Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 6
6 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Eldur Veistusvarið? 1Hvað heitir nýr aðstoðarmaðurmenntamálaráðherra? 2Hvaða íþróttamaður var sæmdurriddarakrossi á nýársdag fyrir afrek í íþróttum? 3Hvar á landinu fæddist fyrsta barnársins 2004? Svörin eru á bls. 38 VERSLUN „Engin lög skylda verslan- ir til að taka við ógölluðum vör- um,’’ að sögn Emils Karlssonar hjá Samtökum verslunar og þjónustu, en nú eru margir að skila jólagjöf- um. Fæstir gefendur vilja láta kassakvittunina fylgja með í jóla- pakkann. Þess vegna hefur færst í vöxt að verslanir setji gjafamerki á jólagjafir sem keyptar eru og þá er tilgreint hversu lengi má skila þeim inn. Flestar verslanir eru með lengri frest. Sé vöru skilað á útsölu er oftast hægt fá inneign- arnótu á sama verði og varan var keypt á en þá er ekki hægt að nota inneignarnótuna á útsölu,’’ segir Emil. Fyrir þremur árum voru, að frumkvæði viðskiptaráðherra, settar viðmiðunarreglur eða leið- beiningarreglur og er þar megin- reglan sú að skilafrestur er í fjórtán daga gegn framvísun kassakvittunar nema þegar vara er gölluð, þá lengist hann í tvö ár. Neytendandinn á rétt á að verslunin veiti upplýsingar um rétt til að skila því sem keypt er. ■ NEYTENDUR Tími útsölunnar er runninn upp. Fréttablaðið fór á stúfana í gærdag og kíkti inn í nokkrar verslanir í Kringlunni. Ljóst var að ekki voru allir komn- ir á fullt enda vörutalning í mörg- um verslunum. Búast má við að enn fleiri verslanir bætist í hóp- inn í dag. Víða var handagangur í öskj- unni. Margir voru með stóra stafla af fötum á handleggnum eða handléku annan varning og voru í óða önn að tína enn fleiri til. Engar samræmdar reglur eru milli verslana þegar útsölur hefj- ast hvernig skil á jólagjöfum er háttað. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, seg- ir vandamál oft skapast við upp- haf útsölu. „Það eru engar laga- legar reglur til um skilarétt á ógölluðum vörum heldur setja verslanir sjálfar skilyrðin.“ Dæmi eru um að verslanir bjóði útsöluverð fyrir skil á vör- um. Þá þekkist að inneignarnótur gildi ekki á útsölum og í öðrum fást þær ekki. Eins eru dæmi að viðskiptavinir fái fullt verð fyrir jólagjafirnar. Jóhannes segir leiðbeinandi reglur um skil á vörum til staðar en fæstar verslanir virtust þekkja þær. „Við brýndum fyrir fólki fyr- ir jól að spyrja um skilaréttinn. Flestar verslanir taka við vörum ef þær eru sannarlega frá þeim. Síðan er allur gangur á þessu.“ ■ Lífeyrissjóður sjómanna: Hvatt til sameiningar LÍFEYRISSJÓÐIR Aðalfundur Sjó- mannafélags Reykjavíkur vill skoða hvort ekki megi draga úr rekstrarkostnaði Lífeyrissjóðs sjómanna með því að bjóða út rekstur sjóðsins. Fundurinn varar við vaxandi rekstrarkostnaði og hvetur stjórn sjóðsins til að draga úr þessum kostnaði með öllum til- tækum ráðum. Jafnframt er stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hvött til að kanna möguleika á sameiningu sjóðsins við aðra öfl- uga sjóði með það fyrir augum að lækka rekstrakostnað og tryggja réttindi sjóðfélaga. ■ ELDUR Í TIMBURHÚSI Eldur varð laus í timburhúsi við Ingólfsstræti í gærmorgun. Slökkviliði barst tilkynning rúmlega átta um að mikill reyk- ur væri í kjallaraíbúð hússins. Fljótt tókst að slökkva eldinn sem talið er að hafi kviknað út frá eldavél eða ofni. Íbúðin var mannlaus. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er talið að hætta hafi verið á stórtjóni. ÚTSALAN HAFIN 40 - 70 % afsláttur af öllu Ath. Park er núna á 3. hæð í Kringlunni rétt hjá SAM-bíóunum HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Sé vöru skilað á útsölu er oftast hægt að fá inneignarnótu á sama verði og varan var keypt á en þá er ekki hægt að nota inneignarnótuna á útsölu. Jólagjafir: Má skila aftur ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.511,6 0,6% Nasdaq* 2.020,6 0,9% FTSE 4.510,2 0,7% DAX 4.018,5 1,4% NK50 1.345,5 0,0% S&P* 1.116,6 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Kauphöll Íslands og helstu fjármálastofnanir voru lokaðar í gær. FATAKAUP FYRIR ÁTTA MANNS Sigrún Helga Löverud er stödd í jólafríi á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni en þau eru búsett í nágrenni Stavanger í Noregi. Aðspurð hvort munur væri á útsöluvörum á Íslandi og Noregi segir hún meiri gæði í útifatnaði hér á landi miðað við verðlag. Á myndinni eru ásamt Sigrúnu eiginmaður hennar Sveinn og börnin þeirra Jakob Ares og Hákon Ómar. Útsölur: Meira fyrir peninginn Sladjana Vikovic: Fín föt á Íslandi „Ég hef farið á nokkrar útsölur frá því ég flutti hingað til lands,“ segir Sladjana sem flutti hingað frá Serbíu fyrir einu og hálfu ári síð- an. „Þau föt sem eru á útsölunum hér á landi eru í fínasta lagi. Ég er þokkalega bjartsýn að finna eitt- hvað þrátt fyrir að ég sé nýbúin að róta í stórum haugi af fötum sem annaðhvort eru nokkrum númerum of stór eða of lítil.“ Steinunn Guðmundsdóttir og Hilmar Jensson: Leiðinlegt á útsölum Steinunn og Hilmar segjast ekki binda sig fram yfir áramót til að versla föt. „Við förum helst ekki á útsölur. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem við gerum.“ Steinunn og Hilmar sögðust ætla að gera heiðarlega tilraun til að finna föt á sig í ár. Magnea Rós Svansdóttir: Notar jólapeninginn í útsölur Magnea Rós var að versla sér föt fyrir peninga sem hún fékk í jólagjöf. „Ég er ekki búin að finna mikið. Ég er helst að leita eftir Bratz-dúkkum, mig minnir að þær séu komnar á útsölur.“ ■ Útsölur í verslunum að komast á fullt skrið: Engar samræmdar reglur um skil ÞYRLA Á EFTIRLITSFLUGI Nokkrar bandarískar þyrlur hafa verið skotnar niður í nágrenni Falluja. Óróasvæðið í Falluja: Smáþyrla skotin niður ÍRAK Bandarísk smáþyrla var skot- in niður í nágrenni bæjarins Fallu- ja í Írak í gær með þeim afleiðing- um að einn bandarískur hermaður lét lífið og annar særðist. „Það hefur komið í ljós við nánari rann- sókn að hún var skotin niður af andstæðingum okkar,“ sagði Mark Kimmitt, herforingi og talsmaður herstjórnarinnar í Írak. Þyrlan var í eftirlitsflugi þegar hún varð fyrir flugskeyti og að sögn sjónarvotta klofnaði hún í tvennt áður en hún féll logandi til jarðar á opnu svæði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.