Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 28
28 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Fréttiraf fólki Eins og venjulega byrjarkvikmyndaárið á syrpu dramatískra mynda sem gefnar eru út um þetta leyti í von um að þær komist í Óskarsverðlauna- slaginn. Á næstu þremur mán- uðum eigum við von á nokkrum myndum sem þegar er byrjað að spá tilnefningu. Mona Lisa Smile (9. janúar) er kennara- drama sem skartar Juliu Ro- berts í aðalhlutverki. The Last Samurai (16. janúar) er nýjasta stórmynd Tom Cruise og hefur fengið prýðisdóma erlendis. Cold Mountain (um miðjan febrúar), skartar einum föngu- legasta leikarahóp í manna minnum og verður án efa í slagnum miðað við viðbrögð gagnrýnenda. Einhverjir spá því að leik- stjórinn Tim Burton verði með í Óskarsverðlaunaslagnum í ár með nýja mynd sína Big Fish (30. janúar). Myndin skartar Ewan McGregor í aðalhlutverki og hefur verið lýst sem „Forrest Gump á sveppum“. Sama dag verður myndin The Human Stain (30. janúar) frum- sýnd. Myndin er gerð eftir sam- nefndri bók Phillip Roth og skartar Nicole Kidman og Ant- hony Hopkins í aðalhlutverkum. Til þess að létta mönnum um brún í Óskars-æðinu bjóða Farrelli-bræður upp á gaman- myndina Stuck on You (6. febrú- ar) sem fjallar um afar ólíka síamstvíbura. Fleiri fá að kenna á beittu sverði brúðarinnar í Kill Bill. vol 2 (5. mars). Niceland, ný mynd Frið- riks Þórs, ætti svo að skila sér í bíó fyrir páska. Tvær athyglisverðar myndir, Monster og Lost in Translation, ættu svo að gera það líka. Páskamyndirnar í ár verða Pet- er Pan (2. apríl), Scooby-Doo 2 (2. apríl) og The Cat in the Hat (9. apr- íl). Með sumrinu hrynja svo stór- myndirnar inn, hver á fætur annarri. Sú fyrsta verður Van Helsing (7. maí) sem fjallar um vampírubanann alræmda. Hugh Jackman, úr X-men, er í aðalhlut- verki. Þar eftir koma Harry Potter og fanginn frá Azkaban (mitt sum- ar), Spider-Man 2 (16. júlí), Shrek 2, King Arthur, Around the World in 80 Days og Cat Woman sem skartar Halle Berry í leðrinu. Í vetur kemur svo hrina stór- mynda. Mynd Oliver Stone um Alexander Mikla, The Village sem er ný mynd M. Night Shyamalan, The Incredibles sem er ný teiknimynd frá Pixar, framhaldsmynd Bridgetar Jo- nes, Ocean 12 og jólamyndin Polar Express frá Robert Zem- eckis með Tom Hanks í aðal- hlutverkum. ■ Hilmar Oddsson hefur glímt viðþað verkefni að færa skáldsög- una Kaldaljós eftir Vigdísi Gríms- dóttur yfir á filmu síðastliðin 15 ár og það er ekki hægt að segja annað en biðin hafi verið þess virði. Kaldaljós er ákaflega áferðar- fögur og vönduð mynd sem hreyfir við áhorfandanum og skilur eitt- hvað eftir sig, en slíkt er að verða æ sjaldgæfara þegar kvikmyndir eru annars vegar. Ingvar E. Sigurðsson leikur Grím Hermundsson sem stundar myndlistarnám í Reykjavík. Hann er þjakaður af hörmungaratburð- um sem dundu á honum í æsku og fortíðardraugarnir koma í veg fyr- ir að hann geti tekist á við lífið og tilveruna. Drunginn í sálarlífi hans litar myndina alla sem er falleg og hlý þó yfir henni hvíli einhver undar- leg séríslensk feigð sem sjaldan hefur verið komið jafn vel til skila í kvikmynd. Einn helsti styrkur myndarinn- ar liggur þó fyrst og fremst í góð- um leik þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Ingvar fer létt með að koma Grími á fullorðinsárum til skila og Kristbjörg Kjeld er frábær að vanda en að þeim og öllum öðr- um ólöstuðum bera Áslákur og Snæfríður Ingvarsbörn myndina uppi. Samleikur systkinanna er með ólíkindum afslappaður og eðli- legur og þrátt fyrir ungan aldur tekst þeim að skapa persónur sem ekki er annað hægt en að heillast af og finna til með. Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál, sem skilar sér í fallegri, fagmannlegri, látlausri, sorglegri en fantavel leikinni eðalmynd. Þórarinn Þórarinsson Ljós í myrkri Umfjöllunkvikmyndir SKYTTURNAR Byggð á skáldsögu eftir Vigdísi Grímsd. Leikstjóri: Hilmar Oddsson Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Áslákur Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld BIG FISH Margir kvikmyndagagnrýnendur hafa kallað Big Fish, nýjustu mynd Tims Burton, hans besta leikstjórnarverk frá upphafi. Hvernig verður bíóárið 2004? Kvikmyndir VÆNTANLEGAR ÁRIÐ 2004 ■ Það stefnir allt í ágætiskvikmyndaár. Rétt handan við hornið er bunki af myndum sem keppa líklegast um Óskar- inn, sumarið verður hlaðið stórmyndum og í lok árs kemur önnur alda þrekvirkja. Lloyd Christmas: Life is a fragile thing, Har. One minute you’re chewin’ on a burger, the next minute you’re dead meat. - Gamanmyndin Dumb & Dumber frá árinu 1994 er full af skemmtilegum frösum sem þessum, annað en framhaldsmyndin frá því í fyrra. DUMB AND DUMBER Bíófrasinn Söng- og leikkonan NatalieImbruglia og söngvarinn Daniel Johns úr Silverchair giftu sig á laun á nýársdag. Parið gifti sig í við- veru fárra útvaldra á Thala-ströndinni sem er í norðausturhluta Ástralíu. Eftir athöfn- ina voru hjónin keyrð í burtu í gylltri limúsínu. Natalie er fjórum árum eldri en eigin- maður sinn. Þau ætla að selja blöðum brúðkaupsmyndir sínar og láta gróðann renna til góð- gerðamála. Breski gamanleikarinn RowanAtkinsson hefur verið lagður inn á geðdeild vegna gífurlegs þunglyndis. Hann tók höfnuninni sem fylgdi slæmu gengi myndarinnar Johnny English í Bandaríkjunum víst fremur illa. Hann ætti kannski að flytjast aftur til Bretlands því þar gekk myndin mun betur, þrátt fyrir hörmulegar viðtökur gagn- rýnenda. Söngkonan Shania Twain þakk-ar eiginmanni sínum fyrir alla velgengni sína í tónlist. Hún kynntist honum í upphafi síðasta áratugar og hann hjálpaði henni að koma sér á framfæri í tónlist- arbransanum. Hann er 20 árum eldri en hún og starfar sem upp- tökustjóri. Í dag búa þau með syninum Eja í Sviss. Þetta er bara draumur... Bara draumur... mjög vondur draumur... Góðan daginn, Jói! Af hverju pírirðu augun svona?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.