Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 32
32 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR CYRIL DESPRES Frakkinn Cyril Despres í keppni í undan- rásum fyrir París–Dakar rallið á nýársdag. Rall Pólska stórskyttan Karol Bielecki semur við Magdeburg: Vill blómstra undir stjórn Alfreðs HANDBOLTI Einn allra efnilegasti handboltamaður heims, pólska stór- skyttan Karol Bielecki, valdi frekar að semja við þýska liðið Magdeburg en að fara til Barcelona á Spáni en bæði þessi lið kepptust um að semja við þessa 21 árs stórskyttu, sem auk þess að skora 18 mörk á takmörk- uðum spilatíma í þremur landsleikj- um við Íslendinga í nóvember og verða markakóngur HM unglinga í sumar, varð markahæsti leikmaður riðlakeppni meistaradeildarinnar. Karol spilaði hjá pólska liðinu KS Kielce en hann skoraði 62 mörk í riðlakeppninni eða yfir 10 mörk að meðaltali og skoraði 11 mörkum fleira en næsti maður á lista. Bielecki er 2,02 metrar á hæð og mikil skytta eins og við Íslendingar fengum að kynnast vel í landsleikj- unum á dögunum. „Ég vil verða al- vöru handboltamaður undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg og ég vonast eftir að ná þar sömu framförum og landi minn Grzegorz Tkaczyk náði undir stjórn Alfreðs,“ sagði Bielecki þegar hann skrifaði undir þriggja ára samning við þýska liðið til ársins 2007. Orðspor Alfreðs Gíslasonar berst hratt um handboltaheiminn og það er ljóst á öllu að ungir metnaðarfullir hand- boltaleikmenn sjá mikinn hag í því að njóta leiðsagnar hans í Magdeburg. Eins og kunnugt er samdi KA-maðurinn Arnór Atlason við þýska liðið á dögunum og mun eins og Bielecki spila með þeim næsta vetur. ■ LEIKIR  14.00 Njarðvík leikur við ÍS í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  14.00 ÍR fær KR í heimsókn í Selja- skóla í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  16.15 ÍS og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppni karla í blaki. Leikur- inn fer fram í íþróttahúsinu við Austurberg.  17.15 Keflavík og Grindavík keppa í Keflavík í 1. deild kvenna í körfu- bolta. SJÓNVARP  12.20 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Watford og Chel- sea í 3. umferð bikarkeppninnar.  13.25 Football Week UK  13.25 Opna breska meistaramót- ið 2003 RÚV.  14.20 Formúla 1 2003 á RÚV. Samantekt frá kappakstri ársins.  14.25 Skoski boltinn á Sýn. Frá leik Celtic og Rangers.  14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Gillingham og Charlton í 3. umferð bikark.  16.15 Bikarkeppnin í blaki á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik ÍS og Stjörnunnar í bikarkeppni karla í blaki  16.55 NFL-tilþrif á Sýn.  17.25 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Southamt. og Newcastle í 3. umferð bikark.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Celta Vigo og Deportivo La Coruna.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. ÚTSALAN hefst í dag 20-60% AFSLÁTTUR Dömuskór - herraskór - barnaskór Kringlan - Skóhöllin - Glerártorg Skoska knattspyrnan: Erkifjendur mætast FÓTBOLTI „Við förum á Parkhead til að vinna,“ sagði Craig Moore, fyrirliði Rangers, sem mætir erkifjendunum í Celtic í 19. um- ferð skosku úrvalsdeildarinnar. „Deildin er ekki búin þó við töp- um en við þyrftum að treysta á greiða frá öðrum og það er ekki staða sem við viljum.“ Celtic er efst í deildinni og hefur átta stiga forskot á Rangers þegar átján umferðum er lokið. Celtic sigraði 1-0 í fyrri leik félaganna á Ibrox Stadium í október og má Rangers ekki við öðru tapi í dag. Leikurinn í dag verður 270. deildaleikur félaganna. Rangers hefur vinninginn með 105 sigr- um gegn 84 sigrum Celtic en 80 leikjum hefur lokið með jafn- tefli. ■ EIÐUR SMÁRI OG HEIÐAR Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson fagna eftir sigur í landsleik. Félög þeirra mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Watford mæt- ir Chelsea Átta Íslendingafélög leika í 3. umferð bikarkeppninnar í dag. FÓTBOLTI Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen verða ef að lík- um lætur í sviðsljósinu þegar Watford og Chelsea mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Báðir hafa leikið vel með fé- lögum sínum að undanförnu. Heiðar skoraði tvisvar í fimm leikjum í desember en Eiður Smári skoraði gegn Charlton á annan dag jóla og lék allan leikinn gegn Portsmouth um síðustu helgi. Það bætir eflaust möguleika Eiðs á sæti í byrjunarliði að rúm- enski framherjinn Adrian Mutu hefur ekki náð að skora í síðustu ellefu leikjum. Vicarage Road, heimavöllur Watford, er í slæmu ásigkomulagi eftir rúgbíleik á ný- ársdag og hafa starfsmenn félags- ins lagt nótt við dag til að koma vellinum í sómasamlegt horf fyrir leikinn gegn Chelsea. Hermann Hreiðarsson leikur gegn Gillingham, félaginu sem er að spá í Helga Sigurðsson. Charlton er í fjórða sæti úrvals- deildarinnar en Gillingahm er í fimmtánda sæti 1. deildar. Úlfarnir sitja í neðsta sæti úr- valsdeildarinnar og heimsækja 3. deildarfélag Kidderminster. Jóhannes Karl Guðjónsson var meðal varamanna þegar Úlfarnir unnu Leeds 3-1 á sunnudag. Úlfarnir verða án Paul Butler og Mark Kennedy en Rúmeninn Ioan Ganea verður líklega kominn með leikheimild. Ívar Ingimarsson og félagar í Reading heimsækja Preston í dag. Leiðir félaganna lágu síðast sam- an í bikarkeppninni þegar Preston sigraði 18-0 fyrir 110 árum. Barnsley og Scunthorpe mættust síðast í bikarnum fyrir 40 árum og hafði Barnsley betur í annarri til- raun. Á City Ground leika Íslend- ingafélögin Nottingham Forest og West Bromwich Albion. Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið í leikmannahópi Forest í öllum leikjum félagsins í desember en aðeins leikið tvo leiki. Lárus Orri Sigurðsson (WBA) verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla eins og stærstan hluta leiktíðarinnar. ■ hvað?hvar?hvenær? 31 1 2 3 4 5 6 JANÚAR Laugardagur ALFREÐ GÍSLASON Orðspor hans berst hratt um handbolta- heiminn og ungir metnaðarfullir hand- boltaleikmenn sjá mikinn hag í því að njóta leiðsagnar hans í Magdeburg. Markahæstu menn í riðlakeppni meist- aradeildarinnar: 1. Karol Bielecki, KS Vive Kielce 62 2. Manuel Liniger, Pfadi Winterthur 51 3. Utku Ergüder, ASKI Ankara 49 3. Boris Schnuchel, Kolding KIF 49 5. Stefan Kretzschmar, SC Magdeburg 47 LEIKIR Í DAG Accrington - Colchester Birmingham - Blackburn Barnsley - Scunthorpe Bradford - Luton Cardiff - Sheffield United Coventry - Peterborough Crewe - Telford Everton - Norwich Gillingham - Charlton Ipswich - Derby Kidderminster - Wolves Mansfield - Burnley Manchester City - Leicester Middlesborough - Notts County Millwall - Walsall Northampton - Rotherham Nottingham Forest - WBA Portsmouth - Blackpool Preston - Reading Southampton - Newcastle Southend - Scarborough Sunderland - Hartlepool Swansea - Macclesfield Tottenham - Crystal Palace Tranmere - Bolton Watford - Chelsea Wigan - West Ham Wimbledon - Stoke LEIKIR Á SUNNUDAG Aston Villa - Manchester United Yeovil - Liverpool Fulham - Cheltenham Leeds - Arsenal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.