Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 24
24 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Edda eftir Snorra Sturluson Hér birtist úrval sagna úr Snorra Eddu í einstaklega fal- legri útgáfu. Spennandi og skemmtilegar sagnir um forn goð og hetjur, auk frásagna um upp- haf heimsins og ragnarök. Um 130 myndlistarverk prýða bók eftir listamenn frá fjölmörgum löndum. Elsta myndin er frá 17. öld en þær nýjustu úr samtíman- um. Bók sem er mikið listaverk, bæði hvað texta og útlit varðar. METSÖLULISTI ERLENDRA BÓKA MÁLS OG MENNINGAR OG PENNANS EYMUNDSSONAR Metsölulisti erlendra bóka 1.–29. desember 2003 1. THE DA VINCI CODE. DAN BROWN 2. THE KING OF TORTS. JOHN GRISHAM 3. THE EARTH FROM THE AIR. YANN ARTHUS-BERTRAND 4. DUDE, WHEREíS MY COUNTRY? MICHAEL MOORE 5. STUPID WHITE MEN. MICHAEL MOORE 6. HARRY POTTER & THE ORDER OF THE PHOENIX . J.K. ROWLING 7. NIGHT WATCH. TERRY PRATCHETT 8. THE EARTH FROM THE AIR 366 DAYS. YANN ARTHUS-BERTRAND 9. ENCYCLOPEDIA OF CIVIL AIRCRAFT. HAMLYN 10. BAD MEN. JOHN CONNOLLY Metsölulisti erlendra bóka 1. janúar – 29. desember 2003 1. HARRY POTTER & THE ORDER OF THE PHOENIX . J.K. ROWLING 2. STUPID WHITE MEN. MICHAEL MOORE 3. THE DA VINCI CODE. DAN BROWN 4. OXFORD ADVANCED LEARNERíS DICTIONARY. 5. THE EARTH FROM THE AIR. YANN ARTHUS-BERTRAND 6. THE KING OF TORTS. JOHN GRISHAM 7. DUDE, WHEREíS MY COUNTRY? MICHAEL MOORE 8. NIGHT WATCH. TERRY PRATCHETT 9. RICH DAD, POOR DAD. RICHARD KIYOSAKI & SHARON LECHTER 10. LIVING HISTORY. HILLARY RODHAM CLINTON METSÖLULISTI NEW YORK TIMES Innbundin skáld- verk 1. THE DA VINCI CODE. Dan Brown 2. THE FIVE PEO- PLE YOU MEET IN HEAVEN. Mitch Albom 3. THE BIG BAD WOLF. James Patterson 4. TROJAN ODYSSEY. Clive Cussler 5. THE DARK TOWER 1.–5. Stephen King Kiljur 1. THE KING OF TORTS. John Grisham 2. KEY OF KNOWLEDGE. Nora Roberts 3. ANGELS & DEMONS. Dan Brown 4. KEY OF LIGHT. Nora Roberts 5. THE SECRET LIFE OF BEES. Sue Monk Kidd Metsölulisti New York Times 21.– 28. desember ■ Bækur Margir telja Philip Pullman besta barnabókahöfund heimsins í dag. Leikrit sem byggt er á bókum hans er jólaverk í National Theater í London og kvikmynd er einnig væntanleg. Pullman er umdeildur, einkum og sér í lagi meðal ýmissa kristilegra samtaka. Höfundur sem ögrar kirkjunni Þríleikur Philips Pullman, HisDark Materials - (Gyllti átta- vitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn, eins og bæk- urnar nefnast í íslenskri þýðingu) hefur síðustu árin notið gríðar- legra vinsælda víða um heim. Bækurnar eru margverðlaunaðar og sú síðasta fékk hin virtu Whitebread-verðlaun og var til- nefnd til Booker-verðlaunanna fyrst barnabóka. Verkið er jóla- leikrit í The National Theater í London og viða- mesta sýning leikhússins í áraraðir. Meðal leikenda eru Timothy Dalton og Patricia Hodge og leik- s t j ó r i n n Nicholas Hytner er ein helsta v o n a r s t j a r n a Breta í leikhús- heiminum. Kvik- mynd er einnig væntanleg en enn er ekki búið að ráða leikstjóra að henni. Tom Stoppard hefur tekið að sér að vinna kvikmyndahandritið og miklar vonir eru bundnar við að honum takist þar jafnvel upp og í Shakespeare in Love. Pulman hef- ur lýst því yfir að hann vilji sjá Nicole Kidman í hlutverki hinnar undirfögru og dularfullu frú Coulter. Elliær Guð Í þríleiknum eru margir heim- ar og þar eru nornir, englar, ís- birnir, draugar, menn og fylgjur og baráttan er miskunnarlaus enda stendur hún á milli góðs og ills. Þetta eru ofbeldisfyllri og grimmdarlegri bækur en börn eiga yfirleitt að venjast. Þótt þrí- leikur Pullmans hafi hlotið met- sölu og frábæra dóma heyrast ein- nig háværar gagnrýnisraddir og ekki við öðru að búast þegar höf- undur ögrar viðurkenndri kristi- legri heimsmynd. Kaþólsk tímarit lýsti því yfir að við hæfi væri að kasta bókunum á bál og kristileg kennarasamtök hafa fordæmt höfundinn fyrir guðlast. Pullman lætur sér á sama standa. „Ef þeir fengju tækifæri til þess myndu þeir brenna alla þá sem þeir telja vera villutrúarmenn,“ segir hann um fulltrúa kaþólsku kirkjunnar. Guðinn í þríleik hans er á engan hátt algóður og skilningsríkur og Pullman segir sjálfur að sá Guð þjáist af elliglöpum eftir billjón starfsár. „Kristin trú er öflugt og áhrifaríkt glappaskot, það er allt og sumt,“ segir ein persóna í bók- inni og maður kemst ekki hjá því að álykta að það sé einnig skoðun höfundarins. Margir hafa nefnt Paradísarmissi Johns Milton sem greinilega hugmyndafræðilegan áhrifavald verksins og þegar kemur að frásagnaraðferð eru nefnd nöfn Charles Dickens og Jónatans Swift. Ekki er heldur fjarlægt að ímynda sér að Hómerskviður hafi haft einhver áhrif á ritun sögunnar. Pullman var vanur að skemmta ungum syni sínum fyrir svefninn með því að endursegja sögur úr Odysseifs- kviðu Hómers. Drengurinn fyllt- ist spenntur með og beit eitt sinn svo fast í glas sem hann var að súpa af að skarð kom í glasið. Sá sem les þríleik Pullmans og rekst á eftirfarandi setningu getur ekki annað en hugsað til Hómers: „Eins og alda sem hefur styrkt sig smám saman á þúsunda sjó- mílna ferð sinni um hafið og myndar aðeins litla strauma í út- hafinu, en rís hátt þegar hún kem- ur að landi og ógnar strandbúum rétt áður en hún skellur á flæðar- málinu með óstjórnlegum krafti - þannig reis Jórekur Byrnisson upp gegn Jöfri.“ Fullorðinsbækur fyrir börn Sú heimsmynd sem birtist í þrí- leiknum er flókin og hið sama má segja um hugmyndafræðina. Ein- hverjir hafa því orðið til að efast um að bækurnar henti börnum, þær séu meir við hæfi fullorðna, jafnvel þótt tvær aðalpersónur bókarinnar séu börn. Viðtökur barna og ung- linga ættu að nægja til að sýna að þetta er ekki rétt. Reyndar vita þeir sem legið hafa í bókum frá barn- æsku að fátt er meira þroskandi en að lesa upp fyrir sig. Pullman er þessu sammála. Hann segir að það hafi skipt miklu í lífi sínu þegar ættingi hans gaf honum, þá tólf ára gömlum, skáldsögu eftir P. G. Wodehouse og þannig hafi hann uppgötvað skemmtunina við að lesa bækur sem ætlaðar eru fullorðn- um. Hann mælir með því að full- orðnir gefi börnum fullorðinsbæk- ur. Þegar talið berst að barnabókum leyndir hann ekki skoðunum sínum. Narníu-bækur C.S. Lewis segir hann einkennast af rasisma, Hringadróttinssögu Tolkiens segir hann vera sálfræðilega óáhuga- verða og hann er heldur enginn að- dáandi Roalds Dahl. Hann dáir hins vegar Dodda-bækur Enid Blyton. Þrátt fyrir að bækur Pullmans iði af hugmyndaríki er hann mað- ur sem sækir í hversdagsleikann. „Ég vil eintóna daga, vikur og mánuði,“ segir hann. kolla@frettabladid.is Breski leikarinn Alan Bates lést á dögunum eftir baráttu við lifrarkrabbamein: Varð betri leikari með árunum Breski leikarinn Alan Bates lést ídesemberlok 69 ára gamall eft- ir baráttu við lifrarkrabbamein. Hann átti að baki rúmlega hálfrar aldar leikferil. Hann þótti einn hæfileikamesti leikari sinnar kyn- slóðar og komst fyrst í sviðsljósið eftir leik sinn í Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne, en hann lék hlutverkið bæði í London og á Broa- dway við mikla hrifningu áhorfenda og gagnrýnenda. Hann hvarf aldrei alveg af leiksviði en lék í rúmlega fimmtíu kvikmyndum, þar á meðal Grikkjanum Zorba og Women in Love. Hann var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í The Fixer árið 1969. Árið 1970 kvæntist hann Victoriu Ward sem fæddi honum tvíbura- drengi sem báðir urðu leikarar. Annar sonurinn lést 19 ára gamall eftir asmakast. Eiginkona Bates lést tveimur árum seinna. Í viðtali við Sunday Times í janúar síðastliðnum sagði Bates að dauði konu sinnar og sonar hefði haft varanleg áhrif á hann. „Það sem ég á eftir af lífi mínu, og ég gæti dáið á morgun, þá er allt sem ég geri gert fyrir þau. Ef lífið er svo hverfult þá verður mað- ur að nýta tímann.“ „Því lengur sem hann lifði því betri leikari varð hann,“ sagði leikkonan Glenda Jackson þegar hún minntist hans á sjónvarps- stöðinni Sky. Náinn vinur hans og nágranni sagði: „Alan var mjög hlýr, umhyggjusamur og hlédrægur maður sem tók starf sitt mjög alvarlega. Hann hafði engan áhuga á því að vera fræg- ur, hann hafði áhuga á leiklist- inni - hann hafði áhuga á gæð- um.“ Elísabet önnur Englands- drottning sló Alan Bates til riddara fyrr á þessu ári. ■ ALAN BATES Lést úr krabbameini í árslok. Hér tekur hann við Tony-leiklistarverðlaununum í Bretlandi sumarið 2002. PHILIP PULLMAN Hann er stórstjarna á bókmenntahimninum. Tom Stoppard vinnur nú að kvikmyndahand- riti eftir bókum hans um stúlkuna Lýru og baráttu hennar og annarra við myrkraöfl. SKUGGA- SJÓNAUKINN Fékk hin virtu Whitebread-verð- laun og bókin var tilnefnd til Booker- verðlaunanna fyrst barnabóka. Sú heimsmynd sem birtist í þríleiknum er flókin og hið sama má segja um hugmyndafræðina. Einhverjir hafa því orðið til að efast um að bækurnar henti börnum, þær séu meir við hæfi fullorðna, jafnvel þótt tvær aðalpersónur bók- arinnar séu börn. Viðtökur barna og unglinga ættu að nægja til að sýna að þetta er ekki rétt.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.