Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 3. janúar 2004 19 Guðrún Ögmundsdóttir gæti hugsað sér að leggja land undir fót: Langar aftur til Indlands Ef ég ætti að hoppa eitthvaðnúna, þá myndi ég fara til Ind- lands,“ segir Guðrún Ögmunds- dóttir alþingiskona. „Þar bjó ég í eina tíð í nokkra mánuði í sjálfri Madras. Þar var ég með Sigvalda Hjálmarssyni rithöfundi og hinni dásamlegu konu hans henni Baddý og barnabarninu þeirra henni Nadíru. Mig hefur alla tíð langað aftur og nú held ég að ég myndi drífa mig á þessar gömlu slóðir. Það er nefnilega þannig með Indland að allt gerist þar frekar hægt og ég er næstum viss um að litlu betlarabörnin mín eru á sama stað og þau voru þegar ég fór þaðan. Man ennþá lyktina af landinu og ég veit að hún er þar enn. Þetta er gamal l draumur og gott ef ég gæti lát- ið hann rætast. Í öðru lagi myndi ég bregða undir mig betri fætinum og fara til Ameríku. Þar á ég tvær systradætur sem eru á svipuðu reki og ég. Hitti þær síðast fyrir fjórum árum, en þá hafði ég ekki hitt þær í 25 ár. Það urðu dásam- legir fagnaðarfundir og hef ég eiginlega síðan verið með hálf- gerða Ameríkuveiki. Það sem var hvað skrýtnast var að þrátt fyrir öll árin sem liðið höfðu var eins og ég hefði hitt þær í gær og þeg- ar þær tóku á móti mér á flug- vellinum í Baltimore, þá fannst mér eins og tíminn hefði staðið í stað. Það var hlegið og grátið og merkilegt hvað tengingin var ennþá sterk, en þær hafa aldrei búið hér á landi, en ég var hins vegar hjá þeim nokkur sumur á ungdómsárunum. Væri sem sagt til í að fara til þeirra aftur og um- faðma þær.“ ■ ■ Næsta stopp FRÁ INDLANDI „Þetta er gamall draumur og gott ef ég gæti látið hann rætast.“ GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Kom einu sinni til Indlands og dreymir um að fara þangað aftur. Hefur einnig taugar til Ameríku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.