Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
REYNIS TRAUSTASONAR
Hákarl
og hafsnauð
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
23
12
4
12
.2
00
3
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
Rýmum fyrir nýju ári 27/12 - 18/01
Útsala
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
Fréttir geta verið margvíslegar ogeignast gjarnan sjálfstæðara líf
eftir því sem þær ganga á milli fleiri
manna. Háir sem lágir taka gjarnan
þátt í því að krydda munnmælasögur
og færa þær í stílinn. Þetta er ekki að-
eins bundið við munnmæli heldur
einnig nútímafjölmiðla sem eru rekn-
ir áfram af þörfinni fyrir að finna
eitthvað nýtt til að bragðbæta sögu
sem komin er fram yfir seinasta sölu-
dag. Sá Íslendingur sem fékk hvað
mesta umfjöllun í heimspressunni á
seinasta ári var skipstjórinn og kjark-
mennið Sigurður Pétursson sem sneri
baki við íslensku allsnægtasamfélagi
til þess að búa við frumstæðar að-
stæður í Kuummiit, 350 manna þorpi
á austurströnd Grænlands, þaðan sem
hann stundar veiðar á grálúðu og ná-
hval á smábátnum Eiríki rauða innan
um hafís og við aðstæður sem líkjast í
fáu því sem íslenskir sjómenn þekkja.
HEIMSPRESSAN tók kipp í haust
þegar Fréttablaðið sagði frá því að Ís-
maðurinn í Kuummiit hefði með ber-
um höndum fangað hákarl í fjöru-
borði við Grænlandsströnd. Atvikið
var í sjálfu sér fréttnæmt enda
fáheyrt að menn leggi til atlögu við
þennan helsta ógnvætt undir-
djúpanna; hvað þá berhentir. Fréttin
flaug á ógnarhraða með aðstoð frétta-
veita um gjörvalla heimsbyggðina og
var í fyrstu óbrengluð og lýsti því
einu að Sigurður skipstjóri hafi ásamt
mönnum sínum verið við hvalskurð
þegar hákarl kom syndandi til að
gæða sér á innyflum. Ísmaðurinn
hafði engar vöflur á heldur óð í
sjóinn og tók um sporð hákarlsins og
hélt honum sem að hans sögn er ekki
þrekvirki þar sem hákarl á grunnsævi
er fremur máttlaus. Síðan hóaði hann
í grænlenskan samstarfsmann sinn,
Frede, og bað hann að taka við sporð-
inum og óð fram með dýrinu, sem var
að mati sjónarvotta um 300 kíló, og
stakk hann til bana.
FRÉTTIN hefur gert víðreist og hver
fjölmiðillinn af öðrum tekið hana upp.
Smám saman tók hún þó breytingum í
meðförum. Mestum hæðum náði hún í
Ástralíu þar sem hákarlinn var orðinn
600 kíló að þyngd eftir að hafa verið
nokkrum sinnum umreiknaður frá
kílóum í pund og til baka aftur. Ein-
hverjum fjölmiðlinum hefur væntan-
lega þótt vanta hetjudáðina í dráp
hákarlsins og þá var skotið inn setn-
ingu um að kapteinn Sigurður hefði
verið að bjarga mannskap sínum frá
hákarlinum ógurlega og í því skyni
stungið sér til sunds og ráðist á há-
karlinn á jafnréttisgrundvelli. Í sömu
svifum breyttist smábáturinn Eiríkur
rauði í togara sem barðist um í hafs-
nauð innan um hafís og hákarla sem
skipstjórinn stútaði berhentur. Fleiri
fjölmiðlar fylgdu á eftir með nýju
útgáfuna.
SAGAN um hænuna og fjöðrina þar
sem ein fjöður varð að mörgum hæn-
um er enn í fullu gildi. En auðvitað
er fréttnæmt þegar maður fangar há-
karl með berum höndum. Þetta er þá
aðeins spurning um að réttum stærð-
um sé haldið til haga. ■
www. .is
Taktu þátt
í spjallinu á
...
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma