Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 25
Kringlunni og Smáralind Útslan hefst í dag Mikil verðlækkun Mikið úrval s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P ! afsláttur af völdum tegundum 20-50% Kringlunni 50% Útsala hefst í dag LAUGARDAGUR 3. janúar 2004 Metsölubækur ársins í Bretlandi Harry Potter siguvegari ársins J. K. Rowling, getur fagnað nýjuári sem sigurvegari. Bækur hennar um Harry Potter eru met- sölubækur um allan heim og á síð- asta ári seldi hún á Bretlandi 3.3 milljónir eintaka af nýjustu bók sinni, Harry Potter og Fönix- reglan, auk ríflega milljón eintaka af eldri bókunum. Hún er met- söluhöfundur ársins í Bretlandi og á fyrstu fimm bækurnar á barnabókalista Sunday Times yfir mest seldu barnabækurnar, sem er ansi vel af sér vikið af höfundi sem hefur skrifað fimm bækur. Hinn bandaríski Michael Moore getur einnig fagnað því bók hans Stupid White Men er í efsta sæti í Bretlandi yfir bækur almenns eðlis og seldist árið 2003 í nær hálfri milljón eintaka. Hann seldi á sama ári rúm 100.000 eintök af Dude, Where’s My Country? og víst er að sú bók á einnig eftir að seljast vel á þessu ári. Alice Sebold seldi skáldsögu sína, Svo fögur bein, í rúmlega hál- fri milljón eintaka og Yann Martel seldi örlítið minna af Sögunni af Pi. Að lokum má geta þess að ævi- saga Davids Beckham, My Side, seldist í rúmum 400.000 eintökum, jafnvel þótt einhverjir gagn- rýnendur leyfðu sér að gera stólpagrín að bókinni fyrir það sem þeim fannst vera barnsleg heimsýn. ■ Auglýsinga- banni aflétt í Frakklandi Rúmlega þrjátíu ára banni viðbókaauglýsingum hefur verið aflétt í Frakklandi. Bannið var í upp- hafi hugsað sem eins konar verndar- aðgerð gagnvart minni bókaútgáfu- fyrirtækjum sem hefðu ekki fjárráð til að auglýsa. Nú hefur ströng tilskipun frá Brussel um frjálsa samkeppni orðið til að breyta stöðu mála og bókaauglýsingar eru nú heimilaðar. Fyrsta auglýsing- in birtist 1. janúar síðastliðinn en þá var bók Paus Burrell um Díönu prinsessu auglýst í 30 sekúndur. Útgefandinn Michel Lafon kaus að hafa auglýsingu sína í svart hvítu til að leggja áherslu á að bókin væri klassísk spennusaga. Ekki eru allir franskir útgefendur jafn ánægðir með að auglýsinga- banninu skuli hafa verið aflétt. Einn útgefandi, Bernard Lefort, sem er rétt að hefja útgáfu telur að þetta muni leiða til þess að æ erfiðara verði að koma bókum nýrra höfunda á framfæri. ■ Metsölubók orðin kvikmynd Ein þeirra bóka sem kom út hérá landi fyrir jól í íslenskri þýð- ingu er Stúlka með perlueyrna- lokk eftir Tracy Chevalier. Bókin varð nýlega að kvikmynd sem hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda. Í millitíðinni hefur höfundurinn skrifað tvær aðrar skáldsögur. Í bókinni segir frá sambandi listmálarans Vermeers og ungrar þjónustustúlku sem verður fyrir- sæta á einu þekktasta málverki hans. Bókin kom fyrst út árið 1999 og höfundurinn, Tracy Chevalier, var einungis átta mánuði að skrifa hana en hún varð barnshafandi á ritunartímanum og segist hafa lagt allt kapp á að ljúka bókinni fyrir fæðingu barns síns. Fram að þessu hefur bókin selst í tveimur milljónum eintaka, nokkuð sem höfundurinn segist aldrei hafa getað ímyndað sér. Chevalier við- urkennir þó að meðan hún vann að bókinni hafi hún ímyndað sér leik- ara í hlutverkum persóna og nefn- ir þar Alan Rickman sem Vermeer. Í hlutverki þjónustu- stúlkunnar Griet hafi hún ímynd- að sér einhverja óþekkta unga leikkonu í leiklistarnámi. Eitt skilyrði sem Chevalier setti áður en hún seldi kvik- myndaréttinn að bók sinni var að aðalpersónurnar svæfu ekki sam- an. Að þessu var gengið og eftir það skipti hún sér ekki meir að handritagerðinni. Alan Rickman fékk ekki hlutverk Vermeers heldur Colin Firth og hin sautján ára Scarlett Johansson leikur Griet. Hún þykir standa sig svo vel að jafnvel er veðjað á að hún fái Óskarstilnefningu fyrir leik sinn. ■ ■ Sagt og skrifað J.K. ROWLING Hún getur fagnað nýju ári sem sigurvegari. DÍANA PRINSESSA Bók um hana er sú fyrsta sem auglýst er í frönsku sjónvarpi í 30 ár.TRACY CHEVALIERBók hennar, Stúlkan með perlueyrnalokk, er nú orðin að kvikmynd sem fær góða dóma. Frábært fjöldasjálfsmorð Síðasta bók sem er ég las erDýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Arto Paasilinna,“ segir lesandi vik- unnar, Davíð Þór Jónsson. „Konan mín hafði fyrr á árinu gefið mér Ár hérans eftir sama höfund og ég las hana mér til mikillar ánægju og tengdamóðir mín gaf mér þessa. Hún er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Nú er ég að myndast við að lesa á sænsku fleiri bækur eftir Paasil- inna sem ég varð mér út um. Af íslenskum bókum sem ég hef lesið líkar mér best við Andlit eftir Bjarna Bjarnason. Hún er skemmtilega dularfull og óvenju- leg að mörgu leyti. Aðalsöguhetjan jaðrar til dæmis við að vera af öðr- um heimi. Ég las Storm eftir Einar Kára- son. Hún er örugglega mjög skemmtileg en ég hef bara svo lítið þol fyrir óþolandi fólki að það trufl- aði mig stundum hvað mig langaði mikið til að fara inn í bókina og hrista þennan gæja aðeins. Það þarf líklega ákveðna hæfileika til að skapa persónu sem er svo leiðin- leg en um leið svo trúverðug að maður verður í alvöru fúll út í hana. Ég las líka Herra Alheim eftir Hallgrím Helgason og mér fannst hún ekki skemmtileg. Ég hef gaman af fantasíuskáld- skap og les þó nokkuð mikið af honum. Love Star eftir Andra Snæ Magnason fannst mér til dæmis frábær bók og ég var því spenntur þegar ég frétti af Herra A l h e i m i . Grunn- hug- myndin í bókinni er vissulega skemmtileg en mér finnst verða minna úr henni en efni hefðu getað staðið til. Fólk sem hefur gaman af Hallgrími hefur örugglega gaman af Herra Alheimi, en ég hef aldrei verið í aðdáendahópi Hall- gríms og haft lítið þol fyrir þeim merkingarlausa vaðli sem einkennir oft hans skrif. Þetta er stíl- bragð sem sumum finnst alveg frábært en ég hef ekki þolinmæði gagnvart. Þegar ég les Hallgrím líður mér stundum eins og ég sé að hlusta á nútímadjass - ég er týndur einhvers staðar og veit ekkert hvar ég er í laginu. Á sama hátt og nútímadjass klikkar á því að spila fyrir mann lag þá klikkar Hall- grímur stundum á því að segja manni sögu. Ég komst þó í gegnum þessa bók, sem er meira en ég get sagt um síðustu bók eftir hann sem ég reyndi að lesa, Þetta er allt að koma.“ ■ DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Hann segir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð vera skemmtilegustu bók sem hann hafi lesið í háa herrans tíð. Ég las Storm eftir Einar Kárason. Hún er örugglega mjög skemmtileg en ég hef bara svo lítið þol fyrir óþolandi fólki að það truflaði mig stundum hvað mig langaði mikið til að fara inn í bók- ina og hrista þennan gæja aðeins.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.