Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 34
■ ■ TÓNLEIKAR
15.00 Kvennakórinn Embla heldur
tónleika í Þorgeirskirkju. Fluttir verða
Fjórir söngvar eftir Johannes Brahms og
Söngvasveigur eftir Benjamin Britten.
Einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir,
sópran, og Elvý G. Hreinsdóttir, mezzo-
sópran. Hljóðfæraleikarar eru Emíl Frið-
finnsson, horn, Kjartan Ólafsson, horn,
og Sophie M. Schoonjans, harpa.
Stjórnandi er Roar Kvam.
15.00 Sálmavinafélagið verður
með tónleika í Friðrikskapellu við Hlíð-
arenda í tengslum við útgáfu geislaplöt-
unnar Úr sálmasjóði sem KFUM og
KFUK í Reykjavík gáfu út. Sálmavina-
félagið skipa þau Helga Vilborg Sigur-
jónsdóttir, Bjarni Gunnarsson og Rúna
Þráinsdóttir.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid
Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins.
20.00 Pabbastrákur eftir Hávar
Sigurjónsson á litla sviði Þjóðleikhúss-
ins.
20.00 Jón Gabríel Borkmann eftir
Henrik Ibsen á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins.
20.00 Sporvagninn Girnd eftir
Tennessee Williams í Borgarleikhúsinu.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Félag harmonikuunnenda
heldur nýársdansleik í Ásgarði, Glæsi-
bæ.
Á móti sól verður í fullu fjöri á
Gauknum í kvöld.
Unglingahljómsveitin Pops sem hef-
ur heillað blómabörn á öllum aldri á
áramótadansleikjum ‘68 kynslóðarinnar
verða á Kringlukránni í kvöld. Pops
leika meðal annars eigin útsetningar af
lögum Bítlanna, Stones, Dylans, Kinks,
Spencer Davis, Small Faces og Troggs.
Sannkölluð sixties sveifla á Kringlu-
kránni.
Norðurbandalagið verður í Vél-
smiðjunni.
Hermann Ingi jr. skemmtir á Café
Catalinu í Kópavogi.
Atli skemmtanalögga sér um tón-
listina á Hverfisbarnum.
Dj. Svali skemmtir á Sólon.
Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í
Ögri í kvöld
Spilafíklarnir spila á Celtic Cross.
Geirmundur skemmtir á Players í
Kópavogi.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
Sýningu Hreins Friðfinnssonar í i8
lýkur í dag.
Í Hafnarhúsinu lýkur á sunnudag
sýningu á ljósmyndum Ólafs Magnús-
sonar, konunglegs hirðljósmyndara og
ljósmyndara í Reykjavík 1913–1954. Í
Listasafni Reykjavíkur er einnig þema-
sýning úr verkum Errós í eigu safnsins.
Opið alla daga 10–17.
■ ■ LISTOPNANIR
17.00 Sýning á ljósmyndum Eydís-
ar S. Luna Einarsdóttur verður opnuð á
Thorvaldsen Bar, Austurstræti 8–10.
Sýningin, sem ber heitið ANDSTÆÐUR,
er í boði Allied Domecq og stendur til
14. febrúar.
■ ■ SÝNINGAR
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
sýningin Carnegie Art Award 2004, þar
sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu
listamönnum Norðurlanda. Sýningin
stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er
opið 11–17 alla daga nema mánudaga.
Opnuð hefur verið í Nýlistasafninu
sýning í tilefni af 25 ára afmæli safns-
ins. Á sýningunni eru verk eftir nokkra af
félögum safnsins og ýmislegt sem end-
urspeglar sögu starfseminnar.
Raunsæi og veruleiki - Íslensk
myndlist 1960–1980 er heiti sýningar
sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands.
Sýningin er sú langstærsta sem haldin
hefur verið um þetta róttæka tímabil í
íslenskri listasögu. Safnið er opið alla
daga frá 11–17 nema mánudaga. Sýn-
ingin stendur til 9. janúar 2004
Auk verka úr safneigninni standa nú
yfir þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi
37: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence
Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og
kynning á verkum frá ferli listamannsins
Hreins Friðfinnssonar.
Í Listasafninu á Akureyri standa yfir
tvær sýningar. Blómrof nefnist sýning á
málverkum Eggerts Péturssonar í aust-
ur- og miðsal safnsins. Í vestursal sýnir
Aaron Michel innsetningu á skúlptúr-
um og teikningum sem hann kallar
Minningar og heimildasöfn.
Guðbjörg Lind er með málverka-
sýningu í gallerínu og skartgripaverslun-
inni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.
Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja-
safnsins stendur yfir sýning í risi Þjóð-
menningarhússins.
Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu-
og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva-
götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.
Birna Smith sýnir olíumálverk á
striga í Gallerí Hnossi, Skólavörðustíg 3.
Einnig sýnir hún olíumálverk eftir sig í
sýningarsal Hans Petersen á Garðatorgi
í Garðabæ.
Sigríður Pálsdóttir er með ljós-
myndasýningu á Kaffi Nauthól í Naut-
hólsvík. Sýningin heitir Mitt útsýni.
Sýning á málverkum eftir Braga Ás-
geirsson stendur yfir í forkirkju Hall-
grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbund-
in olíuverk þar sem hann vinnur með
ljósið og þau birtuskil sem framundan
eru. Sýningin stendur til 25. febrúar
2004.
Klippt og skorið nefnist myndlistar-
sýning, sem Örn Karlsson hefur opnað í
ReykjavíkurAkademíunni. Örn vinnur
mest með teikningar og samklipps-
myndir en einnig texta sem hann beitir
„orðaskurði“.
Þetta vilja börnin sjá! nefnist sýning
á myndskreytingum úr nýútkomnum ís-
lenskum barnabókum, sem nú er í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Sýningin er unnin í samvinnu við Fyrir-
mynd, Félag íslenskra myndskreyta,
og stendur til 11. janúar 2004.
Olga Lúsía Pálsdóttir hefur opnað
sýningu á grafískum verkum sínum í
Mokkakaffi að Skólavörðustíg 3a. Yfir-
skrift sýningarinnar er: Stjörnuspeki í
augum Olgu Lúsíu. Sýningin stendur til
10. janúar.
Í Þjóðarbókhlöðunni standa nú yfir
þrjár sýningar: Smekkleysusýningin
Humar eða frægð, sýning um Land-
nemann mikla, Stephan G. Stephans-
son, og sýning um Óskar Ingimarsson
sagnfræðing, þýðanda og þul.
Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning-
in Ásmundur Sveinsson - Nútímamað-
urinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í til-
efni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns.
Hún stendur til 20. maí.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
34 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
31 1 2 3 4 5 6
JANÚAR
Laugardagur F
élag harmonikuunnenda í
Reykjavík ætlar að slá upp
nýársballi í kvöld í danshúsinu
Ásgarði í Glæsibæ. Ekki er að efa
að þar á bæ verður mikið stuð
eins og jafnan þegar harmoniku-
unnendur koma saman.
„Við erum yfirleitt með tvær
hljómsveitir á hverju balli,“ segir
Friðjón Hallgrímsson hjá Félagi
Harmonikuunnenda í Reykjavík.
Félagið heldur að minnsta kosti
sex dansleiki á hverjum vetri, og
hefur á að skipa fimm til sex
hljómsveitum sem skiptast á um
að leika fyrir dansi. Oftast er fullt
hús á skemmtunum félagsins
„Aðalatriðið er að skemmtileg
dansmúsík sé á boðstólum. Við
erum þá frekar með færri spilara,
kannski einn eða tvo harmoniku-
leikara ásamt söngvara og svo
auðvitað gítarleikara og
trommara.“
Í kvöld verða tvær hljómsveit-
ir á sviðinu í Ásgarði. Hljómsveit
Ingvars Hólmgeirssonar byrjar
klukkan hálftíu og svo um ellefu-
leytið tekur hljómsveit Þorsteins
Þorsteinssonar við. Þorsteinn
hljómsveitarstjóri er gítarleikari,
en með honum leikur Vilhelm
Guðmundsson á harmonikuna.
Ingvar Hólmgeirsson er hins
vegar fyrrverandi skipstjóri, sem
áratugum saman hefur stundað
sjóinn.
„Með honum syngur svo skip-
stjórinn á hvalaskoðunarbátnum
Húna 2., hann Þorvaldur Skafta-
son, sem er Húnvetningur og af-
bragðssöngvari. Ég held að hann
syngi líka þegar hann er úti á sjó
að skoða hvali. Þá situr hann bara
á lúgunni með gítarinn sinn og
syngur.“
Félag harmonikuunnenda í
Reykjavík var stofnað árið 1977
og er því orðið ríflega aldarfjórð-
ungs gamalt. Félagar í því eru
eitthvað á fjórða hundrað talsins.
„Ég hugsa að af þeim spili um
60–80 manns á harmoniku, en
sumir reyndar ekki nema Gamla
Nóa og svoleiðis. En þetta er félag
harmonikuunnenda, svo það er
ekkert skilyrði að kunna á
harmoniku,“ segir Friðjón. ■
■ DANSLEIKUR
Skipstjórar leika fyrir dansi
FRIÐJÓN HALLGRÍMSSON
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík slær upp nýársballi í kvöld.
BENEDIKT LAFLEUR
Sporvagninn Girnd í Borgarleik-húsinu er eitthvað sem ég vil
ekki missa af,“ segir Benedikt
Lafleur listamaður. „Ég er mikið
fyrir þungavigtarhöfunda og langar
líka til að sjá Jón Gabríel Bork-
mann í Þjóðleikhúsinu.“ Af mynd-
listarsýningum gæti hann vel hugs-
að sér að kíkja á ljósmyndasýningu
Eydísar S. Lunu Sveinsdóttur, sem
opnuð verður á Thorvaldsensbar í
dag. Sömuleiðis freistar hans sýn-
ing Hreins Friðfinnsonar í gallerí
i8, ásamt sýningunni Carnegie Art
Award í Gerðarsafni, sýningu á
ljósmyndum Ólafs Magnússonar í
Hafnarborg, afmælissýningu Ný-
listasafnsins og yfirlitssýningu á ís-
lenskri myndlist frá árunum 1960-
’80 í Listasafni Íslands. „Þegar ég
fer á svona sýningar þá fer ég yfir-
leitt hringinn og kíki á það helsta.“
Val Jóels
Þetta lístmér á!
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
SEÐLABANKA ÍSLANDS
KALKOFNSVEGI 1
150 REYKJAVÍK
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
auglýsir eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum á árinu 2004.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977,
sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12.september 2000 um staðfestingu
á breytingu á skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur
sjóðsins ,,að veita styrki til stofnana og annarra aðila,
er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra
verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð
hefur tekið í arf.“
Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði
viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru,
en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög
til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2004.
Eldri umsóknir ber að endurnýja.
Nálgast má umsóknareyðublöð á veffanginu
www.sedlabanki.is.
Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar,
Sigfús Gauti Þórðarson, í síma 5699600.
Reykjavík, 29.desember 2003.
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR