Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 16
16 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Líkkista Tuts, konungs Egypta-lands, fannst þennan dag, eftir tveggja ára uppgröft, árið 1924. Tveimur árum eftir að breski fornleifafræðingurinn Howard Carter og samstarfsmenn hans fundu grafhýsi faraóans Tutank- hamen nálægt borginni Luxor í Egyptalandi uppgötvuðu þeir stærsta leyndarmál þess - lík- kistu Tut konungs sem var gerð úr skíra gulli. Þegar Carter kom fyrst til Eg- yptalands árið 1891 var búið að finna flest grafhýsi landsins. Fáir vissu þó af gröf faraóans Tutankhamen sem hafði dáið ung- ur að aldri. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hóf Carter leitina að gröf Tut kon- ungs nálægt grafhýsi Ramses VI konungs í Konungadalnum. Skömmu síðar fann hann þrep sem lágu að vel földu herbergi. Þann 26. nóvember árið 1922 komust Carter og lávarður Carn- arvon loks inn í grafhýsið. Þeir hófust þegar handa við rannsókn- ir og skoðaði Carter herbergin fjögur í grafhýsinu hátt og lágt. Hann fann ótrúlegt safn þúsunda muna og þar á meðal steinkistu. Ofan í kist- unni leynd- ust þjár aðr- ar kistur, hver ofan í annarri. Í síðustu kist- unni, sem gerð var úr skíra gulli, fann hann múmíu af stráklingn- um Tutank- hamen kon- ungi sem hafði varð- veist í meira en þrjú þús- und ár. ■ Bergur Vernharðsson, slökkviliðsmaður og sjómaður, Elliðavöllum 2 Keflavík verður sextugur á morgun 4. janúar. Hann tekur á móti gestum í dag, 3. janúar, í Safnaðar- og félagsheimilinu Innri Njarðvík frá klukkan 20. 14.00 Þorsteinn Bjarnason, Böðvars- götu 9, Borgarnesi, verður jarð- sunginn frá Borgarneskirkju. 14.00 Helga Pálsdóttir húsmóðir, frá Höfða, Grunnavíkurhreppi, síðast búsett á Hlíð, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Magnús Ólafur Guðmundsson, fyrrum bóndi í Fagradal, Sunda- búð, Vopnafirði, verður jarðsung- inn frá Vopnafjarðarkirkju. 14.00 Valgerður Haraldsdóttir, verður jarðsungin frá Grundarfjarðar- kirkju. 14.00 Elínborg Sigurðardóttir frá Ár- bakka, verður jarðsungin frá Ár- bæjarkirkju, Holtum. Rútuferð frá Hreyfilshúsinu við Grensásveg klukkan 12. J.R.R. TOLKIEN Rithöfundurinn snjalli fæddist þennan dag árið 1892. 3. jannúar ■ Þetta gerðist 1496 Samkvæmt minnisbók Leonardo da Vinci hafði hann reynt að þróa flugvél. Tilraunin tókst ekki og lagði Da Vinci flugið á hilluna í nokkur ár. 1777 Orustan um Princeton á sér stað. Her undir stjórn George Was- hington gjörsigraði heri Breta. 1888 Marvin C. Stone uppgötvar sogrör til drykkjar. 1925 Mussolini lýsir því yfir að hann muni gerast einræðisherra á Ítalíu. 1951 NBC sjónvarpsstöðin frumsýnir Dragnet-þáttinn. 1953 Frances Bolton og sonur hennar Oliver eru fyrstu mæðginin til að sitja á sama tíma á bandaríska þinginu. MÚMÍA TUT KONUNGS Howard Carter upp- götvaði einn mesta fjársjóð Egyptalands, 33 árum eftir að hann kom fyrst til landsins. Líkkista Tuts, konungs Egypta, finnst HOWARD CARTER ■ Fornleifafræðingurinn snjalli finnur lík- kistu Tutankhamen faraóa. 3 janúar 1924 SPARISJÓÐUR HÖFÐHVERFINGA Ein elsta fjármálastofnun landsins er 125 ára um þessar mundir. 125 ára Þann 1. janúar voru 125 ár liðinfrá stofnun Sparisjóðs Höfð- hverfinga. Sparisjóðurinn er í hópi elstu fjármálastofnana á Ís- landi, stofnaður 1. janúar 1879. Í tilefni af afmælinu hefur ver- ið ákveðið að taka saman sögu Sparisjóðsins. Viðskiptavinum og velunnurum verður boðið að þigg- ja afmæliskaffi í afgreiðslu sjóðs- ins af því tilefni mánudaginn 5. janúar á milli kl. 13.30 og 16. Auk þess að veita almenna fjármálaþjónustu annast Spari- sjóðurinn póstafgreiðslu á Greni- vík. ■ Ég ætla bara að hitta góða vini,bæði snemma og seint um daginn,“ segir Sölvi Blöndal, tón- listarmaður í Quarashi. „Ég hitti fjölskyldu og vini, þetta nánasta sem er svo gott fólk. Ég reyni að hitta ömmu og foreldra mína. Svo býð ég bestu vinum mínum í mat og við eigum vonandi náðuga stund.“ Sölvi er ekki sá eini í vinahópn- um sem á afmæli í dag og reynir því að hitta félaga sína í 3. janúar klúbbnum. „Það eru ég, Villi nagl- bítur og Úlli Grönvold, leik- myndahönnuður á RÚV. Við erum vörutalningarbörn og fáum alltaf úrvalið af bestu bensínstaða- gjöfum. Þetta hefur verið mjög átakamikil reynsla sem maður hefur gengið með allt tíð. En reyndar er ég orðinn svo þroskað- ur að ég þarf engar gjafir lengur.“ Á þessum tíma eru áramótin honum hugleikin, eins og hjá mörgum öðrum. „Þetta var eitt skemmtilegasta gamlárskvöld í langan tíma. Ég var í nokkuð góð- um fíling fram eftir kvöldi, en komst svo í sjálfsmorðshugleið- ingar við að horfa á Skaupið og sofnaði þrisvar yfir því. En á eftir kom eitt kraftmesta ávarp út- varpsstjóra í langan tíma. Það hefur verið vani hjá mér í mörg ár að horfa á Markús og hann topp- aði sjálfan sig algjörlega þetta árið.“ Það er mikið að gera hjá hon- um og félögum hans í hljómsveit- inni Quarashi, en þeir eru nú að æfa fyrir tónleika í Japan sem verða í lok janúar. „Við erum að fara að spila á helvíti skemmtileg- um tónleikum sem kallast Sonic mania. Japanirnir eru alltaf með svo flott heiti á tónleikunum. Svo erum við að undirbúa nýja plötu sem mun halda okkur uppteknum. Það verður líklega ekki mikið pláss fyrir annað á árinu. Samt er erfitt að segja til um það hvað verður því það er alltaf gaman að vinna með góðum lagasmiðum og tónlistarmönnum og þá er erfitt að segja nei.“ Eftirminnilegasta afmælið er líklega þegar hann varð sautján eða átján ára. „Ég bauð öllum í veislu heim til mín og mætti svo ekki sjálfur. Þetta er líklega það hallærislegasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Líklega hef ég verið upptekinn í einhverri tónlist sjálfur, en sökin lá að öllu leyti mín megin.“ ■ SÖLVI BLÖNDAL Sofnaði þrisvar yfir Skaupinu en var mjög ánægður með ávarp útvarpsstjóra. Ég er vörutalningarbarn Afmæli SÖLVI BLÖNDAL ■ er 29 ára. Bauð vinum í afmæli en mætti ekki sjálfur. Karólína Halldórsson, Miðvangi 41, lést föstudaginn 19. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum, Stafholtstungum, lést mánudaginn 29. desember. Úlfur Grönvol, leikmyndahönnuður og listmálari, er 38 ára í dag. Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur og sjónvarpsstjarna, er 26 ára í dag. ■ Afmæli M YN D /Ú LF U R G RÖ N VO LD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.