Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 14
Bann sem var lagt við því aðbreskir fjölmiðlar fjölluðu
um meint hneykslismál tengt
Karli Bretaprinsi, sem upp kom
á árinu, virðist hafa orðið til
þess að Karl prins varð vin-
sælasta breska leitarorðið á
Google vefnum á árinu 2003.
Breska blaðið The Guardian
greinir frá þessu, en það er eitt
af þeim blöðum sem hafa reynt
að fá fréttabanninu hnekkt fyrir
dómsstólum.
Hið meinta hneykslismál kom
fram um mitt ár, þegar ásakanir
komu fram þess efnis að Karl
hefði orðið sekur um kynferðis-
lega áreitni. Málið varðaði fyrr-
um aðstoðarmann Karls,
Micheal Fawcett. Þrátt fyrir
fréttabann, sem bannaði fjöl-
miðlum að fjalla um smáatriði
málsins, sá konungsfjölskyldan
ástæðu til þess að gefa út frétta-
yfirlýsingu þar sem hún vísaði
öllum ásökunum á bug.
Fleiri Bretar leituðu að upplýs-
ingum um Karl Bretaprins heldur
en til dæmis um Micheal Jackson
eða körfuboltamanninn Kobe
Bryant, sem um þessar mundir
ver hendur sínar fyrir dómi, en
hann er sakaður um nauðgun.
Jackson er sakaður um að hafa
leitað á barn kynferðislega.
Svo virðist sem meint kyn-
ferðismisferli stjórni því hversu
vinsælir menn eru á leitarvefn-
um Google, að minnsta kosti á
meðal Breta.
Fréttir, og fréttaleysi, af
hneykslismálum höfðu veruleg
áhrif á tíðni leitarorða.
Á heimsvísu trónir Britney
Spears á toppnum sem vin-
sælasta leitarorðið á Google fyr-
ir árið 2003, en fast á hæla henn-
ar kom Harry Potter, svo Mat-
rix, þá Shakira og loks knatt-
spyrnuknappinn knái, David
Beckham. ■
Íþætti Egils Helgasonar SilfriEgils þann 20. desember sl. lét
ég orð falla í garð ritstjórnar-
stefnu Fréttablaðsins sem hafa
vakið reiði blaða-
manna þess og ég
m.a. krafin um af-
sökun á ummælum
mínum.
Í þættinum kall-
aði ég Fréttablaðið
„auglýsingapésa“
og í spurnarformi
varpaði ég eftirfar-
andi fram: „...held-
ur þú að frétta-
menn beri ekki
blak af eigendum
sínum“. Hvort tveggja hefur farið
illa í blaðamenn Fréttablaðsins.
Ritstjórnarstefna blaðsins
Nú er margt ágætlega gert hjá
Fréttablaðinu og ekki dreg ég heið-
arleika almennra blaðamanna í
efa. Minnstur hluti frétta varða
eigendur blaðsins. Ritstjórnar-
stefna blaðsins er hins vegar
mörkuð af eigendum þess og rit-
stjórinn setur með daglegri stýr-
ingu sinni og eigin skrifum tóninn
fyrir blaðamenn sína.
Fréttablaðið getur ekki vikið
sér undan því að eigendur blaðsins
eru áberandi í íslensku samfélagi
og aðaleigandi þess sætir um þess-
ar mundir rannsókn lögregluyfir-
valda og skattayfirvalda. Þegar
kemur að umfjöllun um málefni
sem þeim tengjast hljóta efnistök
að vekja athygli og sæta sérstakri
skoðun og gagnrýni ef svo ber við.
Við það verða talsmenn Frétta-
blaðsins að una enda er slíkt að-
hald hluti af því lýðræðissamfélagi
sem við viljum búa við.
Auglýsingablað
Fréttablaðið er ekki áskriftar-
blað heldur dreifiblað, sem miðlað
er endurgjaldslaust á heimili
landsmanna og byggir það tekjur
sínar á auglýsingum. Núverandi
eigendur Fréttablaðsins bera sjálf-
ir ábyrgð á því að trúverðugleiki
þess skaðaðist þegar eignarhaldi á
blaðinu var haldið leyndu, þótt öll-
um mætti vera ljóst hvar það lægi,
ekki síst í ljósi þess að auglýsingar
frá fyrirtækjum stærstu eigenda
báru blaðið uppi mánuðum saman.
Orðspor er oft erfitt að rétta við,
þegar það hefur beðið hnekki.
Að „bera blak af eigendum
sínum“
Fréttablaðið hefur fallið á
prófum sem hafa gefið blaðinu
tækifæri að sanna hlutleysi sitt
gagnvart eigendum sínum.
Hvernig á t.d. að túlka fréttamat
Fréttablaðsins þegar fulltrúar
skattrannsóknastjóra gerðu
öðru sinni húsleit á skrifstofum
Baugs og Gaums, sem eru í eigu
eigenda Fréttablaðsins, þann 17.
nóvember sl. Þetta var fyrsta
frétt allra ljósvakamiðla og for-
síðufrétt Morgunblaðsins, enda
stórtíðindi og um að ræða eitt
stærsta fyrirtæki landsins. Það
var hins vegar mat Fréttablaðs-
ins að tíðindin verðskulduðu
stutta frásögn á 2. síðu blaðsins.
Hvernig skýrir ritstjórn blaðs-
ins að innanhúsgögn frá Baugi
voru notuð í aðför blaðsins að
forsætisráðherra í febrúar síð-
astliðinn, án þess að gerðar
væru athugasemdir við það frá
hendi Baugs? Hvernig skýrir
ritstjórn blaðsins að Bogi Þór
Siguroddsson fékk ekki að aug-
lýsa bók sína í Fréttablaðinu
fyrir síðustu jól um viðskipti
með Húsasmiðjuna né nokkuð
um hana fjallað á síðum blaðs-
ins, þar sem einn af eigendum
Fréttablaðsins kemur við sögu.
Hvaða stefna réð þeirri ákvörð-
un? Er þetta ekki að bera blak af
eigendum sínum?
Verða eftirmálar?
Fjölmiðlar hafa verið kallaðir
fjórða valdið og ekki að ósekju.
Fjölmiðlar geta með skrifum sín-
um eða þögn, ef því ber að skipta,
haft mikil áhrif á umræðu í land-
inu. Því hlýtur það að vera öllum
hugsandi mönnum áhyggjuefni að
stór hluti fjölmiðla hér á landi er
að lenda í höndum eins manns.
Með orðum mínum í Silfri Egils
hef ég kallað yfir mig reiði blaða-
manna Fréttablaðsins. Ég hef kos-
ið að tala hug minn vitandi að það
falli ekki ákveðnum fulltrúum
fjórða valdsins í geð. Nú verður
fróðlegt bæði fyrir mig og aðra að
fylgjast með hvort framhleypni
mín og hreinskilni verði til þess
að þetta tiltekna dagblað muni
láta mig gjalda þess með ein-
hverjum hætti. Af framansögðu
má hins vegar ljóst vera að ég tel
ekki ástæðu til að biðja afsökunar
á orðum mínum, enda þarf ekki að
afsaka sannleikann jafnvel þótt
sumir verði honum sárreiðastir. ■
Úti í heimi
■ Samkvæmt Google-leitarvefnum
leituðu Bretar mest að efni tengdu
Karli prinsi á árinu 2003.
14 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Að bera fé á
opinberun
Hannesar
Svavar Garðarsson skrifar :
Að nýloknum atburðum liðinsárs og upprifjun þeirra er
sumt af því hægt að setja í einn
pott sem kannski hefur soðið upp
úr áður. Í Sjónvarpinu var sýnd
myndin Opinberun Hannesar og
er það skemmtileg tilviljun þar
sem hann hefur á sama tíma, best
opinberað sjálfan sig með bókinni
um Halldór Laxness. Þá er ekki
síður áhugavert í þessu samhengi
að rifja upp fyrirganginn við fjár-
mögnun myndarinnar, þegar kvik-
myndasjóður undir stjórn Þor-
finns hafnaði fjárstuðningi til
myndarinnar og í kjölfarið var
Þorfinnur ataður aur eða aurum
af menntamálaráðherra og rekinn
úr starfi. Þegar það ætlaði ekki að
duga til að losna við hann var
sjóðurinn sem slíkur lagður niður
og ný staða auglýst.
Það var svo bjargvætturinn
Björgólfur og sonur hans sem
gáfu milljónir til gerðar myndar-
innar, sem er eftir sögu sitjandi
forsætisráðherra Davíð Oddsson,
á sama tíma og þessi sami Davíð
er að velja sér kaupanda að
Landsbankanum. Það verður að
teljast vel sloppið af hans hálfu,
að þetta var ekki sett í samhengi
þegar allt var á öðrum endanum í
kosningabaráttunni, út af því að
Baugsmenn áttu að hafa reynt að
bera fé á forsætisráðherra, eins
og Björgólfsfeðgar höfðu þá ný-
verið gert við kaup sýn á Lands-
bankanum.
Heimildaskrá:
Hlustað á útvarpsfréttir á
hverjum tíma og þeim raðað sam-
an í árslok. ■
Umræðan
ÁSTA MÖLLER
■
varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins,
skrifar um
Fréttablaðið.
■ Bréf til blaðsins
■ Aðsendar greinar
Hvað á ég að afsaka?
Bretar leita að Karli
■
Nú verður fróð-
legt bæði fyrir
mig og aðra að
fylgjast með
hvort fram-
hleypni mín og
hreinskilni
verði til þess að
þetta tiltekna
dagblað muni
láta mig gjalda
þess með ein-
hverjum hætti.
Fréttablaðið hefur ekki krafiðÁstu Möller um afsökunar-
beiðni vegna skoðana hennar. Það
má vel vera að ummæli hennar í
Silfri Egils hafi gengið fram af
einhverjum starfsmönnum rit-
stjórnar og þeir hringt í Ástu í
kjölfarið og mótmælt fullyrðing-
um hennar. Við öðru var ekki að
búast. Fréttablaðið hefur hins
vegar hvorki metnað né aðstöðu
til að krefja fólk út í bæ um af-
sökunarbeiðni vegna skoðana
þess eða hvernig það kýs að tjá
tilfinningar sínar.
Auðvitað orkar allt tvímælis
sem gert er. Fréttablaðið kemur
út 360 sinnum á ári. Reikna má
með að samanlagður blaðsíðu-
fjöldi á ári sé á bilinu 15 til 20
þúsund. Ekki eru allar þessar síð-
ur fréttasíður en lauslega áætlað
má reikna með að blaðið birti um
20 þúsund fréttir á ári. Það segir
sjálft að úr þessum fjölda getur
hver sem er lesið hvaða ritstjórn-
arstefnu sem er ef sá hinn sami
lætur sér nægja fáein dæmi máli
sínu til stuðnings.
Ásta spyr um þrjár fréttir sér-
staklega. Ég held að Ásta finni
ekki mikinn mun á umfjöllun
Fréttablaðsins um húsleit skatt-
rannsóknastjóra hjá Baugi en
sambærilega húsrannsóknir hjá
öðrum fyrirtækjum. Ég held að
þær séu nokkrir tugir á ári. Eins
og í öðrum slíkum tilfellum er
fátt annað fréttnæmt en húsleitin
sjálf. Þeir fjölmiðlar sem reyndu
að geta sér til um rannsóknarefni
skattrannsóknastjóra hjá Baugi
og umfang þess þurftu að hálf-
leiðrétta sínar fréttir strax dag-
inn eftir. Í þessari frétt reyndi
Fréttablaðið að byggja á fyrir-
liggjandi staðreyndum fremur en
bollaleggingum og getsögnum.
Fréttablaðið hefur margsinnis
byggt fréttir sínar á gögnum sem
ekki hafa áður verið gerð opin-
ber. Stundum berast þessi gögn
blaðamönnum frá opinberum að-
ilum, stundum frá fyrirtækjum
en oftast frá einstaklingum sem
hafa komist yfir þau – eða afrit
þeirra – í starfi sínu. Fréttablaðið
mun aldrei upplýsa hvaðan þessi
gögn berast blaðinu – hver sem í
hlut á. Því geta þeir treyst sem
vilja koma viðkvæmum upplýs-
ingum á framfæri.
Fréttablaðið birtir ekki fréttir
um hvert tilfelli sem einn borgari
ásakar annan um óheiðarleika
eða illt innræti – og ekkert frem-
ur þótt sá gefi út bók með ávirð-
ingum sínum. Bók Boga Þórs er
þarna ekkert einsdæmi. Það
sama átti við um sambærilega
bók Arnþrúðar Karlsdóttur ári
fyrr og margt af því sem Sverrir
Hermannsson skrifaði í sína bók
í ár. Opinberir aðilar tóku til
rannsóknar efnisatriði úr ásök-
unum Boga Þórs en sáu ekki til-
efni til aðgerða. Það ætti því
fremur að hæla Fréttablaðinu
fyrir að taka ekki undantekn-
ingarlaust þátt í svona frétta-
flutningi fremur en að skamma
blaðið fyrir að halda haus.
Ritstjórn Fréttablaðsins
starfar eftir siðaskrá blaðsins.
Hún byggir á almennum starfs-
reglum blaðamennskunnar eins
og hún er stunduð á Vesturlönd-
um. Eins og áður sagði kemur
blaðið út 360 sinnum á ári og í um
100 þúsund eintökum í hvert
sinn. Það er því augljóst að
starfsmenn ritstjórnar telja sig
ekki hafa neitt að fela og eru
óhræddir við að leggja störf sín í
dóm lesenda. Auðvitað verða
aldrei allir lesendur ánægðir en
hingað til hefur stærsti hluti
þjóðarinnar lesið blaðið og haft
bæði gagn og gaman af. Það er
hins vegar ekki hægt að ætlast til
að stjórnvöld og þeir sem standa
að baki þeim séu alltaf ánægðir
með blaðið. Þannig er það hvergi
í veröldinni. Þótt menn megi ekki
gera mikið úr aðhaldshlutverki
fjölmiðla þá er það nokkuð. Og
fyrir okkur blaðamenn er það
oftast skárra að tilheyra þeim
hópi sem stjórnarherrar kvarta
undan en þeim sem herrunum
hugnast best.
ritstj. Fréttablaðsins.
Ekkert að afsaka
Áfram
hæfileikar
K.A. skrifar:
Mér fannst sértaklega ánægju-leg að fylgjast með úrslitum
World Idol sem sýnd voru á Stöð 2 á
nýárskvöld. Þegar norski strákur-
inn Kurt valtaði yfir hina keppend-
urna með þessa líka frábæru rödd
og einlæga útlit, fannst mér stór
sigur hafa unnist. Veðstofur höfðu
veðjað Kelly Clarksons, bandaríska
keppandanum, sigurinn. Þegar svo
litli skrýtni Norsarinn vann, jibbí.
Áfram hæfileikar. ■
KARL BRETAPRINS
Í kjölfar þess að blöðum var bannað að
fjalla um meintan skandal honum
tengdum, varð nafn hans vinsælasta
leitarorðið á Google-vefnum árið 2003.
Bætiflákar
Hafði gaman af skaupinu
Ég persónulega hafði gaman af
Áramótaskaupinu. Það eru
alltaf skiptar skoðanir um
Skaupið en hann er sá dag-
skrárliður sem er sá umdeild-
asti.
–––––––––––––––––––––––––––––
Rúnar Gunnarsson er deildarstjóri innlendrar
dagskrár á ríkissjónvarpinu. Morgunblaðið
birti gagnrýni á Skaupið í blaðinu í gær og
fór heldur hörðum orðum um það. M.a.
sagði gagnrýnandinn Sveinn Haraldsson:
„Því miður verður að segjast að það er langt
síðan önnur eins lágkúra hefur verið borin á
borð fyrir landsmenn við þetta tækifæri.
Ófrumlegheitin eru algjör.“
Fréttablaðið tekur við aðsend-um greinum. Greinarnar skulu
vera á bilinu 3000 til 3.500 slög
með bilum í „word count“ sem
finna má undir liðnum „tools“ í
wordskjali. Senda skal greinar á
netfangið kolbrun@frettabladid.is
ásamt mynd af greinarhöfundi.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til
þess að velja og hafna og stytta
greinar.
FRÉTTABLAÐIÐ
„Fréttablaðið hefur fallið á prófum sem hafa gefið blaðinu tækifæri að sanna hlutleysi sitt
gagnvart eigendum sínum.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T