Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 38
Konan mín 38 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR Kvikmyndin Kaldaljós í leik-stjórn Hilmars Oddssonar hefur verið valin opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Gauta- borg sem stendur yfir dagana 23. janúar – 2. febrúar. „Þetta er ein stærsta og virtasta kvik- myndahátíð Norðurlandanna,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, for- stöðumaður Kvikmynda- miðstöðvarinnar. „Íslendingar eru óvenju áberandi í Gauta- borg í ár því auk Kaldaljóss verður heimildarmyndin Skjóni fer á fjall eftir Þorfinn Guðna- son, Karamellumyndin eftir Gunnar Björn Guðmundsson og dansmyndin Burst eftir þau Katrínu Hall og Reyni Lyngdal sýndar á hátíðinni.“ Kvikmyndin Nói albínói virð- ist hafa vakið áhuga á íslenskum kvikmyndum en sú mynd hrepp- ti aðalverðlaunin í Gautaborg í fyrra. „Jannike Ahlund, stjórn- andi kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg, kom hingað til lands á dögunum til að skoða íslenskar myndir með hátíðina í huga. Hún hreifst mjög af Kaldaljósi og það er mikill heiður fyrir myndina að hafa verið valin sem opnunarmyndin í ár. Þær mynd- ir eru oftast flaggskip hverrar kvikmyndahátíðar og slá oft tóninn fyrir það sem á eftir kemur en auk þess hefur þetta mjög mikið kynningargildi fyrir kvikmyndina.“ ■ Kvikmyndir LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR ■ Kvikmynd Hilmars Oddssonar er flaggskip kvikmyndahátíðarinnar í Gauta- borg í ár en auk þess verða Karamellu- myndin, Burst og heimildarmyndin Skjóni fer á fjall sýndar á hátíðinni. „Hún er alveg pottþétt,“ segir Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi íþróttafréttamaður, um konu sína Karen Christensen. Fréttiraf fólki 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, og kona hans, Dorrit Moussaief, mættu í Hjálpræðis- herinn á aðfangadagskvöld og snæddu jólamáltíðina með gestum hersins. „Þetta var mjög skemmti- legt og sérstakt þar sem gestirnir vissu ekki af komu forsetahjón- anna,“ segir Anne Marie Holdtst- en, framkvæmdastjóri Hjálpræð- ishersins á Íslandi, en heimsóknin var að frumkvæði Ólafs Ragnars. „Matarboðið hófst um sex en Ólaf- ur og Dorrit komu í heimsókn um sjöleytið. Þau heilsuðu gestunum öllum með handabandi og þáðu síð- an mat til að snæða með okkur og spjölluðu frjálslega við fólkið.“ Á aðfangadagskvöld er venjan í Hjálpræðishernum að lesa úr jóla- spjallinu, syngja mikið og ganga í kringum jólatréð. „Það voru um 140 manns hér á aðfangadagskvöld í ár en það er ekki eins mikill fjöldi og í fyrra. Við höfum ekki fengið svona gesti áður til okkar á á þessum hátíðardegi. Ólafur var beðinn um að ávarpa gesti í lokin sem og hann gerði,“ segir Anna. „Mér fannst þetta afar vel gert hjá hjónunum og gestirnir kunnu að meta þetta.“ ■ Nýársdagur var dagur athafna-mannsins Björgólfs Guð- mundssonar í það minnsta hvað íslenska kvikmyndagerð varðar en eins og alþjóð veit styrktu Björgólfarnir Hrafn Gunnlaugs- son um nokkrar milljónir til þess að hann mætti ljúka við Opinber- un Hannesar sem RÚV bauð áhorfendum sínum upp á á fyrsta degi ársins 2004. Þann sama dag var Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson frumsýnd í Há- skólabíó. Björgólf- ur mætti á frum- sýninguna enda styrkti Lands- bankinn gerð Kaldaljóss. Ís- lenska kvikmyndasamsteypan, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðriks- sonar, framleiðir myndina en fyr- irtækið á í umtalsverðum fjár- hagsvandræðum og þegar Friðrik fylgdi Kaldaljósi úr hlaði með stuttu ávarpi notaði hann tæki- færið til að þakka Landsbankan- um fyrir að draga verkefnið að landi og lét það fylgja með að án Landsbankans væri engin kvik- myndagerð á Íslandi. Lárétt: 1 ljúfur, 6 læsing, 7 tónn, 8 píla, 9 hljóðfæri, 10 stjórnpallur á skipi, 12 ærða, 14 fley, 15 á fæti, 16 merki um áverka, 17 blóm, 18 gera máttlausan. Lóðrétt: 1 vaxa á trjágreinum, 2 kassi, 3 klaki, 4 pakkningar, 5 borg, 9 ókyrrð, 11 kveðja, 13 svæði í norður Noregi, 14 snjóhula, 17 öfugur tvíhljóði. Lausn. Lárétt: 1blíður, 6lás,7mí,8ör, 9óbó, 10brú,12óða,14far,15il,16ör, 17 urt, 18lama. Lóðrétt: 1blöð,2lár, 3ís,4umbúðir, 5 ríó,9óró,11fara,13alta,14 föl,17ua. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Steingrímur Sigurgeirsson. Ólafur Stefánsson hand- boltakappi. Reykjavík. Snæddu jólamatinn á Hjálpræðishernum Jólin ÓLAFUR RAGNAR OG DORRIT MOUSSAIEFF ■ Á aðfangadag snæddu forsetahjónin á Hjálpræðishernum. LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR Segir kvikmyndahátíðina í Gautaborg vera eina þá stærstu og virtustu á Norðurlöndum Opnunarmyndin í Gautaborg Áramótin hljóta að vera orðinfunheitur ferðamannatími á Íslandi en þannig steig til dæmis þýska handboltahetjan Stefan Kretzmar trylltan dans í Iðnó á gamlárskvöld. Hann var í för með fyrrum félaga sínum hjá Magdenburg, Ólafi Stefánssyni, og sagan segir að hann hafi með- al annars verið að leita skjóls á Íslandi fyrir gulu pressunni í Þýskalandi sem fylgist náið með skilnaði sem Kretzmar stendur í. Þýskir slúðurblaðamenn hefðu heldur betur komist í feitt í Iðnó þar sem Kretzmar glímir við meiðsl sem gætu komið í veg fyr- ir að hann leiki með þýska lands- liðinu á EM í næsta mánuði þó þau aftri honum ekki frá því að dansa eins og óður maður. Heyrst hefur að einn frægastikvikmyndaleikstjóri heims, Quentin Tarantino, hafi sýnt því mikinn áhuga að koma í heim- sókn til Íslands. Ferðalöngun Tarantino á að hafa kviknað út frá samtali hans við Eli Roth, leikstjóra kvikmyndarinnar Cabin Fever, þar sem hann lýsti ánægju sinni með dvölina hér á landi. Áform eru uppi um að seinni hluti kvikmyndarinnar Kill Bill verði forsýnd á Íslandi í mars, viku eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum og er nú verið að vinna að því að leikstjórinn heimsfrægi geti séð sér fært að vera viðstaddur forsýninguna hér á landi. ■ Tarantino til Íslands QUENTIN TARANTINO Útlit er fyrir að frægasti kvikmyndaleikstjóri heims geti bæst í hóp Íslandsvina innan tíðar. ÓHEFÐBUNDIÐ AÐFANGADAGSKVÖLD Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff birtust óvænt í Hjálpræðisherinn á aðfangadagskvöld og matargestir kunnu vel að meta nærveru þeirra. Í matinn var hangikjöt, hamborgar- hryggur og lamb. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.