Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 33
33LAUGARDAGUR 3. janúar 2004 Núpalind 1 Kópavogi • Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði 899 999 VERÐSPRENGJA Núna næstu daga getur þú sótt til okkar ljúffengar Pizzur á frábæru verði Stór Pizza með 2 áleggstegundum á kr. Stór Pizza með 4 áleggstegundum á kr. 59 12345Opið frá kl. 16-22Alla daga vikunnar LI TL A PR EN T eh f. BLAK ÍS og Stjarnan leika til úr- slita í bikarkeppni karla í blaki í dag. Leikurinn verður í íþrótta- húsinu við Austurberg og hefst klukkan 16.15. Stjarnan hefur titil að verja en félagið varð bikarmeistari í fyrra eftir 3-1 sigur á HK í úr- slitaleik. Stúdentar urðu síðast bikarmeistarar árið 2002 þegar þeir unnu Þrótt frá Reykjavík 3- 1 í úrslitum. ÍS vann Aftureldingu 3-0 í 1. umferð keppninnar í vetur og Þrótt 3-1 í undanúrslitum en Stjarnan vann Þrótt frá Nes- kaupstað 3-1 í 1. umferð og b-lið Þróttar frá Reykjavík 3-0 í undanúrslitum. KA og Þróttur Reykjavík keppa til úrslita í bikarkeppni kvenna eftir tvær vikur. ■ FÓTBOLTI „Ég hef rætt við félagið í nokkurn tíma og þetta virðist áhugavert,“ sagði Teitur Þórðar- son við NTB um viðræður sínar við 2. deildarfélagið Ull/Kisa. „Ég ákveð mig og læt félagið vita eftir fundinn á föstudag.“ Teitur segir að hann hafi bæði fengið tilboð frá félögum í Noregi og í öðrum löndum. Hann hefur þjálfað Lilleström, Brann og Lyn í norsku úrvalsdeildinni en gerir lítið úr því að það sé skref niður á við að þjálfa félag í 2. deild. „Þetta verður öðruvísi en örugglega í lagi. Ég hef þjálf- að í efstu deild í fimmtán ár og eftir þetta mörg ár þar verður fínt að vera eitt ár þar sem kröfurnar eru minni.“ ■ Rio Ferdinand: Banninu seinkar FÓTBOLTI Rio Ferdinand byrjar ekki að afplána átta mánaða leikbann annan mánudag eins og sérskipaður dómstóll Ensku knattspyrnusam- bandsins úrskurðaði. United bað um formlegar útskýringar á dómnum en vegna fría um jól og áramót fær United líklega ekki gögnin fyrr en í næstu viku. United hefur tveggja vikna frest til að áfrýja dómnum eftir að félagið fær gögnin en Maurice Watkins, lögfræðingur United, hefur lýst því yfir að óhjá- kvæmilegt sé að áfrýja dómnum. Töfin gæti þýtt að áfrýjun United verði ekki tekin fyrir fyrr en í lok febrúar, eða byrjun mars, en Alex Ferguson hefur lýst því yfir að Ferdinand muni leika með United þar til bannið tekur gildi. ■ RIO FERDINAND Leikur hann með United til loka febrúar? Bikarúrslitaleikur: ÍS og Stjarnan keppa Norska knattspyrnan: Teitur þjálfari Ull/Kisa?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.