASKA Olíu- höfninni í Prins Williams sundi í Alaska var lokað á þriðjudaginn í tvo daga vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn tals- manns bandaríska öryggismála- ráðuneytisins var lokunin hluti af áframhaldandi viðleitni stjórnvalda til þess að tryggja öryggi heima fyrir með tilliti til hækkaðs viðbragðsstigs af ótta við hryðjuverkaárásir yfir hátíðarnar JARÐSKJÁLFTI Í MEXÍKÓ Sterkur jarðskjálfti um 5,7 á Richter- kvarða skók Mexíkóborg og borg- ina Acapulco í Mexikó á nýársdag og fylgdi annar nokkru vægari í kjölfarið. Skjálftarnir ollu litlum sem engum skemmdum og engar fréttir höfðu í gær borist af meiðsl- um. Í Mexíkóborg varð fólk þó óttaslegið minnugt stóra skjálftans árið 1985 þegar um 10.000 manns fórust. ARISTIDE LOFAR KOSNINGUM Jean Bertrand Aristide, forseti Haiti, lofaði því í hátíðarræðu á nýárs- dag, þegar Haiti-búar minntust þess að 200 ár voru liðin frá því að þeir hlutu sjálfstæði frá Frökkum, að þingkosningar færu fram á þessu ári. Hann nefndi þó enga dagsetningu en lofaði aukinni að- stoð við fátæka. Til átaka kom milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans við hátíðarhöldin. LÉTTUR Í SPORI Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði frétta- menn áður en hann fór um borð í forseta- flugvélina, Air Force One, á Brooks County flugvellinum í Texas. Áramótaheit Bandaríkja- forseta: Vill komast í form TEXAS, AP George W. Bush Banda- ríkjaforseti strengdi þess heit að vera duglegri við að fara út að hlaupa á nýja árinu. Forsetinn seg- ist ætla að reyna að komast í betra form en hann hefur ekki getað stundað mikla líkamsrækt að und- anförnu vegna meiðsla á hné. „Ég sakna þess að hlaupa,“ sagði Bush þegar hann ávarpaði blaða- menn í Texas á nýarsdag. Forsetinn sagði að til greina kæmi að minnka sætindaát en þvertók fyrir að hann ætlaði að hætta að borða nautakjöt af ótta við kúariðu. Bush ítrekaði að Bandaríkjamenn gætu áhyggjulaus- ir lagt sér nautakjöt til munns þar sem allt hefði verið gert til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn næði að breiðast út. ■ Fyrrum forsetar Skáksambands ósáttir við takmarkanir á fjölda erlendra skákmanna: Telja að breyta verði reglunum SKÁK Reglur um takmarkanir við þátttöku erlendra skákmanna í Íslandsmóti skákfélaga þjónar ekki hagsmunum íslensku skák- hreyfingarinnar og réttast er að þeim verði breytt. Þetta segja þrír fyrrverandi forsetar Skák- sambands Íslands sem voru í mótsstjórn Íslandsmótsins. Samkvæmt reglunum mega einungis fjórir erlendir skák- menn vera í hverri átta manna sveit félaga. Á grundvelli þeirra voru sigurskákir fimmta er- lenda skákmanns Hróksins dæmdar tapaðar þó mótsstjórn- in væri öll andvíg þessum tak- mörkunum. Hún vill að lögunum verði breytt. „Yfirlýsing mótsstjórnarinn- ar er til marks um að þeir ágætu herramenn sem hana skipa telja reglur um Íslandsmótið á skjön við landslög á Íslandi þó þeir treysti sér ekki til annars en að dæma eftir þessum vafasömu reglum,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, sem segir að farið verði með málið jafn langt og þörf krefur. „Okkar er- lendu meistarar eiga einna mestan þátt í þeirri allsherjar- vakningu sem er í skáklífinu á Íslandi. Við munum aldrei gera málamiðlanir um réttindi þeirra til að tefla á Íslandi.“ ■ SNÆFUGL SU Snæfugl er brunnbátur sem aðallega hefur verið notaður er til að flytja lax úr eldis- kvíum Sæsilfurs til slátrunar hjá Síldar- vinnslunni hf. Í Neskaupstað. Fjarðabyggð: Snæfugl SU flytur eldis- þorsk SJÁVARÚTVEGUR Brunnbáturinn Snæ- fugl SU flutti fyrir skömmu lifandi þorsk úr kvíum Útgerðarfélags Ak- ureyringa, sem staðsettar eru í Steingrímsfirði á Ströndum, í kvíar við Krossanes í Eyjafirði. Alls voru tæp 30 tonn af þorski flutt og virtist honum ekki hafa orðið meint af ferðalaginu að því er segir á heima- síðu SVN. Snæfuglinn mun á milli hátíðanna flytja lifandi þorsk úr eldiskvíum Síldarvinnslunnar í Norðfirði til slátrunar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Snæfugl er brunnbátur sem aðal- lega hefur verið notaður er til að flytja lax úr eldiskvíum Sæsilfurs til slátrunar hjá Síldarvinnslunni hf. Í Neskaupstað. ■ FRIDOLIN Sænski þingmaðurinn Gustav Fridolin (fyrir miðju) var fluttur á lögreglustöð Givat Zeev, skammt frá Jerúsalem, ásamt þremur öðrum útlendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR VIÐ SKÁKBORÐIÐ Hrafn Jökulsson segir þá sem vilja takmarka fjölda erlendra skákmanna vera afturhaldsöfl í skáklífinu. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna átti mikinn þátt í að setja núverandi kerfi húsbréfa á fót. Hún telur að það kerfi hafi sýnt gildi sitt og ekki þurfi að breyta því. „Mér finnst að þessi leið staðfesti að það er ein- ungis tíma- spursmál þar til opinbera húsnæðis- lánakerfið fari alveg inn í bankakerfið.“ FRAMTÍÐARSKIPAN FLUGMÁLA Samgönguráðherra hefur skipað fimm manna nefnd til að gera til- lögur að nýrri framtíðarskipan flugmála. Hún mun skoða starf- semi Flugmálastofnunar og meðal annars hvort aðskilja beri þjónustu hennar frá stjórnsýslu og eftirlits- hlutverki. Þá verður staða Kefla- víkurflugvallar skoðuð en hann heyrir undir utanríkisráðuneytið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.