Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 18
18 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR Framhaldsmyndir settu sterkan svip á bíóárið 2003 en þannig lauk Matrix-þríleiknum með tvöföldum skammti á árinu og glæsilegur lokakafli Hringadróttinssögu innsiglaði árið. Blóðug endurkoma Quentins Tarantino með Kill Bill setur sitt mark á annála ársins sem var þegar vel er að gáð öllu hrottalegra en gengur og gerist. Blóðugt ár framhaldsmynda Bíóárið 2003 einkenndist af risa-stórum og fokdýrum fram- haldsmyndum sem fylgdu í kjölfar mynda sem hafa rakað saman hund- ruðum milljóna í miðasölunni und- anfarin ár. Þannig lauk Matrix-þríleiknum með tvöföldum skammti, þriðja myndin um Tortímandann leit dags- ins ljós og þriðja og væntanlega síð- asta American Pie myndin dúkkaði upp. Sagan um stökkbreyttu X- mennina hélt áfram, Martin Lawrence og Will Smith gerðu út á gamla velgengni í Bad Boys 2 og Englarnir hans Kalla, þær Lucy Liu, Drew Barrymore og Cameron Diaz, brugðu sér aftur í latexið og létu öll- um illum látum. Tölvugellan Lara Croft blandaði sér einnig í slaginn í Tomb Raider 2 og síðast en ekki síst lokaði Peter Jackson þríleiknum um Hringadróttinssögu með glæsibrag í lok ársins með The Return of the King. Ládautt á öruggum miðum Það var því ekki mikið verið að taka sénsa í ár en þrátt fyrir það brugðust þessi krosstré mörg hver. Harðir aðdáendur The Matrix urðu til að mynda fyrir umtalsverðum vonbrigðum með sögulokin og eru flestir þeirrar skoðunar að fyrsta myndin standi sterkari sem heild en þríleikurinn allur. Þriðja myndin um Tortímandann bauð upp á nægan hasar og spreng- ingar en stóð fyrri myndunum langt að baki og aðalleikarinn Arnold Schwarzenegger snýr varla aftur sem vélmenni úr framtíðinni þar sem hann hefur snúið sér alfarið að pólitík og glímir nú við bágan fjár- hag Kaliforníuríkis. Tomb Raider 2 náði ekki tilætluðum árangri enda virkaði Lara Croft ansi þreytt og lit- laus og Angelina Jolie, með allan sinn kynþokka, gat ekkert gert til að bjarga því. Það eru því í raun bara X-Men 2 og The Return of the King sem stóð- ust væntingar aðdáenda sinna í framhaldsmyndadeildinni. Þriðja Lord of the Rings myndin þykir ein- faldlega toppa allt sem áður hefur sést í bíó og þráður annarrar X-Men myndarinnar er spunninn skynsam- lega úr myndasögufyrirmyndinni og það er því gott útlit fyrir að saga þeirra stökkbreyttu á hvíta tjaldinu sé ekki öll sögð enn. Árið sem Tarantino sneri aftur „Það liggur við að það megi segja að Lord of the Rings sé fyrsta trílógían sem heppnast algerlega en síðasta myndin virðist vera best og þannig á þetta að vera. Ólíkt Matrix, sem kláraðist líka á árinu,“ segir Hugleikur Dagsson kvikmynda- gagnrýnandi. „Matrix Reloaded og Revolutions eru svipaðar og Episode I og II í Star Wars. Þar eru frummyndirnar klassík en fram- haldsmyndirnar annaðhvort viðun- andi viðbót, sem skemmtun, eða eitthvað leiðinlegt. Fyrir mér voru Matrix-myndir ársins viðunandi afþreying en ekkert meira.“ Hugleikur er hins vegar hæst- ánægður með langþráða endur- komu Quentins Tarantino. „Með Kill Bill er afþreyingarmenningunni ýtt upp á æðra plan með nákvæmlega réttri blöndu af list og „explota- tion“. Ég var líka mjög sáttur við Elephant eftir Gus van Sant. Hon- um tókst að tækla þetta skotæði í bandarískum skólum án þess að vera að predika um hvað sé að í Bandaríkjunum og tókst þannig að sýna einhvers konar raunveru- leika.“ Ofbeldismyndir á stríðstímum Franska myndin Irréversible gekk fram af mörgum með rudda- legum ofbeldisatriðum en Hugleik- ur telur hana hiklaust með bestu myndum síðasta árs. „Ég keypti Irréversible á DVD um leið og hún kom út. Hún er rosalega áhrifarík og ég er ekki enn búinn að þora að horfa á hana aftur. Ég geri það ein- hvern tíma þegar ég er mjög örugg- ur með sjálfan mig. Ég tek annars eftir því að flestar myndirnar sem ég vel á topp 10 eru ógeðslega blóð- ugar og hrottalegar en veit ekki hvort það segir meira um mig eða tímana sem við búum á. Það er þó staðreynd að þegar það er stríð í heiminum, ekki síst áberandi stríð, verða hryllingsmyndirnar hrotta- legri. Það er bara þannig.“ Innrás ofurhetjanna Hugleikur er annálaður mynda- sögunörd og fylgist því vel með ferðalögum gamalla ofurhetja úr hasarblöðum á filmu en það sér ekki fyrir endann á þeim hreppaflutn- ingum. „Mér fannst The Hulk frábær. Hún er eiginlega meiri varúlfa- mynd en ofurhetjumynd en þannig er Hulk einmitt sjálfur. Hvað útlitið varðar er The Hulk þó ein sú myndasögulegasta en annars er þetta fyrst og fremst freudísk flug- eldasýning af bestu gerð. X-Men 2 var líka frábær en það er fyrst og fremst leikstjóranum Brian Singer að þakka. Daredevil var svo bara ömurleg. Þar var allt tekið fyrir sem skiptir máli fyrir Daredevil en því var öllu klúðrað. Þessi leikstjóri gerði líka Simon Birch eftir bók sem mér skilst að sé svört kómedía en myndin er endalaust væmin. Það virðist því vera höfundareinkenni hans að taka svala, svarta hluti fyr- ir og breyta þeim í vellu. Svo sló myndin í gegn og hvað þá, fær hann að gera framhald? Ég vona ekki.“ Þegar allt kemur til alls er Hug- leikur þó nokkuð sáttur við fram- haldsmyndaárið mikla 2003 og gerir sér vonir um að árið 2004 verði jafn- vel betra. „Annars hef ég ekki verið jafn duglegur að gagnrýna á þessu ári og oft áður þannig að ég komst hjá því að sjá rosalega mikið af rusl- inu en er ánægðastur með óháðar myndir eins og City of God, Sweet Sixteen og Cabin Fever sem var alveg frábær.“ thorarinn@frettabladid.is OPIÐ Í DAG FISKBÚÐIN VÖR • Höfðabakka 1 Sími 587 5070 Hrogn & lifur og línuýsa ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Tíu bestu myndir ársins 2003 1. Kill Bill vol. 1 2. The Lord of the Rings: The Return of the King 3. 28 Days Later 4. Mystic River 5. Bowling For Columbine 6. Nói albínói 7. Lilya 4-Ever 8. Finding Nemo 9. The Pirates of the Carribean 10. The Hulk Fimm verstu myndir ársins 2003 A Man Apart Daredevil Johnny English Legally Blonde 2 Tomb Raider 2 BIRGIR ÖRN STEINARSSON Tíu bestu myndir ársins 2003 1. The Lord of the Rings: The Return of the King 2. The Pianist 3. Kill Bill vol. 1 4. Bowling for Columbine 5. Punch Drunk Love 6. Finding Nemo 7. City of God 8. Nói albínói 9. El Crimen de Padre Amaro 10. Mystic River Fimm verstu myndir ársins 2003 Daredevil Dreamcatcher The Emperor’s Club Chicago Fálkar ÞRÁINN BERTELSSON Tíu bestu myndir ársins 2003 1. City of God 2. Master and Commander 3. Lilya 4-ever 4. Lord of the Rings - Return of the King 5. Kill Bill Vol. 1 6. Bowling for Columbine 7. The Pianist 8. Mystic River 9. Finding Nemo 10. The Pirates of the Carribean HUGLEIKUR DAGSSON Tíu bestu myndir ársins 2003 1. The Lord of the Rings: The Return of the King 2. City of God 3. Elephant 4. Kill Bill vol. 1 5. Irréversible 6. Spirited Away 7. Cabin Fever 8. Thirteen 9. The Hulk 10. X-Men2 Fimm verstu myndir ársins 2003 Chigaco Legally Blond 2 Wonderland Daredevil Dreamcatcher NÓI ALBÍNÓI Gagnrýnendum Fréttablaðsins ber saman um að mynd Dags Kára Péturssonar sé á meðal tíu bestu kvikmynda nýliðins árs. DAREDEVIL Er mikill töffari í samnefndum myndasögum en innreið hans á hvíta tjaldið olli umtalsverðum vonbrigðum. Græni berserkurinn Hulk og stökkbreyttu X-mennirnir héldu hins vegar heiðri teiknimyndasagnanna á lofti árið 2003. UMA THURMAN Hjó mann og annan og nokkra tugi til í Kill Bill í fyrra og markaði þar með endurkomu Quentins Tarantino og blóðþyrstir aðdáendur leikstjórans bíða seinni hluta myndarinnar í ofvæni en Kill Bill vol. 2 er væntanleg í bíó í mars. HUGLEIKUR DAGSSON Segir óvenju mikið um hrottafengnar og blóðugar myndir á Topp 10 lista sínum fyrir árið 2003 og er ekki frá því að stríðsbrölt í raunveruleikanum hafi magnað ofbeldi og hrylling í bíó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.